Morgunblaðið - 08.09.1964, Síða 15

Morgunblaðið - 08.09.1964, Síða 15
Þriðjudagur 8. sept. 1964 MQRGVN BLAÐIÐ 15 Eum AurtU £íi# Eriíwtffftv $r*?\ Kvte&r* áUVm í^uttBrftttTat Ariw LxinilkvM lÁrtdeif r*n tíjortb S&nmy J&h&ttrm La&trkTfi*t txs Mi*» WÁeéín tfyrirtjnm V*rA íVif*8<»i Eiríkur Hreinn Finnbogason skrifar: FRÁ SVfÞJÖÐ Gautaborg, 1. sept. 1964: — ALLT er komið í samt lag hér í Vestur-Svíþjóð eftir sumar- leyfi fremur svals og sólarlítils sumars. Hitinn í ágúst hefur ver- ið allmikið fyrir neðan meðallag og sömuleiðis úrkoma hér við vesturströndina, en aftur á móti hefur rignt meira en í meðallagi víða inni í landinu. Næturfrost varð vart í fjallahéruðum á miðju sumri, og um miðjan ágúst eyðilögðu næturfrost kartöflu- uppskeru í Norður-Svíþjóð fyrir um 15 milljónir sænskra króna. Ágúst hefur verið mánuður mikillar umferðar og umferða- slysa. 130 manns hefur farizt í umferðaslysum, og er einn mán- uður hærri að þessu leyti í sögu Svíþjóðar, desembermánuður í fyrra, en þá fórust 140 manns. 1 Skólar hófust hinn 27. ágúst. Um miðjan mánuðinn vantaði Um 2900 kennara við skylduskól ®na (grundskolan), en fræðslu- Stjórinn lofaði því, að engan kennara skyldi vanta, þegar skol ar hæfust, og mun nokkurn veg- inn hafa tekizt að standa við það. Vitaskuld var ekki um sérmennt aða kennara að ræða í þetta skarð. Síðast liðið skólaár störf- uðu við skólana um- 4000 kenn- arar án kennsluréttinda, og var búizt við, að þeir yrðu fleiri í ár. Þrátt fyrir kennaraskort nú herða Svíar á kröfum um mennt-- un kennara. Áætlað er, að árið 1970 verði allir 19 kennaraskólar landsins horfnir, en í stað þeirra komnir 8—10 kennaraháskólar. Verður krafizt stúdentsmenntun ar til upptöku 1 þá, jafnt af þeim, sem ætla sér að kenna minnstu börnunum sem öðrum. Undan- teknintfar verður hægt að gera á sama hátt og nú er, en um 10% þeirra, sem nema við háskóla landsins nú, hafa ekki stúdents- próf. í landinu starfa í vetur 4 kennaraháskólar, einn í hverri þessara borga: Stokkhólmi, Gautaborg, Málmey og Uppsöl- um. Er sá síðasttaldi nýr. í gærdag (31.) sendu fræðslu- yfirvöldin frá sér áætlun um skólaárið 1965—66. Er þar margt athyglisvert að finna, og skal ég drepa á örfátt. Samtals kostar skólahaldið ár- 18 1964-65 sænska ríkið 2.200 millj. og ef því er bætt við, sem borgir og héruð leggja fram, hækkar talan upp í 3.600 millj. Ríkisframlagið 65-66 hækkar um 379 millj., þar af 270 millj. til skyldustisins. 276 millj. af þess- ari hækkun stafa af launahækk- unum og nemendafjölgun. 103 jnillj. eiga að renna til endur- bóta. í hinum fyrirhuguðu endurbót «m tek ég eftir, að sérstök á- herzla er lögð á skóla fyrir van- heil börn, bæði fjölgun þeirra og endurbætur á þeim eldri. Þá er mjög hátt framlag til skóla- bókasafna (5,9 millj.), töku nýrra kennslukvikmynda, kaup á nýjum kennslutækjum, fram- haldsmenntunar fyrir starfandi kennara (sennilega mest nám- skeið). Til hins síðast talda ætla þeir að leggja 19,3 millj. Telja þeir það nauðsynlegt vegna hinn ar öru þróunar í skólamálum og kennslutækni. Þá skal lögð miklu meiri rækt við tómstundaheimili en áður, ®g krefst það nýrrar tegundar Starfsfólks, „tómstundaleiðtoga“. t*eir sem það ætla að verða eiga •ð afla sér sérmenntunar á tveim árum við sérstakar stofnanir. Alls sitja nú 1,2 millj. Svía á akólabekk, og er það um það bil sjötti hluti þjóðarinnar. ' Kosningar til sænska þingsins (Andra kammaren) nálgast óð- um. Menn virðast mjög á báðum áttum um úrslitin. Dagens Ny- heter kallar kosningarnar tví- sýnni en nokkru sinni og nefn- til myndanir nýrra flokka (Kristi legir Demókratar) og marghátt- aðrar kröfur um samvinnu stjórn arandstöðunnar. Kosningabarátt an magnast með degi hverjum, blöðin gefast þungorð í garð and stæðinganna, daglegir fundir um land allt, og sjónvarp og útvarp leggja sitt til. Skemmtilegar um- ræður í sjónvarpinu fyrir nokkr um dögum. Tóku þær heilt kvöld og fóru þannig fram, að fulltrú- ar allra hinna 6 flokka sátu við langt borð ásamt sérfræðingum, sem sjónvarpið lagði til, en kjós endur frá þremur stöðum í landinu komu fram á sjónvarps skermi í salnum og lögðu spurn ingar fyrir fulltrúana. Var þetta að sjálfsögðu allt óundirbúið bæði af spyrjenda og svarenda hálfu. Spurningunni var oftast beint til fulltrúa sérstaks flokks, og varð hann að svara á stund inni frammi fyrir sjónvarpsáhorf endum landsins, en spyrjandi beið á skerminum á meðan. Hin- ir pólitísku fulltrúarnir máttu svo leggja orð í belg, ef þeir ósk uðu. Óneitanlega voru sumar spurninganna óþægilegar, aðrar broslegar. En svarendur voru engir viðvaningar í pólitíkinni, og sérlega kurteisir við háttvirta kjósendur, hvert svo sem eðli spurningarinnar var. En út af því brá gjarna ef þeir lentu í karpi sín á milli. Stjórnarandstaðan leggur í kosningabaráttu sinni mikla á- herzlu á húsnæðismálin, en þau eru gífurlegt vandamál hér í flest um stærri borgunum. Síðast liðið vor samþykkti sænska þingið lög um ný „lista mannalaun“ í Svíþjóð, — eða öllu heldur launatryggingu lista- manna. Þeim listamönnum, sem nytu þessara „launa“ skyldu tryggðar ævilangt ákveðnar árs- tekjur, samkvæmt núverandi peningaverði kr. 24.000,00 á ári. Eru það sennilega meðallaun opinbérra starfsmanna. Ef listamaður á þessum laun- um hefði t. d. 14.000.00 í árs- tekjur, skyldi ríkið greiða honum það sem skorti í 24 þúsund, þ.e. 8.000,00 kr. í löngunum segir, að „lista- mannalaunanna" skuli njóta þeir listamenn, sem með „listsköpun sinni hafa lagt mikilsverðan skerf til menningarlífsins í land inu“. Þingið samþykkti heimild til að veita í ár 25 rithöfundum og listamönnum þessa tryggingu, en gert er ráð fyrir, að þeim fjölgi síðar. Launatryggingunni var úthlut- að 13. ágúst sk og hlutu hana 25 af fremstu Vithöfundum, skáld- um og listamönnum landsins, hinn yngsti, rithöfundurinn Werner Aspenström, 45 ára, en tveir hinir elztu, listamennirnir Gösta Adrian-Nilsson og Edward Hald, 80 ára. En meðalaldur hinna tryggðu er 65 ár. Þessi skáld og rithöfundar, sem flestir eru Islendingum að góðu kunnir, hlutu trygginguna: Lars Ahlin, Werner Aspen ström, Tage Aurell, Gunnar Eke löf, Per Lagerkvist, Erik Linde- gren, Walter Ljungquist, Arthur Lundkvist, Harry Martinsson og Evert Taube. Úthlutunin vakti nokkurn úlfaþyt í sænskum blöðum. Dagens Nyheter kallaði hana í leiðara „Kulturellt pappers drama“ og „eitthvert hið óraun- sæjasta og ónýtasta menningar- framlag í sögu Svíþjóðar". Stöf- uðu ádeilurnar einkum af því, að í Ijós kom, að fæstir eða enginn hinna 25 rithöfunda og lista- manna hafði árstekjur undir 24 þúsundum, og margir svo háar tekjur, að alveg var óhugsandi, að þeir hefðu nokkurn tíma not fyrir þessa tryggingu. Birtu blöð in árstekjur nokkurra. Lager- kvist hefu 218.640,00 kr. í árs- tekjur, Evert Taube 169.610,00 og Harry Martinsson 96.940,00, svo að eitthvað sé nefnt. Tekjur sumra eru vissulega miklu minni þó að þeir hafi e.t.v. ekki not fyrir trygginguna að sinni, enda er auðséð af ummælum ýmissa listamanna, að þeir taka launa- tryggingunni þakksamlega. Einn listamannanna, skáldið Gunnar Ekelöf, hefur neitað að taka við „laununum“,|kallar þau hnefahögg í andlitið eftir mörg hörð óg erfið ár, þegar „eg hefði oft ekki getað lifað, ef vinir mínir hefðu ekki hlaupið undir bagga eða styrkir hrokkið ein- stöku sinnum“. Ekelöf telur, að einhver yngri starfsbróðir hans hefði átt að fá „launin“, einhver, sem ennþá stæði í strangri lífsbaráttu við þær aðstæður, að hann næði pen ingunum út. Honum var svarað því til, að hér gætu erigin slík sjónarmið ráðið. Vegna hinna ungu og þurf andi væri styrkjum úthlutað. „Listamannalaunin" væru viður- kenning og þakklæti fyrir menn ingarlegt framlag hlutaðeigandi — ekki viðleitni til slíks fram- lag. Einhverjir andstæðingar „Iista mannalaunanna“ virtust brosa af því, að nafn Vilhelms Mobérgs væri ekki að finna í hópi hinna 25 útvöldu, og má vera, að sum- ir íslendingar sakni hans þar einnig. Töldu þeir, að hann mundi afskaplega reiður yfir að hafa ekki fengið að vera með. Ekki mundi það þó stafa af því að hann þyrfti kauptryggingar- innar, því að hann er nú metsöiu höfundur í Svíþjóð. Bókaútgáfa haustsins hófst hér í Svíþjóð um miðjan ágúst- mánuð, og koma út margar bæk- ur á hverjum degi. Vilja útgef- endur hér hafa komið út öllum bókum sínum í október. Get ég ef til vill siðar um eitthvað af bókum þessum. Ekki hef ég veitt athygli nema þremur íslenzkum bókum vænt- anlegum á haustmarkað hér: Grá mann eftir Gunnar Gunnarsson. kemur út hjá LTs Förlag, Skáldatími eftir Halldór Kiljan Laxness hjá Rabén & Sjögren og Prjónastofan Sólin hjá litlu bókaforlagi hér í Gautaborg. luiMiiiHitmiiwiiitiimiiiiwiiiMMiHMHMiiiiiiuiiiwwMMiiiiiitimuwiwiiiwtiiiimiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiimi'HtitiitHiiiiiwMiuiuwtttwi luiiiiuiuiiiiiiiiimiiHiiiiMmmmmiiimmuiHmiimwiiiimimmmiHiiwmmmmi | Það er geysimikii aö gera | Uætt við Æenedikt Jóhannesson, oddvita að Saurum í Laxardal AÐ SAURUM í Laxárdal býr Benedikt Jóhainnessom, ásamt konu sinni, Steinunni Gunn- arsdóttur frá Grænumýrar- tungu, og börnum þeirra Jóhannesi og Jófríði. Þar er reisulegt ilbúðarhús í srmíðum byggt af húsbóndanum sjálf- um. Trésmíðaverkstæði í varpa. Benedikt hefur látið mikið til sín taka við húsa- smiðar undanfarin ár m.a. er hann yfirsmiður og formaður byggingarnefndar heimavist- arbarnaskólans að Laugum í Hvammssveit. Það eru aðeins fá skref af Vesturlandsivegi heim í hlað á Saurum. Þar taka húsbændur alúðlega á móti gestum, sem að garði ber. Það er sunnudagsmorg- unn síðla ágústmánaðar. Gott tækifæri til að .-jpjal la við 3enedikt nokkur orð um dag inn og veginn. Aðspurður um mat sitt á árferði segir hann: Vorið var mjög gott, en nokkuð þurrt. Grasspretta vel í meðallagi. Júlí-mánuð- ur var mjög óhagstæður til heyskapar, en skipti um mán aðamótin og hefur verið hag stætt síðan. í síðusfcu viku gekk upp með kuldagarð, kólnaði aðfararnótt mið- vikudags. Þá fennti til fjalla. Ég man ekki eftir því, að í ágúst hafi fennt ofan í miðjar hlíðar hér í Dölum. Heyskaparhorfur eru sæmi- legar. Júlí-heyskapur þó sums staðar nokkuð hrak- inn. Háarspretta er mjög lé- leg. Benedikt hefur gegnt odd- vitastörfum í Laxárdal frá 1958. Hann er því manna kunnugastur ástandi og horf- um í málefnum sveitarfé- lagsins. Nokkrum spurning- um svarar hann að efni til í £ám orðurn á þessa leið: íbúum Laxárdalsihrepps hef- ur farið fjölgandi á undan- förnum árum, einkum í Búð- ardal. Þeir eru nú 304 alls í hreppnum. Það er geysi- mikið að gera, bæði við land- búnaðarstörf og annað, enda búin víða stór. Það rnun vera hátt á 9. þúsund fjár í hreppn um. Á einum bæ, sem raunar er tvíbýli, eða félagsbú, eru á 7. hundrað ær. Nautgrip- um fer fjölgandi. A þrem bæjum eru þeir nú um 30 á hverjum bæ fyrir sig. Flest- ir selja mólk til samlagsins í Búðardal, sem er mikið fram- faraspor. Víða er unnið að byggingum og jarðabótum. Skurðgrafa er að verki í sveitinni. Engin jörð á lausu. í Búðardal eru nú 7 íbúar- hús í smíðum. Auk þess hef- ur verið unnið við veitinga- húsið, hafin er stækkun kaup félagsins og haldið áfram með félagsheimilið, en að þeirri byggingu er hreppur- inn aðili að hálfu. Hug- myndin er að koma því und- ir þak sem allra fyrst, seg- ir Benedikt, ef fjárhagsgeta leyfir. — Þar vinnur hann nú að uppslætti með mön.n- um sínum, enda sjálfur for- maður framkvæmdanefndar við þá byggingu. í Búðardal hefur verið unnið að því að mæla stað- inn upp og skipuleggja. Það er eitt og annað, sem kallar að, svo sem götulýsing, og lagnir, m.a. holræsagerð, sera byrjað er á. Það eru mörg mál, sera § þyrfti að afchuga. I raun og 3 sannleika þurfum við að 3 byggja rétt. Gillastaðarétt er = nærri 40 ára torfrétt. Halda § þarf áfram að leggja rafmagin i um hreppinn. Samgöngúr 3 eru ekki nógu góðar, þráfct = fyrir mikla aðgerð í fyrra. 3 Það væri ákaflega mikil og = æskileg samgöngubót að flá = góðan veg yfir Laxárdala- 3 heiði. Þar myndi nást alveg 3 örugg vetrarleið til Norður- 3 lands, þó að Holtavörðuheiði 3 væri ilLfær. Að þessu og 3 fleii'u þarf að halda áfram að 3 vinna, segir Benedikt að lok- 3 um. — F.Þ. uiiiiiiiimiiimiimmmmmmmimmiimmiiimiiimiiiiiimiiimmiiimmiimiimuitimimiuiiuuiiuiuHiiiiiiimimimitmiiiiiiiiiiiiiiiimimmiiiiiiummmmmiiiiwimiiiiiiiiimiiiiimiuiiiiiuuiiiiiimimiiimiiiiimiiuiiimiií

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.