Morgunblaðið - 02.10.1964, Side 10
10
MOHGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 2. okt. 1964
RÉTTAÐ var í Fljótsdalsrétt 24.
september í mjög fögru veðri,
sólskini og stillu. Sundurdráttur
hófst laust eftir ki. 9 árdegis og
gekk mjög vel. Féð er mun
vænna en nokkur undanfarin ár.
Einkum er margt fullorðið fé
viðbrigða fallegt.
Réttaö á Fljdts-
dalshéraði
Fjöldi fólks var í réttum, allt
frá ungbörnum til öldunga.
Fréttamaður blaðsins á Egilsstöð-
um var þar líka mættur með
myndavél og sést árangurinn af
viðleitni hans til að festa daginn
á filmu hér á siðunni.
Jörgen á Víðivöllum, gangna-
foringi á Vesturöræfum í yfir
30 ár og lengi réttarstjóri í Fljóts
dalsrétt (sjá 1 d. mynd hér til
vinstri) telur lömbin með
vænsta móti. Jörgen fór fyrst í
göngur árið 1924 og hefur farið
það æ síðan. Smölun gekk yfir-
leitt vel að þessu sinni. Að visu
var nokkur snjór í innsta hluta
afréttarinnar, en þar hefur
svæði, sem var komið undan
jökli og farið að gróa upp svo
tvo menn þurfti til að smala það,
hulizt jökli á ný er Brúarjökull
Konurnar hafa líka sínu hlut-
verki að gegna á réttardaginn.
Kvenfélagið rekur kaffihús, er
nefnist „Pilsvargur." Á mynd-
inni í hægra horni standa kon-
urnar sunnan undir vegg og
freista manna til að kaupa kaffi.
Stóra myndin efst sýnir svo
féð rekið heim. Það er fé tilrauna
húsins á Skriðuklaustri, sem
þarna rennur heim í hagana.
hljóp fram sl. vetur, að sögh
Jörgens.
Á myndum sjáum við aðra
gangnamenn. Jónas Pétursson, al
þingismaður, aðstoðar við fjár-
drátt á myndinni neðst til vinstri.
Á eindálka mynd á miðri síðu
sést ungur Hafnfirðingur, Gunn-
ar Jónsson, sem verið hefur í
Fljótsdalsrétt í 3 sumur og er
efnilegur fjármaður. Og mynd-
in í miðið til hægri sýnir hinn
sanna réttarblæ, aldinn bónda,
Vigfús Þormar í Geitagerði, og
í baksýn fé, hunda á réttarvegg
og pela upp úr vasa.
mm