Morgunblaðið - 08.09.1964, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.09.1964, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. sept. 1964 ss FAGURT var um að litast I Skálholti sl. laugardag, þeg- ar íulltrúar á lútherska kirkju þinginu heimsóttu staðinn. Haustið hafði að vísu málað liti sína í mýrar og móa, en ilmur af sól og sumri var enn í lofti, og fallegir bláleit- ir skuggar dýpkuðu hæða- drög Hreppanna, þar sem huldufólkið hefur búið um sig, Laxá stiklar á steinum og hvíslar leyndardómum örfoks og óbyggða að forvitnum tún- um Hólakots, Sólheima og' Hlíðar. Á þessar slóðir hafa margir hversdagsþreyttir veiðimenn leitað í sumar, reynt að finna frið og kyrrláta helgi vatns og þagnar, eins og Einar Benediktsson forðum, þegar hann stóð við þessa á með stöng og veiðimannslegt and- lit, leitaði að laxi með hauk- fráum augum, en gat þó ekki losað hugann við kyrrð gljúfr anna, friðsæl býli og ilm grænna grasa; hann segist jafn vel hafa fundið leggja ilm af steinunum og þykir eins og ajálfur skugginn skína við ána. Himinninn málar sig í • vatnslitum, sami himinn og geymir sól Skálholts,'sem nú brýzt undan skýjarimlum þess ósýnilega fangelsis, sem gætt p er af regni og svölum úða. Við stöndum á hlaðinu í 3 Skálholti og horfum yfir sveit Í3 irnar, að teyga að sér friskt 3 loft á þessum stað, hvílík 3 nautn. Við sjáum sömu fjöll- i= in og Páll biskup, Brynjólfur i= eða Jón Vídalín. Nú brosa 3 þau eins og oft áður og skugg =j ar af skýjum liggja ekki á 3 þeim eins og farg, heldur eins 3 og léttur ísaumur, fagurlega = gerður og einungis til skrauts = og prýði. 3 Það var tilhlökkunarsamt að 3 eiga von á að sitja guðsþjón- 3 ustu með svo tignum gestum 3 lútherskrar kirkju og það á 3 helgum stað. Áður en við gengum inn 1 = kirkjuna benti bandarískur = blaðamaður á Heklu, með 3 skýjahnoðra á hvítum tindi 3 þar sem hún blasti við í austri 3 — og sagði: ■ „Uppi á þessari s kirkju vildi ég ganga til alt- 3 aris“. Svo teygði hann úr sér og = gekk inn í Skálholtskirkju. Þegar við komum inn var 3 kirkjan þéttsetin virðulegum = gestum úr útlandinu og prúð- 3 búnu fólki úr nærsveitum. = Það var sungið svo undir tók = í allri kirkjunni. Þó Skálholt H eigi sér merka sögu hefur 3 staðurinn að öllum líkindum = aldrei upplifað jafn eggjandi =j stemningu, ef svo mætti segja. 3 Það var eins og nú skyldi 3 gengið á hólm við fortíðina, = ekki til að berjast, heldur í 3 því skyni að tvíeflast að krafti 3 þeirrar reynslu, sem legið 3 hefur í dufti og gleymsku, 3 nota hana í baráttunni við ill 3 öfl líkt og Þór notaði megin- = gjarðirnar forðum daga. 3 „Svona á að sækja kraftinn í = liðinn tíma“, sagði Banda- 3 ríkjamaðurinn. Og hann skil 3 ur betur en við, hvað er að 3 geta ekki sótt kraftinn í þús- 3 und ára gamla sögu og = reynslu horfinna kynslóða. Okkur var rétt sálmabók 5 Lútherska heimssambandsins = og fundum auðvitað ekki text 3 ann, svo við hvísluðumst á um 3 það sem fyrir augu bar, að- 3 skotadýr á þessari helgu 3 stund, og gátum ekki átt aðra 3 hlutdeild í messunni, enda 3 kannski ekki til þess ætlazt, = fundum þó að við vorum á- 3 þreifanlegri partur af henni = en biskuparnir, sem gátu ekki í-í- Kirkjugestir ganga til altaris. lagt til kirkjunnar annað en gamla, þögula legsteina með annarlegum áletrunum, hoc- blandaðri auðmýkt í nafni lat ínskrar menningar. Ojæja, við vorum að minnsta kosti ekki dauðir úr öllum æðum, hugs- uðum við, og -héldum áfram að hlusta á yndislegan söng 'Skálholtskórsins undir leið- sögn sr. Hjalta Guðmundsson ar, litum síðan í prógramið. Jú, þarna stóð Prelude, Silent prayer, Kyrie, Gloria: Laud- amus nr. 7, Salutation. Pray- er, The Epistle, Haleluja, The Gospel, Credo, — nei, þó þetta væri okkur eins fram- andi og latínuljóð Brynjólfs biskups hefur Skálholt áreið anlega séð það svartara. ★ Þegar þinginu hafði verið slitið að Sögu kl. 11 árdegis um morguninn með ræðu dr. Frederiks Schiötz, forseta Lútherska heimssambandsins,, var lagt af stað, og haldið austur í tveimur áætlunar- bílum. Guðsþjónustan hófst kl. 3, altarisþjónustu annaðist biskupinn yfir íslandi, en lexí ur dagsins las sóknarprestur- inn í Skálholti, Guðmundur Óli Ólafsson. Skálholtskórinn söng undir stjórn Guðjóns Guðjónssonar, organista, Jón Sigurðsson og Stefán Stephen sen léku á troihpet, biskup ís- lands prédikaði á ensku og lagði í ræðu sinni áherzlu á þátt Skálholtsstaðar í þjóðar- sögu íslendinga og þá fyrst og síð.ast í kristnisögunni, en þetta tvennt hefði ávallt ver- ið nátengt og á tímum ekki unnt að greina sundur, sagði hann. Hann * minntist Jóns Vídalíns,- Odds og þýðingar- innar á Nýja testametinu, gat um þá ungu menn sem fyrstir voru lútherskrar trúar á þess um stað, en sátu undir hand- arjaðri kaþólskra biskupa og gátu sig hvergi hreyft, iðk- andi kaþólska trú á yfirborð- inu en lútherskir í hjarta sínu. Hann minntist á fjósið, þar sem Nýja testamentið var þýtt við daufa glætu, en þó hún hafi ekki verið frá Sog- inu og ónóg til að fylla marg- ar stofur ljósi og yl ,var það verk, sem unnið var við þessi erfiðu skilyrði nógu merkilegt til að fylla mörg íslenzk hjörtu Ijósi á erfiðum tímum. Og ylurinn af orðum Nýja testamentisins var um langan aldur einasta hlýjan, sem hungruð og einangruð þjóð átti á frostavetrum. Eftir prédikun var altaris- ganga og aðstoðaði Auala, biskup í suðvestur Afríku, biskup íslands við útdeiling- una. Mun það vera í fyrsta skipti sem blökkumaður veit- ir slíka þjónustu hér á landi. Sálmarnir sem sungnir voru höfðu vérið valdir með hlið- sjón af því að lögin væru þekkt í kirkjudeildum ann- arra landa. fslendingarnir höfðu sínar sálmabækur, en útlendingarnir notuðu sálma- bókina Laudamus, sem Lút- herska heimssambandið hefur gefið út eins og fyrr segir. Sú bók var ætíð notuð við morg- un og kvöldsöng í Neskirkju, meðan þingið stóð. Guðsþjónustan var í lengra lagi, enda þurftu margir að ganga til altaris, þótt ekki hefðu allir hugrekki til þess eins og á stóð. ★ Það var einkar fallegt að sjá hvernig sólin prentaði -lit- aðar rúður kirkjunnar á gólf og veggi, eins og málverk. Það jók á stemninguna að hafa svo skrautlegt mynstur fyrir augum. Sólin minnti okkur áþreifanlega á yndis- lega síðsumarsstemninguna úti fyrir, og þrátt fyrir heill- andi andagt í kirkjunni gátum við ekki á okkur setið að ganga út á tún, anda að okk- ur, horfa til fjalla. Banda- ríkjamaðurinn horfði löng- |j unaraugum til Heklu. „Ég er 3 að verða öræfatrúar“, sagði 3 hann, svo bætti hann við: „Er 3 langt héðan að Gullfossi?“ 3 „Nei“. „Gætirðu komið þar 3 við í leiðinni suður?“ „Auð- 3 veldlega“. ★ Við kvöddum þann helga 3 stað Skálholt, meðan ágætir ; fulltrúar framandi þjóða 3 krupu í samstilltri auðmýkt 3 við fagurt altari kirkjunnar. 3 Þegar við komum að Gull- = fossi, fylltist Bandaríkjamað- 3 urinn óvæntum fögnuði og 3 lotningu, sem átti sannarlega 3 lítið skylt við hræringarnar 1 3 brjósti sr. Matthíasar, þegar = hann stóð andspænis Detti- 3 fossi og þótti minna til um 3 hamfarir fossins, en fáein 3 ungbarnstár. Við gengum að fossinum, || horfðum niður í gljúfrin. Aug 3 un náðu ekki nema hálfa leið, 3 þar hvarf allt í fossandi iðu sem lokaðist eins og dimmur 3 veggur — samt heyrðum við = gljúfrin syngja með drynj- = andi tónafalli og það var ekk 11 ert laudamus. Hér voru það 3 tröll og jöklar sem kváðust M á við björg og votar vættir, 3 enginn englasöngur. „Ógnar- = legt“, sagði Bandaríkjamaður s inn, bætti svo við: „Fegursti 3 foss í heimi“, — hljóp upp á 3 græna flötina léttur í spori 3 eins og lamb á vori, teygði 3 hendur til himins. Við höfðum ekki tækifæri 3 til að móttaka oblátur eilífs 3 friðar á tindi Heklu hám, svo 5 við gengum þennan fagra dag 3 til ■ altaris í úðanum af Gull- 3 fossi — ófeimnir við þær 3 huldu vættir sem ávallt eru 3 nálægar í þögn landsins. Síð- |j ar mundum við taka þátt í 3 kirkjuþingi að Skálholti, það 3 var nógur tími fannst okkur. = Biskup íslands, herra Sigurhjörn Einarsson, og Auala biskupí í Skálholtskirkju á laugardag. Suðvestur-Afriku (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.). ÍuuMlilMUIIIIIIIHIIMtlMHUIIIIKIHIIlHHHIIIHHHCimillHllllllllHHIIIIIIIHIimmiHiHHIIIIimUIIIHIIHnilllimillll

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.