Morgunblaðið - 29.09.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.09.1964, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 29. sept. 1964 „Æskan er langt að baki - hdn er 611 komin í myndir" Talzð við Kjarval um sýninguna í Charlottenborg Kjarval: Húmor og forstáelsi. OKKUR berast nú fréttir um, að Danir hafi verið að skjóta flugeldum fyrir Kjarval. Myndir hans hafi verið sýnd- ar í heiðurssölum Charlotten- borgar og af þeim sökum hafa þeir haft svolítið aukatívolí í blöðunum. Kjarval fór til Kaupmannahafnar á föstudag að vera viðstaddur sýninguna og var heilan sólarhring í burtu. Hann kom naesta kvöld heim aftur úr útlegðinni. Þeg- ar ég hitti hann að máli í gær, sagðist hann vera þreyttur. En við hresstum okkur á svörtu kaffi, og ég fékk tæki- færi til að spyrja hann nokk- urra spurninga um sýning- una. Hann var með allan hug- ann við vísindalegt málverk, sem stóð uppi við vegginn, og það var semingur í svörum hans. Þegar ég fór var ég sann færður um að myndin við vegginn væri vísindalegt af- rek í málaralist. Hún var af tveimur fígúrum, sem líktust svönum í landslagi; þær voru báðar skjannahvítar, þegar ég horfði fyrst á þær, en um það bil sem ég fór hafði kvöldsól- in dregið fram nýja liti, sem ég hafði ekki séð áður; fólkið í myndinni hafði hreyft sig og líf þess í landinu var með öðrum blæ en þegar við hitt- umst. Ég skildi vel að hann var með hugann við þessa mynd, hann hefur verið að mála hana síðan 1918 og nú hefur hún öðlazt það form og þá 'liti, sem framtíðin fær hlutdeild í. „Á kvöldin má heyra hvísl og kvak í þessari mynd,“ sagði Kjarval lágt og ég trúði honum. Mér fannst hún séð með huldumannsaugum, það voru augu Kjarvals. „Orð eru til alls fyrst,“ sagði ég við Kjarval, „hvernig kom það til að þú tækir þátt í Charlotten- borgar-sýningunni?“ „Mér var skrifað bréf í vor sem leið,“ sagði hann, „það var undirritað af Vagn Jen- sen, mikilsráðandi manni í menntamálaráðuneytinu danska. Hann er lögfræðingur að prófi. Hann spyr í þessu bréfi, hvort ég geti lagt fram myndir eftir mig til að sýna á haustsýningu í Charlotten- EFTERÁRSUDSTILLINGEN CHARLOTTENBORG 1964 borg og segir í bréfinu, að ég muni fá þrjá sali í höllinni. Ég skrifa um hæl og segi: Ég hef eitthvað rúmar tuttugu myndir innpakkaðar, sem ég á sjálfur, og þessar mínar myndir stár Dem til rádighed — sem þýðir að þær séu hon- um eftirlátnar. Sumar þessar myndir höfðu verið á sýning- unni í Listasafni ríkisins í til- efni af tuttugu ára afmæli lýð veldisins og þar hafði Jói Jóa- son hengt þær upp af mikilli fórnfýsi. Þar var m. a. myndin af Kidda og nokkrar myndir aðrar, sem ég tók ekki eftir að væru í Charlottenborg. Þeir eiga nefnilega fræga portrettmálara og þurfa ekki á að halda neinum innflutn- ingi á því sviði.“ Ég spurði hvort hann hefði kviðið fyrir að koma á sýn- inguna. „Nei,“ svaraði hann, „ég er að vísu jafnvægislaus af kvíða og hef ofnæmi fyrir öllu, er óhætt að segja, en nú fann ég ekki fyrir því. Sagði meira að segja við þá: Mig langar ekkert til að sjá sýninguna, en mig langar til að sjá ykk- ur, og ef ég sé ykkur, þá hljót ið þið einnig að sjá mig. Þetta var sem sagt allt á forstáels- ens plani. í einu herberginu voru ein- göngu myndir sem ég átti sjálfur, en auk þess höfðu þeir sankað að sér myndum og hengt upp í tveimur öðr- um herbergjum. Þeir höfðu fengið þær lánaðar ýmist í Danmörku eða á Islandi. Þess ar myndir tóku sig mjög vel út, salirnir voru bjartir og hátt undir loft, og undarlegt hvað allt verkaði vel á mig. Það var góð tilfinning að sjá gömlu myndirnar aftur, kynn ast þeim á nýjan leik, brosa til þeirra eða kinka til þeirra kolli. Ég vissi að ég hafði verið ánægður með þær, þegar ég lét þær af hendi, og þar sem ég var í engri sér- stakri stemningu reiknaði ég með, að þær væru ekki verri en þegar ég afgreiddi þær frá mér á sínum tíma. Ég hafði gleymt þeim mörgum, öðrum mundi ég eftir, og þær minntu mig á það sem ég hef verið að reyna að burðast við að gera í fjörutíu ár — að fylla út í tímabilið sem var og er; það eru praktískar myndir, land séð með augum — auk þess fantasíur sem eru ekkert afkomuatriði, en hafa senni- lega verið mér metnaðarmál, já kannski, ég veit það ekki, hvíld eða vinnugleði. Þær eru sambland af öllu mögulegu og ómögulegu, þær geta verið abstrakt, eða hvað er abstrakt?. En hvað þýðir að hugsa um þetta, ég er hættur að abonnera á það sem er liðið, æskan er langt að baki, hún er öll komin í myndir. En það sem mér finnst undar- legast er þetta: að málararnir dönsku og upphengingar- nefndin umgengust þess- ar myndir eins og þær væru þeim ekki óviðkomandi og þeim virtist ekkert vera ókunnugt í sambandi við þær. Þær verkuðu allar eðlilega í þeirra umsjá.“ Ég spurði um aðra málara á sýningunni. „Þarna var fjöldi ungra málara,“ svaraði Kjarval, „bæði í grafik og málverkinu og allt verkaði þetta sympa- tískt á mig. Annars talaði ég lítið, skvaldraði svolítið, en tjáði mig ekki. Mér þótti vænt um að það var ekki verið að sýna mig einan, og þess vegna leið mér vel á sýningunni. Ég hef áreiðanlega staðið þar við í tvo tíma og skoðað mynd- irnar, eða frá hádegi til klukkan þrjá á laugardag, en þá þurfti ég að ná flugvél- inni heim aftur. Mér fannst ég vera kominn yfir í annan heim, þegar ég var í Kaup- mannahöfn, svo borgin átti sinn þátt í þessum óróleika. Ég bjó í sama hóteli og ís- lenzku flugmennirnir og svaf í herbergi á milli þeirra, svo ég stæði ekki uppi eins og glópur. Þá fannst mér ég vera í félagsskap, sem einhver trúnaður var í, já, góðum fé- lagsskap. Og þeir leyfðu mér oft að koma fram í til sín á heimleiðinni og líta út. Veðrið var yndislegt, ljósa- dýrðin á jörðinni ■— oh, ég á engin orð til að lýsa henni. Mér fannst ég kikna í hnjá- liðunum yfir snilligáfu ljósa- meistaranna, það var gott að finna til þessarar smæðar eftir viðtökurnar í Charlotten borg — þó var ég þar líka með smæðina inni á mér, en hún gleymdist eins og allt annað, því félagsskapurinn var góður og stofnunin gömul og gróin, og var byrjuð á útstillingum þegar ég var ungur drengur og ekki eldri en þú að læra málaralist á akademíinu. Þegar ég sá eina áf mynd- unum, sem sýndar voru, Sumarnótt á Þingvöllum, sem kennari minn Viggo Johansen lét á sínum tima kaupa fyrir listasafn danska ríkisins, vakn aði í mér dálítið atvik sem gerðist 1918, þá var ég elev á listaakademíinu og öll blöð full af skrifum um sjálfstæð- ismál íslendinga. Þá var aug- lýst legat og ég sótti um það, en þurfti helzt að hafa með- mæli frá einhverjum, og fer til Viggo Johansen og spyr hvort hann treysti sér til að gefa mér meðmæli. Þá segir hann við mig, enda var málið á allra vörum: „Já, þið viljið fara að vera sjálfstæðir ís- lendingar, það er sjálfsagt að hjálpa ykkur til þess.“ Slikum orðum gleymir maður ekki í hita lífsbaráttunnar, í þeim er humor og forst&else, og ég hugsa hlýtt til þessa kennara míns í viðlögum. í Danmörku eignaðist ég nýjar endurminningar um mína gömlu kennara, þeir voru allir miklir málarar og stórmenni, kosmópólítar og frægir menn. Þessir menn voru meira en kennarar, þeir voru eftirlitsmenn, gengu inn í salina og skvöldruðu til að við gætum séð þá: það var Tuxen og það var Grönvold og það var Rostrup Bogesen — hann var mestur kamme- ratinn, hann gat verið eins og hversdagslegur strákur — og það var Julius Poul- sen. Og ekkert nema þræl- dómur á akademíinu, þetta hafa verið erfiðir tímar þang- að til nú, áð maður er orðinn intressulaus og úr sér genginn og kominn út úr öllu sam- kvæmislífi af eðlilegum ástæð um og hefur ekki lengur hæfi leika eða löngun til að inn- vinna það aftur sem hefur farið forgörðum og lent í glat- kistu tímans og annanna og hversdagsins, já, úr sér geng- inn. Allt er þetta skrýtið, mér fannst ég geta orðið innlyksa þarna í Kaupmannahöfn og treysti mér ekki til að hafa það of gott, hélt ég mundi ekki standast þá raun, svo ég flýtti mér heim í heimilisleys- ið. En þetta má ég ekki segja, því þá fara vinir og kunn- ingjar að aumkast yfir mann- og koma með jólakökur og með þeim. Ég segi þetta að- eins vegna þess að ég sefjast og verð fyrir utanaðkomandi áhrifum, því ég hef alltaf ver- ið kammeratlegur frá því ég var drengur á skútunum. Ég hef haft lítið fyrir því að um- gangast listamenn síðan ég var á skútunum, ég var alltaf álitinn góður kammerat. Ég sá marga snillinga þarna á sýningunni, ég man ekki nöfn in.“ Og Kjarval hélt áfram: „Já, ójá, það var gaman að sjá sumar myndirnar komnar á sýninguna hingað og þangað frá vinveittu fólki, sem lán- aði þær. Mér er eiginlega ráð- gáta, hvernig þeir gátu haft upp á öllum þessum mynd- um, mér hefur jafnvel dottið í hug að þeir hafi haft eftir- lit með manni og afkomu manns og samt var þetta allt eins eðlilegt og framast gat verið, og sýningin eins sjálf- sögð og maður drykki úr kaffi bolla sæmilega gott kaffi. Og ég varð ekki var við að hún hefði truflandi áhrif á bæjar- lífið. Raunar var hún svo yfirgripsmikil, að ekki er unnt að lýsa því með orðum. En það sem gladdi mig mest og kom helzt á óvart var að sjá, að þeir notuðu „Við hafið ég sat“ eins og plakat fyrir sýninguna, það var hengt upp á veggi og það fyrsta sem blasti við manni, þegar inn kom. Og hvers vegna gladdi þetta mig svona mikið? vegna þess að myndin var illustra- sjón við kvæði Steingríms Thorsteinssonar: Við hafið ég sat fram á sævarbergstall —“ Þetta kom mér mest á óvart. Og ég hitti ýmsa sem gaman var að hitta og komu á sýn- inguna, þar var Júlíana Sveinsdóttir og Træniker læknir, svo ég nefni nöfn.“ „Og hvernig leizt þér á Kaupmannahöfn eftir öll þessi ár?“ spurði ég. „Það voru hengd upp flögg um allt, þegar við komum og mikill hátíðabragur á borg- inni, og maður var nýkominn úr einbýlinu sínu hérna heima og ég varð óttasleginn, því þeir höfðu um þúsund manna orkestur. Var verið að gera grín að einhverjum, nei. Mér létti þegar þeir sögðu ag þeir væru að halda hátíðlega enska viku í borginni. En þetta verkaði allt vel. Og mikið ægilega eru göturnar í Kaup- mannahöfn fínar. Ég var í drossíu og kurteis dama ók henni um fágaðar göturnar. Ég var að reykja sígarettu og þegar ég var búinn með hana bleytti ég stubbinn með fingrunum og setti hann ofan í eldspýtustokk, sem ég lét síðan í vasann, en auðvitað datt mér ekki í hug að setja hann í öskubakkann eða fleygja honum út á götuna, því ég vildi ekki óhreinka bæinn hennar. Ég vissi að hún mundi þá móðgast við mig. Þú sérð að ég hef bekið eftir ýmsu, góðu, en nú skul- um við láta þessu rabbi lok- ið. Þú getur komið seinna og spurt mig, og þá geturðu feng ið sæmilega mynd af því Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.