Morgunblaðið - 02.09.1964, Síða 28
JELEKTROLUX UMBOÐIÐ
IAUOAVEOl 69 sTmi 21800
204. tbl. — Miðvikudagur 2. september 1964
SERVIS
SERVIS
SERVIS
SERVIS
SERVIS
Síldveiði úta
af Langanesi
Söltuð misjöfn síld í gær
I GÆRKVÖLDI voru síldveiði-
skipin að kasta 70-120 sjómilur
út af Langanesi og höfðu mörgf
þeirra fengið ágætan afla. f gær
morgun var kul á miðunum, en
iyngdi undir kvöldið, en nóttina
áður var gott veður o,g voru skip
in þá einkum að veiðum 55 sjó-
milur ANA frá Dalatanga og 75-
80 milur AaS frá Langanesi.
Voru 49 skip með samtais
42.999 mál eftir sólarhringinn,
og var víða verið að salta í gær,
en síldin var léleg og (gekk hægt
söitun á Raufarhöfn vegna mann
cklu.
A Raufarhöfn var saltað á öll-
um 11 söltunarstöðvunum, en
íítið gekk vegna manneklu. Er
engar síldarstúlkur að hafa.
Vinnuaflið nýttist illa, því nokkr
ar stúlkur eru á hverju plani og
síldin mjög misjöfn. f>ó nýtist
það skár, hjá þeim stöðvum sem
eru búnar að koma upp hjá sér
ílokkunarvélum. Sýndi það sig
ekki sízt í gær, að sögn fréttarit
ara, að hin nýja gerð sem Stein-
ar Steinsson hefur gert, hefur
mikla yfirburði yfir aðrar flokk
unarvéiar.
Síldarverksmiðjan á Raufar-
höfn byrjaði aftur að bræða i
Skriöa féll yfir
veginn í Vatnsdai
bildin hefur verið að veiðast á
þessum slóðum, þó enn utar í gær
kvöldi út af Langanesi.
M!bl. frétti í gsarkvöldi um
þessi skip með afla: Sigurpál
rneð 1500, Guðrúnu Jónsdóttur
850, Ársæll Sigurðsson 1000, Sæ-
þór 1000, Arnar 1100, Oddgeir
1300, Óiafur Friðbertsson með
1000 og Haraldur Guðmundsson
1200. Voru þau lögð af stað í
land með aflann og fleiri höfðu
fengið síld.
Saltað var á 6 söltunarstöðv-
um á Seyðisfirði í gær. Tvö skip
komu til Húsavíkur með síld til
söitunar og eitt til Ólafsfjarðar.
Brezki skip-
stjórinn jútaði
SEYÐISFIRÐI, 1. sept. — f dag
fóru fram réttarhöld hjá Erlendi
Björnssyni, bæjarfógeta vegna
brezka togarans Ross Khartoum
frá Grimsby, sem varðskipið Þór
tók í landheigi og kom með hing
að inn.
Skipstjórinn, Dennis Speck, 38
ára gamall, játaði að hafa verið
að veiðum V2 sjómílu innan við
12 mílna mörkin í Bakkafjarðar-
fióa.
Dómur verður kveðinn upp í
málinu á morgun. — S.G.
BLÖNDUÖSI, 1. sept — Kl. 9 í
gærkvöldi féll skriða úr Vatns-
dalsfjalli mi'li Bjarnarstaða og
Másstaða. Fréttaritari hlaðsins á
Blönduósi fór þangað í dag og
talaði við Zofonías Pálmason,
bónda á Hjallalandi, segir hann
þannig frá:
Um kl. 9 var ég að leggja af
stað ásamt fieiri mönnum frá
Bjarnarstöðum og fram að
Hjallalandi. >á heyrðum við
mikla skruðninga í fjallinu.
Þegar við vorum skaimmt komn-
ir á leið, sáum við hvar skriða
var að falla yfir veginn og varð
hann saimstundis ófær. Skriðan
á upptök sín í lækjargili hátt í
fjallinu, en skammt fyrir öfa,n
veginn þrýtur gilið þar sem
skriðan flæðir yfir veginn er
'hún 40—50 m. á breidd. Nokk-
ur hluti skriðunnar nær alveg
niður í Flóð. í dag hefur skrið-
an verið ófær bílum.
Aliir lækir í fjalíinu eru nú
eins og í vorleysingum, kolmó-
rauðir og vatnsmiklir og við og
við falla smá aurskriður í suma
þeirra. í gær var mjög mikil
rigning fram um hádegi, en
minni þegar leið á daginn. En í
dag er þetta vatnsmagn í lækn-
um að mestu leyti fyrir leys-
ingu. —• Bj. Bergman.
Ný kirkja í smíðum
í Ólafsvík
ÓLAFSVÍK, 31. ágúst. — Sumar-
ið 1962 var hafin smíði nýrrar
kirkju hér á staðnum, sem Hákon
Hertevig arkitekt teiknaði. Und-
ir kirkjunni verður safnaðar-
heimili og var það steypt upp í
fyrra, en grunnurinn var unninn
árið áður. Síðan hefur verið unn-
ið við sjálfa kirkjuna í sumar og
steypt upp anddyri og svo sjálft
kirkjuskipið. Verður lokið við að
gera kirkjuna fokhelda á þessu
hausti, en turninn verður ekki
Féll niður stiga
og beið bana
Togarasölur
TOGARINN Maí frá Hafnar-
firði seldi í Cúxhaven og Brem-
enha«ven í Þýzkalandi í fyrra-
dag 229 tonn af fiski fyrir
168.500 mörk. Þrír togarar seija
í Þýzkalandi í dag, Þormóður
Goði, Hallveig Fróðadóttir og
Karlsefni. Þá mun Ingóifur
Arnarson selja á fimmtudag.
UM hádegisbilið í fyrradag varð
það slys í húsinu Staðarhóli við
Dyngjuveg, að ung stúlka féll
niður stiga og hlaut mikið höfuð
högg, með þeim afleiðingum að
hún beið bana. Hún hét Elínrós
Jóhannsdóttir, 21 árs gömul, til
heimilis að Staðarhóli.
Rannsóknarlögreglan skýrir
svo frá að Elínrós muni hafa fest
skó sinn ofarlega í stiganum og
steypzt við það fram yfir sig.
Kom hún niður á höfuðið.
Sjúkiralið var þegar kvatt á
staðinn og var Elínrós flutt í
Landakotsspítala. Þar lézt hún
síðdegis í fyrradag, um 4 klst.
eftir að slysið varð. — Sjö ára
drengur var vitni að því er Elín
rós féll í stiganum.
fullgerður fyrr en á næsta ári.
Verður hann um 30 metra hár,
en sjálf kirkjan verður 13 metra
há og mun taka 220 manns í
sæti. Yfirsmiður er Böðvar
Bjarnason, byggingafulltrúi.
— Hinrik.
■■ iii iin iii iiniiiiin 111111111111111111
IFuIi vurpu uf
I úldinni síld
lAKRANESI, 1. sept — í síð-1
I asta halinu austur í Skeiðar- =
| árdýpi f ékk Höfrungur I. =
i vörpuna sneisafulla af úld- =
i inni gamalli síld. Létu skip- \
i verjar hendur standa fram úr í
i ermum að losa sig við þetta \
i groms. Segir skipstjórinn að l
l þetta geti komið fyrir ef þeir i
= draga mjög nálægt botni, en i
1 stundum fá bátar mikil köst og i
; verða að sleppa af þeim eða =
f missa, og fer þá oft mikið =
= af dauðri síld í sjóinn.
= Höfrungur I er nýkomlnn =
i heim og landaði rúmlega 700 \
= kg. af humar. — Oddur.
Talsverð síld út
af Langanesi
í GÆR kom varðskipið Ægir af
síldarmiðunum til Reykjavíkur
og náði blaðamaður Morgun-
blaðsins sem snöggvast tali af
Jakobi Jakobssyni, fiskifræð-
ingi, og spurði hann um fréttir
af sildinni. Jakob kvað lítið um
hana að segja umfram það sem
þegar hefði komið fram. Nú
væri taisvert mikil siid út af
Langanesi og Austfjörðum, og
væri hún afar blönduð. Síðustu
þrjár vikurnar hefði veður verið
slæmt og ekki gefið á sjó. Ægir
hefði fyigzt með göngunni all-
am tímann, og gátu skipin farið
beint á svæðin þegar veðrið
batnaði.
Jakob Jakobsson sagðist gera
ráð fyrir, að viðstaða Ægis
yrðu 2—3 dagar.
Eldsvoðar meiri
hér en erlendis
Fjölgar meira en íbúunum
Ráðinn sérstakur eldavarna-
eftirlitsmaður
BRUNAR hafa aukizt mjög
mikið í Reykjavík á undan-
förnum árum, meira en stækk
un borgarinnar nemur, þrátt
fyrir svo mikia byggingu
steinsteyptra húsa. Brunar
eru líka fleiri hér en í ýms-
um erlendum borgum, ef mið
að er við stærð. Þetta kem-
ur m.a. fram í skýrslu sem
Valgarð Thoroddsen, slökkvi-
liðsstjóri, hefur gert og látið
fyigja tillögu sinni um að
auka varnir gegn bruna og
ráða verkfræðing eða tækni-
fræðing til að annast eldvarna
eftirlitið, þar eð siíkar upp-
lýsingar gefi tilefni til aúk-
innar brunavarna. Verði þann
ig skipt verkum, að annars
vegar verði unnið að því að
fyrirbyggja bruna og hins veg
ar að slökkva elda. Mælti
brunavarnarnefnd einróma
með tillögu þessari til borgar
ráðs, sem staðfesti hana á
fundi sínum í gær.
í skýrslu slökkviliðsstjóra
segir m.a.: Brunamálareglu-
gerð Reykjavíkur gerir ráð
fyrir tvíþættu verkefni
slökkviliðsins, annars vegar
að fyrirbyggja eldsupptök og
hins vegar að slökva elda.
Re.ynsla undanfarin-na áratuga
hefur orðið sú, að S.R. hefur
aðallega lagt áherzlu á síð-
ara verkefnið, en hið fyrra
orðið hornreka, og því leggur
hann til að ráðin verði bót á
þessu.
Eldsvoðar aukast óeðlilega.
Rekur slökkviliðsstjóri þró-
un þessara mála undanfarin
20 ár, en á þeim tíma hafa
kvaðningar á ári aukizt úr 206
í 428 og eldsvoðar úr 142 í 301
og farið sifjölgandi, en á sama
Framhaid á bls. 27