Morgunblaðið - 17.09.1964, Side 3
Fimmtudagur 17. sept. 1964
MORGUNBLAÐIÐ
3
„ÞAÐ er ös um þig, Gunn-
vör mín,“ sagði Kristbjörg
Kjeld, þegar blaðamenn þustu
inn í búningsherbergi þeirra
í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi
í leit að „litlu leikkonunni“.
Hún heitir Gunnvör Braga
Einarsdóttir, 13 ára gömul, og
leikur aðalrlutverkið í
„Kraftaverkinu“, sem frum-
sýnt verður næstkomandi
sunnudagskvöld. Eins og
kunnugt er er leikritið byggt
á ævisögu bandarísku skáld-
konunnar, Helen Keller, sem
bæði var blind og heyrnar-
laus. Leikritið tekur til með-
ferðar æskuár skáldkonunnar
og baráttu kennslukonu henn
ar, Annie Sullivan (leikin af
Kristbjörgu Kjeld) við að
kenna henni mannasiði og hag
nýt fræði.
Við fengum fimm mínútur
til að spjalla við Gunnvöru.
Hún var nýkomin af sviðinu,
sveitt og rjóð eftir geysihörð
átök við kennslukonuna.
Gunnvör er fremur lág vexti
með sítt, dökkt hár og skær
augu, sem ljómuðu af áhuga.
Hún var í klossum, blúndu-
buxum og stykkjóttum kjóL
Gunnvör Braga Björnsdóttir
Fimm mínútna samtal við
leikkonu í blúndubuxum,
sem „debúterar64 n.k. sunnudag
„Hvenær fékkstu leik-bak-
teríuna?“ spurðum við hana
um leið og hún settist.
„Ég veit það ekki,“ anzaði
hún. „Mamma mín hefur sett
á svið nokkur leikrit í Kópa-
vogi og fylgdist ég stundum
með henni, en ég var þá þegar
búin að fá bakteríuna.“
Foreldrar Gunnvarar eru
Gunnvör Braga Sigurðardóttir
Einarssonar, prests og skálds
í Holti, og Björn Einarssorr,
tæknifræðingur, Meltröð 8
í Kópavogi. Hún er yngsta
leikkonan, sem hlotið hefur
stórhlutverk í Þjóðleikhúsinu
til þessa dags.
Gunnvör sagði okkur nú, að
hún hefði leikið smávegis í
skólaleikritum, og eftir jól í
fyrra lék hún í barnaleikrit-
inu „Húsið í skóginum“, sem
Leikfélag Kópavogs sýndi.
„En hvernig stóð á því að
þú fékkst þetta hlutverk?“
„Ég veit það ekki,“ svaraði
Gunnvör. „Klemens hringdi
einn daginn og svo var ég
prófuð. Við vorum víst sex
sem til greina komum í hlut-
verkið."
„Vissirðu eitthvað um leik-
ritið?“
„Ja, ég vissi hver Helen
Keller var, en síðan ekki sög-
una meir.‘
„Og hvernig kanntu svo við
þig á leiksviðinu?“
„Alveg skínandi, það er
miklu skemmtilegra en ég
þorði að gera mér í hugar-
lund. Og . mér þykir meira
gaman að leika seinni hlutann
en þann fyrri“.
„Þú segir ekki orð í leik-
ritinu, er það?“
„Jú, seinast í leikritinu segi
ég „va-va“, sem á að þýða
vatn“.
„Ertu að hugsa um að fara
í leikskóla þegar þú hefur ald
ur til?“
„Já, það ætla ég að gera.
En fyrst ætla jg að fara í
menntaskólann og ljúka við
hann“.
„Geturðu ekki stundað leik
nám samtímis honum?“
„Sjálfsagt gæti ég það, en
ég vil heldur snúa mér að
einu í einu“.
„Áttu engin áhugamál önn-
ur en leiklistina?"
„Nei, engin önnur. Ég er
hvorki í íþróttum né öðru
þess háttar .... jú, jú, ég leik
mér að sjálfsögðu með vin-
konum mínum, en ég hef fyrst
og fremst áhuga á því að leika
í augnablikinu ..."
Fimm mínúturnar voru liðn
að og Gunnvör Braga sneri
sér að næsta blaðamanni.
„Kraftaverkið** er fyrsta
leikritið, sem Þjóðleikhúsið
sýnir á þessu leikári. Leik-
stjóri er Klemens Jónsson og
leikendur, auk Kristbjargar
og Gunnvarar eru: Valur
Gíslason og Helga Valtýsdótt
ir, sem leika foreldra Helenar,
Ævar Kvaran (kennarinn),
Arndís Björnsdóttir (föður-
systirin), Emilía Jónasdóttir
(negra-þjónustustúlka), Árni
Tryggvason (læknirinn) og
Arnar Jónsson (bróðirinn). —
Jónas Kristjánsson, magister,
þýddi leikritið, Gunnar
Bjamason gerði leiktjöld.
Áformgð var að frumsýna
leikritið n.k. laugardag, en
Gunnvör Braga veiktist snögg
lega af inflúensu í síðustu
viku og varð að fresta frum-
sýningunni um einn dag.
Söguferð til Brighton
BÍÐASTLIÐIÐ vor bauð Flugfé-
lag íslands í samvinnu við ferða
málaráð Brighton nokkrum
fréttamönnum blaða og útvarps
uð heimsækja þennan góðkunna
vumardvalarstað á hinni sólriku
vuðurströnd Bretlands. Eftir
heimkomu islenzku fréttamann-
anna var mikið skrifað um Brigh
ton í islenzk blöð, sem vakti á-
ruga manna á því að eyða nokkr
um frídögum á stað, sem ekki
var svo ýkja fjarri heimahögun-
um.
Ferðaskrifstofan Saga varð
strax vör við áhuga á ferðum
til Brighton, enda hefur margt
manna farið þangað á hennar
vegum og dvalið þar í bezta yfir
læti í sumarleyfinu. Ferðaskrif-
Umferðarkennsla
fyrir ungt hjól-
reiðafólk
BUMARSTARFSNEFND Lang-
holtssafnaðar gekkst fyrir nám-
•keiði fyrir börn í umferðar-
kennslu í vor. Það mæltist mjög
vel fyrir og þátttakendur skiptu
hundruðum.
Nú hefur nefndin ákveðið að
efna til annars námskeiðs í um-
ferðarreglum og hjólreiðum ein-
göngu handa aldursflokknum
10—12 ára, áður en aðalumferð-
in í skólana hefst og hættur auk-
*st með haustinu.
Þetta námskeið hefst n.k. laug
ardag kl. 2 við Vogaskólann. Þar
koma kexmarar og nemendur
námskeiðsins saman. Aðalleið-
beinandi verður eins og í vor
Sigurður E. Ágústsson lögreglu-
þjónn. Slysavarnarfélagið annast
ýmsan kostnað, en framkvæmdir
og skipulagning eru á vegum
Sumarstarfsnefndar kirkjunnar,
eins og áður er sagt. En formað-
ur hennar er Kristján Erlends-
son, trésmiður.
í sumar hefur nefndin gengizt
fyrir skemmtiferðum fyrst með
æskulýðsfélaginu og þá með
eldra fólk, svo berjaferð fyrir
börn og síðast Þórsmerkurferð
með almennri þátttöku, ennfrem-
ur starfaði nefndin að undirbún-
ingi fjölbreyttrar dagskrár á
kirkjudegi safnaðarins, og ætlar
nú að efna til almennrar
skemmtisamkomu síðustu helgi
í september.
Árelíus Níelsson.
stofan Saga hefur nú ákveðið að
efna til ferðar til Brighton 22.
september fyrir þá, sem ekki
hafa enn haft tækifæri til þess
að taka sér frí og skreppa utan
í sumar. Flogið verður með flug-
vél frá Flugfélagi íslands beint
til London, en þaðan verður ekið
frá flugvellinum í sérstökum bíl
suður til Brighton. Dvalið verð-
ur á hóteli við ströndina í eina
viku. Verði hefur verið stillt
mjög.í hóf, og kostar ferðin að-
eins kr. 7.750,00, en innifalið í
verðinu eru flugferðir til og frá
London, bílferðir til að frá Brigh
ton og gisting á hóteli ásamt öll-
um máltíðum í viku.
Enda þótt tugir þúsunda er-
lendra ferðamanna heimsæki
Brighton á ári hverju, þá má
segja að íslendingar séu þar vin
sælir og miklir aufúsugestir. Sem
dæmi má geta þess, að ferðamála
ráð borgarinnar og borgarstjór-
inn munu hafa sérstakt boð inni
fyrir íslenzka ferðamannahóp-
inn, sem gistir Brighton í næstu
viku. Auk þess mun hópnum
verða boðið að sjá það markverð
asta í borginni með leiðsögn
kunnugs fylgdarmanns.
Ira badstrondiniu i Brigliton
STAKSTEINAR
Varhugaveró viðskipti
í austurátt
„Alþýðublaðið“ segir svo m.a.
í forystugrein í gær:
Núverandi ríkisstjóm hefur ^
fylgt þeirri stefnu að halda við
heilbrigðum viðskiptum við So- _
vétríkin. Hins vegar hafa komatn-
únistar ávallt reynt að blanda
þessu máli inn í pólitík, eins og
þeir gera nú. Þeir ráðast á aðrar
viðskiptaþjóðir okkar og halda
fram, að þær vilja koma íslenzka
lýðveldinu á kné til að geta haft
ráð þess í hendi sér. Einnig
reyna kommúnistar að nota
Sovétviðskiptin til að komast í
ríkisstjórn hér á landi, enda var
Pravda varla búið að birta til-
kynninguna um Bresnev-fund-
inn, þegar Þjóðviljinn lýsti því
með fögrum orðum í ritstjómar-
grein, að viðskipti við Sovétrík-
in hefðu eiginlega aldrei tekizt,
nema þegar kommúnistar sátu í
ráðherrastólum!
Tvær varhugaverðar hliðar '•
eru ávallt á viðskiptum við Sovét
ríkin. Önnur er sú, að kommún-
isminn liggur undir harðri gagn-
rýni fyrir að nota milliríkjavið-
skipti sem pólitLskt vopn, og em
til mörg dæmi þess ófögur. Hin
er þess eðlis, að Rússar bjóða
smærri þjóðum aðeins vöra-
skipti, þótt þeir geti greitt gull
fyrir hveiti og aðrar nauðsynjar,
þegar þeim sýnist.
Það spillir fyrir eðlilegum við-
skiptum íslands og Sovétríkj-
anna, að kommúnistar hér á
landi nota þau svo mjög í flokka-
baráttu og ætla nú sýnilega að
bjarga sér á þeim eins og flot-
holti gegnum klofning og óáran
innan flokksins og einangrun í
landsmálum.
íslendingar vilja verzla með
afurðir sínar og tryggja nauð-'
synlega aðdrætti. En þeir vilja
ekki verzla með sjálfsforræði
sitt eða blanda erlendum við-
skiptum í innanlandsmál. Þessu
gleyma kommúnistar, þegar
Sovétrikin eiga í hlut.
Einkennileg synjun
Eins og fram kemur í frétt I
Mbl. í dag, neitaði Framleiðslu-
ráð landbúnaðarins hinu ný-
stofnaða kaupfélagi Ámesinga á
Selfossi, Kaupfélaginu Höfn, um
slátrunarleyfi í haust. Kaupfélag
ið Höfn, sem mun telja íim 300
félagsmenn, keypti, eins og
kunnugt er, allar eignir S. Ó.
Ólafssonar & Co., þ.á.m. slátur-
hús og frystihús í fullkomnu
lagi, enda fékk fyrmefnd verzl-
un alltaf slátrunarleyfi möglun-
arlaust. Nú átti hins vegar að
níðast á hinu nýstofnaða sam-
vinnufélagi og veita því minni
rétt en kaupmaðurinn hafði áður.
Af þessum sökum varð að gefa
út bráðabirgðalög, og segir svo
í forsendum þeirra, „að Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins hafl
synjað nýstofnuðu samvinnufé-
lagi, sem eignazt hefur og tekið w
við rekstri sláturhúss, leyfis til
slátrunar, þótt fyrri eigandi hafi
haft leyfi til slíkrar starfsemL
Að þessu leyti nýtur samvinnu-
félag ekki sama réttar og kaup-
maður í sömu aðstöðu, jafnvet
þótt félagsmenn skipti hundruð-
um“.
Hver ástæða skyldi hafa legið
að baki synjunarinnar?