Morgunblaðið - 02.10.1964, Side 12
MORGU N BLAÐIÐ
< 12
Frásagnir Eskimda í A-Græn-
landi af norrænum víkingum
efiir Svend Frederiksen, prófessor
SVO sem frá var skýrt í Mbl.
í gær flytur Svend Frederik-
sen prófessor frá Washington
fyrirlestra í Háskólanum um
líf 0|g trúaráhugmyndir Eski-
móa.
Prófessor Frederiksen er
fæddur í Grænlandi, af
dönsku foreldri, en hann
lærði tungu Eskimóa fyrst
mála. Hann er kvæntur Eski-
móakonu og eiga þau fimm
dætur.
í eftirfarandi grein, hinni
fyrstu af þrem, sem birtast
munu í Morgunblaðinu, segir
hann frá munnmælas«;um
Eskimóa á Austur-Grænlandi
um norræna víkinga.
Allt mitt líf hefur verið
tengt Eskimóum. Ég fæddist
í landi Eskimóa, lærði turugu
þeirra fyrst allra mála, há-
skólamenntun mín fjallaði
um Eskimóa og ég mun eini
núlifandi menntamaður, sem
hefur árum saman lifað og
starfað meðal Eskimóa í
Alaska, Kanada og Græn-
landi. Þær upplýsingar, sem
ég hef aflað meðal þeirra má
telja, að verði með því síð-
asta, sem við getum vænzt að
fá að vita um hina aldagömlu,
frumstæðu menningu þeirra,
sem er óðum að deyja út.
Þessar upplýsingar segja
frá hinni hreinu og frum-
stæðu menningu Eskimóa,
eins og hún var, áður en þeir
komust í snertingu við „hvíta
manninn". Fyrstu samskipti
,,hvíta mannsins" við Eskimóa
heyra til hinna allra fyrstu
samskipta Evrópu'búa við
frumstæðar þjóðir annarra
heimsálía. Fyrstu kynni hinna
norrænu. manna af Eskimó-
um fyrir um það þúsund ár-
um, þegar þeir komu á fót
eins konar bændalýðveldi í
Suðvestur Grænlandi, munu
vera fyrstu samskiþti Evrópu-
búa við Vesturálfu. Þetta er
mjög athyglisvert, þar sem
víst er, að Evrópubúum var
vel kunnugt um Vesturálfu
hálfu árþúsundi áður en
Columbus tók þar land — og
þeir verða stöðugt fleiri, sem
láta sannfærast af þeim sögu-
legum heimildum, er herma,
að Columbus hafi vitað um
löndin vestan hafsins af norr-
ænum heimildum og hann
hafi kosið að sigla svo sunnar-
lega sökum þess, að þessar
sömu heimildir hermdu að
ekki væri öllu lengur unnt
að fylgja fyrri leiðarvísum
um norðurleiðina vegna haf-
ísa. Þeir torvelduðu mjög
siglingar hinna tiltölulega
veikbyggðu miðaldaskipa og
komu að lokum alveg í veg
fyrir þær og stuðluðu þar með
að eyðingu hins evrópska sam
félags í Suð-vestur Grænlandi ;
í lok miðalda. Á
Sænski vísindamaðurinn I
Otto Pettersen vann alla sína
ævi að rannsóknum á veðra- i
breytingum um aldaraðir. f
Hann veitti því athygli, að
greina mátti kerfisbundnar
breytingar á veðurfari — um
það bil 1850 ára veðraskeið,
er hófust með hlýviðri og lauk
með kuldum. Þetta kemur vel
heim og saman við þær get-
gátur, að Evrópumenn hafi
setzt að á Grænlandi á hlý-
viðrisskeiði en vaxandi kuldar
hafi bundið enda á landbúnað
þeirra og orðið samfélagi
þeirra og menninigu að falli.
Nú á okkar tímum sjást þess
merki, m.a. í Grænlandi, að
við lifum í upphafi hlýviðris-
skeiðs.
í íslenzkum fornsögum og
sagfræðiritum höfum við
upplýsingar um samskipti
Eskimóa og íslenzkra manna
á miðöldum. í þjóðsögum
Eskimóa eru einnig frásagnir
af því, er þeir hittu íslend-
inga frá vesturhluta Græn-
lands — frá þeim tímum, er
Eskimóarnir tóku að færa
sig sunnar til veiða undan
versnandi veðráttu. En frá
Austur-Grænlandi, þar sem
veðurskilyrði voru miklu
verri, höfum við til þessa
enigar frásagnir haft frá Eski-
móum sjálfum um fundi
þeirra og íslendinga.
Það má því teljast til tíð-
inda, að á árinu 1962 skráði
ég nokkrar munnmælasögur
Eskimóa í Austur-Grænlandi,
er fjalla um samSkipti þeirra
og evrópskra miðaldamanna.
Hef ég skráð þessar munn-
mælasögur einmitt á því
svæði þar sem íslendingar
voru vanir að taka fyrst
land í Grænlandi eftir sjó-
ferðina yfir Danmerkursund
frá Snæfellsnesi, í nágrenni
Reykjavíkur. Á þeim tímum
frumstæðra siglingahátta forð
uðust menn eftir mætti að
sigla yfir úthöfin, án þess að
hafa eitthvers staðar land-
sýn til viðmiðunar. Þar af
leiðandi herma sögulegar
heimildir, að hinir fyrstu
Svend Fredriksen.
evrópsku innflytjendur til
Grænlands hafi fylgt hinni
norðlægu leið um Danmerk-
ursund, þar sem stytzt var
milli landa á íslandi og Græn-
landi, — og síðan hafi þeir
fylgt ströndinni til áfanga-
staða. Síðar meir, er fregnir
bárust af vaxandi ísreki var
tekið að fara syðri leið — en
iSvo fór að lokum, að jafnvel
sú var niður lögð.
Þéim, sem orðið hafa sjón-
arvottar að hinum gífurlega
fjölda hafísjaka undan strönd
Austur-Grænlands — hafís
jaka, sem eru stærri en
stærstu herskip — og það að-
eins sá hluti þeirra, sem ofan-
sjávar er (neðansjávar eru
þeir níu sinnum stærri —)
virðist það gjörsamlega óhugs
andi að hin veikbygðu vík-
ingaskip hefðu getað komizt
gegnum hin þéttu víðáttu-
miklu ísbelti, — þau hefðu
liðazt sundur og farizt með
allri áhöfn. Þetta bendir til
þess, að veðurfar hafi verið
miklu mildara, þegar ferðir
íslendinga til Grænlands voru
tíðastar.
Skiljanlegt er, að það varð
samfélagi norrænna manna á
Grænlandi, sem höfðu svo
náin tengsl við Evrópu, geysi-
mikið áfall, þegar hafísar tóku
fyrir allar siglingar til Aust-
ur-Grænlands og syðri hluta
Vestur-Grænlands.
f Angmagsalik, þar sem ég
hef unnið að áðurnefndum
rannsóknum, hefur ljóslega
verið vettvangur fyrstu sam-
skipta norrænna manna og
Eskimóa. En eftir að ísinn
hafði lokað af Austur-Græn-
land voru samskipti þeirra
ekki endurnýjuð fyrr en á síð-
ustu öld.
Frásögnin af íslendingnum
Kajuse, sem hér á eftir verð-
ur fjallað um, er ljóslega um
margt svipað frásögninni af
Þorgils Örraibeinsstjúpa,
sem frá segir í Flóamanna-
sögu. Báðum frásögnunum
ber saman í mikilvægum
atriðum. Atburði þá, sem
íslenzka sagan greinir frá
má tímasetja um það bil,
er Eiríkur rauði settist að á
Grænlandi — hún lýsir með
öðrum orðum atburðum, sem-
frá segir í um' það bil þúsund
ára gömlum sögum. Þetta er
ekki svo lítill aldur frásagnar,
sem einnig kemur fram hjá
Eskimóum.
Af ýmsum ástæðum, sem
ekki er þörf að rekja hér, eru
helgi- og þjóðsagnir og þjóð-
hættir Eskimóa miklu miklu
eldri — óendanlega miklu
eldri. En það, sem er svo
athyglisvert er, að við höfum
í íslendingasöganum ná-
kvæmar tímasetningar ýmissa
atburða og þeir, sem töldust
til mannlegra harmasagna,
hljóta að hafa haft sín áhrif
á báðar þjóðirnar, annars-
vegar hina evrópsku miðalda-
menn, fslendingana eða hina
norrænu eins og þeir voru
einnig kallaðir — og hinsveg-
ar Eskimóa. Ekki getur hjá
því farið, að þessar frásagnir
gefi mönnum þá hugmynd, að
samskipti þessa ólíka fólks
hafi verið meiri en siöku
fundir. Vert er að veita því
athygli, að stundum hljóta
kringumstæðurnar að hafa
neytt það til samskipta — að
Eskimóarnir, sem annars
lifðu algerlega einangraðir í
hinum fjarlægu strandhéruð-
um, komust ekki hjá því, að
einangrun þeirra væri rofin.
Við verðum að gera okkur
grein fyrir því, að Eskimóar,
sem annars eru mjög vinsam-
Iegir, taka ekki einu sinni
við Eskimóum annarra byggð-
arlaga í samfélag sitt, án
þess að fara þar að með gát
Menntamenn telja söguna
um Þorgils Örrabeinsstjúpa
mjög sennilega. Við stöndum
því 'bæði í frásögn Eskimóa
og hinni íslenzku frammi
fyrir lýsingum á raunveruleg-
um sögulegum atburðum, sem
ættu að vekja forvitni okkar
um fyrstu samskipti Evrópu-
manna við frumstæðar þjóðír '
Vesturálfu.
Eskimóinn, sem sagði mér
söguna, var Áko sonur Sha-
man Pisue. Það er rétt, að ég
taki fram, að hann var ólæs,
eins og margir þeir, sem
veittu mér upplýsingar um
hina fornu menningu Eski-
móa og hefði því hvergi getað
lesið um norræna menn. Frá-
sögn hans var þannig: Áður
en dönsku landkönnuðurnir
komu (hann á við Gustav
Holm og Garde og túlkinn
Johan Petersen frumherja
nýlendunnar frá lokum síð-
ustu aldar) var þessi saga víða
sögð meðal forfeðranna. Fyrir
löngu löngu var Kajuse hér,
hann hafði hér vetursetu. Við
höfum ekki heyrt um neinn
honum iíkan eða honum
frægari". Vissulega hlýtur
Þorbjörn Orrabeinsfóstri, sem
Eskimóar kalla Kajuse, að
hafa haft mikil áhrif á hina
fornu íslendinga, engu síður j
en Eskimóa. En hér heldur
áfram frásögunni: „Hinn
norræni Kajuse hafði vetur-
setu í Kulus-uk. Hann átti sér
konu og barn og hélt auk
þess þræla. Þegar leið að
hreindýraveiðitímanum, um
haustið, yfirgaf hann fólk sitt
í fylgd þræls eins. Þeir voru
í burtu meðan hin góða hrein-
dýraveiði hélzt. En þegar
þeir komu' aftur heim fann
hann konu sína dauða af sári.
Þrælar hans voru þar hvergi,
þeir voru allir á brott. En
barnið hans litla var ómeitt.
Nú hafði hann ekkert til að
gefa litla anganum. Þá skar
hann af sjálfum sér geirvört-
una. Út kom blóð — síðan
mjólk. Eftir það gaf hann
barninu brjóst. Síðan lagði
hann upp í ferð með þræl
sínum, þeim eina, er hann nú
átti. — Hann lagði þó ekki
frá landi fyrr en frostatím-
inn var hjá liðinn en þá sett-
ist hann undir árar. Meðan
þræll hans stóð við stýrið
sat hann og reri og reri, jafn-
framt því sem hann gaf barni
sínu brjóst. í Kilane hittu
þeir fyrir alla þrælana. Hann
fór vel með þá eins og hann
var vanur. Hann minntist
ekki einu orði á dauða konu
sinnar. Það var ekki fyrr en
hann kom til byggða nprr-
ænna manna, að hann safnaði
þrælunum saman til yfir-
heyrslu — þá sagði hann:
„Hver drap konu mína?“ Eng
inn þrælanna vildi játa. En
loks sagði einn þeirra: „Þessi
drap hana“.
Og þá refsaði Kajuse þeim
seka“.
Johnson hyggur á Evrópuferð í ár
Rússar aöstoða
Kýpurstjórn
Washington, 30. sept. — (AP) —
JOHNSON forseti hefur hug á
því, verði hann kosinn í nóvem-
ber, að fara til Evrópu síðar í
þeim mánuði eða í desember, til
viðræðna við leiðtoga ýmissa
landa þar og fulltrúa Atlants-
hafsbandalagslandanna. Johnson
segist einnig mjög gjarnan vilja
hitta að máli Krúsjeff, forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna, ef hann
sé því fylgjandi, en telur að varla
verði af fundum beirra fyrr en
næsta ár.
Mun forsetinn gera ráð fyrir
að koma til Evrópu að vera við-
staddur þingmannafund' Atlants-
hafsbandalagsins, sem haldinn
verður í nóvember eða fund fasta
ráðs bandalagsins í des., sem
báðir verða í París. Ekki er talið
að Johnson vilji gera meira úr
þessu en til standi og ekki stefna
saman í París æðstu mönnum
landanna, heldur muni hann
einungis vilja ávarpa saman-
komna fulltrúa þjóðanna og
ræða við þá einslega.
Þó telji menn allar líkur á
að Johnson muni reyna að hitta
að máli einhverja ráðamenn,
hvenær sem hann haldi austur
yfir haf. Mestan hug er forset-
inn sagður hafa á því að hitta þá
Charles de Gaulle, Frakklands-
forseta, Ludwig Erhard, kanzlara
Vestur-Þýzkalands og brezka
forsætisráðherrann.
Moskvu og Nicosíu, sept.
— (NTB-AP) —
í VEIZLU, sem haldin var til
heiðurs Sukarno, Indónesíufor-
seta, sem er nú í heimsókn í
Moskvu, var skýrt frá því, að
undirritaður hefði verið samning-
ur um aðstoð Sovtéríkjanna við
Kýpur. Ekki var neitt látið uppi
um samningsatriði, en Rússar
veita Kýpur bæði hernaðarlega
aðstoð og efnahagslega. Utanrík-
isráðherra Kýpur, Spyros Kypria
nou, kom til Moskvu til þess að
undirrita samninginn og var hann
í veizlunni, cn landar hans tveir,
Araouz, viðskiptamálaráðherra
Kýpur og Ashiotis, hafa verið í
Moskvu í rúmar tvær vikur til
viðræðna við sovézka ráðamenn.
Kýpurstjórn ráðgerir að eyða
fast að 400 milljónum króna til
varnarmála í ár, að því er skýrt
var frá í Nicosíu í dag. Tæpum
þriðjungi þessarar upphæðar
verður varið til þess að halda
uppi her Kýpur-Grikkja á eynni,
en hann telur um 40,000 manna.