Morgunblaðið - 08.09.1964, Síða 6

Morgunblaðið - 08.09.1964, Síða 6
6 MORCUN BLADID Þriðjudagur 8. sept. 1964 Frá vinstri: Jón Pétur Sigvaldason, sendiherra Kanada í Noregi og á Islandi, M. Pierre Dupuy, sendiherra Kanadastjórnar, og M. Gérard Berlrand, aðstoóarmaður hans. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Heimssýning í Montreal 1967 ÁRIÐ 1967 verður haldin sex mánaða heimssýning í Mon- treal (Montreux) í Kanada á vegum Alþjóðlega heimssýn- ingarráðsins. — Fréttamenn hittu á föstudag sérstakan amhassador Kanadastjórnar vegna sýningarinnar, M. Pierre Dupuy, og er hann aðalframkvæmdastjóri heims sýningarinnar. M. Dupuy hefur verið sendi- herra Kanada í Rómaborg, Haag, Briissel og París, en í síð- asttöldu borginni var hann í sex ár samfleytt. Alls hefur hann starfað i kanadisku utanríkis- þjónustunni í 43 ár. Á heims- styrjaldarárunum síðari var hann fulltrúi Kanadastjórnar í Lundúnum gagnvart sjö útlegð- arríkisstjórnum, þ.e. frá Belgíu, Hollandi, Noregi, Póllandi, Tékkó slóvakiu, Júgóslaviu og Grikk- landi. Starf hans nú er að ferð- ast um jarðkringluna endanna á milli og vekja áhuga ríkisstjórna og almennings hvarvetna á heimssýningunni. Með honum í för er M. Gérard Bertrand, að- stoðaTmaður hans, og hér á ís- landi eru þeir ásamt sendiherra Kanada á fslandi, sem aðsetur hefur í Ósló, Jóni Pétri Sigvalda- syni (John P. Sigvaldason). Alþjóðlega heimssýningarráðið var stofnað árið 1928. Verkefni þess er að skipuleggja heimssýn- ingar. Þess er gætt, að þær verði ekki of tíðar, og miðað við, að þær séu haldnar tíunda hvert ár. Þær eiga ekkert skylt við svo- kallaðar heimssýningar, sem ein- stök ríki stofna til með tilstyrk stórfyrirtækja, og eru að öðrum þræði vörusýningar. Fyrsta heimssýning á vegum ráðsins var haldin í París árið 1937. Þá næstu átti að halda í Rómaborg árið 1947, en hún féll niður vegna ástandsins eftir heimsstyrjöldina síðari. Önnur sýningin var svo haldin í Briissel árið 1958, og nú á að halda þá þriðju í Montreal árið 1967. Ekki er ákveðið, hvar sú fjórða verður haldin, en á- kvörðun um það er tekin þrem- ur árum eftir næstu heimssýn- ingu á undan. Vitað er, að Banda ríkjamenn hafa áhuga á, að hún verði haldin í ríkjum þeirra. Kanadastjórn ber ábyrgð á sýningunni og skipuleggur hana, en hvert ríki um sig kostar sýn- ingarskála sinn. Norðurlöndum og íslandi er ætlaður einn skáli. Hafa Danir, Svíar og Finnar þeg- ar ákveðið að sýna sameiginlega í honum, og Norðmönnum og íslendingum hefur verið boðið að sýna þar. M. Dupuy kvaðst vongóður um, að þeir mundu báðir þiggja boðið. Fyrirhugað er, að sýningin standi yfir frá 28. apríl til 27. október. Hún er jafnframt hald- in í minningu þess, að fyrir hundrað árum, 1. júlí 1867, voru Heilinn í bleyti Á sunnudaginn minntist ég á Klambratún og sagðist vera ánægður með nafnið „Hlíða- lund“. Ég er það enn. Hins veg- ar hitti ég Pál Líndal, skrif- stofustjóra borgarstjóra, í gær og hann sagðist ekki vera neitt hrifinn. Og hann sagði mér meira: Hin margfróða nefnd, sem gerir tillögur að nöfnum á nýjum götum og svæðum í borg inni, er búin að láta heilann liggja í bleyti í marga mánuði — einmitt til þess að komast til botns í þessu Klambratúnsmáli, en án árangurs. Auðvitað hefur verið stungið upp á fjölda nafna, en samkomulag hefur ekki náðst um neitt eitt not- hæft. — Það er ósköp skiljan- legt að slíkir hlutir vefjist fyrir mönnum, jafnvel hinum mestu spekingum. En þegar einhver dettur loksins niður á snjallt nafn — þá finnst öllum, að ein- mitt þetta hljóti að vera það eina rétta — og það, sem öllum hefði átt að detta í hug um leið og farið var að hugleiða málið. kanadísku fylkin sameinuð und- ir sameiginlega sjálfstjórn. Höfuðmarkmið sýningarinnar er að sýna manninn í umhverfi sínu og viðbrögð hans gagnvart þvi. Áherzla er á það lögð, að maðurinn eigi heiminn, ef hann vilji, enda er yfirskrift sýning- arinnar: „Man in his World“ — maðurinn í heimi sínum. Fjall- að er um manninn á vorum dög- um með tilliti til þjóðfélagsmála, stjórnmála, fjárhags og sam- gangna. Undirtitlar sýningarinnar eru: 1) Maðurinn og heimskauta- svæðin. Þar er fjallað um það, hvemig maðurinn leggur smám saman undir sig hin óbyggilegu Hvað segja lesendur? Páll sagði, að það gæti ver- ið gagnlegt, ef lesendur Morg- unblaðsins vildu gera uppá- stungur — koma með tillögur um nýtt nafn á Klambratún eftir að það verður skrúðgarð- ur. Og nú er farið að liggja tölu- vert á þessu, því kominn er tími til að ganga enganlega frá nafn- giftinni. Sjálfur sagðist Páll hrifnastur af einhverju, sem endaði á MÖRK, þó ekki Þórs- mörk. Ég var alveg sammála, því Áfengisverzlunin væri vís með að opna útsölu á miðju Klambratúni, ef staðurinn hlyti þetta landsfræga heiti. Lesendur geta sem sagt lagt sitt til málanna, en ég bið um að tillögurnar verði sendar í pósti — og bréfritarar láti nöfn sín fylgja með án þess þó að ætlunin sé að birta nöfnin nema að óskir komi fram um slíkt, Tillögum verður ekki veitt mót- taka í síma. Engin stoð í síma- skránni Þegar farið er að hugleiða eða lítt byggilegu heimskauta- svæði. Þessi ríki leggja aðal- deildirnar til í þá sýningu: Al- aska, Kanada, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Sovétríkin, Chile, Nýja-Sjáland og Ástralía. Á sýn- ing þessi að sanna mönnum, hvemig tækni nútímans gérir mönnum kleift að nýta auðlindir heimskautasvæðanna. 2) Maðurinn og himingeim- urinn. Þar segja Bandaríkin ' og Sovétríkin í sameiningu sögu geimrannsókna og skýra frá nið- urstöðum sínum. 3) Maðurinn og hafið. í þeirri deild er öllum sæfara- þjóðum boðið að sýna. Þar er fjallað um marga hluti, svo sem nýjar fiskveiðiaðferðir, raforku- nám úr sjávarföllum, vinnslu jarðgass, nýja samgöngutækni á sjó, sjávarverndun gegn kjarn- orkurusli og breytingu saltvatns í ferskvatn. 4) Maðurinn, framleiðandinn. 5) Maðurinn, skapandinn. — Fimmtíu vísindamenn eru þegar farnir að vinna að því, hvernig sú deild skuli líta út, og hverju hún eigi að lýsa. í tengslum við þá deild er listasafn mikið, þar sem sýnt er hið helzta í listum síðari ára, bæði raunhæft og óraunhæft. 6) Maðurinn og borgin. Þetta er einhver athyglisverðasta og merkilegasta deild sýningarinnar. Sýnd eru ný „pýramídahús" og ýmsar tegundir af nýjustu húsa- gerðarlist. Sérstök áherzla er lögð á að fá ungt fólk hvaðanæva að úr heim- inum, til þess að sýna á heims- sýningunni og sækja hana. T.d. verður aðstaða fyrir unga stúd- enta, verkamenn og bændur til að ræða stéttarvandamál sín og æskulýðsmál. Mörgum ungum mönnum verður boðið til heims- sýningarinnar, og fá þeir alla að- stöðu til þess að fylgjast með öllu, sem fram fer. í sambandi við sýninguna er höfn á götum og hverfum 1 borginni, verður ekki annað sagt. en vel hafi tekizt til um nafngiftirnar — yfirleitt. Og það er ekki lítið atriði að vanda vel um val á nöfnum á nýjum göt- um og görðum. Og þetta kostar oft og tíðum mikla yfirlegu. Sagt er, að þeir forelchrar, sem lenda í vandræðum með að finna nöfn á börn sín, fletti upp í símaskránni. Þetta geta þeir hjá borgarstjóra ekki gert, því engar tvær götur bera sama nafn. Ef þeir ætluðu hins vegar að hafa jafnlítið fyrir nafngift- unum og borgarbúar almennt, þá héti önnur hver gata í Reykjavík Guðmundargata. — Hinar hétu allar „Jónsgata". Stór skuggi Kunningi minn, sem var að kaupa sér nýjan bíl, lét það auðvitað verða sitt fyrsta verk að bjóða konu og börnum í öku- ferð um bæinn. Nýr bíll er allt- af nýr bíll. Hann hafði ekki ekið langt, var nánar til tekið á Kleppsveg- inum, þegar nokkrir strákar, kappsigling yfir Atlantshaf milli þriggja siglna skólaskipa. Koma skipin til Montreal í upphafi sýningarinnar, og verða áhafn- imar gestir æskulýðsins á sýn- ingunni. Ýmsir aðilar aðrir en ríkis- stjórnir einstakra landa hafa sýningarskála, svo sem Samein- uðu þjóðirnar og Alkirkjuráðið, þar sem allar kirkjur heims eiga aðild, en þær eiga allar fulltrúa í Kanada. Innan þúsund mílna geisla frá Montreal búa 80 milljónir manna, og er vonazt til þess að fá 35 milljónir þeirra á heims- sýninguna í Montreal. í sambandi við sýninguna geng ur mikið á í listalífi Montreal- borgar. Óperur, ballettar, sym- fóníuhljómsveitir og einleikarar sækja borgina heim. Nefna má Parísar-óperuna, Bolsjoi-ballett- inn, Scala-óperuna frá Mílanó, Vínaróperuna, Metrópólítan frá New York og Bayreuth-Wagner- flokkinn. Chaobnni tekinn ai líii Alsír, 4. september, AP. RÍKISSTJÓRN Alsír tilkynnti t gær aftöku Mohameds Chaa- bani, fyrrverandi ofursta í ais- írska hemum, sem var leiðtogi skammlífrar uppreisnar gegn stjóra Ahmeds Ben Bella I júní sl. I tilkynningunni sagði að her- dómstóll, skipaður fimm mönn- um, hefði fundið Chaabani sekan um landráð og neitað að taka til greina gagntillögu verj- anda um ævilangt fangelsL Ohaabani var tekinn af lifi á miðvikudag, skömmu aftir að dómurinn hafði verið upp kveð- inn, að því er segir í tilkynn- ingunnL sem sjálfsagt eiga heima þar, hófu grjótkast á bílinn — með þeim afleiðingum, að lakkhúðin skemmdist framan á bílnum — og önnur luktin brotnaði. Af þvl að kunninginn er ekki sérlega frár á fæti lagði hann ekki í að elta pörupiltana og handsama, en var þeim mun sárari yfir þessu. Setti þetta stóran skugga á fyrstu ökuferðina í fyrsta bíl fjölskyldunnar, eins og eðlilegt er. — ^ Ökumenn hjálpist að Það er ekkert óeðlilegt þótt strákar lendi í innbyrðis deilum. En að kasta grjóti í bifreiðir á götunni getur verið stórhættu- legt. Fyrir utan skemmdirnar. sem slík óknytti geta valdið, geta þau líka hæglega truflað ökumanninn og hreinlega vald- ið slysum, þótt ekki yrði það ( þetta sinnið. Eitt af því, sem stuðlað getur að auknu öryggi 1 umferðinni, er einmitt, að öku- menn hafi vakandi auga með strákum, sem kasta grjóti — og hjálpi hver öðrum að ná í „skott ið“ á þeim. Piltarnir hefðu vafa laust gott af að sjá framan 1 lögregluþjón úr því að þeim er ekki veitt nógu mikið aðhald heima. Rauiki Rafhlöðurnar fyrir transistor viðtæki. Bræðurnir Ormsson Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.