Morgunblaðið - 08.09.1964, Side 3
MORCUNBLAÐIÚ
3
Þriðjudagirr 8. sept. 1964
Hér kemur gúmmíbátur varðskipsins að síðu Óðins með brezka
skipstjórann, Maurice Edward Call (situr í stafni). (Helgi Hall-
varðsson tók allar myndirnar).
Eftir töku togarans. Frá vinstri: Jóhann Hafstein, dómsmálaráð-
herra, Jón Jónsson, skipherra, og Sigurður Bjarnason, ritstjórL
Skipstjórinfl hlaut
260,ooo króna sekt
Dómur í máli Ross Rodney í gær
í GÆR gekk á ísafirði dómur
i máli Maurice Edward Call,
skipstjóra á brezka togaranum
Ross Rodney GY 34, sem Óð-
inn tók í landhelgi ANA af
Horni á laugardagsmorgun. —
Hlaut skipstjórinn 260,000 kr.
sekt og afli og veiðarfæri voru
upptæk gerð til Landhelgis-
sjóðs. Skipstjóri áfrýjaði dómn
um til Hæstaréttar. Unnið var
að því í gærkvöldi að meta
afla og veiðarfæri, en að því
loknu var búizt við að Ross
Rodney héldi frá ísafirði, eft-
ir að trygging hefði verið sett.
Dóminn sátu þeir Jóhann
Gunnar Ólafsson, þæjarfógeti
á ísafirði, og skipstjórarnir
Rögnvaldur Jónsson og Símon
Helgason. Verjandi skipstjóra
var Ragnar Aðalsteinsson hdl., *
en fyrir Landhelgisgæzluna
var Gísli Einarsson hrl.
í réttinum kvaðst skipstjóri
hafa verið að veiðum utan
landhelgi samkvæmt eigin
mælingum, en viðurkenndi
hinsvegar að hafa verið fyrir
innan línu með óbúlkuð veið-
arfæri og eitthvað af fiski á
þilfari. Samkvæmt mælingum
varðskipsins var togarinn fyr-
ir innan línu, er hann dró upp
vörpuna.
Skipstjórinn kom mjög vel
og kurteislega fram í réttin-
um, að því er bæjarfógeti
tjáði Mbl. í gær.
Þess skal að lokum getið, að
Þórarinn Björnsson, skipherra
á Óðni, var í landi í sumar-
leyfi, er taka Ross Rodney fór
fram, en skipherra í þessari
ferð var Jón Jónsson.
Jóhann Hafstein, dómsmála-
ráðherra, fylgist með töku
Ross Rodney úr brú Óðins.
Ross Rodney á siglingu til ísaf jarðar eftir að tog arinu hafði verið tekinn.
1^/** NA /5 hnútar \r SV SOhnútsr ¥: Snjókomo 9 OÍi ^ (7 Shiirir E Þn/mur 'Wsk&'atái H Hml \
UM HÁDEGI í gær var hæg- og er því búizt við versnandi =
viðri um allt land, en kalt í veðri norðaustanlands. (Að s
§ veðri, aðeins 4—5 stiig nyrðra þessu sinni eru jafnþrýstilín- ||
jf og 6—8 stig syðra. Alldjúp ur á kortinu dregnar með 5 ||
| lægð austan við Jan Mayen millibar millibili).
B mun þokast suður á bóginn
ÍmiiiiiimimtimtmmimiimiimimhiiiiiKmiiiiitiiimiiiiiiimiiimiitimmimmiiiiimiiiiimiiimiiimiiiiiiil
MSsskilningur í
fréft um eldvarnir
í FRÉTT um breytingar á skipu-
lagi Slökkviliðsins á baksíðu
Morgunblaðsins miðvikudaginn
2 þ.m. er sagt í undirfyrirsötgn:
.Ráðinn sérstakur eldvarna-
eftirlitsmaður“. Kemur fram sá
misskilningur í fréttinni, að
e'dvarnaeftirlitsmaður hafði
ekki áður starfað við Slökkvi-
liðið, en svo hefur þó verið, því
að þrír menn hafa starfað að
eftirliti þessu um árabil.
Breytingarnar eru einungis
skipulagslegs eðlis og tilgang-
urinn sá, að koma á deildaskipt-
jngu innan Slökkviliðsins. Verð-
ur ráðinn verkfræðingur til að
hafa yfirumsjón með þeirri deild,
sem annast brunavarnir.
Starfsemi Slökkviliðsins á
samkvæmt brun.amálareglugerð
að vera tvennskonar, að slökkva
eida og koma í veg fyrir að þeir
kvikni. Varaslökkviliðsstjóri,
Gunnar Sigurðsson, sér um fyrr-
nefndu starfsemina, auk þess
sem hann er staðgengill slökkvi-
hðsstjóra í fjarveru hans, en
deiídarst j óri eldvarnaef tirlitsins
mun sjá um brunavarnir. Hon-
um til aðstoðar verða þeir menn,
fem hingað til hafa starfað að
eldvarnaeftirliti, Egill Hjörvar,
vélstjóri, Gísli Jónsson og Leó
Sveinsson.
Ók út af
AKRANESI, 7. sept. — Fólksbíll
úr Reykjavík fór út af þjóðveg-
inum hjá Beitistöðum um tíu-
leytið sl. laugardag á mjög mik-
illi ferð, svo að hann þeyttist
fyrst tíu metra spöl frá veg-
inum á hjólunum þó án þess að
velta. Ekki er vitað, hve margir
voru í bilnum, en enginn meidd-
ist — Oddur.
STAKSTEINAR
Er "stóriðja æskileg?
Á Akureyri er gefið út tima-
ritið Heima er bezt. Nýlega skrif
ar ritstjóri þess, Steindór Stein-
dórsson, menntaskólakennari,
grein í ritið um stóriðju á ís-
landi og hvórt hún sé æskileg.
í greininni segir m.a.:
„Eitt þeirra mála, sem mjög
hefur verið á da,gskrá í blöðum
og manna á meðal nú undan-
farið, er væntanleg stóriðja í
landinu. Er það sízt að undra,
því hér er um mikilvægt mál að
ræða, og eðlilegt að skoðanhr
manna séu skiptar. En eins og
á svo mörgum
sviðum- öðrum
viröist afstaða
manna mótast
méira af því
hvaða stjórn-
málaflokk þeir
f.vlla, en málinu
sjálfu. En miklu
skiptir að slík
vandamál séu.
rædd án haturs
og hylli, eða af-
stöðu til ríkisstjórnar eða póli-
tískra flokka.
Þegar raétt er um stóriðju
hér höfum vér í.huiga, að reist-
ar verði stórar verksmiðjur,
sem noti mikla orku, allmikinn
mannafla, en framleiði vöirur,
sem ætla má að stöðug eftir-
spurn sé eftir á heimsmarkaðin
um. Slíkar verksmiðjur yrðu
ekki reistar fyrir innlent fé eða
lánsfé eingöngu, heldur kæmu
þar til erlendir aðilar, sem
legðu fram stofnfé að verulegu
leyti og önnuðust söiu afurð-
anna.“
Hlutlaust mat
„Þær spumingar, sem vér
hljótum að leggja fyrir oss í
þessu sambandi verða því: Er
þörf á þessum framkvæmdum?
og ef því er svarað játandi,
hverjir kostir og gallar fylgja
þeim og hvert vegur meira?
Ekki ætla ég mér þá dul að gefa
fullnaðar svör við þessum
spurningum, en ræða um málið
ef verða mætti að það vekti
menn til umhugsunar og þess
að líta á það öðruvísi en gegn-
um flokksgleraugu, sem lituð
væri austrænni eða vestrænni
glýju.“
Stóriðja hagur íslands
Grein Steindórs lýkur á þessa
leið:
„En þótt vér viðurkennum
þörfina á stóriðju gætu fylgt
henni þeir gallar að leita yrði
heldur annarra ráða. Fyrst skul-
um vér gæta að, hvað getur
unnizt. Með stóriðju skapast
tryggari atvinna í landinu en
nú er. Vér fáum markað fyrir
vinnuafl og raforku á erlendum
markaði, þar sem allar afurðir
s'íkra iðjuvera yrðu fluttar
Það þýddi aukið fjármagn í
landinu og um leið tryggari af
komu þjóðarbúsins . . .“
„Hinsvegar fylgir þessu hætta
af stórfelldum iinniflutningi er
lends fjármagns, sem orðið
gæti sjálfstæði voru hættu-
legt. En þetta hafa margar
þjóðir gert og vel tekizt. Vér
ættum að geta búið svo um, að
trvggt væri, en slíkur umbún-
aður er ófrávíkjanlegt skilyrði
þess, að þetta verði oss hag-
kvæmt.
I stuttu máli sagt, ef málið er
skoðað frá báðum hliðum virðist
sem hagur vor geti verið meiri
að því að hafizt verði handa um
stóriðju í landinu, en þó aðeins
að við íslendingar fáum sjálfír
tekið iðnaðinn í vorar hendur
þegar fram líða stundir.“