Morgunblaðið - 02.09.1964, Síða 6

Morgunblaðið - 02.09.1964, Síða 6
6 MORCUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 2. sept. 196S UTVARP REYKJAVÍK Á sunnudagskvöld, 23. ágúst, ílutti dr. Gunnlaugur Þórðarson ágætt erindi um Elliðavatn, en þaðan streyma hinar frægu Ell- jðaár. Vatnið er 8 km. frá Rvík og um 3 ferkílómetrar að stærð. Umhverfi þess er eftirsótt sumar bústaðaland. Á seinni árum hef ur minkur gert talsverðan usla 1 vatninii og við það og beitt þar fugla og fiska ofbeldi af full- komnu siðleysi. Seinna um kvöldið las Baldur Ragnarsson frumort ljóð, en virtist ekki sér- lega mikið niðri fyrir, enda ieifði hann meira en fjórðungi af útmældum tíma sínum, svo að þulur varð að skella hljómplötu í skarðið. Séra Sveinn Víkingur annað- ist dags og vegs spjallið á mánu dagskvöldið. Hann sagði, að jnaðurinn lifði ekki á síld einni saman, né heldur á skattarifrildi ,;Við lifum á sólskinu“ sagði Sveinn. Sólskinið væri í töð- unni, í lömbunum, í mjólkinni og rjómanum. Jafnvel benzínið væri þúsund ára gamalt sólskin. Sveinn sagði, að fegurstu kon- urnar ættu yndislegustu brosin, en þó brostu þær ekki alla ævi. Svo væri það með sólskinið, það Ijómaði ekki daglega. gresja, og drífur nú bréfin hvaðanæfa að til útvarpsins. Mörg athyglisverð bréf höfðu borizt frá börnum og unglingum. Einna íhugunarverðasta tillagan kom þó frá útvarpshlustanda, sem kominn er á níræðisaldur. Hann taldi vanta útvarpsþátt fyrir eldra fólkið, helzt daglegan þátt. Framburður flytjenda yrði að vera skýr vegna brest- andi heyrnar gamla fólksins, og efnið ætti einkum að vera sótt til fyrri tíma. Þessa tillögu gamla mannsins finnst mér, að útvarpið þyrfti að taka til skjótrar íhugunar. Er það ekki annars furðulegt, að útvarpið skuli ekki fyrir löngu hafa tekið upp sérstakan þátt íyrir gamla fólkið? Þetta sama kvöld flutti Hend- rik Ottósson fróðlegt erindi um Rúmeníu og Stefán Júlíusson hóf nýja útvarpssögu: „Leiðin iá til Vesturheims". Á þriðjudags- og miðvikudags kvöld voru flutt tvö Synoduser- indi. Flutti séra Felix Ólafsson hið fyrra, en Ingólfur Ástmars- son, biskupsritari hið síðara. Felix Ólafsson ræddi einkum um .íristniboð, en hann sagði, að kirkja og kristniboð væru tvö ar Árnason hefur nýlega gert nokkur skil á í útvarpinu. Lút- herska heimssambandið var stofnsett árið 194)7 og hefur nú innan sinna vébanda 74 kirkju- deildir, þar sem töluð eru 260 tungumál alls. Aðalstöðvar sam- bandsins eru í Genf í Sviss. Hefur sambandið m.a. beitt sér fyrir margháttaðri líknarstarf- semi. Á miðvikudagskvöld var enn fremur „sumarvaka". Steindór Hjörleifsson las frásögu Stefáns Jónssnar á Húki af fyrstu eftir- leit hans, en þá var hann 17 vet- ra. Lenti hann I allmiklum hrakningum á „Tvídægru" með Jónasi bróður sínum, en sá Jón- as var faðir Sigurðar Jónassonar forstjóra. Frásögn Stefáns var liður í 17 ára keppninni, en höf- undur lézt síðastliðinn vetur. Ólafur Jóhann Sigurðsson, rithöfundur, flutti ljóðaþátt Helga Sæmundssonar síðar á sumarvökunni. Var næsta erfitt að finna snöggan blett á þeim upplestri. Meðalaldur skáldanna hjá Helga var að þessu sirini um 75 ár. Það væri synd að segja, að hann spillti æskulýðnum með ekki mætti not- a ljóðaflutning sem „þéttiefni" í dagskránni*’ annað slagið og létta þannig nokkuð byrðar hljómlistar innar í því hlutverki. Ég held, að margir séu orðnir leiðir á þessum óþreyt andi hljómplötu skríl, sem veður uppi í útvarp- inu í tíma og ótíma. Varla mynd ast svo mínútuglufa í dagskrána að þar sé ekki skellt hljómplötu. Auðvitað er ekkert við því að segja, þótt góðar hljóplötur séu leiknar í útvarpið, en of mikið má af öllu gera, og þetta sífelda hljómplötugaul er einkar vel til þess fallið að skapa leiða með hlustendum. Auk þess höfðar megnið af þessari tónlist ekki til neinna listrænna kennda hjá þorra hlustenda og það þótt þeir hafi næmt tóneyra og hafi yndi af frjálsum leik fagurra tóna. En góð kvæði eiga áreiðanlega enn mikinn hljómgrunn með öll um þorra fullorðins fólks, og hafi æskan ekki lengur smekk íyrir þau, þá er útvarpið ákjósan legur vettvangur til að glæða ijóðaást unga fólksins. Hætti þjóðin að lesa og hlýða á bundið mál, þá missir hún smátt og smátt smekk fyrir og vald yfir hinni fögru hrynjandi tungunn- ar, en slappist vald manna yfir málinu, þá lamast rökvísi þeirra um leið, og tungan verður ekki Helgi Sæmundsson Síðar vék Sveinn að þeirri efnishyggju, sem væri svo áber- andi hjá mörg- um nú til I dags. Þeir neit- | uðu tilvist þess, | sem þeir gætu I ekki þreifað á. ] Hann sagðist Iraunar ekki af- [ neita vísindaleg- [ um sannleika, fút af fyrir sig, „. „ en sem betur Sera Svemn . . . , .... . fæn væri sa íkingur sannleikur ekki sannleikurinn allur. Sveinn líkti blindum efnis- hyggjumönnum við ánamaðk, sem sér ekki, heyrir ekki né kann að greina ilman og afneitar því tilvist þeirra fyrirbæra, sem við komandi skilningarvit gefa til kynna. Hann sagði, að það mætti að vísu telja nausynlegt t.d. í sakamáli að sanna áfreifanleg- an hátt sekt sakbornings. Hins vegar mundi enginn lögfræðing ur né dómari halda því fram, að þjófnaður hefði ekki verið fram inn, fyrr en þjófurinn dinglaði í gálganum. Lík því virtist þó af staða margra efnishyggjumanna gagnvart fyrirbærum, sem þeir skildu ekki. Ég veit ekki, hvort erindi Sveins hefur átt að vera andsvar við þeim kenningum, sem nýlega hafa komið fram í útvarpinu, þar sem landafræðikunnátta frelsarans var dregin í efa og Guð var ekki talinn hafa tækni- lega aðstöðu til að sinna kvabbi alheimsins um bænheyrslu, þó svo að hann væri til. Hitt fer ekki á milli mála, að erindi hans var mjög vekjandi og hvatti menn til umhugsunar um málefni, sem þeir hugleiða varla á degi hverjum, Síðar um kvöldið opnaði Gísli Ástþórsson bréf frá hlustendum. Var þar um allauðugan garð að óaðskiljanleg hugtök. Ingólfur Ástmarsson ræddi um Lútherska heimssambandið, sem séra Gunn ofmiklu dálæti. í sambandi við ljóðalestur í útvarpið dettur mér í hug, hvort jafnnæmur miðill manniegra hug renninga og æskilegt væri. Því er kjörorðið í dag: Minna af tón- Skólagangan Jæja, þá er haustið komið. Frá því að ég var sjálfur í skóla hefur mér alltaf fundizt sumarið kveðja og haustið taka við þann daginn sem skóla- gangan byrjaði. Áður og fyrr byrjuðu allir 1. október, nú fara þau yngstu í skólann 1. september — og sennilega stýtt ir það sumarið hjá þeim um heilan mánuð. Fyrstu skóladagarnir marka stór tímamót í lífi hvers og eins. Sumum reynist þetta erf- itt, öðrum verður skólinn leik- ur. En mikið er komið undir handleiðslu foreldra fyrstu ár- in. Samvinna heimilis og skóla Það er allt of algengt að for eldrar varpi allri ábyrgðinni á kennara og skóia. Það er e.t.v. þægilegt fyrir suma foreldra að geta notað þá sjálfsblekk- ingu, að allt sé kennurunum og skólanum að kenna, ef illa tekst með nám barnanna. En það er ekki hlutverk skólanna að leysa foreldrana undan öll- um skyldum varðandi uppeldi og fræðslu barna sinna — og fæstir foreldrar mundu kjósa slíkt, ef þeir væru spurðir. Sumum finnst jafnvel að 'skól- arnir hafi seilzt of langt til yfirráða og áhrifa, en sam- vinna heimilis og skóla verður barninu alltaf fyrir beztu. Slík samvinna bætir skólann og ger ir foreldrana jafnframt hæfari til að leiðbeina barninu og veita því það aðhald, sem hverju skólabarni er nauðsyn- legt. Gagnkvæm virðing Aðalsmerki góðra heimila er sú gagnkvæma virðing, sem fjölskyldumeðlimirnir sýna hver öðrum. Börn bera virð- ingu fyrir foreldrum sínum og taka fræðslu þeirra og góðum ráðum. Foreldrarnir virða líka óskir og vilja þessara misjafn- lega smáu einstaklinga, en þó innan vissra takmarka, eins og vera ber. Og börn, sem bera virðingu fyrir foreldrum sínum bera líka virðingu fyrir kenn- urum sínum. En hin, sem ótt- ast foreldra sína, óttast hins vegar ekki alltaf kennara sína. Og þá er talað um agaleysið í skólunum, kennararnir ' hafi enga stjórn á börnunum — oig námsárangurinn verði enginn. Fólkið, sem rífur niður Það er jafnvel ekkert óal- gengt, að foreldrar hafi gaman af að heyra sögur barna sinna úr skólanum — hvemig einn eða annar hefur farið illa með kennarann, gabbað hann, „stungið upp í hann“, eða geng ið fram af honum með slæmri hegðun. Foreldrarnir, sem þann ig taka á málunum, eru ein- mitt fólkið, sem grefur undan skólunum — fólkið, sem rífur niður hinn nauðsynlega aga skólanna. Ef börnin finna, að foreldrarnir líta agabrot í skóla ekki alvarlegum augum, þá er þar með verið að leysa sömu börn að nokkru undan þeim skyldum, sem skólinn leggur á þau. Því langoftast er dómur foreldranna miklu þyngri á metaskálum barnanna en dóm- ur kennaranna — sem betur fer. Árangur og agi Með þessu er ég ekki að segja að foreldranir beri ábyrgð á því hvort kennarar nái yfirleitt árangri eða ekki. Góður kenn- ari laðar börnin að sér — jafn- vel svo, að börn, sem lítið er hirt um heima taka hann fram yfir foreldra sína. — Það, sem ég vildi segja, er hins vegar, að beztur árangur næst með hæfi legri samvinnu heimilis og skóla. Og vitanlega er það börn unum fyrir beztu, að foreldrar stuðli að sem beztum aga í skólunum. Námsárangur og agi vill oft fara saman. Lengd skólaganga Jæja, ég var naestum búinn líst , meira af ljóðlist í útvarpið. Á fimmtudagslkvöldið sá Kristján Ingólfsson, skólastjóri á Eskifirði um dagskrá, sem hann nefndi: „Þar sem síldin ríkir“. Voru þetta bæði við talsþættir við fólk þar eystra í sambandi við síldveiðarnar þar, log einnig Kristján var vikið nokk- Ingólfsson uð að sögu síldveiðanpa. hér við land. Litið er getið um síldveiðar hér við land fyrr á öldum. Þó er sagt, að Skallagrím ur Kveldúlfsson á Borg, faðir Egils skálds, hafi stundað eitt- hvað síldveiðar. Það er hins veg ar ekki fyrr en á 19. öld, að ís- tendingar taka að nema síldveið ar í stærri stíl af Norðmönnum. Síðar um kvöldið stjórnaði Ingólfur Kristjánsson, rithöf- undur, þættinum .Raddir skálda* Var hann að þessu sinni helgað- ur Þóroddi Guðmundssyni. skáldi, en hann fyllti nýlega 6. áratuginn, eins og mnnum er kunnugt af fréttum. Lesin voru ljóð, ljóða- þýðingar og smásaga eftir skáldið. Mörg kvæði Þórodds eru kjarnmikill og góður skáld- skapur, a.m.k. í eyrum þeirra, sem fylgja hin- um eldri skáldskaparstíl með Framhald á bls. 23. Þóroddur Guð mundsson að gleyma því, sem ég ætlaði þó að gera að aðalumræðuefni: Þessa nýbreytni, að flytja skólagönguna fram. Sjálfsagt mælist þetta mis- jafnlega fyrir. Ég efast ekki um, að ástæðan til þess að skólatíminn er nú lengdur fram í september er sá, að námsefnið eykst stöðugt — og þeir, sem veita skólamálum forstöðu, telja að skólann verði að lengja. Sumarfríið er lengra hjá okkur en flestum öðrum, ef ekki öllum öðrum þjóðum, sem komið hafa á fót fræðslukerfi á borð við okk- ar. — Auknar kröfur Ef markmiðið er að færa skólagönguna smám saman fram, eins og ég hef heyrt — þar til skólaganga hefjist al- mennt í byrjun september, þá mætir slíkt vafalaust andstööu. Ég veit, að kennarar eru ósköp ánægðir með sumarfríið sitt. Börnin vilja vera í sveit- inni fram yfir réttir. Námsfólk vill gjarnan nota allan bjarg- ræðistímann til að vinna fyrir sér og gera námið fjárhagslega léttara —- t.d. eru skólastrák- arnir ekki komnir heim af sí d- inni fyrr’ en undir miðjan september. En með vaxandi kröfum um menntun um allan heim, fram- fömrn á öllum sviðum vísinda og tækni, er ljóst, að íslenzkir námsmenn verða að leggja harðar að sér ár frá ári. Hvern ig hægt verður að samræma kröfur tímans og íslenzka stað- hætti í framtíðinni er ekki gott að segja — en eðlilegt má telja að skglamir „þyngist“ og skóiagangan lengist. BOSCH KÆLISKÁPAR frá —8Vá cubikfet. Ennfremur FRFSTIKISTUR Söluumboð: HÚSPRÝÐI h.f. Simi 20440 og 20441

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.