Morgunblaðið - 17.09.1964, Qupperneq 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. sept. 1964
Kommúnistaleiðtogi á banabeði léttir á sér
99
Erfðaskrá“ Togliatti birt í Pravda eftir
árangurslausa stöðvunartilraun
Birtist svo daginn eftir í „Þjóðviljanum46
MOSKVUBLAÐIÐ Pravda
birti 10. þ. m. minnisblöð
italska kommúnistaleiðtogans
Palmiro Xogliatti, sem lézt
nýlega í Jalta rúmlega sjö-
tugur að aldri. Minnisblöð
þessi eru talin stjómmálaleg
erfðaskrá Togliattis, sem í
áratugi hefur verið valda-
mesti kommúnistaleiðtoginn
á Vesturlöndum.
I minnisblöðunum kemur
fram mikil gagnrýni á stefnu
kommúnista, einkum Peking-
stjórnarinnar ^em hann vísar
á bug. Hann gagnrýnir einnig
tilraunir Moskvustjórnarinn-
ar til þess að kalla saman
heimsfund kommúnista til upp
gjörs við Peking og telur
þurfa miklu meiri undirbún-
ing undir fundarhaldið. Hann
segir það ekki duga, að varpa
allri sök af harðstjóm komm-
únismans á Stalín- Leita
verði orsakanna að upptökum
persónudýrkunarinnar og af-
leiðingum hennar. I*á þurfi
meira tjáningarfrelsi innan
kommúnismans og meira
sjálfstæði kommúnistaflokk-
anna.
Það er athyglisvert skref,
sem stigið hefur verið í
Moskvu með birtingu minnis-
blaðanna, þrátt fyrir gagn-
rýni á stefnu rússneska
kommúnistaflokksins. Er
þetta í fyrsta skipti, sem slík
gagnrýni kemur fyrir augu
rússneskra blaðalesenda, en
Pravda kemur út í 6 milljón
eintökum. -
Stjórnmálafréttaritarar í
Moskvu telja, að tvennt hafi
valdið því, að Pravda birti
minnisblöðin. í fyrsta lagi
hefði það orðið mikill álits-
hnekkir fyrir rússneska
kommúnistaflokkinn, ef hann
hefði hindrað birtinguna en
minnisblöðin höfðu skömmu
áður birzt í kommúnistablöð-
um á Ítalíu. í öðru lagi er tal-
ið, að hér sé verið að sýna kín
verskum kommúnistum, að
rússneska flokknum sé alvará,
þegar hann hefur hvatt til
umræðna um randamál
kommúnismans.
„Þjóðviljinn“ blað komm-
únista hér á landi birti minn-
isblöðin fyrir helgi og sama
hafa kommúnistablöð um
heim allan gert
Á sama tíma og kommún-
istaflokkar Vestur-Evrópu
krefjast aukins sjálfstæðis
frá Moskvu, þá vinna ís-
lenzkir kommúnistaleiðtogar
hollustueiða austur í Moskvu.
Árangurslaus
stöðvunartilraun
Palmiro Togliatti var
fæddur árið 1893. Hann stofn-
aði ítalska kommúnistaflokk-
inn árið 1919, en flokkurinn
hefur frá styrjaldarlokum
verið stærsti kommúnista-
flokkur vestan járntjaldsins.
Togliatti var ráðamestur
kommúnistaleiðtogi á Vestur-
löndum og mikill vinur Stal-
ins og annarra valdamanna í
Rússlandi. Hann var búsettur
í Sovétríkjunum í mörg ár.
Togliatti fylgdi Krúsjev að
málum, þegar hann afhjúp-
aði Stalín og fyrir nokkrum
árum fór mjög að bera á efa-
semdum hans á ýmsum bar-
áttuaðferðum og markmiðum
kommúnista og var hann af
mörgum talinn leiðtogi þeirra
kommúnista, sem höfðu í
frammi sjálfstæðistilhneig-ing-
ar eftir fall Stalins.
Minnisblöðin ritaði hann
í Jalta við Svartahaf í Rúss-
landi skömmu áður en hann
lézt úr heilablóðfalli. Þessi
stjórnmálalega erfðaskrá er
4500 orð að lengd og mun
upphaflega ekki hafa verið
ætluð til birtingar. Togliatti
mun síðar hafa fengið eftir-
mann sinn á Ítalíu, Luigi
Longo til þess að sjá um birt-
ingu. Reyndi sérstakur sendi-
maður Krúsjevs, Leonid
Brezhnev, árangurslaust að
fá Longo til þess að falla frá
birtingunni.
Minnisblöðin birtust fyrst
í aðalblaði kommúnista á
Ítalíu, L‘Unita, er birtust í
heilu lagi í Pravda hinn 10.
þ.m. Þann dag verður birting
minnisblaðanna því „stefna"
þeirra kommúnistablaða, sem
fylgja rússneska flokknum
að málum, en ekki upp-
reisnartilraun gegn honum.
Daginn eftir eða 11. þ.m. hefst
síðan birting minnisblaðanna
í „Þjóðviljanum“. Hafa þau
verið birt þar í heild sinni.
Minnisblöðin bera þess
merki, að þau eru rituð af
sanntrúuðum kommúnista af
gamla skólanum. Það er einn-
ig einkennandi, að þau höfða
til flokksbundinna kommún-
ista, enda fjalla þau fyrst og
fremst um vandamál þeirra.
Þar kemur engu að síður
fram margt forvitnilegt og
nytsamt til skilnings á þeim
plágum, sem nú herja komm-
únismann. Það sem hér verð-
ur tekið upp orðrétt úr minnis
blöðum Togliattis er eftir
þýðingu „Þjóðviljans".
Ýtir undir brot gegn
flokksaganum
Togliatti fjallar fyrst um
aðferðir til þess að hrekja
kenningar Kínverja. Gagn-
rýnir hann mjög tilraunir
ráðamanna í Sovétríkjunum
til þess að boða til heims-
fundar kommúnista um deil-
urnar. Telur hann slíkan fund
til þess fallinn að auka klofn-
ing í hinum einstöku komm-
únistaflokkum.
Um þetta atriði sagir hann:
„f þessu sam’bandi þykir
mér athyglisverð reynsla
okkar flokks. Við höfum í
flokknum * og útjöðrum
hans nokkra félaga og
fylgjendur sem hallast að
skoðunum Kínverja og
halda uppi vörnum fyrir
þá. Við höfum orðið að
víkja einstaka félaga úr
flokknum sem gerzt hafði
sekur um klofningsstarf-
semi og brotið gegn flokks
aganum. En meginstefnan
hefur verið sú að halda
upp í öllum deildum flokks
ins stöðugum umræðum
um öll þau atriði sem á-
greiningur er um við Kín-
verja. Beztur árangur hef-
ur jafnan fenigizt, þegar
við höfum látið hin al-
mennu atriði ligigja milli
• hluta (eðlf heimsvalda-
stefnunnar og ríkisvaldsin?
hreyfiöfl byltingarinnar
o.s.frv.) en höfum tekið
fyrir ákveðin mál sem
snerta daglega baráttu okk
ar (andstöðuna gegn stjórn
Palmiro Togliatti, ítalskl
kommúnistaleiðtoginn og vin-
ur Stalíns, sem leisti frá
skjóðunni á banabeði sinu
austur í RússlandL
inni, gagnrýni á sósíalista-
flokkinn, eininguna í verka
lýtðshreyfingunni, verk-
föll o.s.frv.). Gagnvart
þessum atriðum' eru rök-
deilur Kínverja gersam-
lega máttlausar og út í
hött“.
Klofningurinn gæti orðið
alger
Þessu næst ræðir Togliatti
nokkuð um horfurnar í al-
þjóðamálum og segir, að haiga
verði "baráttunni gegn Kín-
verjum með það í huga. Þá
tekur hann fyrir þróunina í
samtökum kommúnista. Varar
hann við bjartsýni og segir,
að kommúnistaflokknum
hafi ekki tekizt að framkvæma
raunhæfar pólítískar aðgerð-
ir utan kommúnistaríkjanna.
Það sé nauðsynlegt að rjúfa
þá einangrun og taka virkari
þátt í stjórnmála og félags-
legri baráttu landanna.
Síðan segir hann:
„Það er einnig af þessari
ástæðu að við höfum jafn-
an verið og erum enn
mjög vantrúaðir á gagn-
semi alþjóðaráðstefnu,
enda þótt við höfum ævin-
leiga talið sjónarmið Kín-
verja röng og hættuleg, ef
slík ráðstefna væri ein-
göngu eða aðallega haldin
til að fordæma þessi sjón-
armið eða berjast gegn
þeim, og það einmitt vegna
þess að við höfum óttazt
oig óttumst enn að á þenn-
an hátt verði kommúnista-
flokkar auðvaldslandanna
hraktir í öfuga átt við þá
sem við teljum nauðsyn-
lega, svo að þeir lamist af
innbyrðis deilum, sem eru
í eðli sínu einvörð-
ungu hugmyndafræðilegar,
fjarri öllum raunveru-
leika. Hættan yrði sér-
lega mikil ef afleiðing-
in yrði yfirlýstur klofning-
ur hreyfingarinnar með
myndun alþjóðlegrar mið-
stöðvar í Kína sem myndi
stofna sínar „deildir" í
öllum löndum. Allir flokk-
arnir og þó einkum þeir
sem veikastir eru myndu
verða að eyða miklum
hluta starfs síns í deilur
og baráttu gegn þessum
svonefndu „deildum“ í nýju
„Alþjóðasam'bandi“. Þetta
myndi draga úr baráttu-
kjarki fjöldans og torvelda
rnjög alla framþróun hreyf
ingar okkar. Það er rétt, að
klofningstilrauna Kín-
verja gætir þegar mjög í
nærri öllum löndum, en
nauðsynlegt er að koma í
veg fyrir að fjöldi þessara
tilrauna hafi í för með sér
eðlisbreytinigu, eða megind
verði að eigind, þ.e. að
klofningurinn verði alger“.
Einbeittni og klókindi
í verkalýðsmálum
Þá ræðir Togliatti þróun-
ina í efnahagsmálum í „auð-
valdslöndunum“ og minnir á
aukna heildarstjórn og áætl-
ana*gerð. Það sé nauðsynlegt
fyrir kommúnistaflokkana að
leggja sjálfir fram sínar eigin
tillögur, því að slíkt pólí-
tískt frumkvæði geti aukið
mj ög fylgi kommúnista i
þeim félagshópum, sem enn
hafi ekki gengið til liðs við
kommúnismann.
Um verkalýðsbaráttuna
segir hann síðan:
„Eftir því sem áætlunar-
gerð og heildarstjórn auð-
valdsins á atvinnulífinu
færist í vöxt versnar að-
staða verkalýðsfélaganna.
Verulegur þáttur í heild-
arstjórninni er nefnilega
hin svonefnda „tekjupóli-
tík“, sem felur í sér marg-
þættar aðgerðir í því skyni
að hindra frjálsa kaup-
gjalds'baráttu; kaupgjald-
inu er haldið í skefjum
með eftirliti að ofan og
bannaðar allar kauphækk-
anir sem fara fram úr
vissu marki. Þetta er póli-
tík sem er dæmd til að
mistakast (í því sámbandi
er athyglisvert dæmið frá
Hollandi), en því aðeins
mistekst hún að verka-
lýðsfélögin kunni að haga
baráttu sinni af einbeittni
og klókindum og tengi
kjarabótakröfur sinar
kröfunni um efnahagsleg-
ar umlbætur oig áætlun um
efnahagsþróun sem sé í
samræmi við hagsmuni
verkamanna og millistétt-
arinnar.
En verkalýðsfélögin geta
ekki lengur, eins og nú er
ástatt á vesturlöndum, háð
baráttu sína einvörðungu
í hverju landi fyrir sig.
Baráttuna verður einnig
að heyja á fleiri þjóða
vettvangi, með sameigin-
legum kröfum og aðgerð-
um. Og hér er ein alvar-
legasta veilan í hreyfingu
okkar. Hin alþjóðlegu
verkalýðssamtök okkar
(WFTU) láta sér nægja
almenna áróðursstarf-
Guðleysisáróðurinn óhæfur
Togliatti heldur áfram að
ræða vandamál og baráttu-
aðferðir kommúnista í bong-
aralegu þjóðfélagi. Fyrst ræð-
ir hann viðhorfið til trúar-
bragða og einkum kaþólsku
kirkjunnar. Segir hann mikla
möguleika á því að efla
vinstri hreyfingu innan kirkj-
unnar, og segir síðan:
„í því skyni er hinn gamli
guðleysisáróður gersamlega
óhæfur“.
Síðan segir:
„Við verður að taka
öðrum tökum en áður .
sjálft vandamál trúarvit-
undarinnar, eðli hennar og
rætur í fjöldanum, ef við
ætlum okkur að eiga að-
gang að hinni kaþólsku
alþýðu og viljum að hún
skilji okkur. Gerum við
það ekki, verður hin „út-
rétta hönd“ okkar til ka-
þólskra túlkuð sem einber
hentisemi, ef þá ekki sem
hræsni“.
Er hægrt að taka völdin
í borgaralegu þjóðfélagi?
Togliatti verður síðan tíð-
rætt um „friðsamlega leið til
sósíalismans" og fjallar um
nauðsyn þess að aðhæfa starf
'kommúnista stofnunum hins
borgaralaga þjóðfélags. Um
það atriði segir hann m.a.:
„Þegar við hugleiðum
og ákveðum stefnu okkar
í heild höfum við að leið-
arhnoða og höfum ævin-
lega talið að við ættum að
hafa niðurstöður 20. þings-
ins. En í dag þarf að fjalla
að nýju einnig um þessar
niðurstöður og draiga af
þeim nýjar ályktanir. Til
dæmis má nefna að frekari
athugun á kenningunni
um að hægt sé að fara frið
samlega leið til sósísalis-
máns knýr okkur til að
skilgreina nánar hvað við
eigum við með lýðræði í
borgaralegu þjóðfélagi,
hverniig færa megi út kvíar
frjálsræðisins og lýðræðis-
stofnanna og hvernig sé
heppilegast að haga aðild
hins vinnandi f jölda ’ að
efnahags- og stjórnmála-
lífinu. Þarna kemur upp
spurningin um hvort
Framliald á bls. 15