Morgunblaðið - 29.09.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.09.1964, Blaðsíða 21
/ Þriðjudagur 29. sept. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 21 H í desember sama ár, tók Os- wald þátt í skotkeppni innan hersins. Skyttunum var skipt í þrjá flokka eftir hæfni og Oswald náði lágmarkinu, sem þurfti til þess að komast í ann- an flokk. H Flestir, sem kynntust Oswald i hernum, segja að hann hafi farið einförum og fundist illt að þurfa að hlýða skipunum. Mestum frítíma sín- um eyddi hann í lestur. Hann var kallaður fyrir rétt, fyrir að hafa í fórum sínum óskráð vopn og í annað skipti fyir að nota óviðeigandi oðbragð við yfirmann sinn. Honum tókst þó xiokkum veginn að sætta sig við agann innan hersins. 1 í 15 mánuði var Oswald með herdeild 'sinni erlendis, lengst af í Japan. Hann kom aftur til Bandaríkjanna í nóvember 1S58. Þá átti hann eftir eitt ár í hernum og því eyddi hann í herstöð í Santa Anna í Kali- fornu. Það ár sýndi hann greini lega áhuga á Sovétrkjunum og lét stundum í ljós mjög rót- tækar skoðanir af mikilli sannfæringu. Þarna tók hann aftur þátt í skotkeppni og stóð 6ig mun verr en í fyrra skiptið. i Nú náði hann aðeins lágmark- inu, sem þurfti til þess að kom- ast í þriðja flokk. Samkvæmt ummælum eins félaga hans í hernum, hafði Oswald ekki mikinn áhuga á að æfa skot- hæfni sína og þess var ekki krafizt af deild hans, að þar væru góðar riffilskyttur. Á þessu síðasta ári sínu í hernum lét Oswald í ljós mikla aðdáun á Fidel Castro og áhuga á að ganga í her Kúbu. Hann reyndi með framkomu sinni að fá félaga sína í hernum til þess að sannfærast um að hann væri menntaður og gáfaður, en mörgum þeirra virtist hugsun hans rista grunnt. Herþjónustu Oswalds lauk 11. september 1959, að ósk hans sjálfs, en raunverulega átti hann að vera nokrkum mán- uðum lengur. Hann baðst lausn ar, kvaðst vera heilsulaus og einnig þurfa að aðstoða móður sína fjárhagslega. Hann hélt heim til Fort Worth,, en var aðeins þrjá daga hjá móður sinni. Síðan hélt hann til New Orleans og sagðist ætla að fá vinnu þar, annað hvort við skipasmíðar eða hjá innflutn- ings og útflutningsfyrirtæki. En þegar til New Orleans kom, pantaði hann far með skipi til Le Havre í Frakklandi. 1 Ljóst var, að Lee Harvey Os- wald hafði um nokkurn tíma haft áhuga á að komast úr landi. Nokkrum vikum áður en hann fór úr hernum hafði hann eótt um og fengið vegabréfsárit un til Sovétríkjanna. Þegar hann sendi umsókn sína kvaðst hann ætla að ferðast til margra landa í Evrópu auk Sovétríkj- anna. í hernum hafði honum tekizt að safna töluverðu fé, lík lega sem svarar 70 þús. ísl. kr. Hann ástundaði mikla sparsemi, að því er virtist í einhverjum ! eérstökum tilgangi. | Tilgangurinn varð brátt kunn < ur. 16. október kom Oswald tneð járnbrautarlest til Moskvu um Finnland, en þar hafði hann tryggt sér 6 daga dvalarleyfi í Sovétríkjunum. Strax við kom una til Moskvu sótti hann um ríkisborgararétt, en að kvöldi 21. okt. var dvalarleyfi hans út runnið og honum var tilkynnt, \ eð hann yrði að yfirgefa Sovét I ríkin. Það kvöld gerði hann til- * raun til sjálfsmorðs í gistihúss- ’ herbergi sínu, skar á púls vinstri handar. Hann var sam- stundis fluttur í sjúkrahús þar Bem hann lá í nokkra daga. Þremur dögum eftir að hann útskrifaðist, 81. okt., sneri hann eér til bandaríska sendiráðsins og tilkynnti, að hann vildi af- ! *ala sér bandarískum ríkisborg ! ararétti og gerast sovézkur borg ! ari. Þegar hann var spurður um ! éstæöuna til þess, svaraði hann: ! «Ég er marxisti“. En aldrei vax i gengið frá formsatriðum vegna 1 afsals hans á ríkisborgararétt- inum. Sovézkan borgararétt fékk hann ekki heldur, en leyfi til þess að dveljast í Sovétrikj- unum með því að sækja árlega um framlengingu dvalarléyfis- ins. Hann var sendur til Minsk, þar sem hann fékk atvinnu í útvarpsverksmiðju sem ófag- lærður verkamaður. í janúar 1961 sótti hann í fyrsta sinn um framlengingu dvalarleyfis- ins og var veitt hún. Nokkrum vikum síðar skrifaði hann bandaríska sendiráðinu í Moskvu og lét í ljós ósk um að snúa aftur heim til Bandaríkj- anna. í marz 1961 kynntist hann 19 ára sovézkri stúlku, Marinu Nikolaevnu Prusakovu, sem var lyfjafræðingur að menntun. Hún var uppalin í Leningrad, en bjó nú hjá frænku sinni í Minsk. Þau gift ust í apríl sama ár. Næstu mán uði skrifaði Oswald bandaríska sendiráðinu og sovézkum yfir- völdum á víxl og bað leyfis að snúa aftur til Bandaríkjanna með konu sína. Bandaríska sendiráðið staðfesti, að Oswald væri enn bandarískur ríkisborg ari og í des. 1961 tilkynntu sovézk yfirvöld Marinu, að þau hjónin myndu fá brottfarar- leyfi. Oswald-hjónunum fædd- ist dóttir í febrúar 1962 og mán uðina eftir fæðingu hennar und irbjuggu þau ferð sína til Banda ríkjanna. Frá Móskvu fóru þau • 1. júní og bandaríska utanríkis- ráðuneytið lánaði þeim fyrir far inu heim. Tveimur vikum síðar komu þau til Fort Worth. I fyrstu bjuggu þau hjá Robert, bróður Oswalds og síðan hjá .móður hans, en í byrjun ágúst fluttu þau í íbúð, sem þau höfðu tekið á leigu. Oswald hafði feng ið vinnu í stálsmiðju um miðj- an júlí. Meðan hann bjó í Fort Worth, áttu fulltrúar sambándslögregl- unnar (FBI) tvisvar viðtal við hann. í skýrslu um fyrra við- talið segir, að hann séhrokafull ur og ófús að ræða ástæðumar til þess að hann fór til Sovét- ríkjanna. Oswald neitaði harð- lega að hann hefði verið flækt- ur í starfsemi sovézku leyniþjón ustunnar og íofaði að tilkynna lögreglunni þegar í stað, ef út- sendarar Sovétríkjanna reyndu að hafa samband við hann. í annað skiptið sem • lögreglu- mennirnir ræddu við Oswald, var hann blíðari á manninn og lofaði aftur að láta vita, ef gerð yrði tilraun til þess að flækja hann í njósnastarfsemi. f byrjun október 1962 flutti Oswald til Dallas. Meðan hjón- in höfðu búið i Fort Worth, höfðu þau kynnst rússnesku- mælandi fólki í nágrenninu, sem aðstoðuðu þau, þegar þau vantaði mat, klæðnað eða eitt- hvað til heimilishaldsins. Flestu fólkinu líkaði illa við Oswald, en hjálpuðu fjölskyldunni af samúð með Marinu og barninu. Þótt Oswald hefði orðið fyrir vonbrigðum með framkvæmd kommúnismans í Sovétríkjun- um, var hann sannfærðari marx isti en nokkru sinni fyrr. Hann sýndi lýðræði fyrirlitningu, einnig kapítalisma og banda- ríska þjóðfélaginu almennt. í febrúar 1963 hitti Oswald frú Ruth Paine á fundi. Hún hafði skilið við mann sinn og bjó með tveimur börnum sínum í Irving, úthverfi Dallas. Vegna áhuga síns á rússnesku og af samúð með Marinu Oswald, sem talaði lítið í ensku, og átti við fj árhagsör ðugleika að etja, heimsótti frú Paine ungu rússnesku stúlkuna oft næstu tvo mánuði. 6. apríl 1963 missti Oswald atvinnu, sem hann hafði haft um nokkurt skeið við ljós- myndafyrirtæki. 10. apríl gerði hann tilraun til þess að myrða Edwin A. Walker hershöfðingja og notaði til þess riffil, sem hann hafði pantað í póstkröfu mánuði áður undir fölsku nafni. Oswald sagði konu sinni frá þessu þegar hún heimtaði skýr- ingu á miða, sem hann hafði skilið eftir með fyrirmælum um hvað hún ætti að gera, ef hann kæmi ekki aftur. Vegna þessa atburðar og fjárhagsörðugleika, sem að steðjuðu, hvatti Marina mann sinn til þess að fara til New Orleans i atvinnúleit. — Hann gerði það í apríllok og Ruth Paine bauð Marinu að búa hjá sér með barnið. Rúmri viku síðar barst bréf frá Oswald þar sem hann sagðist hafa fengið vinnu og Ruth ók Marinu til New Orleans. Meðan Oswald dvaldist þar, lézt hann vera rit ari félagsskapar, sem berðist fyrir því að viðskiptabanninu yrði létt af Kúbu og tekið upp eðlilegt stjórnmálasamband við Castro. Hann sagði, að forseti þessa félagsskapar væri A. J. Hidell, en sá maður hefur aldrei verið til og ekki heldur félags- skapurinn. 9. ágúst var Oswald handtekinn fyrir að dreifa mið um með áróðri hlynntum Castro. Næsta dag, meðan hann var enn í fangelsinu, ræddi hann að eigin ósk við fulltrúa sambandslögreglunnar. Oswald gaf fulltrúanum rangar upplýs- ingar um æviferil sinn og neit- aði að svara, þegar hann var spurður, hvers vegna hann hefði dreift áróðursmiðunum. Næsta hálfa mánuð kom Ös- wald tvisvar fram í útvarpi sem talsmaður áðurnefnds fé-. lagsskapar, sem var hans eigið hugarfóstur. í júlí 1963 missti Oswald vinnluna í kaffiverksmiðjunni í New Orleans. Marina Oswald skrifaðist alltaf á við Ruth Paine og að ósk Marinu sótti Lee Harvey Oswald með riffil- inn, sem hann skaut úr á Kennedy forseta. í beltinu er skammbyssa, sem talið er, að sé sú sama og hann notaði, þegar hann skaut Tippit. Mar- ina Oswald tók þessa mynd af manni sínum vorið 1963. Ruth hana og barnið til New Orleans í septemberlok og fór með mæðgurnar til Irving. Hún bau Marinu, sem átti vor á barni í október, að búa hjá sér þangað til það væri fætt. Os- wald hélt sjálfur áfram atvinnu leitinni og sagðist ætla að fara til Houston. í stað þess að gera það, hélt hann til Mexíkó og kom til Mexíkóborgar 27. sept. Þar heimsótti hann þegar í stað sendiráð Kúbu og Sovétríkj- anna. Hann kvaðst vilja fá leyfi til þess að heimsækja Kúbu á leið til Sovétríkjanna, en Kúbu stjórn vildi ekki veita honum vegabréfsáritun fyrr en hann hefði fengið áritun til Sovétríkj anna. Honum tókst ekki að fá áritunina og 3. október kom hann til Dallas. Ákveðið var að Oswald tæki á leigu herbergi í Dallas og heimsækti fjölskyldu sína um helgar. í eina viku bjó hann í húsi frú Bledsoe, sem síðan sá hann í strætisvagninum skömmu eftir morð Kennedys. 14. október flutti hann í her- bergi við Berkley Avenue, þá sagðist hann heita O.H. Lee. — Tveimur dögum síðar fékk hann vinnu í skólabókagymslunni eft ir tilvísun frú Paine. 20. oktber fæddist Oswald- hjónunum önnur dóttir, Þann mánuð og fram í nóvember heimsótti Oswald fjölskyldu sína um hverja helgi, kom á fostudagskvöldi og fór aftur á mánudagsmorgni með nágranna frú Paine, Frazier að nafni. 15. nóvember dvaldist Oswald yfir helgi í Dallas. Hafði kona hans beðið hann um það, vegna þess að þröngt var í húsi frú Paine, sem átti afmæli þann dag og hafði boðið til sín gestum. — Mánudaginn eftir helgina rifust Oswald og kona hans í síma, ve'gna þess að henni hafði Orð- ið ljóst að hann leigði undir fölsku nafni. Marina Oswald skýrði Warren-nefndinni frá því, að þau hjónin hefðu oft rifizt og Oswald hefði barið hana. Reiðastur varð hann, ef hann varð iþess var að hún reykti, bragðaði áfengi eða not- aði andlitsfarða. 21. nóv. sagði Oswald Frazier, að hann hefði áhuga að komast heim um kvöldið, til ,að sækja gardínustengur til að setja í íbúð í Dallas. Allir urðu undr- andi, þegar Oswald kom heim á fimmtudagskvöldi og frú Paine og Marina héldu, að hann væri leiður vegna rifrildisins á mánudaginn. Hann lét í ljós sáttarvilja, en Marina var enn þá reið. Síðar um kvöldið tók frú Paine eftir því að ljós var í bfl skúrnum við húsið, en þar voru nær allar eigur Oswalds geymd ar. Oswald fór um morguninn án þess að kveðja og skildi gift ingarhring sinn eftir á nátt- borðinu, en það hafði hann aldrei gert fyrr. Peningaveski sitt með rúmurn 7 þús. (ísl. kr.) skildi hann einnig eftir í skúffu. ' Oswald gekk heim til Fraziers með langan böggul undir hend- inni. Þetta var heimagerð- ur bréfpoki iímdur saman með glæru límbandi og honum henti Oswald í aftur sætið, þegar hann steig upp í bifreið Fraziers. Hann sagði ná granna sínum að þetta væru gardínustengur. Um kl. 3 e.h. 22. nóvember kom lögreglumaður heim til frú Paine og spurði Marinu hvort maður hennar ætti riffil. Hún kvað það vera, fór með lög- reglumanninum út í bílskúrinn og - benti honum á upprúllað teppi í einu horninu. Riffillinn hafði verið vafinn inn í teppið og Marina hélt að hann væri þar ennþá, en svo var ekki. Meðan á þessu stóð, var verið að yfirheyra Oswald á lögreglu stöðinni. Rúmlega 100 blaða- menn, ljósmyndarar og sjón- varpsmenn hópuðust saman í forgalnum, sém Oswald var leiddur um á leið úr klefa sín- um til herbergisins þar sem hann var yfirheyrður. Frétta- mennirnir reyndu að ræða við Oswald, er hann gekk framhjá og frá föstudegi til sunnudags- morguns hafði hann farið 16 sinnum um forsalinn. Ringul- reiðin þar og í skrifstofu lög- regluforingjans gerði yfirheyrsl una erfiða. Lögreglumennirnir sögðu Oswald, að honum væri heimilt að leita aðstoðar lög- fræðings. Hann gerði tilraunir til þess og ræddi m.a. við for- mann lögfræðingafélagsins i Dallas, sem bauðst til þess að útvega verjanda. Oswald af- þakkaði og sagðist heldur vilja reyna sjálfur, en á sunnudags- morguninn Var hann ennþá verjandalaus. Klukkan rúmlega 7 að kvöldi föstudagsins 22. nóvember, var Oswald skýrt frá því, að hann væri sakaður um orð á J. D. Tippits, lögreglumanns. Nokk- ur vitni höfðu þekkt Oswald aftur, og þótt ekki hefði farið fram nákvæm rannsókn, var Ijóst, að Tippits gat hafa fallið fyrir byssunni, sem Oswald bar þegar hann var haldtekinn. Oswald var formlega ákærð- ur fyrir morðið á Kennedy Bandaríkjaforseta skömmu eftir hádegi 23. nóv. Klukkan 10 að kvöldi morðdagsins hafði sam- bandslögreglan komizt að þeirri niðurstöðu að riffillinn í bóka- herberginu hafði verið keyptur gegn póstkröfu frá fyrirtæki I Chicago, en það fyrirtæki hafði pantað hann frá New York. Sex klukkustundum síðar skýrði fyrirtækið í Chicago frá því, að A. Hidell hefði keypt riffilinn gegn póstkröfu í marz 1963 og óskað að hann yrði sendur í pósthólf 2915 í Dallas, en það pósthól leigði Oswald. Greitt var fyrir rifilinn með ávísun undirritaðri af A. Hid- elL Að morgni 23. nóv. hafSi sambandslögreglan komizt að þeirri niðurstöðu eftir rithand- arrannsóknir, að Oswald væri maðurinn, sem pantaði riffilinn og skýrði hún lögreglunni í Dall as frá því. Á föstudaginn og laúgardag- inn eftir handtöku Oswalds, skýrði lögreglan í Dallas opin- berlega frá ýmsum atriðum, sem bentu til þess að Oswald væri sekur. Lögreglufulltrúar ræddu mikilvæg atriði málsins á ruglingslegum fundum með fréttamönnum í ganginum á þriðju hæð lögreglustöðvarinn- ar og sumar upplýsingar, sem þar voru gefnar, voru rangar. Tilraunir frétta- stofnana og blaða til þess að segja sem fyrst nákvæmlega frá atburðunum á föstudaginn og grípa hvert smáatriði á lofti, leiddi til þess að frásagnirnar urðu villandi og bar ekki sam- an. Vegna ágangs fréttamánna, féllst Jesse E. Carry, lögreglu- stjóri, á að þeir fengju að ræða við Oswald. Og skömmu eftir miðnætti daginn sem hann var handtekinn, var haldinn blaðamannafundur í einu her- bergi lögreglustöðvarinnar. — Voru þar saman komnir blaða- menn frá öllum hornum Banda- ríkjanna, sem höfðu f.lykkzt til Dallas eftir að forsetinn var myrtur. Þeir reyndu allir að spyrja Oswald, hrópuðu og kölluðu og blossar myndayéla fylltu herbergið. í miðjum hópi fréttamannanna var Jack Ruby, 52 ára næturklúbbseigandi í Dallas. Að morgni sunnudágsins 24. nóvember, var flutningur Os- walds úr borgarfangelsinu í rík- isfangelsið undirbúinn, en milli fangelsanna er tæpra tveggja kílómetra leið. Fréttamönnum hafði á laugardagskvöldið verið sagt, að Oswald yrði ekki flutt- ur til fangelsins fyrr en kl. 10 morguninn eftir. Aðfaranótt sunnudagsins, milli kl. 2,30 og 3, bárust skrifstofu sambands- lögreglunnar í Dallas hótanir um að drepa Oswald og sams konar hótanir bárust lögreglu- stjóra eins borgarhvérfisins. Þrátt fyrir þetta voru frétta- menn, ljósmyndarar og sjón- varpsmenn í stórum hópum á neðstu hæð lögreglustöðvarinn- ar á sunnudagsmorguninn við- búnir að hefja myndatökur strax og Oswald birtist. Brynvarða bifreiðin, sem flytja átti Oswald til ríkisfang- elsisins, kom að dyrum borgar- fangelsins skömmu eftir kl. 11 f.h. En þá ákváðu lögreglufor- ingjarnir, að betra myndi að flytja hann í ómerktri bifreið og óvarinni vegna þess að húa kæmist betur áfram í umferð- inni og síður yrði tekið eftir henni. Um kl. 11,30 birtist Os- wald £ ganginum umkringdur leynilögreglumönnum. Hann tók nokkur skref í áttina til bifreiðarinnar og í blindandi ljósi sjónvarpsvélanna stökk maður í átt til hans frá hægri út úr hópi fréttamanna. Maður- inn hafði byssu í hendinni og að milljónum sjónvarpsnotenda ásjáandi skaut hann Oswald 1 kviðinn. Oswald stundi af sárs- auka, féll á gólfið og missti með vitund. Tæpum sjö mínútum síð ar var Oswald kominn í Park- land-sjúkrahúsið og þar lézt hann sjö míntúur yfir eitt án þess að hafa komizt til með- vitundar. Maðurinn, sem drap Oswald var Jack Ruby. Hann var hand- tekinn þegar í stað og nokkr- um mínútum síðar hafði hann verið lokaður inni í klefa á fimmtu hæð lögreglustöðvarinn ar í Dallas. Við yfirheyrslur neitaði hann harðlega, að sam- særi hefði verið gert um að myrða Oswald. Hann staðhæfði, að hann hefði myrt Oswald aí tilfinningahita og í augnabliks- reiði. Daginn eftir var Ruby fluttur í ríkisfangelsið og í þetta sinn var fréttamönnum ekki gert aðvart Ruby var sekur fundinn um morð Oswalds 14 marz 1964 og dæmdur til dauða. En dóminum hefur ekki verið fullnægt enn, vegna þess að lögfræðingar Rubys áfrýjuðu honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.