Morgunblaðið - 08.09.1964, Blaðsíða 24
24
MORGUN BLAÐIÐ
Þriðjudagur 8. sept. 1964
HERMBNA BLACK:
Eitur og ást
eldri af amerísku vísindamönn-
unum hrifinn af henni. James
Rinehart, sá yngri, hafði verið
í Englandi á stríðsárunum, og
þegar hann komst að því að Car-
inna var svo til nýkomin þaðan,
vildi hann tala sem mest við
hana, ekki sízt eftir að það kom
á daginn, að þau áttu sameigin-
lega kunningja í London.
Sandra, sem að jafnaði tókst
vel að bola Corinnu frá, gerði
nokkrar tilraunir til þess að ná
Rinehart frá he'nni. En honum
varð ekki þokað. Hann sagði ber
um orðum, að hann vildi geta
talað sem lengst við Corinnu. En
því miður yrðu þeir kunningjarn
ir að fara til Kairo á morgun
og þaðan til Ameríku eftir viku.
Robin Wraymap og Blake
höfðu gengið eitthvað burt sam-
an, og Sandra Lediard virtist
ekki hafa neinar áhyggjur af
því. Loksins fannst Rinehart
prófessor að hann yrði að gefa
sig að frú Lediard, og Corinna
notaði tækifærið til að laumast
út úr tjaldinu án þess að nokkur
tæki eftir.
Corinna var viss um að Ledi-
ard prófessor langaði til að tala
betur við amerísku gestina. Ef
Sandra og flugmennirnir vinir
hennar færu, þá yrði hægt að
21
gera eitthvað til gagns. Corinna
afréð að fara og líta eftir hest-
unum, sem þau höfðu skilið eftir
á bletti í forsælunni. Arabastrák-
urinn sem gætti þeirra stóð enn
á sínum stað, með blístru í hend
inn. Meðan faðir Corinnu lifði
hafði hann kennt henni dálítið
í arabisku, svo að hún gat gert
sig skiljanlega.
Nú spurði hún strákinn hvort
hann vildi leika á blístruna fyrir
hana. Hann brosti og stóð strax
upp. Hann hallaði sér upp að
hrörlegum grjótgarðinum sem
hestarnir voru bundnir við, bar
blístruna upp að munninum og
fór að leika. Þetta var undarlegt
smálag og undirtónninn eins og
kjökur. Lagið var stutt en hann
endurtók það sí og æ í breyttri
tóntegund.
— Hvernig finnst yður þetta
lag? spurði hann.
— Það er yndislegt — og
undarlegt, endurtók hann. —
Þetta er ástavísa, sagði hann svo.
Hún hafði getið sér þess til
og kinkaði kolli brosandi.
— Viljið þér heyra annað lag?
spurði hann.
En í sömu andránni nefndi ein-
hver nafnið hennar. Hún leit við
og sá að Blake var að koma. Hún
varð glöð þegar hún sá hann —
eins og alltaf. Hún veifaði til
hans og þegar hann var kominn
til hennar sagði hún. — Ég fór
hingað til að gá hvernig hestun-
um liði.
— Það væsir auðsjáanlega
ekki um þá, sagði hann og klapp
aði White Satin á mjúkan flibb-
ann. — Þú ert þæg! En mér sýn-
ist á auguiium í hestinum þín-
um, Corinna, að hann langi til
að fara að hreyfa sig aftur. Held-
urðu að við getum farið úr sam-
kvæminu núna?
— Ég .. ég veit ekki, sagði hún
hikandi. — Ég verð að spyrja
Lediard prófessor að því.
Hann hnyklaði brúnirnar. —
Eins og þú vilt. En það er frí-
dagurinn þinn í dag. Og það
varst þú sjálf, sem stakkst uppá
því að koma hingað og hjálpa
Söndru. . . . Hann bar höndina
fyrir augun. — Nú koma þau út
úr tjaldinu. Við skulum kveðja
þau — ef við þurfum þess með.
Henni fannst hann ekki vera
í sem beztu skapi. Það var ekki
nema sjaldan, sem hún sá þessa
útgáfu af honum. Hvað skyldi
hafa gert honum gramt í geði?
Sandra var að kveðja Ameríku
mennina.
— Skelfing var leiðinlegt að
þið gátuð ekki verið hjá okkur
nokkra daga, sagði hún og brosti
ísmeygilegasta brosinu sínu.
— Já, það var leiðinlegt, sagði
prófessorinn. — Ég verð að játa,
að mig hefði lengað að verða
hér um stund.
— En það var afar skemmti-
legt að fá að koma, sagði Rine-
hart prófessor og kvaddi Söndru
og síðan Corinnu. — Það var
einstaklega gaman að kynnast
yður, ungfrú Langly, sagði hann.
— Ég skal skila kveðju til allra
kunningjanna okkar.
— Já, viljið þér gera svo vel,
sagái hún. — Það var verulega
gaman að hitta yður.
Sandra leit á Corinnu og sagði
svo: — Við skulum komast af
stað. Ég á að fara á æfingu í
kvöld, eins og þið vitið. Ég geri
ráð fyrir að þú verðir okkur ekki
samferða heim, Philip.
— Nei, ég á margt ógert enn
þá, góða mín. Ég borða líklega
með Curtis hérna uppfrá, svo að
ég kem varla fyrr en seint heim.
Og þið, ungu vinir mínir, verðið
að sjá um konuna mína — og
aka varlega.
— Komdu nú! sagði Blakejvið
Corinnu. Það þarf enginn á þér
að haldá hérna.
Hún kvaddi Lediard og fór
með Blake í áttina til hestanna.
Þau kvöddu Abdul, og Blake
stakk skildingi að honum. Dreng
annn horfði á þau á víxl, svo að
Corinna varð forviða. Svo settist
hann aftur, og er þau riðu af
stað blés hann sama lagið og
hann hafði blásið áður.
— Ég þarf að gera ýmislegt
á heimleiðinni, sagði Blake. —
Það tefur okkur talsvert. Hef-
urðu nokkra kápu með þér?
— Nei, ég hef ekki annað en
það sem ég stend í, svaraði hún.
Hann hnyklaði brúnirnar. —
Þt.ð var óaðgætni, Corinna.
Hann blæs á norðan meðfram
Níl. Þú ættir orðið að vita það.
— Ég hélt að við ættum ekki
að verða úti eftir sólarlag.
— En ég hafði dálítið með
mér, sem þú getur notað þegar
kólnar, sagði hann og snerti við
böggli, sem var festur við hnakk
inn.
Hún horfði á hann með hlátur
í augum og hahn spurði:
— Hverju finnst þér svona gam-
an að, Corinna?
— Ekki öðru en því, að þér
þykir gaman að skipa fyrir.
— Því miður er oft þörf á því,
svaraði hann kuldalega. — Það
er ekki oft sem ég skipa þér fyr
ir, finnst þér það?
— Nei, ekki oft — uppá síð-
kastið, sagði hún. — En fyrsta
daginn sem ég hitti þig, ímynd-
aði ég mér að þú mundir aldrei
ieyfa neinni manneskju — eða
öllu heldur konu — að segj-a
meiningu sína.
— Er ég svona bölvaður? Eða
?rt þú bara 1 skapi til að
skamma mig? sagði hann, og það
var vottur af ávítum í augum
hans er hann leit á hana.
— Ekki er ég að skamma þig,
sagði hún. — Ég minntist ekki
eiuu sinni á, að mér mislíkaði
þessi hliðin, sem nú er upp á þér.
Hún er svo — svo nauðalík þér.
— Þökk fyrir, sagði hann og
brosti þannig að hjartað í henni
steypti sér kollhnís.
Hvað gengur að mér? spurði
hún sjálfa sig. Fyrst liggur við
að ég rífist við hann, og síðan..
En ekki leið á löngu áður en
san^omulagið var orðið gott aft-
ur. Þáu töluðu saman og þögðu á
vixl. Sólin var enn á lofti og leið
in sem þau fóru var falleg. Hún
lá að mestu meðfram fljótinu og
tamarisk-gróður bar skugga á
veginn.
Þau fóru snöggvast af baki og
kveiktu sér í vindlingi. — Mér
sýnist Lediard vera ánægðari
með árangurinn núna, sagði
hann. __
— Ég býst við því. En þeir
gera ekki ráð fyrir að finna öllu
meira en þetta, svo að það er
varla langur tími eftir. Curtis
fer til Englands eftir nokkrar
vikur. Frú Lediard vonar að geta
komizt til Luxor, og að hún fáti
að verða í Kairó í vetur.
— Hún verður fyrir vonbrigð
um hvernig sem fer. Brezki her-
inn er farinn og engin skemmti-
ferðalög lengur. Josephino
frænka ætlar að fara líka.......
— Fer hún til Seyyids Ibra-
min, eins og hún var að tala um?
spurði Corinna.
— Já, svaraði hann. — Það
er ljómandi fallegt þar. Skrítið
að Lediard skuli ekki taka sig
upp og skrifa bókina sína þar.
— En er ekki skelfing langt
þangað? spurði hún.
— Jú, víst er það langt, en það
er ómaksins vert samt.
— Það er óvist að frú Lediard
sé á þeirri skoðun.
— Það er brezk nýlenda þar
líka. Mundir þú hafa gaman af
að fara til Arabíu?
— Já, því ekki það? svaraði
hún. — En ég fæ varla tækifæri
til þess. Hún andvarpaði. — Ég
sakna frú Glenister þegar hún
fer. Hún hefur verið mér svo
einstaklega góð.
Hann hló. — Hún getur verið
afbragð, og ég verð að játa að
ég er hrifinn af henni. Ég mun
sakna hennar líka. En nú verður
akki langt þangað til ég verð að
fara líka. Eg hef verið meira en
lieppinn að fá að vera hérna
svona lengi.
— En þú ferð ekki í bráð,
sagði hún og bná við.
— Ég verð sjálfsagt að fara
í næstu viku — en ekki nema
fáeina daga. Ef ekkert óvænt
kemur fyrir kem ég aftur til
þess að sjá um að Josephine kom
íst af stað.
Eskifjöröur
í BÓKSÖLUNNI á Eskifirði
er utnboð Morgunblaðsins á
Eskifirði. I „Bakaríinu" hjá
Hlöðver Jónssyni er blaðið.
einnig selt í lausasölu yfir
sumarmánuðina.
Seyðisfjörður
UMBOÐ Morgunblaðsins í
Seyðisfjarðarbæ er í Verzl.
Dvergasteinn. Blaðið er þar
einnig í lausasölu fram til
kl. 11,30 á kvöldin. „Bar-
inn“, veitingastofa, hefur
blaðið í lausasölu.
Vopnafjörður
Á Vopnafirði er Gunnar
Jónsson, umboðsmaður
Morgunblaðsins og í verzlun
hans og söluturni Kaupfé-
lagsins er blaðið einnig selt
í lausasölu.
BLAÐADREIFING
FYRIR !
Morgunblaðið þarf þegar í stað að ráða fólk til blaðadreifingar
í þessi blaðahverfi:
'jk Hagamelur — Sörlaskjól — Hjarðarhagi — Grenimelur.
Laugavegur frá 105—177 — Miðtún — Barónsstígur —
Skeggjagata.
«1
^ Hrísateigur — Austurbrún — Suðurlandsbraut — Bugðu-
lækur — Gnoðavogur — K leppsvegur lægri húsnúmerin.
Gjörið svo vel að hafa samband við afgreiðslu
Morgunblaðsins.
sími 22480.
KALLI K'ÚREKI
Teiknari; J. MORA
— Grevelsis homgrýti! Fjórir kóng-
ar! Eg ætla að draga eitt spil til þess
að hann haldi að ég sé að reyna að
fá róðina tía, gosi, drottning, kóngur
og ás.
Brandur hallar sér fram og horfir
á spilin hjá Kalla. Hann sér, að Kalli
hefur fjóra kónga á hendi og grunar
að hann fari nú að leggja meira en
góðu hófi gegnir,
— Ég ætla að hækka um 100, seg-
ir Brandur.
— Það er ekki sanngjamt, segir
Kalli ...... það gerir mig krúkk.
Þetta er síðasti skildingurinn. Ég er
búinn að leggja allt undir, sem ég á.
IFVOU CAUöHTA
REAL HAWO, IT’P BE
ASHAME NOTTO
BACK IT/ WRITE
AN I.O.U. '
WHY, THAT'S REAL^I
NEieHBORLYOF TOU*
LENP ME TOUR PENf
— Ef þér gengi nú vel í spilinu,
væri það synd ef þú héldir ekki á-
fram. Ég skal lána þér. Skrifaðu
ur.dir skuldaviðurkenningu.
— Ertu að meina þetta? Þetta var
fallega gert af þér. Lánaðu mér rit-
færi, — ég ætla að hækka um tvö
hundruðu