Morgunblaðið - 17.09.1964, Blaðsíða 24
} J’*7A'l7AS£r
| SAUMAVÉLAR
%HekÍB LAUGAVEGI
*>ri0wtiMíJíí>ili
217. tbl. — Fimmtudagur 17. september 1964
E LE KTROLDX UMBOÐIÐ
ÍAUOAVtGI S9 ifml 21800
60 jbús-
und kall
AKRANESI. 16. sept.
Tvo þreklega og myndarlega
bræður hitti ég í dag, sem voru
nýkomnir að ’austan frá Eskifirði,
sem eitt sinn var öndvegisbær á
Austfjörðum og lifir nú í endur-
nýingu lífdaganna, eins og fleiri
staðir austur þar. Þeir unnu í
síld á plani, a.m.k. 10 klst. á
dag að jafnaði og dvöldust þar
í rúma tvo mánuði. Sextíu þús-
und krónur fékk hvor þeirra í
kaup fyrir tímann. — Oddur.
4 Liisiferar
í Eyjum
ÞORSTEINN Víglundsson í
Vestmannaeyjum hringdi til
okkar í gær í sambandi við
frétt blaðsins um kynjáfiskinn
Lusifer, sem fannst 77 sjó-
mílur út af- Dalatanga s.l.
mánudag.
„Við eigum fjóra uppsetta
fiska af þessari tegund í Fiska
safni Eyjabúa. Þeir hafa
veiðzt hér í dragnót á undan-
förnum árum,“ sagði Þor-
steinn. ',,Sá stærsti er 60 sm
að lengd, en sá minnsti 20 sm,
og veiddist hann í sumar."
Þá sagði Þorsteinn að Fiska
safnið ætti fleiri sjaldgæfar
fiskategundir, t. d. væru þar
tveir kólguflekkir. Veiddist
annar þeirra fyrir tveimur ár
um en hinn í sumar.
Fiskanir eru steypti í gips
og uppsettir þannig.
Mikil og tignarleg s|ón
FRÉTTARITARI blaðsins á
Siglufirði, Steingrímur Krist-
insson fór á m.b. Hjalta út að
borgarísjaka, sem var 7—8
sjómílur frá landi, og tók með
fyigjandi myndir af honum.
— Það var mikil og tignar-
leg sjón að sjá þetta ferlíki
gnæfa 20—40 metra hátt yfir
sjávarmál og 100—‘150 m. á
breidd, þar sem jakinn er
breiðastur, segir Steingrímur.
Og þó er þetta sennilega að-
eins 1/9 hlutinn af jakanum,
hitt mun vera neðansjávar.
Hann segir svo frá ferðinni:
— S. 1.' laugardag sá ég
fyrsta borgarísjakann á minni
30 ára ævi, en þá var jakinn
eins og smádepill úti við sjón
deildarhringinn. Á mánudag
var sami jaki staddur út af
Siglufirði, ásamt öðrum minni
1—2 sjómílur utar. Hafði sá
stóri á sunnudag verið á
hraðri ferð austur með land-
inu, þrátt fyrir austan kalda
og sjó, en á mánudag var farið
að hvessa meira og jakinn snú
inn við og hélt í vestur undan
veðrinu, ásamt minni jakan-
um. Sást vel til jakans bæði
á sunnudag og mánudag frá
Siglufjarðarkaupstað. Bar
hann yfir Siglunesið eins og
stór snjóhvít eyja, glæsileg að
sjá. Utan af ströndinni sást
hann betur og var mikil um-
ferð um veginn úteftir. Bílar
fóru með fólk með sjónauka,
sem vildi virða þessa tignar-
legu og sjaldgæfu sjón fyrir
sér. .
Smalað í Dölum
260 þús. kr. sekt
ÍSAFIRÐI, 16. sept.
Bæjarfógetinn á ísafirði, Jó-
hann Gunnar Ólafsson, kvað í
dag upp dóm í máli Birch skip-
stjóra á brezka togaranum
Dragoon frá Fleetwood, sem stað
inn var að ólöglegum veiðum
undan Barða í fyrrinótt. Skip-
stjóri viðurkenndi brot sitt og
var hann dæmdur í 260 þús. kr.
sekt til Landhelgissjóðs og afli
og veiðarfæri gerð upptæk. Skip-
stjóri áfrýjaði dóminum. Eftir að
hafa sett tryggingu fyrir sektar-
fé, fór togarinn héðan síðdegis
í dag. — H. T.
Samúð á Akranesi
AKRANESI, 16. sept.
Hér voru allar búðir lokaðar
í gærdag frá kl. eitt til kl. fjögur
e. hád. og fánar blöktu í hálfa
stöng hvarvetna í bænum, vegna
jarðarfarar Dóru Þórhallsdóttur,
forsetafrúar. — Oddur.
KLUKKAN 10 í gærmorgun rák
ust togararnir Askur frá Reykja
vík og Víkingur frá Akranesi sam
an á miðunum við Austur-Græn-
land. Engin slys urðu á mönnum,
en allverulegar skemmdir urðu á
brú og lunningu á Aski. Nokkur
oliuleki kom að skipinu og dá-
lítill sjóleki, en dælur höfðu vel
undan, þegar Mbl. frétti til sein
ast í gærkvöldi. Vikingur
skemmdist nokkuð á bóginum.
BÚÐARDAL, 16. sept.
Smalað var í Dalahólfi á
Veður var gott.
B.v. Askur hélt þegar áleiðis
til Reykjavíkur á fullri ferð, og
b.v. Víkingur fylgir honum eftir.
Mun allt vera í lagi, hvað öryggi
snertir, á báðum skipunum.
Mbl. hefur frétt, að þegar á-
reksturinn varð, hafi b.v. Askur
verið að toga, en b.v. Vikingur
verið laus.
Skipin eru væntanleg til
Reykjavíkur aðfaranótt föstu-
dags.
mánudag, eða viku fyrr en venju
lega. Gott veður var, og smalað-
ist því vel. Nokkurt magn af
'Mýrafé hafði komizt inn fyrir
girðinguna, og er það allt flutt
í Borgarnes til slátrunar og rann
sóknar. Feikileg ásókn er í girð-
inguna; sækir féð í hana eins og
í tún.
Aftur verður leitað á mánu-
daginn kemur, og leita Mýra-
menn þá einnig sín megin. Verð-
ur það fyrsta leit þeirra á þessu
hausti. Seinna í þeirri viku verð
ur farið í öryggisleitir, svo að
landið verði fyrir vist sauðlaust.
Er svo búizt við, að Suðurdala-
menn fari í fjárkaup um aðra
helgi. Ætla þeir að kaupa líf-
gimbrar í Miðfirði, þ. e. úr Mið-
fjarðarhólfi.
Ekki urðu bændur varir við
neitt grunsamlegt, sem benti til
mæðiveiki. — FréttaritarL
Togarar rekast
á við Grænland
Og nú fór ljósmyndari okk-
ar af stað. Hann leigði sér
mótorbátinn Hjalta SI 12.
Með hann eru svokallaðir
Kambsbræður, Grímur og
Gunnar Helgasynir, sem fyrr
hafa dugað okkur vel, lentu
t.d. í sögulegu ferðalagi á sín
um tíma í hvassviðri við að
koma til okkar myndum af
tunnuverksmiðjubrunanum.
Steingrímur ljósmyndari tók
sem sagt sjóveikitöflu og lagði
í hann. En 7—8 yindstig voru,
talsverður sjór og þar á ofan
kröpp vindbára, og rak veðrið
alla undir þiljur áður en 20
mínútur voru liðnar og ekki
var liðin klukkustund, þegar
Ægi var fómað gómsætum
signum fiski ásamt nýjum
kartöflum. — Eftir hálfs ann
ars tíma siglingu í bansettum
hamagangi, hðggum og velt-
ingi, miður þægilegum fyrir
höfuð, maga og hnjáliði, sló
vélstjórinn á Hjalta, Gunnar
Helgason, af og andæfði, segir
Steingrímur.
Mikið var um smáísrek,
jakar höfðu brotnað úr borgar
ísnum og þurfti að vara sig
á þeim. Ekki var hægt að
„stíga á land”, bæði vegna
sjógangs og brattra hliða jak-
ans. Taldi Grímur Helgason,
skipstjóri ekki ráðlegt að fara
mjög nærri, því ekki er gott
að átta sig á hvort brotið í
kring um jakann stafar af
sogi, sem myndast af grynn-
ingum, t.d. ef sá hluti jakans
sem er neðansjávar, skagar
mikið út undan.
En árangur ferðarinnar sést
á meðfylgjandi myndum, sem
Steingrimur tók af jakanum.
H roffa-árekstur
í Hafnarfirði
Bíllinn kastaðist í Lækinn
KLUKKAN 21.10 á þriðjudags-
kvöld varð hrottalegur árekstur
í Hafnarfirði, þegar unglingar
þverbrutu umferðarreglur og
stórskemmdu tvo bíla. Engin slys
urðu á mönnum.
Áreksturinn varð á blindhorni
á gatnamótum Lækjargötu og
Hverfisgötu við efri brúna. —
Leigubíll úr Hafnarfirði af
Mercedes-Benz-gerð ók suður
Hverfisgötu. Kom þá Moskóvits-
bíll úr Kópavogi, sem unglingar
voru í, akandi niður Lækjar-
götu. Unglingarnir óku allgreitt
og glannalega. Sinntu þeir ekki
stöðvunarmerki, heldur óku á
fullri ferð fyrir blindhornið, sem
þarna er. Segjast þeir hafa verið
á 55 km ferð.
Bílarnir skullu saman af miklu
afli og kastaðist Kópavogsbíllinn
út í lækinn neðan við brúna. —.
Báðir bílarnir skemmdust tölu-
vert og þá sérstaklega leigubíll-
inn. Hefur bílstjóri hans orðið
fyrir tilfinnanlegu tjóni.
Vegir lokost
ÍSAFIRÐI, 16. sept.
Kalsaveður og slydda hefur
verið hér í dag, og snjóað hefur
niður fyrir miðjar hlíðar. Tals-
vert hefur snjóað á Breiðadais-
heiði og Botnsheiði, og eru veg-
irnir þar vart færir öðrum bilum
en jeppum.