Morgunblaðið - 08.09.1964, Side 27
MORCUN BLADIÐ
27
Þriðjudagur 8. sept. 1964
.................................................
| „Vona, að andi Kennedys ráði,“
c
p
Isagði Frei, nýkjörinn forseti Chile, eftir að
1 úrslit urðu kunn - er þó vinstrisinnaður,
I en ekki kommúnisíi
EFTIRLÆTI skipshafnarinnar á varðskipinu Oðni heitír
Freyja. Freyja er vænsti gripur enda af góðu kyn, — hún er
dóttir Trínu um horð í varðskipinu Þór og Jökuls frá Sauða-
nesvita við Siglufjörð. Fyrir skömmu fjölgaði Freyja hvolpa-
kyninu og var >að í þriðja sinn, en hún er fjögurra ára
gömul. Ó1 hún 5 fallega hvolpa, og voru þeir allir gefnir,
þegar þeir komust á legg. Þessa mynd tók Helgi Hallvarðs-
son, 1. stýrimaður á varðskipinu Óðni. Sýnir hún Freyju
hjá einu afkvæma sinna, en þessi hvolpur var gefinn að
Gjögri. Faðir hvolpanna er ættaður frá Þorlákshöfn, að því
er skipsmenn segja, og er af þefarakyni, eins og sjá má af
eyrum þess stutta. Þess má og geta, að einn hvolpanna var
gefinn til Bessastaða, þar sem hann mun eflaust sóma sér vel.
Akureyrarsveit aflahæst á
sjóstangveiðimóti nyrðra
I KOSNINGARNAR í Chile, nú
| fyrir heígina, eru án efa einar
| þær athyglisverðustu, sem
1 fram hafa farið um mjög lang
= an tima.
Þar áttust við, á lýðræðis-
I legum grundvelli, kommúnist-
= ar og kristilegir demokratar.
| Hvarvetna um frjálsan heim
| var þess beðið með eftirvænt-
| ingu, hvort svo gæti farið, að
i kommúnistar næðu völdum í
i almennum frjálsum kosning-
| um, en slíkt á sér hvergi for-
| dæmi.
Hér var kosið um forseta,
= og í framboði fyrir kristilega
i demokrata var Edouardo Frei,
H en fyrir flokkasamsteypu
i sósíalista og kommúnista
I Salvador Allende. Reyndar
i var enn einn maður í fram-
| boði, Julio Duran, sem bauð
| sig fram fyrir flokk róttækra.
| Hann var frá upphafi talinn
| fylgislítill, eins og á daginn
i kom.
Á kjörskrá við þessar kosn-
| ingar voru rúmlega 2,5 milljón
| ir manna. Úrslit urðu þau, að
i Frei hlaut um hálfa aðra
i milljón atkvæða, Allende inn-
i an við milljón, en Duran rúm
= hundrað þúsund.
Allejide hafði lýst því yfir,
| að tækist honum að ná völd-
i um, myndi hann þjóðnýta öll
* bandarísk fyrirtæki í landinu,
| taka á nýjan leik upp stjórn-
i málaskipti við Kúbu (þau
i voru lögð niður fyrir nokkru),
i og innleiða það þjóðfélags-
I kerfi sem ríkir í löndum
| kommúnista.
Frei er einnig vinstrisinnað-
i ur maður, en hafði lýst því
| yfir, að hann teldi kommún-
i ismann ekki vænlegan til þjóð
i félagsumbóta í Chile.
Frei hefur lagt á það á-
= herzlu, að hann sé fylgjandi
I þeirri áætlun, sem Kennedy,
| Bandaríkjaforseti, lagði fram
i á sínum tíma (Alliance for
1 Progress), og miðar að nánara
jj efnahagssamstarfi Bandaríkj-
= anna og ríkja S- og Mið-
| Ameríku.
M. a. af þeim sökum, og því,
I hve andvígur hann er kenn-
i ingum kommúnista, naut Frei
i stuðnings hægri flokka í land
| inu, við þessar kosningar.
Andstæðingar Frei hafa
| haldið því fram undanfarnar
i vikur, að hann og stuo-.irgs-
| menn hans í Chile nytu að-
MM..M.* IM M.M.I.. I. . .«•!«.«• ... M •»•••« ...M...M. ...... Mlll... H
— Heildaraflinn
Framhald af bls. 28.
•ept sl. var orðinn 2.034.512 mál
og tunnur en 1.374.414 mál og
tunnur á sama tíma í fyrra.
Aflinn hefur verið hagnýttur
þannig:
í salt (uppsalt. tu.) 270.579, í
fyrra 462.867.
í frystingu (uppm. tu.) 31.619,
í fyrra 31.273.
í bræðslu (mál) 1.732.214, í
fyrra 880.274.
Hclztu löndunarhafnir
eru þessar:
Siglufjörður Mál og tu.
Bakkafjörður
Hjalteyri .. .
Krossanes
Húsavík 34.812
Raufarhöfn
Vopnafjörður
Ólafsfjörður 21.311
Borgarfjörður eystri .. 22.102
Seyðisfjörður . . 317.250
Neskaupstaður .. 281.917
Eskifjörður .. 142.168
Reyðarfjörður ...... . . 100.667
Fáskrúðsfjörður .... ... 65.460
stoðar bandarískra auðjöfra,
sem ví'jU tryggja sér yfirráð
yfir auðlindum landsins, m.a.
koparnámum.
í áróðri Allende, og íylgis-
manna hans, kveður mjög við
sama tón og í málgagni sov-
ézka kommúnistaflokksins, er
sagði eftirfarandi um kosning
arnar, sl. laugardag:
Frei, við atkvæðagreiðsluna.
• „Fjárkúgun og þvinganir
heimsvaldasinna og afturhalds
afla gerðu vel vart við sig í
Chile fyrir kosningarnar ....
Flokksmenn Frei lögðu fram
mjög takmarkaða áætlun um
efnahagslegar og þjóðfélags-
legar umbætur, en hún vakti
engan kvíða í hjörtum banda-
rískra koparkónga, sem ráða
lögum og lofum í Crile.“
Talsmaður fyrir eitt banda-
rísku fyrirtækjanna í Chile
lét hafa eftirfarandi eftir sér
í viðtali við fréttamann Associ
ated Press, eftir að úrslit urðu
kunn:
• „Frei hefur ekki dregið
neina dul á, að hann vill, að
stjórn Chile ráði meira um
sölu þeirra vara, sem unnar
eru í Chile af erlendum fyrir-
tækjum. Þannig vill hann m.a.
láta hreinsa allan kopar, sem
unninn er í landinu, i því
sjálfu. Eðlilega hefur þetta
risleg vandamál i för með
sér, en ég held, að komast
Breiðdalsvik ........ 18.869
I Vestmannaeyjum hefur verið
landað frá júníbyrjun 159.502
málum.
Viiruhappdrætti SÍB8
í GÆR var dregið í 9. flokki um
1390 vinninga að fjárhæð alls kr.
1.940.000.00. — Þessi númer hlutu
hæstu vinningana:
200 þús. kr.: 36669, umboð Vest
urver.
100 þús. kr.: 29248, umboð Vest
urver.
50 þús. kr.: 43368, umboð Grett
isgata 26.
10 þús. kr. hlutu:
5095 15892 18319 18726 20589
26785 33052 41010 55379 58213
61345
5 þús. kr. hlutu:
1165 2347 4965 6301 8390
10517 10755 12693 12872 14505
20594 21282 30505 35780 38258
39411 41927 43097 46572 48117
50065 54311 54523 58903 63340
64154
(Birt án ábyrgðar)
megi að samkomulagi um
þetta mál, án þess, að það leiði
til tapreksturs .... Allende
hefði þjóðnýtt fyrirtækin“.
Margir í Chile hafa látið í
ljós ótta um, að Frei, sem er
hlýnntur allþjóðlegu samstarfi
á breiðum grundvelli, muni
taka upp stjórnmálasamskipti
við Sovétríkin, og önnur
kommúnistaríki, og að slík
samskipti geti haft illt i för
með sér. Ungverjaland, Tékkó
slóvakía og Pólland hafa þeg-
ar sent verzlunarsendinefndir
til Chile.
Ótti manna mun einkum sá,
að Sovétríkin myndu, nema
starfsemi sendiráðs þeirra
væri takmörkuð, koma upp
víðtæku njósnaneti og nota
sendiráðið að auki til undir-
róðursstarfsemi.
Sjálfur segir Frei, að hann
muni halda upþi hefðbundn-
um tengslum við Bandaríkin,
og segist hann vonast til, að
þar muni vel til takast, a.m.k.
í stjórnartíð Johnsons, forseta.
„Sérstaklega vona ég“, sagði
Frei“, að þessi samvinna muni
verða í anda frelsis og gagn-
kvæms skilnings á framtíð
Chile. Ég hef þá trú, að þessa
samvinnu megi fullkomna,
bæði á sviði efnahags- og
stjórnmála.
Ég er vongóður um þetta,
vegna þess, að ég trúi því, að
andi Kennedys, forseta, muni
ráða i samskiptum milli Banda
ríkjanna og S-Ameríku —
andi virðingar fyrir því, sem
ólíkt er með þjóðum okkar, og
þeím atriðum í alþjóðasam-
skiptum, sem lagfæra þarf,
svo að hægt sé að auka á efna-
hagslegan vöxt“.
Mikill viðbúnaður var við-
hafður í Chile fyrir kosning-
arnar, meðan á þeim stóð, og
fyrst á eftir. Er úrslit urðu
kunn, og Frei kom í fyrsta
sinn opinberléga fram, til að
lýsa stefnu sinni, og þvi, að
hann myndi gegna embætti af
beztu getu, þá hrópuðu and-
stæðingar hans: „Byltingu,
byltingu".
Hermenn voru alls staðar á
verði, herflugvélar á lofti, og
lögreglumenn reiðubúnir. —
Ekki kom til óeirða, og hefur
ekki enn.
Þannig fór um fjórða fram-
boð Allende og fylgismanna
hans í forsetakosningunum, en
þetta er í fjórða skipti, sem
hann bíður lægri hlut, og e.t.v.
í siðasta skiptið, sem hann
býður sig fram .
Alþjóðasam-
band blaða-
manna áfellist
st jórn S-Kóreu
Zúrich, Sviss, 6. sept. AP.
Aliþjóðasamiband blaðamanna
(IPI), hefur beint þeim tilmæl-
um til stjórnar Suður-Kóreu, að
hún komi aftur á fullu prent-
frelsi í landinu og lýsir áhyggj-
um sínum vegna laga þeirra er
nýverið voru sett og takmarka
mjög prentfrelsi.
Bendir sambandið á, að slíkt
tíðkast ekki nema í einræðis-
löndum og skorar á Ghung-Hee
Park, forseta, að afnema lög
þessi og taka upp lýðræðislega
háttu.
LeiÓrétting
1 FRÉTT af banaslysinu á
Grenivík í sunnudagsblaði mis-
ritaðist ruifn Súiurvins Guðlaugs
sonar.
AKUREYRI, 7. sept. — Sjóstanga
veiðimótinu, sem Sjóstangaveiði-
félag Akureyrar gekkst fyrir um
helgina, lauk í gærkvöldi með
hófi í Sjálfstæðishúsinu á Akur-
eyri. Ólí Friðbjörnsson lýsti úr-
slitum mótsins og formaður fé-
lagsins, Steindór Steindórsson, af
henti verðlaun og sleit mótinu.
Þátttakendur voru 25, 18 frá
Akureyri og nágrenni og 7 frá
Reykjavík, þar af 1 kona. Verður
var gott á laugardaginn, en norð-
an 5 vindstig og þungur sjór á
sunnudag. Þrátt fyrir það
skemmtu veiðimennirnir sér hið
bezta og létu vel af mótinu og
framkvæmd þess. Aðalveiðisvæð-
ið var á utanverðum Eyjafirði,
einkum í námunda við Hrísey.
Farið var á 7 bátum frá Dalvík,
Hrísey og Litla-Árskógssandi.
AUs öfluðust 2922,055 kg, og
var aflasælasti báturinn Eyrún
frá Hrísey, skipstjóri Jóhann
Jónasson, 724,860 kg. Hlaut hann
að verðlaunum bikar, sem gefinn
var af Sjóvá-umboði Kristjáns P.
Guðmundssonar, Akureyri.
Aflasælasta sveit mótsins varð
t
Italíuforseti
á batavegi
Róm, 5. september, AP.
ANTONIO SEGNI, ítalíufor-
seti, er nú sagður á góðum bata-
vegi, að sögn forsetaskrifstof-
unnar ítölsku. Hefur forsetinn
verið hitalaus í tæpa viku oig
fór á fætur um helgina.
Forsetinn fékk, svo sem kunn-
ugt er heilablóðfall fyrir mán-
uði, 7. ágúst, og var þá mjög
hætt kominn. Var hann um
tíma lamaður og mátti ekki
mæla og var margsinnis óttast
um líf hans.
sveit Jóhannesar Kristjánssonar,
dró alls 681,5 kg. í henni voru
auk Jóhannesar Ásgeir Kristjáns-
son, Eiríkur Stefánsson og Rafn
Magnússon. Sveitin hreppti að
verðlaunum Sportstyttuna, sem
gefin var af Sport hf í Reykja-
vík. Önnur varð sveit Steindórs
Steindórssonar með 545,7 kg.
Jóhannes dró einnig flesta
fiska og mestan samanlagðan
þunga allra einstaklinga, 297
fiska (213 + 84), sem vógu 321,2
kg. Fyrir það hlaut Jóhannes
Björgvinsbikarinn, gefinn af Páli
A. Pálssyni, skipstjóra. Annar
varð Halldór Snorrason með 172
fiska, sem vógu 232,6 kg, og
þriðji Matthías Einarsson með
186 fiska og 192,4 kg.
Stærsta þorskinn, sem jafn-
framt var þyngsti fiskur, sem
veiddist á mótinu, dró Halldór
Snorrason (10,4 kg), stærstu ýs-
una Matthias Einarsson (1,90 kg),
stærsta ufsann Hákon Johanns-
son (0,825 kg) og stærstu keii-
una Óli Friðbjörnsson (5,7 kg).
Eini kvenþátttakandi mótsins,
Edda Þórs, fékk bikar, sem Sjó-
stangaveiðifélag Akureyrar gaf,
og þar að auki dynjandi lófa-
klapp viðstaddra.
— Sv. P.
Leiðréttivig
SL. SUNNUDAG slæddist
siæm prentvilla inn i íorustu-
grein blaðsins við prófarkalest-
ui. Þar stóð, að dómsmálaráð-
herra hefði 1960 falið Valdimsir
Björnsson núverandi sakadóm-
ara, að undirbúa tillögur og gera
áætlanir um að koma fangelsis-
niálum landsins í nútíma horf.
Hér átti vitaskuld að standa
Valdimar Stefánsson, þáverandi
sakadómari. Eru hlutaðeigendur
* beðnir afsökunar á þessari villu
I... .................... ......... «... .......... .. . M..MM.M. ...... ............ ............. ...... ....... 1.11.11