Morgunblaðið - 02.09.1964, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 02.09.1964, Qupperneq 3
Miðvikudagnr 2. sept. 1964 MORGUNBLADiÐ *v.y.;.sy*W.»(í[«»00MM»»M0í»SfM»«y0MMMS!MaíMWwriW00#M«.?'.VKo:4Í.ÍFVSíW,:v’i mHiimmnimmiiimiiiiiiiimiiimiiiimminmimiiimiiE UNDANFARIN 4 »mur hafa 3 ungir íþróttakennarar haft skíðaskóla í Kerlingarfjöllum og munu yfir 600 manns hafa dvalið hjá þeim og stundað skíðaíþróltina. Nú eru þeir að faera’ út kvíarnar, byggja nýjan og mjög sérkenriilegan skíðaskála, og hafa í hyggju að reisa þarna upp frá skíða stað með fullkominni skíða- lyftu í brekkunum, plastsund laug, virkja ána og fá litla rafstöð, fá ruddan veg alveg upp 1 brekkurnar o.fl. f sum- ar hefur verið unnið að því að byggja fyrri áfanga af skíðaskálanum, sem nú er kominn undir þak og er ætl- „unin að taka hann í notkun næsta sumar, reisa jafnframt seinni hluta hússins. í>eir fé- , STAKSTEINAR Helmingur af nýja skálanum í Kerlingarfjöllum er kominn undir þak. smiður við vinnu á þakinu. Við húsið stendur Eiríkur Haralisson. Magnús Karlsson e Nýr sérkennilegur skíðaskáli byggður í Kerlingarfjöllum linigir áhúgamenn koma þar upp sumarskíðastað É lagar hafa nú tekið fleiri með = sér í félagsskapinn af þeim E sem að þessu hugðarefni hafa : unnið með þeim og stofnað : hlutafélagið Fannborg með jj átta hluthöfum. Fréttamaður .Mbl. kom í [ skíðaskólann í Kerlingarfjöll- ; um um helgina, en honum er i nú að Ijúka. Hefur hann í É sumar verið til húsa, eins og É hingað til, í sæluhúsi Ferða- É félagsins, sem verður væntan = iega losað næsta sumar þegar jj nýja byggingin kemur. Hörður Björnsson, arkitekt, | hefur teiknað nýja skálann : sem er mjög sérkennilegur,: : virðist að útliti mest byggður : upp af þríhyrningum, og í „minnir mjög mikið á formin j í fjöilunum hérna“, t.d. í Ög- = mundi og Mæni, segja þeir : félagar. í>að sem komið er af E honum er burstarhús, þar : sem á að verð-a borðsalur og j íverusalur niðri, ásamt eld- j húsi og herbergi fyrir mat- j ráðskonur, en uppi svefnloft. j En ætlunin er að reka skál- j ann sem fjallaskála með j svefnloftum en ekki sem sum j arhótel, og reyna að halda \ aandrúmslofti þvi, sem er i j siíkum skálum. I sumar hafa tveir smiðir = unnið við bygginguna, þeir j Magnús Karisson og Einar j Þorkelsson og er hún komin j undir þak. Snemma næsta j vor er svo ætlunin að ljúka j innréttingu, svo að hægt I verði að hafa skíðaskólann I þarna næsta sumar. Verður salinn, þegar kvöldvökur eru haldnar, eins og siður er að hafa núna á kvöldin. Er gert ráð fyrir að hægt verði að hýsa 70 manns í húsinu, en l//./:/v://////rO Teikning af framnlið skiðaskálans. Framan við núverandi burstabyggingu kemur önnur framan í brekkunni og myndast lægri burstir á henni, báðum megin við bá sem fyrir er. — Form skálans eru byggð upp af þríhyrningum. Teikninguna gerði Hörður Björnsson. efni i framhúsið flutt upp eft ir í haust, og það reist næsta . sumar. Það kemur framan við burstarhúsið, þannig, að tvær lægri burstir myndast, en gluggar í báðum byggingun- um eru með formi þríhyrn- inga, sem standa út úr hús- inu. í framhúsinu verður and dyri, snyrtiherbergi og geymsla niðri, og gengið upp úr anddyrinu á svefnloft og í 2 svefnherbergi, en fyrir enda niðri er pallur, sem hvort sem er má nota fyrir svefnpláss eða sem svið fyrir þá seigja þeir félagar að verði þröngt. Þeir sem standa að þessum framkvæmdum eru: mennta- skólakennararnir Valdimar Örnólfsson og Eirikur Har- aldsson, Sigurður Guðmunds son, kennari á Núpi, Jakob Albertsson hjá Vegagerðinni, en þeii fjórir hafa undan- farin sumur farið með fólkinu í skíðaskólanum um Kerling- arfjöllin og kennt því á skíð um, Jónas Kjerulf, bílstjórinn á áætlunarbílnum, sem sæk- ir fólkið í bæinn og ekur því daglega upp að snjóröndinni, Maignús Karlsson, smiður, Einar Eyfells, verkfræðingur og Þorvarður Örnólfsson kennari, sem hefur annast út réttingar í bænum. — Það er bezt að þeir sem vinna við þetta fyrirtæki séu meðeig- endur, sagði Eiríkur Haralds- son. Við vinnum að þessu af áhuga. Það er ekki hugsað sem gróðafyrirtæki, heldur til að vera á þessum yndæla stað og fá sem flesta til að vera með á skíðum. Auk þeirra sem áður eru nefndir, hafa í sumar starfað í Kerl- ingarfjöllunum 3 konur, ráðs konurnar Álfheiður Gísladótt ir og Guðrún VilmUndardótt- ir, og Ingibjörg Eyfells, sem ' gætir skíðalyftunnar og veitir te og brauð uppi við skíða- brekkuna um hádegið. Fullkomin skíðalyfta, plastsundlaug o.fl. Þeir félagar hafa margskon ar áform á prjónunum. Næsta verkefni eftir skálabygging- una, er að koma upp fullkom inni skíðalyftu. Þá langar til að fá ruddan veg frá skálan- um, sem stendur í Árskarði á sama stað og sæluhús Ferða- félagsins og upp að skíða- brekkunum. Hafa þeir valið skíðalyftustað og kannað veig arstæðið fyrir rudda braut. — Þegar hún er komin upp, þá fyrst er þetta orðið líkt skíðastöðum erlendis í Aust- urriki og Sviss, sagði Eiríkur. Og aðspurður sagði hann að helzt væri gert ráð fyrir lyftu af gerðinni „T-bar“, eða þannig að tveir og tveir eru dregnir upp á skíðunum. í Kerlingarfjöllunum er jarðhiti sem kunnugt er og hafa þeir félagar verið að slæðast eftir að finna ráð til að notfæra sér hann en enn sem komið er, er borun of dýr. Svo ákveðið hefur verið að virkja heldur ána og fá 50-60 kw stöð til ljósa og hita fyrir húsið. Með því Framhald á bls. 10. rtendur i Árskarði nálægt sæluhúsi Ferdaféla gsins j Kerlingarfjöllum. Hér sj ást báöir skálarnir. Undarlegir bandamenn Ein undarlegri baráttuaðferSi Tímans er að sækja sér banda- menn til útlanda og skifta vega- lengdir þá ekki máli. Hér á árun um ritaði Tíminn mikið um sam stöðu Sjálfstæðisflokksins með ýmsum einræðisherrum í spönsku Ameríku og oft síðan hefur Tím- inn dregið upp úr pússi sinu ýmsa aðila erlendis og sagt þá vera á vegum Sjálfstæðisfiokks- ins eða gefið i skyn, að þeir hafi tögl og hagldir í Sjálfstæöis flokknum! Þessi rembingur Tímans hefur verið mjög spaugilegur og vakið kátínu. Það hefur hinsvegar verið fremur dapurlegt að sjá fávizku og skilningsleysi bluðsins á ýmsum þáttum erlendra stjórn mála, sem komið hafa f,ram í slikri dæmisagnagerð. Hefur mörgum þótt, að Tíminn vetti að halda sér við skýrslugerð um sifjamál Siamskonungs, eins og hér á árunum! Þar var þó ritað af þekkingu og mannviti- Nýjasti bandamaður Tímans í baráttunni gegn Sjálfstæðis- flokknum er Goldwater öldunga deildarþingmaður. í þeim sam- líkingum koma öfgar og skiln- ingsleysi Tímans berlega í ljós. Þegar Mbl. skýrði frá því í frétta grein um Goldwater, að hann væri myndarlegur á velli, ein- arður og heiðarlegur, þá þótti Tímanum það jafngildi félags- skirteini í samtökum Sjálfstæðis manna- Þegar Mbl. leitast við að gefa lesendum sínum sanna og skiljanlega mynd af því, sem er að gerast í bandarískum stjóm málum, þá finnst Tímanum það ekki boða annað, en aðild að Ku Klux Klan! Atbeini Tímans að bandarísk- um stjórnmálum er ekki gæfu- legri en framlagið til islenzkra stjómmála. Og frjáls blaða- mennska og sönn fréttaþjónusta: Hvað er nú það? Þessi spurning skín daglega út úr skrifum Tím- ans. Stjórnmálabaráttunni þarf að breyta Birgir ísl. Gunnarsson, borg- arfulltrúi, ritar í nýútkomið hefti af Félagstíðindum Heim- dallar grein, sem hann nefnir: Breyta þarf svip íslenzkrar stjórnmálabaráttu. t greininni segir m.a.: „Önnur orsök liggur vafalaust í því hvernig stjórnmálabarátt- an er háð hér á landi, og þá einkum á hvern hátt frambjóð- endur og aðrir forystumenn á stjórnmálasviðinu nálgast kjós- endur. Hugmyndir mjög margra um eðli stjóra- málastarfsins mótast af þeim ófrjóu útvarps- umræðum, er hér tíðkast. Þær umræður eru sá mælikvarði, sem stór hópur manna leggur á stjórnmálastarf. Slíkar 'umræður eiga rétt á sér undir vissum kringumstæðum, en þær mega ekki vera eina leið in, sem Ríkisútvarpið hefur upp á að bjóða til að kynna lands- mönnum stjórnmálastarf eða stefnur og markmið einstakra stjórnmálaflokka. Stjórnmála- flokkarnir verða að taka hönd- um saman um, að þetta volduga útbreiðslutæki, útvarpið, taki upp aðrar aðferðir við að kynna landsmönnum stjórnmálastarfið. Það eru stjórnmálaflokkarnir og forystumenn þeirra, sem eiga leikinn í þessu efni. Fyrir for- göngu einstakra útvarpsmanna hefur að vísu nokkuð breytzt til batnaðar á siðustu timum, t. d. haldnir blaðamannafundir með forystumönnum á stjórnmála- sviðinu, en betur má ef duga skal.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.