Morgunblaðið - 02.10.1964, Qupperneq 1
28 s'íður
Sl. ár^angur
230. tbl. — Föstudagur 2. október 1964
Prentsmiðjg Morgunblaðsins
1000
manns
hafa
farizt
/ flóðum á
Indlandi
Endanleg úrslit kosninganna í Svíþjóð:
Sósíaldemókratar missa
meirihluta í sameinuðu þingi
Stokkhólmi 1. okt. (NTB)
í DAG lauk talningu utan-
kjörstaðaatkvæða í þingkosn
ingunum, sem fram fóru í
Svíþjóð sunnudaginn 20. sept.
s.l. Utankjörstaðaatkvæðin
voru 180 þús. og breyttu
bráðabirgðaúrslitunum, sem
kunngjörð voru mánudaginn
21.,sept. til muna.
Sósíaldemókratar fengu 113
þingimenn, höfðu áður 114, en
við bráðabirgðaúrslitin var tal-
ið, að þeir hefðu fengið 117.
Þjóðarflokkurinm fékk 42 þing
menn, hafði áður 40 og við
bráðabirgðaúrslitin einnig 40.
Miðflokkurinn fékk 35 þing-
menn, hafði áður 34, en við
bráðabirgðaúrslit 37.
Hægriflokkurinn fékk 32 þimg
menn, hafði áður 39, við bráða-
birgðaúrslit 28.
Kommúnistar fengu 8 þing-
menn, höfðu áður 5, við bráða-
birgðaúrslit 8.
Flak
„Threshers“
fundið
Washington 1. okt. (NTB)
BANDARÍSKI flotinn
| ekýrði frá því í dag, að fund-
; jzt hefði hluti flaks kjarn-
orkukafbátsins „Threshers",
eem sökk með allri áihöfn und
«n austurströnd Bandarikj-
, enna 10. apríl s.l. ár. 129
menn fórust með kafbátnum.
: Segir flotinn, að ftakið hafi
| ítundizt etftir umfangsmikla
Sbeit, sem farið hafi fram í
euimar. J>vá hetfur ekki verið
náð upp á yfirborðið.
MedborgCrfeg samling (klofn-
að út úr borgara flokkunum) 3
þingmenn.
Þessi breyting á úrslitunum
veldur því, að sósíaldeimókratar
missa hinn nauma meirihluta
sinn í sameinuðu þingi og komm
únistar fá oddastöðu, þegar
legja þarf frumvörp fyrir báð-
ar þingdeildir í senm. Fyrir kosn
ingarnar til neðri deildar
(andra kammaren) 20. sept.
höfðu sósíaldemókratar samtals
192 þingmenn í báðum deildum,
en hinir flokkarnir allir 191. Eft
ir kosningarnar hafa sósíaldemó-
kratar hins vegar 191 menn í
sameinuðu þingi, borgaraflokk-
arnir 183 og kommúnistarlO. En
þingmönnum í neðri deildinni
fjölgaði um einn við þessar kosn
ingar.
Þegar kosningaúrslitin voru
endanlega kunn, var Tage Er-
lander, forsætisráðherra, spurð-
Framhald á bls. 31.
„Svifur að nausu og sval-
1 viðrið gnýr“, kvað skáldið,1
I og þessi orð eiga vel við I
myndina hér að ofan. Hana (
tók Ólafur K. Magnússon af ]
I briminu við Gróttu í gærdag.
Fellibylur steínii
ó Bnndoríkin
New Orleans 1. okt. (NTB)
FELLIBYLHRINN „Hilda“
stefndi í dag með ofsahraða á
strönd Bandaríkjanna ,við Mexí
kóflóa og íbúar strandarinnar
voru hvattir til þess að yfirgefa
heimili sín.
Ríkin, sem fellibylurinn ógn-
aði eru Texas, Louisiana, Missis
sippi og Alabama, og m.argir
íbúar þessarra rikja hafa leitað
skjóls inni í landi.
Árið 1957, gekk feílibylurinn
„Audrey“ yfir ströndina við
Mexíkóflóa og létust 500 menn
af völdum hans.
Nýju Dehli 1. okt.. (AP)
TALIÐ er að 1000 manns
hafi látið lífið í fjallaþorp-
inu Maeherla í suðurhluta
1 Indlands, er vatnsgeymir.
I sprakk og mikið vatns-
I magn flæddi yfir þorpið.
I Allar samgöngur við \
) þorpið lömuðust, vegir
| eyðilögðust og' símalínur
1 slitnuðu.
Miklar rigningar hafa
j verið í Indlandi að undan-í
förnu og valdið miklum
flóðum og tjónum á mann
virkjum, Stormar fylgdu
í kjölfar regnsins og und-
an Andhra strönd er 85
fiskibáta með 500 menn
innanborðs saknað.
Vegna erfiðra aðstæðna
til björgunar á flóðasvæð-
inu í Maoherla, er ekki unnt
að segja með vissu hve marg
ir fórust, er vatnsgeymirinn
brast aðfaranótt miðvikudags
ins. En áreiðanlegar heimildir
inna.n stjórnar Andhra-hér-
aðsins, þar sem þorpið er,
herma að 1000 manns hafi
farizt.
I Macherla búa um 25 þús.
manns og vinrva hermenn úr
Framhald á bls. 31.
„Að telja mi? andstæðan því að handritin
verði af hent íslandi er blátt áfram að ljúga“.
sagði Halldór Laxness í Kaup-
mannahöfn að gefnu tilefni
Einkaskeyti frá Rytgaard,
fréttaritara Mbl. í Kaup-
mannahöfn, 1. okt.
SÍHASTLIÐINN þriðjudag
sagði danska blaðið Ber-
lingske Aftenavis m. a. um
afhendingu handritanna: „Mót
mæli byggð á vísindalegum
rökum hafa einnig komið frá
íslenzkum aðila, því að í
ræðu, sem Halldór Laxness
hélt í sumar lýsti hann áhyggj
um yfir, að útgáfu handrit-
anna í bókaformi myndi
seinka.“
I tilefni þess hvernig
blaðið reynir að gera sér mat
úr unmmælum Laxness, hafði
fréttamaður Mbl tal af skáld-
inu í Kaupmannahöfn og
spurði hvað hann vildi segja
um þessa túlkun og notkun
á orðum hans.
Laxness svaraði: „Að telja
mig andstæðan því að hand-
ritin verði afhent íslending-
um er blátt áfram að ljúga.
Auðvitað vil ég handritin
heim, en þrátt fyrir það get
ég vel sagt, að við eigum að
gefa meira af þeim út og höf-
um ef til vill gert of lítið af
því til þessa. Það var þetta,
sem ég sagði í umræddri
ræðu á Listahátíðinni í
Reykjavík í vor. Auðvitað
getur lítið land eins og fsland
ekki gefið gömlu handritin
út til jafns við hvaða þjóð
sem er, alls ekki meðan hand-
ritin eru í útlöndum. Annars
eru það íslendingar, sem gefa
út flestar þessar bækur, því
að oftast verður að fá íslend-
inga til aðstoðar, ef unnt á að
vera að lesa handritin. En
það er ljóst, að við á íslandi
munum gera ennþá meira,
þegar handritin eru komin
heim og unnt verður að rann-
saka þau í hentugum húsa-
kynnum eins og þeim, sem
við byggjum. Þá er einnig
hægt að gera sér vonir um
að Danir verði iðnari við út-
gáfu handritanna en til þessa,
því að sannleikurinn er sá,
að flest liggja enn óútgefin.
Framhald á bls. 31.
Halldór Laxness flytur
ræðuna sem Berlingske
Aftenavis vitnar til.