Morgunblaðið - 08.09.1964, Síða 14
14
MORGUN BLAÐIÐ
Þriðjudagur 8. sept. 1964
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslustjóri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
HVAR ER OFSA-
GRÓÐINN?
17'ramsóknarforingjunum i ur
* verður tíðrætt um! að
og ekki var hjá því komizt
gera sérstakar ráðstafanir
það að tekjuöflun sé minni
hér á landi en áður og ein-
stakir aðilar græði ofsalega
en aðrir beri of skarðan hlut
frá borði. Engin tilraun hefur
þó verið gerð til að rökstyðja
þessa skoðun, enda er það á
allra vitorði, að tekjujöfnuð-
ur er hér meiri en líklega í
nokkru öðru þjóðfélagi.
En þessar síendurteknu
fuilyrðingar Framsóknarfor-
ingjanna gefa tilefni til að
spyrja, hvar þessi ofsagróði
sé fólginn, hverjir það séu
sem græði óhæfilega; er það
iðnaðurinn, verzlunin eða út-
gerðin eða eru það einstakar
stéttir — bændur, sjómenn,
iðnaðarmenn eða verzlunar-
menn. Væri fróðlegt að fá
svar við þeirri spurningu.
Og hæg ættu að vera heima
tökin hjá Framsóknarleiðtog-
unum að leita sér upplýsinga
hjá SÍS. Það er sem kunnugt
er stærsta fyriræki landsins,
sem naumast hefur látið nokk
urt verksvið afskiptalaust.
Þar á að vera hægt að fá
glöggar upplýsingar um gróð-
ann í atvinnulífinu, hvort
heldur er í verzlun eða fisk-
vinnslu, útgerð eða landbún-
aðarframleiðslu.
Samkvæmt skattskránni
margumræddu og yfirlýsing-
um forstjóra SÍS virðist ekki
vera um sérstakan ofsagróða
að ræða hjá þessu stórfyrir-
tæki, þótt hagur þess sé vafa-
laust góður.
Sannleikurinn er auðvitað
sá, að fyrirtæki í öllum at-
vinnugreinum ganga misjafn-
lega vel, sum tapa og verða
gjaldþrota, önnur standa und-
ir reksturskostnaði og sum
hagnast sæmilega. Þessu ræð-
ur dugnaður, útsjónarsemi og
heppni eða óheppni, og þann-
ig á það og hlýtur að verða.
Sá sem leggur út í atvinnu-
rekstur teflir á tvær hættur.
Hann getur tapað eignum
sínum, en hann getur líka
aukið þær. Við eðlilegar kring
umstæður eiga fyrirtæki al-
mennt að bera sig sæmilega
og skila arði, en hins vegar
er ástæðulaust að eftirláta
einstökum aðilum ofsagróða.
Ef hann er til, væri þess
vegna gott að fá það upplýst
hvar hann er.
ÚTGERÐIN
¥ Tm áramótin blés óbyrlega
fyrir útgerðinni. Vegna
hinna miklu kauphækkana á
síðasta ári blasti við taprekst-
til að aðstoða þennan megin-
atvinnuveg íslendinga. Sem
betur fer hafa aflabrögð verið
svo góð, að útlit er fyrir
sæmilegan hag útgerðarinnar.
En þrátt fyrir mikinn afla
eru þó fjölmargir, sem við
útgerð fást, sem eiga í mikl-
um fjárhagserfiðleikum. —
Dugnaðar- og atorkumenn
hafa af takmörkuðum efnum
ráðizt í gífurlega fjárfestingu
til að eignast góð og fullkom-
in fiskiskip. Þeir hafa margir
hverjir hætt öllu sínu til að
brjótast í því að eignast eig-
in skip, sem færa auðævin á
land.
Það væri fráleitt, ef þjóð-
félagið byggi þannig að þess-
um atvinnurekstri, að ekki
væri almennt um hagnað að
ræða á aflasælum árum, svo
að hægt væri að nota hann
til að grynna nokkuð á skuld-
unnum og skapa traustari
grundvöll fyrir áframhald-
andi atvinnurekstur.
Fjárfesting í útgerð er svo
mikil, að eitt aflaleysisár gæti
riðið fjölmörgum útgerðarað-
ilum að fullu, ef þeim væri
ekki gert kleift að safna
nokkrum sjóðum í góðærum.
Þannig var til dæmis á sín-
um tíma gripið til þess óynd-
isúrræðis að draga af togur-
unum með hinum svonefnda
bátagjaldeyri. Þetta leiddi til
þess, að á sæmilegum útgerð-
arárum togaranna var þeim
gert ókleiff að safna varasjóð-
* um. Þegar svo kom aflaleysi
og erfiðleikar varð hvert tog-
arafélagið af öðru gjaldþrota
og togaraútgerð er nú því
sem næst að leggjast niður.
Þessi ráðstöfun var óskyn-
samleg og varast ber að láta
slíkt henda að nýju. Þegar
vel aflast á útgerðin að safna
sjóðum, svo hún geti staðið
undir áföllum.
FYLGJUM
SIGRINUM EFTIR
yið íslendingar höfum marg-
' sinnis orðið að súpa
seyðið af jafnvægisleysi og
verðbólguþróun, sem skapað
hefur margháttaða erfiðleika.
Þess vegna glöddust lands-
menn, þegar samkomulag
náðist um eins árs vinnufrið,
enda var þá um að ræða sig-
ur allra eins og Bjarni Bene-
diktsson, forsætisráðherra,
komst að orði.
Nú þurfa öll ábyrg öfl að
vinna að því að þetta sé ekki
Elísabet Bretadrottning ekur yfir nýju Forth-brúna. Bádum inegiu við bílinn eru raðir verka 3
manna, er byggðu brúna.
Nýja Forth-brúin opnuð I
S.L. FÖSTUDAG opnaði
Elisabet Bretadrottning hina
nýju brú yfir Forth-fjörðinn
í Skotlandi. Aðalhaf brúar-
innar er 3.300 fet og er það
hið lengsta sinnar tegundar
í Evrópu og fjórða stærsta í
heiir.'num. Brúin hefur koist-
að Breta um 9 milljónir
punda að meðtöldum kostn-
aði við að leggja veg að
brúnni báðum megin.
Blaðamaður Mbl._var stadd
ur í Edinborg um það leyti
er brúin var opnuð. Mikill
straumur bifreiða var allan
daginn út úr borginni að
brúnni. Flestir, sem aðstöðu
höfðu til reyndu að komast
að brúnni en mannfjöldinn
= þar var svo mikill að erfitt
= var að komast nálægt. Höfðu
margir komið þangað klukk-
an tí um morguninn til þess
að sjá er drottningin opnaði
brúna, en það átti að verða
kl. 11. AlLs mun hafa verið
um 100.000 manns viðstaddir,
er brúin var opnuð.
Er dirottningin hafði opnað
brúna flutti hún stutt ávarp,
en síðan ók hún yfir brúna.
Á brúnni stóðu raðir verka-
manna þeirra er byggt höfðu
brúna og voru fjölskyldur
þeirra með þeim.
Brúin var síðan opnuð fyr-
ir umferð. Myndaðist strax
löng röð bíla við brúna og
um kvöldið mun hún hafa
orðið um þriggja mílna löng.
Áður en bílarnir komu á
brúna þurftu menn að borga
toll, en um leið og þeir höfðu
gert það lögðust þeir á flaut- =
urnar og slepptu þeim ekki 3
fyrr en þeir komu yfir. Varð 3
af þessu mikill hávaði, sem 3
heyrðist í mílu fjariægð. 3
En á meðan á öllu þes-su =
stóð varð smávegis óhapp 3
undir brúnni. Ihö skip, sem =
tekið höfðu þátt í hátíðahöld 3
unum rákust þar saman ög 5
skemmdust bæði. Annað 3
þeirra var flaggskip heima- 3
flotans, Lion. Urðu skemrnd- 3
ir á því smávægilegar. Hitt
skipið, Lowestoft varð fyrir 3
talsverðum skemmdum á kinn 3
ungum og stefni.
Þrátt fyrir allan þann %
fjöida bíla, sem var á leið 3
yfir brúna er skipin rákust 3
sarnan virtist enginn hafa tek 3
ið eftir árekstrinum. 3
Verkamenn leggja siðustu hönd á brúarsmíðina.
stundarfyrirbæri heldur verði
reynt til hins ítrasta að við-
halda vinnufriði og heilbrigðu
efnahagsástandi, þannig að ís-
lenzkra krónan verði ekki
verri mynt en gjaldmiðill
annarra ríkja og það jafnvægi
skapist innanlands, sem geri
allt efnahagslífið traustara.
Samtök launþega og vinnu-
veitenda eiga ekki að sitja
aðgerðarlaus, heldur eiga þau
stöðugt að ræðast við og
reyna að finna leiðir til þess
að tryggja að ekki komi tíl
nýrra átaka. Það er of seinfc
að hefjast handa, þegar að-
eins eru fáar vikur eða mán-
uðir þar til samningar renna
út.