Morgunblaðið - 08.09.1964, Page 8

Morgunblaðið - 08.09.1964, Page 8
8 M 0 RG U N BLADIÐ Þriðjudagur 8. sept. 1964 1 i ml I! 1111111111! 11 li 11111II1111111111111! 11111!! I! 11! 1111111111111111111111! 11U11 í 1111! U111111111111111111 j 111111 i i 1111! I f 1111111111111 i 1111111111111 [ 11! 111111! 111111! 1111! 11111111111II111111111! i 111 i!! 111111 i 111111 (Bandaríkjamenn gera 9. okt. að hátíðisdegi í minn- ingu Leifs heppna BANDARÍKJAÞING hefur nú ákveðið, að 9. október skuli árlega haldinn hátíðlegur sem „I.eifs Eiríkssonar dagur“. Hefur áður verið skýrt frá því í Mbl. Áður hefur dagur þessi verið haldinn hátíðlegur í minningu Leifs heppna nokkrum sinnum, en sérstaka ákvörðun hefur þurft í hvert skipti. Héðan af verður dags- ins hins vegar minnzt árlega. Með þessari ákvörðun hefur fengizt fullgild viðurkenning Bandarík jaþings á því, að Leifur heppni fann Vestur- álfu fyrstur hvítra manna. Fram að þessu hefur verið látið nægja að eigna Kól- umbusi þann heiður, og er þrettándi dagur októbermán- aðar helgaður landafundi hans. Fyrsta viðurkenning Banda ríkjaþings eða fulltrúadeildar þess, á fundi Leifs heppna kom árið 1929, þegar þingið sendi íslendingum styttu þá af Leifi, sem stendur á Skóla- vörðuholti. Á henni stendur: „Leifr Eiríksson, sonur ís- lands, finnandi Vinlands. Bandaríki Ameríku senda ís- lenzku þjóðinni á þúsund ára afmæli Alþingis anno domini 1930“. Geta má þess, að stytta af Leifi heppna var afhjúpuð við þinghús Minnesota-ríkis í St. Paul 9. október árið 1949 og önnur á heimssýningunni í Seattle árið 1962. , Bandaríkjamenn af norrsen- um ættum hafa lengi barizt fyrir opinberri viðurkenningu á því, að Leifur heppni hafi fundið Ameríku fyrstur hvítra manna. Ekki er laust við, að nokkurs rígs hafi gætt millí Vestur-íslendinga og Vestur- Norðmanna af þessum sökum, Iþví að báðir vildu eigna sér Leif. Taka má fram í því sam bandi, að danska utanríkis- þjónustan stóð sig vel fyrir hönd íslendinga í þessum deilumálum, og höfðu t. d. danskir konsúlar í Bandaríkj- unum sig mjög í frammi í deilum við Norðmenn og norskættaða menn í Banda- ríkjunum. Héldu hinir dönsku ræðismenn því mjög ákveðið fram, að Leifur heppni hefði verið íslendingur en ekki Norðmaður. Mörg félög norrænna manna Á'etrunin á Leifsstyttunni viðurkenning Bandaríkja- manna á Vínlandsfundir Leifs heppna. í Bandaríkjunum hafa árum saman barizt fyrir þeirri við- urkenningu, sem nú er fengin á landafundi Leifs heppna. Of langt er hér að telja öll þau samtök upp, en fyrir nokkru sameinuðust þau um að stofna félag um málefnið, sem heitir „Leif Erikson Association, Inc.“, og hefur það aðsetur í Los Angeles í Kaliforniu. Formaður þess er íslendingur, Johannes S. Newton, og ritari Inga McCartry. Félag þetta sendT Banda- ríkjaþingi málaleitan 5. júní 1961 þess efnis, að 9. október yrði gerður að þjóðlegum há- tíðisdegi ár hvert í minningu Leifs heppna. Hefur hún nú borið þennan árangur. Nokkurt gildi mun það hafa haft, að kaþólskir menn telja nú, að Leifur heppni hafi ver- ið þeirrar trúar. Líkaði þeim illa, ef heiðinn maður fengi heiðurinn af fundi nýju álf- unnar, en Kólumbus, sem var ramm-kaþólskur, yrði stimpl- aður sá næstfyrsti. Lögðust þeir því gegn viðurkenningu á landafundi Leifs, en nú munu þeir hafa sætzt á málin. Til gaman og fróðleiks skulu hér talin upp heiti nokkurra þeirra félagssam- taka, sem beitt hafa sér fyrir þessu máli: Sons of Norway, The Icelandic Society of Northern California, Danish Sisterhood of America, Vasa Order of America, Leif Erick- son Memorial Committe, Leif Erikson League, Leif Erikson League of San Francisco, Grand Lodge Dania, Order of Runeberg, Swedish American Central Committee, Scandina- vian Fraternitv of America, The Swedish Society, Oscar H Lodge, Normanna Glee Club, Norwegian Male Chorus, Fridtjof Nansen Lodge, The Icelandic-American Club of Southern California, Dania Ladies Society, Dannebrog of California and Nevada, Dronn ing Dagmar Club, The House of Finnland, Framat Lodge, Peer Gynt Lodge, Tegnér Lodge, Ivar Aasen Lodge, Ro- ald Amundsen Lodge, Viking Lodge, Henrik Ibsen Lodge No7, Lodge Gustav V, House of Denmark, Anna Kolbjþrn- sen Lodge, Icelandic-Amer- ican Society of the South Bay, Viking Athletic Club, Danish Gjöf Bandaríkjaþings til íslands á Alþingishátiðinni 1930. Stavanger Lodge, Vort Land, s Danish Athletic Club, Thule, || Lodge Forget-Me-Not, Polar = Star, The Salvation Army, j§ Nordmanns Forbundet, Haak- = on Lodge, Nordic Temple §| Corporation, Freja Lodge, p Lodge Urd, Kringen, The = Norsemen, Scandinavian Cen- §§ tre Co-operative Association §§ Ltd., Balder, Dovre, Gjoa, §§ Logen Nordstjernen, Terje ij Viken Lodge, Daughters of |j Norway, Breidablik, Alpros- H en, Solidaritet, Vestkystens H Nordmorslag, Valkyrien, Sunn 3 morslaget, Svea og Sigurd = Lodge. Geta má þess að lokum, að §j F. D. Roosevelt, Bandaríkja- jj| forseti, minntist Leifs Eiríks- H sonar 9. október 1944. Sagði §§ hann þá m. a., að frelsisást og || virðing fyrir lögum hefðu á- §§ vallt verið einkenni Norður- M landaiþjóða. í anda þess hefðu || þeir myndað þjóðfélög sín og g gert hin harðbýlu heimalönd H sín að göfugum heimkynnum, s þar sem mannleg virðing var s í hávegum höfðu. Ladies Relief Society, The SwedLsh Reilief Society of San Francisco, Norrlands- klubben, Danish Dramatic Club Harmonien, Young Scandinavian Club, The Nor- wegian Club^ Bjþrnsterne Bjþrnson Lodge, North Star, Valhall Lodge, Snorre Lodge, Norge Lodge, Skandia Lodge, Fylgia Lodge, Thyra, Skand- inavian Fraternity of Amer- ican, Skjold Lodge, Baltic Lodge, The American-Scand- inavian Foundation, Eikunda- sund, Brahe Lodge, Det Litt- erære Samfund, Thor Lodge, Bjornson Male Chorus, Rock- ford Harmony Singing Soci- ety, Nobel Lodge, Hilding Lodge, Foreningen Karmsund, The Chicago Trþndelag, Linne Lodge, Glitne Lodge, Danish Brotherhood in America, Nor- wegian Américan Club, Nor- dic Lodge, Lodge Norden, Heimsyn Lodge, Sigyn Lodge, Nidaros-Lodge, Oslo Lodge, Lodsen, Synnþve. Lodge, Nor- manden, Arbeideren Lodge, Garborg Lodge, Ingrid Lodge, uitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiuiiiiiiiiiiiiiuiiiituiiiiiiiiiiiiuiiiiiHiiiiiiiiniiiiiiiiiiiniiiiiiíiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiniiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiitimiiiiiiiimiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiu - Shastri Framhald af bls. 1. útvega matvæli þar sem þeirra var þörf og halda verðlagi í skefjum. Shastri fékk nokkurn frest á atkvæðagreiðslu um tillöguna er hann fór þess á leit að þingið ræddi fyrst matarskortinn í land inu og hvað hægt væri að gera þar til úrbóta. Vantrauststillag- an verður að öllum líkindum ekki rædd fyrr en á fimmtudag eða föstudag og hefur Slhastri þann tíma til að byggja u,pp vörn sína gegn henni, áður en gengið verður til atkvæða um hana. Shastri var fagnað, er hapn gekk til sætis þess, er áður sat í sautján ár fyrirrennari hans í forsætisráðherraembaettinu, Jaw aharial Nehru, en stjórnarand- « staðan lagði þegar til atlögu og mátti það hverjum manni ljóst vera, að þetta þing, sem kallað hefur verið „monsúnþingið“ muni bera nafn með rentu og verða ærið stormasamt. Vinstrisinnar gerðu gys að meðferð Shastris á málum ivarð- andi sambúðina við Pakistan og því sem þeir kölluðu „getuleysi stjórnarinnar til að verja land- ið.“ Þé vildu vinstrisinnar einn- ig láta athuga, hversu væri hátt- að um hernaðaraðstoð þá, sem bœöi Bandarikin og Rússland láta Indlandi í té og hvort ríkin stæðu Við skuldbindingar sínar. Kerala En það var vantraustið og á- standið í Kerala, sem Shastri reyndist örðugastur ljár í þúfu. Fimmtán flokksmenn kongress- flokksins í Kerala sögðu skilið við hann á dögunum og Shastri hefur ekki tekizt að snúa þeim frá villu síns vegar. Eru nú all- ar horfur á að stjórnin í Kerala riði til falls, en Shastri er sagð- ur við því búinn að taka þá upp „forsetastjórn“. þ.e.a.s. stjórna öllum máium fylkisins beint frá Nýju Dehli. Sjaldan hefur til þess komið í Indlandi áður, að beitt væri valdi samibandsstjórn- arinnar til þessa, og viðbúið að af hlytust víðtækar óeirðir kommúnista og annarra, srvipað því sem gengið hefur á undan- farið. Segist stjórnin hafa hand- tekið 18.000 manns í ágúst en kommúnistar segja 25.000 manns hafa verið handtekna. Stjórnin segist reiðubúin til að grípa til þeirra ráða sem þurfa þyki ef til slíks komi aftur. Enda þótt Shastri forsæitisráð- herra sem er 69 ára gamall, sé nú talinn við góða heilsu — en hann veiktist í júní af hjarta- sjúkdómi — hafa læknar ráð- lagt honum að taka lífinu með ró. En það er óhægt um. vik að taka lífinu með ró, þegar óá- nægjan með rikisstjómina fer eins og eldur í sinu um svelt- andi manngrúa Indlandsskaga og ritstjórnargreinar hins áhrifa mikla blaðahrings Indian Ex- press kvarta undan skorti á styrkri stjórnarstöðu og sundr- ungu kongressflokksins í a.m.k. fjórum fylkjum. — Kýpur Framh. af bls. 1. os Kyprianou, mun aftur á móti halda vestur um haf á fimmtudag að veita forystu .endinefnd lands síns við urh- læður Öryggisráðsins um Kýp- ur-málið. Ismet Inönu, forsætisráðherra Tyrklands, skýrði frá því í dag að enn hefði engin ákvörðun verið tekin um mannaskiptin í herliði Tyrkja á Kýpur. Inönu átti í mongun fundi með forseta landsins Cemal Gursel, Erkin utanríkisráðherra og varnar- málaráðherranum Cevet Sunay hershöfðingja, um aðgerðir gegn ráðstöfunum Kýpurstjórn- ar um matarskömmtun o.a. Tyrknesk blöð segja stjórnar- andstöðuflokkana krefjast þess að Tyrkland beiti rétti sínum til íblutunar á eynni, jafnvel þótt það leiði til styrjaldar við Grikk land. í Grikklandi eru menn einnig íarnir að gera ráð fyrir því í fullri alvöru, að til styrjaldar kunni að draga, en hingað til hafa Grikkir lítið mark tekið á hótunum Tyrkja um íhlutun á Kýpur. Er það mál manna í Aþenu, að nú geti aðeins íhlutun stórveldanna bjargað málinu við, í húfi sé ekki einungis eyj- an Kýpur heldur öll sambúð Tyrkja og Grikkja. Óttast menn nú, að ástandið Á LAUGARDAG var hagstætt veður á síldarmiðunum, en er líða tók á nóttina tók að hvessa og undir morgun tóku skipin al- mennt að leita vars. Skipin voru einkum að veiðum í Reyðar- fjarðardýpi og Tangaflaki. Síld- arleitinni var kunnugt um afla 61 skips samtals 48.500 mál og tunnur. Þessi skip voru með 1000 mál og tunnur og þar yfir: Helga Guðmundsdóttir BA 1600, Snæfell EA 2350, Akraborg EA 1200, Einar Hálfdáns ÍS 1100, Jörundur II. RE 1000, Hamravík KE 1400, Bergur VE 1400, Nátt- kunni enn að versna er fjölda Grikkja verður vísað úr landi í Tyrklandi 16. september, tveim dögum áður en í Aþenu stendur brúðkaup Konstantíns konunga og Önnu-Maríu Danaprinsessu, vegna þess að þá renna út gamlir samningar Grikkja og Tyrkja um ríkisborgararéttindi. U Thant undirbýr nú fundi öryggisráðsins um Kýpur og er sagður mjög uggandi um ástand- ið á eyjunni. /ari ÞH 1300, Stefán Árnason SU 1000, Guðbjörg GK 1600. Guðbjörg ÍS 1300, Guðbj. Krist- ján ÍS 1300, Mánatindur SU 1500 og Hólmanes SU 1100. Óhaigstætt veður var á mið- unum aðfaranótt mánudags og tilkynntu 20 skip síldarleitinni um afla, samtals 6.400 mál og tunnur. Var eingöngu um að væða smáslatta. í gær var lítil síldveiði, en með kvöldinu urðu nokkrir bátar varir síldar á Tangaflaki og i Reyðarfjarðardýpi. Var það að- ems um að ræða smáslatta. Nokkur skip með smáslatta í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.