Morgunblaðið - 29.09.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.1964, Blaðsíða 2
MORCUNBLADIÐ Þriðjudagur 29. sept. 1964 3 Dýrmætum mynda- vélum stolið í Rvík f AÐFARANÓTT sl. sunnudags var stolið tveimur dýrmætum myndavélum. írá sænskum ljós- myndara, sem var að koma hing- að til lands til þess að taka mynd ir fyrir Loftleiðir. Myndavélarn- ar ásamt meðfylgjandi útbúnaði eru metnar á nær 100,000 kr. Nánari atvik voru þau að Sví- inn Linnart Carlsen, sem oft hefur tekið myndir fyrir Loftleið ir kom hir'":'ð í heim erinda- gerðum á laugardagskvöldið. Um kl. eitt aðfaranótt sunnudags kom hann ásamt sænskum kunn ingja sinum og Islendingi að Snorrabraut 52, en þar er rekið gistihús. Á meðan Carlsen ritaði nafn sitt í gestabók, var farang- ur hans á stigapallinum fyrir aftan hann, en er hann sneri sér við var svört taska með tveimur myndavélum horfin. Er líklegast talið að einhver, sem leið átti út úr húsinu, hafi hrifsað tösk- 'úna með án þess’að nokkur tæki eftir. Myndavélarnar eru báðar af gerðinni Hasselblad, önnur Hasselblad Super White Biotar með 38 mm. linsu, hin Hassel- blad 1000 F með 80 mm. Tessar- linsu. Þeirri síðari fylgdu tvær aukalinsur, 00 mm. Ðistagon og Sonnar 135 mm. Er allt þetta metið á nær 100,000 ísl. krónur. Heita má óhugsandi að þjóf- inum takist að koma myndavél- unum í verð. Sárafáar vélar af þessu tagi eru til hérlendis, og þær eru mjög auðþekktar. Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um mál þetta, eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til rannsóknarlögreglunnar. Kosningar til ASI-þings UNDANFARIÐ hefur verið kos- ið í nokkrum verkalýðsféiögum til Alþýðusambandsþings. Hér fer á eftir skrá yfir þær kosn- ingar, sem ekki hefur áður verið getið í Mbl. Bifreiðastjórafélagið Frami. Einn listi kom fram, frá stjórn og trúnaðarráði, og varð sjálf- kjörinn. Hann skipa Bergsteinn Guðjónsson, Pétur Kristjánsson, Kristján Þorgeirsson, Óskar Jónsson, Jakob Þorsteinsson, Lárus Sigfússon og Pétur Jóns- son. IMámsflokkar Reykjavíkur byrja kennslu 1. oktober Hér getur að líta myndir af Hasselblad myndavélunum, sem stolið var, svo og töskunni. Borgarrað annast útiör Tómasar Jonssonar BORGARRÁÐ Reykjavikur i hefur samþykkt, að óska þess J við fjölskyldu Tómasar Jóns- sonar borgarlögmanns, að I Reykjavíkurborg annist útförl hans, sem gerð verður frá | Dómkirkjunni miðvikudaginn ] 30. sept. n. k. og hefst kl. 14.00. Hefur fjölskyldan fallizt á þá | tilhögun. Skrifstofa borgarstjóra verð j ur lokuð eftir hádegi þann, dag. (Fréttatilkynning frá skrifstofu borgarstjóra). NÁMSFLOKKARNIR, sem nú hafa starfað í 25 ár, hafa kennslu í rúmlega 20 námsgrein um og er kennslan sniðin við mis munandi þekkinigarstig þátttak- endanna: þannig er t.d. í ensku 1.-6. flokkur, í dönsku 1.-5. flokk ur, í þýzku 1.-3. flokkur, í frönsku 1.-2. flokkur, í spönsku 1.-2. flokkur, í bókfærzlu 1.-2. flokkur og í íslenzku 1.-2. flokk ur. I mörguim þessara náms- greina skiptist hver flokkur í nokkrar deildir og er þannig möguleiki á því að velja um mismunandi tíma á kvöldin. Aðrar bóklegar námsgreinar eru: algebra (bókstafareikning- ur), íslenzka fyrir útlendinga— í þessum flokkum verður kennt á þýzku, dönsku og ensku — sálarfræði, leikhúskynning og bókmenntakynning, og foreldra fræðsla (um uppeldi bama). Sérstök ástæða er að minnast á bókmenntakynningu á erlend um bókmenntum, sem er ný nám,sgrein í Námsflokkum Reykjavíkur. Lesnir verða kaflar um einstök tímabil og höfunda, síðan verða lesin verk eða kafl ar eftir höfundana, að svo miklu leyti sem hægt er í íslenzkum þýðingum. Kennslan fer fram í fyrirlestra- og samtalsformi. Kennari verður Ólafur Jónsson bókmenntafræðingur. Nánisflokkarnir hófu leikhús- kynnigu í fyrsta sinni s.l. vetur. Rætt var um leikritun, leiksviðs tækni, leikhúsferðir, sviðsetn- ingu og túlkun leikstjóra og leikenda á leikritum. Flokkurinn í leikhúskynningu starfar áfram í vetur með nokkuð breyttum viðfangsefnum. Kennari verður --------- . - - .. . t Sveinn Einars9on leikhússtjóri. Foreldrafræðslan starfar í tveim flokkum og verður í öðr- um flókknum rætt um uppeldi barna fram að 7 ára aldri og umgengni við þau, kenndir leik- ir, söngvar, föndur o.fl. við hæfi ungra barna, og eftir áramót verður kennt ágrip af uppeldis- og sálarfræði barna í fyrirlestra- og samtalsformi. í hinum flokkn um, sem fjallar um uppeldi 7-12 ára barna, verða tekin til með- ferðar flest sömu atriðin, en mið að verður við börn á skólaaldri. Einnig verður rætt um samvinnu heimila og skóla, nesti og matar æði skólabarna og uppe'disleg vandamál þeirra. Af verklegum greinum verða þessar kenndar: föndur (bein, horn, leður, bast, tágar, fílt og perluvinna); kjólasaumur, barna fatasaumur, vélritun og sniðteikn ing ( í sniðteikningu er hámarks fjöldi nemenda 10 og í sauma flokkunum 14). Námsflokkar Reykjavíkur eru reknir af Reykjavíkurborg, sem stendur fjárhagslega straum af þeim, en nemendur þurfa þó að greiða innritunargjald, sem er þó mjög í hóf stilit. Kennslan í námsflokkunum fer fram á kvöldin kl. 7,30-10,30 og veita þeir því fólki, sem vinnur á daginn, tækifæri til að stunda nám samhliða vinnu sinni. Kennt verður frá 1. október til 31. marz. Innritað verður til mánaða- móta í Miðbæjarskólanum kl. 5-7 og 8-9 síðdegis. (Frá Námsflokkum Reykja- vikur). Síldveiðin er nú 2.473.737 mál og tunnur HEILDARAFI.I á síldveiðunum var orðinn 2.413.737 mál og tunn- ur á miðnætti sl. laugardags. í lok sömu viku i fyrra var hann orðinn 1.646.225 mál og tunnur. Sæmileg síldveiði var sl. viku, þótt veður hafi hamlað veiðum mikiiin hluta vikunnar. Flotmn hélt sig aðallega SA af Seley. Um 50 skip stunduðu enn veiðar fyrir austan í vikulok. Vikuafl- inn var 71.642 m. og tn. Aflinn hefur verið hagnýttur þannig (tölur frá í fyrra I svig- um): f sált (uppm. tn.) 335.795 (463.235). í frystingu (uppm. tn.) 35.484 (33.424). í bræðslu (mál) 2.042.458 (1.143.566). Helztu löndunarhafnir eru þess ar: Seyðisfjörður 458.071 Raufarhöfn 421.159 Neskaupstaður 345.625 Siglufjörður 282.829 Vopnafjörður 221.494 Eskifjörður 183.249 Reyðarfjörður 137.601 Verkakvennafélag Keflavikur og Njarovíkur. Sjálfkjörnar voru Vilborg Auðunsdóttir, Eva Ingv- arsdóttir, Guðrún Eiríksdóttir og Ásta Kristjánsdóttir. Verkakvennafélagið Framsókn. Listi stjórnar og trúnaðarráðs varð sjálfkjörinn, en hann skipa Jóhanna EgiLsdóttir, Jóna Guð- jónsdóttir, Guðbjörg Þorsteins- dóttir, Ingibjörg Bjarnadóttir, Ingibjörg Örnólfsdóttir, Þórunn Valdimarsdóttir, Pálína Þor- finnsdóttir, Guðrún Þorgeirs- dóttir, Hulda Ottesen, Guð- björg Brynjóifsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Guðbjörg Guð- mundsdóttir, Linbjörg Árna- dóttir, Kristín Símonardótt- ir, Jenní Jónsdóttir, Inga Jenní Þorsteinsdóttir og Helga Guð- mundsdóttir. Trésmiðafélag Reykjavíkur. Tveir listar komu fram. Listi stjórnar og trúnaðarráðs (komm- únista og stuðningsmanna þeirra) fékk 306 atkvæði og alla menn kjörna, en listi lýðræðis- sinna fékk 140 atkvæði. Verkalýðsfélagið Jökull, Ólafs vík. Listi stjórnar og trúnaðar- EINS og skýrt var frá í Mbl. á sunnudag, fóru þeir Páll ísólfsson og Halldór I.axness ásamt konum sinum utan með ms. Gullfossi á laugardag. Var þá þessi mynd tekin. Frá vinstri: Dr. Páll ísólfsson, kona hans, frú Sigrún Eiriks- dóttir, og Halldór I.axness. (Ljósm. Gisli Gestsson). mannaráðs varð sjálfkjörinn, e« hann skipa Elinbergur Sveins- son, Guðbrandur Guðbjartsson og Guðmundur Sumarliðason. Verkakvennafélagið Framtiðin, Hafnarfirði. Sjálfkjörnar voru af lista stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Sigurrós Sveinsdóttir, María Jakobsdóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Halldóra Bjarna- dóttir, Málfríður Stefánsdóttir og Hildigunnur Kiistjánsdóttir. Nót, sveinafélag netagerðar- manna. Kosin var Halldóra Guð- mundsdóttir! Til vara var kos- inn Þórður Þorfinnsson. Verkalýðsfélag Akraness. Listi stjórnar og trúnaðarráðs var sjálfkjörinn, en hann skipa Guð mundur Ólafsson, Einar Magnús- son, Skúli Þórðarson og Herdi* Ólafsdóttir. Rakarasveinafélag Reykjai'. ðc ur kaus Helga Sæmundsson og bii vara Sigurð Daníelsson. Landsbankinn ræður tvo fulltrúa bankastjórnar Á FUNDI í bankaráði Lands- banka Islands í gær voru skip- aðir tveir fulltrúar bankastjórn- ar, þeir Sigurbjörn Sigtryggs- son og Björgvin Vilmundarson. Þeim er ætlað að gegna störfum bankastjóra í forföllum þeirra, t. d. vegna fjarvista í skemmri tíma, og að öðru leyti að annast störf skv. nánari ákvörðun bankastjórnar. Sigurbjörn Sigtryggsson hefur verið útibússtjóri í Austurbæjar- útibú Landsbankans og áður yfir maður gjaldeyrisdeildar bank- ans. Björgvin Vilmundarson hef- ur verið fulltrúi viðskiptamála- ráðuneytisins í gjaldeyrisdeitd bankanna. I / NA /5 hmittr [ y SV SOtinv/w X Sn/iéém* > Ois 7 Shirir £ Þrumur VV l|| H Hml ~) l Latri / Á HÁDEGI í gær var grunn lægð úti af Vestfjörðum og önnur fyrir suðaustan land, báðar á hreyfingu austur, en djúp lægð fyrir vestan Græn- land nálghðist landið. Var bú- izt við fremur stilltu og góðu veðri, þar til hennar færi að gæta síðdegis í dag eða í nótt. Hlýjast var á hádegi í Stykk- ishólmi og Flatey, 8 stig, en kaldast á Hólsfjöllum, 3 stig. Veðurspáin kl. 22 í gær- kvöldi fyrir næsta sólarhring (þ.e. til kl. 22 í kvöld): SV-land til Breiðafjarðar og miðin: NV-kaldi í nótt, en N- gola og léttskýjað á morgun; þykknar upp með SA-átt ann- að kvöld. Vestfirðir til Austfjarða og miðin: N-gola eða kaldi, skýj- að og skúrir á stöku stað í nótt, en hægviðri og léttskýj- að þegar líður á morgundag- inn. SA-land og miðin: NV-gola, léttskýjað en úrkomulítið. Horfur á miðvikudag: All- hvöss A-átt, rigning á S- og SV-landi, en hægari og þurrt veður norðan lands og austan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.