Morgunblaðið - 02.09.1964, Síða 2

Morgunblaðið - 02.09.1964, Síða 2
í MORGUN BLAÐiB Miðvikudagur 2. sept. 1964 \ Fra sjóprófum vegna IMeptónusar Reyks hafði áður orð/ð vart frá katlinum SJÓPRÓFÚM vegna brunans í ííeptúnusi var haldið áfram í Reykjavík í gaer og voru þá yfir- heyrðir skipverjar á Júpiter, sem dró Neptúnus til hafnar. í fyrra- dag fóru yfirheyrslur fram yfir skipstjóra, vélstjórum og kynd- ara á Neptúnusi. Kom þá fram, að Neptúnusmenn urðu varir við reyk frá katlinum, þar sem elds- upptök voru, um 11 stundum áð- ur en þeir urðu eldsins varir. Hafði skipið verið í flokkunar- viðgerð í 16 mánuði fyrir þessa veiðiferð, og töldu skipV/erjar, að hér væri um að rseða uppgufun á raka við ketilimn, þar sem reyk- urinn var ljósleitur. Töldu þeir, að hann myndi senn þorna, en þegar þessu hélt áfram var vatn borið á ketilinn og rifnar upp ptötur í kring um hann. Skozkur kyndari, Guy Lowsley, varð fyrstur eldsins var um kl. 17.45 á föistudag og var þá þegar reynt að kæfa eldinn með fjórum siökkvitækjum, en það bar eng- an árangur. Eins og áður hefur komið fram í fréttum Morgunblaðsins voru öll op á vélarrúmi birgð og gufu dælt inn í það. Virtist eldurinn þá í rénun, en gaus upp aftur, er opnað var. Þessar tilraunir til að ráða niðurlögum eldsins voru endurteknar án ár- angurs. Fóru flestir skipverjar þá í bátana vegna sprengingar- hættu. Varðskipin Albert og Þór voru nálæg og komu á vettvang, er Neptúnus sendi út skeyti um brunann. Tók Albert mennina úr björgunarbátunum og fór Forseti Islands, herra Asgeir Ásgeirsson, heimsótti í gær stjórnarfund Lútherska heimssaiu- bandsins að Hótel Sögu, og var myndin tekin við það tækifæri. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) með þá til Reykjavíkur, en Þór setti dráttartaugar í Neptúnus. Togarinn Júpiter kom á stað- inn innan stundar og voru þá taugar Þórs í Neptúnus leystar, en Júpiter dró Neptúnus þess í stað til hafnar. Engar kröfur um björgunar- laun hafa enn komið fram, að að því er Emil Ágústsson, dóm- »ri réttarins tjáði Mbl. Fundur Rannsóknarráðs Norðurlanda í Rvík Fjallað um stofrmn norræns vísindasjóðs FUNDUR framkvæmdastjórnar Rannsóknarráðs Norðurlanda íhefst í Reykjavík í dag. Mbl. hef ur borizt eftirfarandi fréttatil- kynning um fundinn: Framkvæmdastjórn hinnar nor rænu samstöðustofnunar á sviði tæknilegra og vísindalegra rann- sókna, Nordforsk, eða Rannsókna ráð Norðurlanda, kemur til fund ar hjá Rannsóknarráði ríkisins í Reykjavík dagana 2.—3. sept. n.k. Þetta er í fyrsta sinn, sem Rannsóknarráð Norðurlanda efn ir til fundar á íslandi. Rannsóknarráð Norðurlanda er sameiginl. stofnun hinna tækni- legu og vísindalegu rannsóknar- ráða og vísindafélaga í Dan- mörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Verkefni þess er að efla og skipuleggja norrænt sam starf á sviði vísindalegra rann- sókna. Starfseminni er stjórnað af framkvæmdastjórn og í henni eiga sæti fulltrúi frá hverju landi. Þeir eru nú: Thorkild Franck, verkfræðing- ur, framkvæmdastjóri hins danska tæknilega og vísindalega rannsóknarráðs; Prófessor Ed- ward Wegelius, forstjóri Rann- sóknarráðs rikisins í Finnlandi; Steingrímur Hermannsson, verk- fræðingur, fram-kv.stjóri Rann- sóknarráðs ríkisins; Robert Major, cand. real., framkvæmda- stjóri hins norska tæknilega og Fyrir bíl Um sex-leytið á mánudag ók bifreið á 6 ára gamla stúlku á Kársnesbraut. Stúlkan, Hafdís Hauksdóttir, Hraunbraut 12, var flutt í Slysavarðstofuna. Meiðsli hennar munu ekki hafa verið alvárlegs eðlis. vísindalega rannsóknarráðs, en hann gat því miður ekki sótt þennan fund; Gösta Lagermalm, Tekn. lic., ritari Rannsóknarráðs ríkisins í Svíþjóð; Elin Törnudd verkfræðingur. ritari Rannsókn- arráðs Norðurlandá. Á fundum framkvæmdastjórn- arinnar er fjallað um stjórn ráðst ins, reikninga óg fjárhagsáætlun, og gefnar eru skýrslur um sam- eiginleg rannsóknarverkefni, sem að er unnið, og einnig er ákveðið hvaða svið skulu lögð sérstök- á- herzla í framtíðinni. Mikilvæg- asta verkefnið nú er tillaga um stofnun norræns vísindasjóðs. — Rannsóknarráð Norðurlanda hef ur ekki áður haft afskipti af fjár veitingum til rannsókna í með- limaríkjunum. Markmið sjóðsins á að vera að veita styrki til rann sóknarverkefna, sem framkvæmd eru sameiginlega af tveimur eða fleiri norrænum löndum. Síðast en ekki sízt vill fram- kvæmdastjórnin kynnast visinda legum rannsóknum á íslandi, sér staklega kanna á hvaða sviðum vísinda norrænt samstarf getur helzt komið til greina hér á landi. Lútherska heimssambandið: Forseti íslands við- staddur fund í gær t GÆRDAG var fram haldið stjórnarfundi Lútherska heims- sambandsins í Reykjavik, og ýmis mál rædd. Hófst fundurinn með morgunbæn í Neskirkju, fluttri af Leer-Andersson, hiskup frá Danmörku. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, var viðstaddur morgunbænir, og sat einnig árdegisfundinn að Hótel Sögu ásamt kirkjumála- ráðherra, Jóhanni Hafstein. Á fundum fyrir hádegi var rætt um hornstein lúthersku kirkjunnar sem er kenningin um réttlætingu af trú. Dr. Vajata sem annazt hefur forstöðu guð- fræðideildar LWF flutti skýrslu og einnig talaði prófessor Mikko Juva, sem er formaður þess ráðs, sem fjallar um guðfræðileg mál- Maður drukknar á Seyðisfirði SEYDISFIRÐI, 1 .sept. — 1 10 daga hefur verið saknað manns hér úr bænum, Egils Þorgeirs- sonar. f gær um kl. 17 fannst lík hans við svokallaða Lýsis- bryggju, þar sem gömlu hvalbát arnir liggja. Hafði Hafsteinn Jó- hannsson, froskmaður á Elding- unni verið fenginn til að kafa eftir ábendingu lögregluþjóns, sem hafði séð þústu þarna i sjón um. Síldveiðibátar og flutninga- skip liggja stundum utan á hval- bátunum. S.G. I gœr var lóðum í úthlutað Rvík 12 0 120 nýjum lóðum var úthlutað á borgarráðsfundi í gær. Eru lóð irnar allar í Árbæjarbletti, en ætlunin er að byggja þar upp nýtt hverfi í stað húsa, scm upp haflega voru sumarbústaðir og eru eigendur margra þeirra í hópi þeirra sem nú ætla að byg*?ja, en hver eigandi hefur fengið úthlutaðri einni lóð úr erfðafestulöndunum. Á þessu svæði hefur verið út- hlutað undir 40 raðhús og um 80 einbýlishús. Er reiknað með 150 ierm. hámarksstærð á einbýlis- iiúsunum, sem verða á einni hæð. Hámarksstærð raðhúsanna er 120-140 ferm. og eru það svo icölluð garðhús, með garði fram- an við hvert hús. Lóðirnar 1 skammt fyrir ofan Árbæ, ra ín norðan megin vegarins, er er blokkhúsahverfi fyrir austan, en einbýlishúsin að sunnanve við Suðurlandsveginn, eins hann er nú, en hann á að fæi þaðan. Þetta er síðasta lóðaúthlutun á þessu ári. Áður var búið að úthluta 70 raðhúsum og 18 ein- býlishúsum við Elliðavoginn og sustan við Hrafnistu heimili aldr aðra sjómanna fjólbýlishúsum og talsverðu af við Elliðaárvog- inn. Einnig var nýlega úthlutað , 05 stigahúsum í Árbæj arhverfi. Næsta úthlutun verður á næsta ári. efni. Umræður urðU töluverðar um þessi mál. Hádegisverð snæddu sumir þingfulltrúa að Hótel Sögu en aðrir í boði íslenzku biskupshjon anna að heimili þeirra að Tóm- asarhaga 15, en þau bjóða ölum hinum erlendu þingfulltrúum til heimilis síns í þrennu lagi á með- an þingið stendur. Síðdegisfundur hófst síðan að Hótel Sögu kl. 3:30. Var þar m. a. rætt um kirkjumálefni SuS ur Ameríku, en þar fjölgar með- limum lúthersku kirkjunnar mjög ört. Afleiðing þessarar þró- unar er sú, að unnið er nú að því, að stjórn lúthersku kirkj- unnar í S-Ameríku flytjist í æ rikari mæli til viðkomandi landa en verið hefur til þessa, og voru ýmis atriði varðandi það rædd á fundlnum í gær. Á síðdegisfundinum flutti einnig dr. Vajata skýrslu sína um kirkjuþing kaþóskra í Róm, en hann er einn þriggja áheyrn- arfulltrúa, sem Lútherska heims sambandið átti þar. (Þess má geta, að rómversk—kaþólska kirkjan átti einnig fulltrúa á Lútherska heimsþinginu í Hel- sinki á sl.’ári.). Varðandi skýrslu dr. Vajata vísast til annarar fréttar í Mbl. í dag. Að umræðum um skýrslu dr. Vajarta loknum, gengu þingfull- trúar til kvöldbæna í Neskirkju, og annaðist þær dr. Weeber, gjaldkeri sambandsins. í gær- kvöldi störfuðu nefndir þingsins, en morgunfundur hefst kl. 9:30 að loknum morgunbænum í Nes- kirkju, sem Wantula biskup í Póllandi flytur. Á fundunum í dag verður aðal lega rætt um heimsþing sam- bandsins í Helsinki í fyrra, auk ýmissa annara mála. Kl. 2 e.h. í dag verða þingfull- trúar gestir forseta íslands að Bessastöðum. i / NA 15 hnitor LS SV SOhnútor % 7 Sleúhr £ Þrutxur 'm/'s* Kutíookit Deilt um dragnótaleyfið KEFLAVÍK, 1. sept. — B'átind- ur KE 88 var tekinn í fyrradag 1 landhelgi. Skipstjórinn á honum er Gunnar Jónsson. Varðskipið Ægir tók bátinn og færði til KefLavíkur, þar sem yfirheyrzl- ur hafa farið fram. Við þær kom í ljós að bátur- inn hafði ekki dragnótaleyfi, vegna þess að vanrækt hafði verið að senda skýrslur til Fiski félagsins. Skipstjórinn mótmæl- ir því að hann hafi verið í la.nd- he.gi, miðað við að hann hafi leyfi. Hafa réttarhöldin hér farið fram og málið verið sent til saksóknara ríkisins, en bátur- inn stöðvaour við veióar þangað til dómur hefur gengið, sem ekki má vænta fyrr en eftir viku héðan í frá, nema sjávar- útvegsmálaráðuneytið gefi nauð synleg leyíi. Fuiltrúi bæjarfógeta, Har- aldur Hinriksson, hafði þelta mál með höndum og hefur hann nú sent það frá sér, til saksókn- ara ríkisins. — Helgi S. ynr iNoroursjo ræo- ur nú veðri hér á landi, hef- ur beint hingað hlýju og röku hafiofti, og fremu” líkur á að hún muni beina hingað heldur þurrara lofti frá Evrópu. Má nú teljast blíð- veuur. 1 gær var að visu þokuloft og smávegis úr- koma syðra, en norðanlanas naut hér sólar og var 17 stiga hiti á Akureyri og Raufar- hafn kl. 15. / %

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.