Morgunblaðið - 02.10.1964, Side 13
' Föstudagur 2. öídt. 1964
MORGUNBLAÐIÐ
13
DR. Gýlfi Þ. Gíslason, við-
skiptarnálaráðherra og frú
hans, komu í gær heim úr
fimm vikna Austurlandaferð
sinni. Ráðherrann fór um
mörg þjóðlönd, sat fund Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins og Al-
þjóðabankans í Tókíó, hitti
viðskiptamálaráðherra Ind-
lands að máli og ræddi við
hann um samstarf Indverja
og íslendinga á sviði sjávar-
Dr. Gylfi og viðskiptamálaráðherra Indlands ræðast við.
Urgur út í Rússa allsstað-
ar áþreifanlegur í Kína
Séimtíif við dr. Gyifa Þ. Gíslason
um Asfuföriua
útvegs og fiskiðnaðar, og kom
í Ijós af þeim viðræðum, að
Indverjar hafa mikinn hug á
að fá fieiri íslenzka sjómenn
sér til aðstoðar, og sagði dr.
Gylfi í samtaii við Morgun-
hiaðið í gaer, að hann mundi
taka það mál upp við ís-
ienzku ríkisstjórnina við
fyrsta tækifæri. Þau hjónin
komu einnig við í Kínverska
Alþýðulýðveldinu, en þang-
að höfðu þau átt heimboð um
nokkurt skeið. Ráðherrann
sagði, að margt merkilegt
hefði borið íyrir augu og
eyru í för þeirra um hið
mikla landssvæði Mao-Tse-
Tung og óneitanlega væri
margt minnisstætt úr förinni
til þessa fjölmennasta lands
heimsins.
Morgunbiaðið spurði dr
Gylfa fyrst um dvöldna í
Tókíó og sagði hann, að aðal-
erindið þangað hefði verið að
sækja fund Alþjóðágjaldeyr-
issjóðsins og Alþjóðabank-
ans, en þessar fjármáiastofn-:
anir halda ársfundi sína tvö
ár af hverjum þremur í Was-
hington, en þriðja hvert ár
í einhverju öðru , hinna 102
aðildarrikja.
Var . nokkuð Bðru merki-
legra, sem gerðist á Tékíó-
fundinum? spurðum við dr.
Gyifa.
Hann svaraði:
— Það sem helzt bar til tíð
inda var, að af hálfu frönsku
ríkisstjórnarinnar voru settar
fram mjög róttækar hugmynd
ir um gerbreytingu á grund-
velli gjaldeyrisvarasjóðskerf-
is hins vestrænna heims og
lagt til ,að komið yrði á fót
nýjum aiþjóða gjaldmiðii með
guil að grundveili, í stað þess
að nú eru heimsviðskiptin
grundvöiluð sumpárt á
doilurum, sterlingspundum
og gulli. Húgmyndir þessar
setti fram fjármálaráðherra
frönsku stjórnarinnar, Valery
Guiseard d’Estaing, en óhætt
er að segja að máli hans hafi
verið tekið heldur fálega í
japönsku blöðunum og voru
hugmyndir hans kállaðar
„uppástungur litla de Gaull-
es“. Á ráðstefnunni andmæltu
fuhtrúar ríkisstjórna Banda-
ríkjanna, Bretlands, Þýzka-
iands, Hollands og Japans,
ræðu Frakkans, og voru þeir
einna skeieggastir í ádeiium
sínum Maudling, fjármálaráð
herra Breta, og Dillon, fjár-
málaráðherra Bandaríkjanna.
En óhætt er að segja að til-
lögur Frakkans komu mönn-
um á óvart og urðu tilefni til
mikilla málalenginga og
deilna á ráðstefnunni. Eins
©g þér yitið, eru Frakkar
með sérstöðu í ýmsum máium
og gera nú tilraun til að móta
álveg nýja stefnu, þar sem
heyrist rödd de Gaulles á al-
þjóðavettvangi, en þess ber
einnig að gæta, að Frakkar
eiga tiltölulega miklu meiri
guHforða en aðrar Evrópu-
þjóðir.
— Hvað vilduð þér að
öðru leyti segja um dvölina
í Japan?
— Ekkert sérstakt. Á ráð-
stefnunni voru um 2000 manns
frá aðildarríkjunum, en fuil-
trúar íslands á ráðstefnunni
auk mín voru Thor Thors, dr.
Jóhannes Nordal, bankastjóri,
og Viíhjálmur í>ór, banka-
stjóri, eins og áður
hefur komið fram í frétt-
um. Um Japan má segja, að
það virðist vera orðið háþró-
að iðnaðarríki á vestrænan
mælikvarða og lífskjör þar
algjörlega sambærileg við
það sem gerist í fiestum
Evrópuríkjum, enda iagði
forsætisráðherra Japana,
Ikeda, áherziu á þetta í ræðu,
sem hann hélt við opnun ráð-
stefnunnar.
-— En Indland, hvernig
líkaði yður að koma þangað?
— Ágætlega. Við stöldruð-
um við í Nýju Delhi á leið-
inni austur og, mér alveg að
Óvörum tók viðskiptaniála-
ráðherra Indlands á móti okk
ur á flugvellinum, hélt okk-
ur veizlu og fylgdi okkur,
ásamt fríðu föruneyti, á flug-
völlinn aftur, þegar við fór-
um. Við vorum sem sagt gest-
ir Indlandsstjórnar þá tvo
daga, sem við dvöldumst í
Indlandi, og áttum við ekki
von á þeirri gestrisni,. sem
okkur var sýnd. Viðskipta-
málaráðherra Indverja heitir
Shri Manubai Shah, mjög
geðfelldur maður. í viðræð-
um kom í ijós mikill áhugi
hans á samvinnu við okkur
íslendinga um uppbyggingu
sjávarútvegsins, og lofaði ég
að taka upp málið, þegar
heim kæmi og athuga hvort
ekki væri unnt að senda t. d.
skipstjóra og verkstjóra Ind-
verjum til aðstoðar í tækni-
legum efnum.
Indverjar virðast hafa
fylgzt talsvert með þróun-
inni á íslandi og ég geri ráð
fyrir því, að það góða orð
sem farið hefur af íslenzku
sjómönnunum, sem þangað
hafa verið sendir á undan-
förnum árum, hafi ekki sízt
orðið til þess að þeir hafa
áhuga á meiri aðstoð frá okk-
ur. Meðan ég var í Nýju
Delhi átti útvarpið þar sam-
tal við mig og sagði ég frá
ýmislegu frá íslandi og bar
Indverjum kveðju okkar. Út-
varpsmaðurinn virtist vera
mjög vel að sér og spurði
mjög greindarlega um ísland
og íslenzkar aðstæður.
— Og svo fóruð þér til
Kína?
— Já, við fórum til Kína
frá Tókíó.
— Eruð þér ekki eini vest-
ræni ráðherrann, sem þangað
hefur farið?
— Nei, það hafa margir
vestrænir ráðherrar farið í
boð til Kína, þar á meðal frá
Danmörku, Svíþjóð og Finn-
landi.
— Þótti yður gaman að
koma til Kina?
— Já, það var mjög lær-
dómsríkt. Ég fór þangað í boði
forseta Félags til eflingar
menningartengsla við aðrar
þjóðir, Chu Tu-Nan, sem er
áhrifamaður í sínu landi. Við
dvöldumst tvo daga í Peking,
það er gömul menningarborg
og hinn fomi höfuðstaður
keisaraveldisins, en lýðveldis-
stjórnin hafði flutt höfuðborg
ina frá Peking til Nanking.
Kommúnistar gerðu borgina
aftur að höfuðborg ríkisins.
— Ætli það sé í samræmi
við stórveldadraum kommún-
istastjórnarinnar?
— Ég veit það ekki. En ég
vil bæta því við, að Mao-
stjómin hefur látið byggja
mjög nýtizkulegt miðhverfi í
borginni með geysistórum
breiðgötum og einu stærsta
torgi veraldar: Torgi himins-
ins og friðarins.
— Þótti yður mjög friðvæn
legt á þessu torgi?
Ráðherrann brosti, svO sagði
hann: „Chen hershöfðingi,
utanrikisráðherra og fyrsti
varaforsætisráðherra, sem
ég átti viðtal við, lagði
sérstaka áherzlu á, að Kin-
verjar vildu varðveita heims-
friðinn, hvað svo sem Krús-
jeff og rússneskir kommúnist
ar leyfðu sér að segja um hug
arfar stjórnarinnar í Peking,
og það væri siðar en svo veik
leikamerki stjómarinnar að
vilja ekki taka herskildi Hong
Kong, Maeao Og Formósu, sem
hann kallaði kínverskt land.
Kínverjar vildu halda í heiðri
þá grundvaliarstefnu stofn-
skrór S.þ., að leysa ekki alþjóð
leg deiiumál með hervaldi.
Um viðurkenningu á kin-
versku aiþýðustjóminni sagði
hann að ekki skipti öílu máli
hvort íslendingar viður-
kenndu stjómina nú eða á
næstu árum, það væri íslend-
inga sjálfra að ákveða það. Aft
ur á móti taidi hann engum
vafa undirorpið að allar þjóð
ir mundu á næstu árum við-
urkenna stjórn stærsta ríkis
veraldar.
— Fannst yður urgur í Kín
verjum út í Rússa?
--Já, mjög mikill. Það
leyndi sér ekki að deilurnar
við rússneska kommúnista
setja svip sinn á ailar stjórn-
málaumræður í Kina um þess-
ar mundir. Það er mjög áber-
andi, að stjórnin í Peking er
rússneska kommúnistaflokkn-
um mjög andstæð. Chen dró
enga dul á að mikið bæri á
milli Rússa og Kínverja
og Kinverjar hefðu orð-
ið fyrir miklum vonbrigðum
af þeirri afstöðu sem Krúsjeff
hefði tekið til þróunarinnar í
Kína. Hann sagði einnig, að
kínverska alþýðustjórnin
mundi ekki láta neinn segja
sér fyrir verkrnn um það,
hvernig hún hagaði uppbygg-
ingu í landinu eða hvaða
stefnu hún tæki í innanríkis-
og utanríkismálum.
— Var nokkuð minnzt á
kjarnorkusprengjur?
— Nei, ekkert.
— En sýndist yður Kína
vera mikið herveldi?
— Já, það er mjög áberandi,
hvað allt einkennist þar
af hernaðaranda. Herinn.
setur mjög mikinn svip á allt
þjóðlífið og er í miklu áliti.
Hins vegar er ljóst að raun-
veruleg völd eru I höndum
miðstjórnar kommúnista-
flokksins í Peking.
— Yður finnst sem sagt ein-
ræðið liggja í loftinu?
— Þjóðféiagið er alveg sams
konar og í Sovétríkjunum og
mér kom það svo fyrir sjónir
að hið mikla kínverska þjóð-
félag væri á 15 árum orðið
algjörlega kommúnistískt,
með öllum einkennum venju-
legs kommúnísks þjóðfélags
eins og ég þekki það frá Aust-
ur-Evrópu. — En sem sagt:
það var mjög merkilegt að
kynnast þessu viðlendasta
ríki heimsins og fjölmenn-
ustu þjóð veraldar, sem á sér
fimm þúsund ára garola sögu
og merka menningu. Gg ekki
er annað að sjá en þeir leggi
sig fram um að byggja upp
landið, þó ég sé auðvitað ekki
um það dómbær eftir skjóta
yfirferð, því víða var komið
við á stuttum tima.
— HVaða stórborgir sáuð
þið?
— Við komum til' Han-
chow, Shanghai og Kanton,
auk Peking.
— Og yður hefur þótt mikið
til um að koma til hÖfuðborg-
arinnar?
— Já, hún er gamall menn-
ingarbær. Þar mætist gamla
keisaraveldið og kommúnismi
þess Kína sem Mao tse tung
og félagar hans hafa skapað.
Bátiðahöld í Pekbg:
Ekkert minnzt á
kjarnorkusprengju
Peking 1. okt. (NTB).
Meira en hálf milljón manna tók
]>átt í hátiðahöldum í Peking í
dag í tilefni þess að 15 ár eru
liðin frá stofnun Kínverska Al-
þýðulýffveldsins. MikU skrúð-
ganga var farin um affaltorg
borgarinnar og á svölum viff torg
Iff var Mao Tse-tung, formaður
hinverska komniunistaflokksins,
ásamt öðrum leiðtogum kín-
verskra kommúnista og 3 þús.
erlendum gestum meffan gangan
fór hjá.
Bargarstjóri Peking, Perng
Chen, flutti ræðu áður en skrúð-
gangan hófst. Sagði hann, að
efnahagur Kína hefði aldrei ver-
ið betri en nú, og án þess að
nefna tölur, spáði hann, að upp-
skera haustsins yrði mjög góð.
Peng Chen lagði áherzlu á vin-
áttu Kinvexja við þjóðir Afríku,
Asiu og S.-Ameríku. Hann
nefndi ekki Sovétríkin en sagði,
að kínverska þjóðin væri mót-
fallinn endurskoðunarstefnunni,
sem væri versti óvinur heims-
kommúnismans. Hann sagði, að
Kínverjar yrðu að varast að
blanda s>ér í innanríkismál ann-
arra landa, en koma fram við
þau eins og jafningja. Slíkt ættu
önnur kommúnista'ríki Mka að
gera án tillits til stærðar. Ræðu
sinni lauk Peng Clhen með árás-
um á Bandaríkin og stefnu þeinra.
Eins og skýrt hefur verið frá
sendu Rússar sendinefnd til Pek-
ing til þess að taka þátt í há-
tiðahöldunum. Flest blöð í Sovét
ríkjunum sögðu í dag frá afmæH
Kínverska aliþýðulýðveldisins.
Pravda málgagn kommúnista-
flokiks Sovétríkjanna sagði, að
kínverskir leiðtogar hefðu ráð-
izt á kommúnistaflokk sovétríkj-
anna og borið hann rógi, en þrátt
fyrir það réttu sovézkir kommúu-
isfar kínverskum kommúnistum
vinarhönd. I grein blaðsins er
síðar minnt á, að mikill meiri-
hluti kommúnistaflokka heims
sé hlynntur þvi að haldin verði
alþjóðleg ráðstefna tH þess að
ræða ágreininginn, sem risið
hefur innan kommúnistahreyf-
ingarinnar.
Undanfarna daiga hafa ýmsir
stjórnmálafréttaritarar talið, að
Kínverjar ætluðu að sprengja
kjarnorkusprengjiu í tilefni 15
ára afmælisios, en ekkert slíkt
var nefnt í daig. í Saigon sagði
sendiherra Bandarikjanna, Max-
well Taylor, að það væri ekki
sama að eiga kjamorkusprengju
og geta skotið henni í mark. Lét
sendiherrann í ljós efasemdir um
að Kínverjar ættu tæki tU þess
að flytja kjarnorkusprengju á
áfangastað ,þótt sprengjan væri
ef tH vill fyrir hendi.
Eins og síðustu fimm árin, var
lítið um hersýninigar í samlbandi
við hátiðahöl din 1 Peking, en
nokkrar herdeildir vopnaðar
byssum, sprengjuvönpum, vél-
byssum og handsprengjum tóku
þátt i skrúðgöngunni.
Mörg þúsund börn gengu fram
hjó svölunum þar sem komm-
únistaleiðtogarnir stóðu, veifuðu
gerfiblómum og sungu „Lengi
lifi Mao Tse-tung“. Auk verka-
manna og bænda tóKu stúdentar
og Iþróttamenn þátt í skrúðigöng-
unni Báru göngiumenn stór
spjöld með lofsyrðum um kín-
versku byltiniguna. og þróunina
í Kína eftir að hún var gerð.
Einnig voru á möngum spjöld-
unum áskoranir tH þjóða Afriku,
Asíu og S.-Ameríiku. Voru þœir
hvattar tH að kynna sér verk
Maos og stefnu hans.