Morgunblaðið - 02.10.1964, Síða 16

Morgunblaðið - 02.10.1964, Síða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 2. okt. 1964 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesseru Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Simi 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. DAGBLÖÐ OG SAKAMÁL Jón Helgason dómari í spurningaþættf í sgón- varpi ó Norðurlöndum I NÝJUM skemmtiþætti, sem liet'ur göngu sina í sjónvarpi Norðurlandanna innan skamms, verður prófessor Jón Helgason dómari. Þettá er spurningaþáttur og eru kepp- endur frá fjórum Norður- landanna, Danmörku, Finn- landi, Noregi og Svíþjóð. Fyrsti þátturinn verður 11. okt. og síðan einn á hverjum laugardegi til 5. desember. Ónafngreindir sérfræðingar hafa að undanförnu unnið að því að semja rúmlega 3 þús. spurningar á 24 sérsviðum. í hverjum þætti verða spurning ar úr 6 af þeim á dagskrá. Hvert svið verður tekið til meðferðar oftar en einu sinni. í tilefni þess að prófessor Jón Helgason var valinn í dómaraembætti í þættinum, „Teningunum er kastað“, gekk fréttamaður danska blaðsins „Extrabladet“ á hans fund í Árnasafni og ræddi við hann nokkra stund. Fer útdráttur úr viðtalinu hér á eftir. Það er ekki auðvelt að finna Árnasafn. Flestir, sem hyggjast heimsækja safnið og mæla sér mót við safnvörðinn koma of seint. Þannig fór fyrir fréttamanni „Extra- bladet". Hann bað afsökunar á að hafa látið safnvörðinn bíða og benti á hve erfitt væri að finna safnið. Jón svaraði: „Verið ekki að afsaka þetta, það er mér til ánægju. Mér líður svó vel, þegar ég sit hérna og bíð og veit, að sá sem er að koma hleypur um allt og leitar að mér. Ég hefði auðveldlega getað sagt yður að það væri engin númer á húsunum við Christ- ians Brygge ag hvernig hægt væri að finna safnið. En ég geri það aldrei. Ég er stríð- inn, en ég vil ekki að mér sé strítt ......“ Jón Helgason á sér langan vísindastarfsferil að baki, en um það neitar hann að ræða. Það var eins og hann yrði örvæntimgarfullur, þegar hann var beðinn að segja frá Jón Helgason, fortíð sinni, starfinu i vís- indafélögum á Norðurlöndum og við Kaupmannahafnar- háskóla. „Það eina áreiðanlega er fæðingarárið 1899“, sagði prófessorinn. Þeir, sem þekkja prófessor Jón Helgason segja að betri mann hefði vart verið unnt að velja í dómaraembættið, svo víðtæk sé þekking hans. En hver var það„ sem lét sér detta Jón Helgason í hug? Ef einhver er mótfallinn því að koma fram opinberlega, er það þessi skemmtilegi og gáf- aði ísiendingur. „Einn hinna sænsku vina minna, hvíslaði því að sænsk- um sjónvarpsmanni, að hann hann skyldi reyna að fá mig til starfsins", sagði prófessor Jón. „Það átti helzt að vera einhver frá fimmta Norður- landinu og slíkan mann var erfitt að finna á þessum slóð- um“. „Var erfitt að fá yður til þess að taka að yður starfið?" „Nei. Mér fannst þetta 3vo fráleitt að ég sagði strax já. Það var dularfullt, að nokkr- um skyldi detta þetta í hug“. „Hlakkið þér til?“ „Nei, ég hlakka aldrei til neins. Það er svo dapurlegt, ef allt fer öðruvísi en ætlað er“. „Hvernig haldið þér að þetta gangi?“ „Ég þori alls ekki að hugsa um það“. „Fylgdust þér með síðustu norrænu spurningakeppninni í sjónvarpinu?“ „Nei, óg á ekki sjónvarp". „Þér hafið verið á æfingu 1 Stokkhólmi. Fenguð * þér hugmynd um hvernig ten- ingunum verður kastað?“ „Nei, en hins vegar fékk óg hugmynd um hve mikið mað- ur þarf að vita. Það eru ótal svör, sem á að dæma um“. „Hvernig gekk upptakan?“ „Ég hafði til aðstoðar ágæt- an sænskan einkaritara". „Sáuð þér yður á sjón- varpsvarpsskerminum?“ „Aðeins í svip. Unga stúlk- an sá strax hvernig mér varð við. Það var augljóst . . . „Nú er kominn tími til að panta bifreið og aka til flugvallar- ins“, sagði hún, og þótt hálf klukkustund væri til stefnu, vissi ég að hún hafði rétt fyrir sér. Á leiðinni til flugvallar- Framhald á bls. 19. T skýrslu Warren-nefndar- * innar um gögn varðandi morðið á John F. Kennedy og eftirmál þess kemur í ljós, að löggæzluyfirvöldum í Dall- as hafa orðið á mikil mistök og vanræksla, einkum um gæzlu hins grunaða Oswalds eftir handtöku hans. Yfir- völdin í Dallas létu blaða- mönnum strax í té ýmsar „uþplýsingar“, sem bæði voru óstaðfestar og ósannaðar. Þá hafi yfirvöldin leyft blaða- mönnum frjálsari umgengni við fangann, en öryggi hans leyfði og síðar kom í ljós, að varð hans bani. Þetta gerðu yfirvöldin í Dallas til þess að þóknast blöðunum og í þeirri trú, að blöð, útvarp og sjónvarp yrði þeim hliðholl fyrir vikið. Oft hefur verið deilt um sam- band blaðamanna og dóm- stóla í Bandaríkjunum. Hafa frásagnir blaðamanna af dómsmálum ekki þótt réttlæt- inu til framdráttar, en í öðr- um tilvikum hefur meiri leynd þótt hvíla yfir dóms- málum, en góðu hófi gegnir. Hér er því vandratað meðal- hófið. Takast á hagsmunir að- ila dómsmálsins, sem eiga kröfu á hlutlausri meðferð máls og leynd um einkamál, sem skipta kunna máli við úr- lausn. Hins vegar er krafa al- mennings um fulla vitneskju um gang dómsmála til trygg- ingár því, að sekum sé refsað að lögum. Blaðamönnum ber skylda til þess að skýra sem gleggst frá dómsmálum, því að al- menningur á kröfu á upplýs- ingum, Dómurum og lög- gæzlumönnum ber hins veg- ar að fara að öllu með gát í veitingu slíkra upplýsinga um óútkljáð mál, þeir verða að gæta hagsmuna hinna grun- uðu og fara að lögum. Það er mikilvægara að forða sak- lausum, grunuðum manni frá sakfellingu almenningsálits- ins og dómsorði blaða, en veita almenningi upplýsingar á rannsóknarstigi máls og gefa dagblöðum vinsælt lestr- arefni, sem gæti aukið sölu. í mörgum fylkjum Banda- ríkjanna eru sérstök lög, sem varða aðgang blaðamanna og ljósmyndara að réttarhöld- um. Slíkum lögum er ekki til að dreifa hérlendis, en al- mennar réttarfarsreglur fjalla um aðgang almennings að þinghaldi og gögnum lög- reglu og dómstóla. Ekki eru deilur um þær reglur svo vit- að sé. Hins vegar má geta þess, að í fámennu þjóðfélagi | þarf augljóslega strangari gæzlu einkamála manna, sem varða kunna lögreglurann- sókn og dómsmál. Grunaður maður á kröfu skv. lögum að vera talinn saklaus, þar til sekt hans er sönnuð. Hann á einnig siðferðilega kröfu til þess að vera talinn saklaus á sama hátt í augum almenn- ings. Þetta ber ábyrgum fréttablöðum ávallt að hafa í huga. Þessu gleyma sumir blaðamenn stundum í hita dagsins og kapphlaupi um fréttir. Sum íslerizk blöð hafa gleymt þessum sjálfsögðu siðareglum í fréttaflutningi sínum. Sökin er þó ekki ein- hliða þeirra, því að sennilega eru bæði lögregla og dómstól- ar full fastheldin á fréttir af sakamálum, sem eru í rann- sókn. Slík óþarfa leynd get- ur oft ýtt undir kviksögur, sem eru hinum grunaða mörg um sinnum skaðlegri, en þær staðreyndir málsins, sem þeg- ar hafa verið upplýstar, en haldið er leyndum. Hér þarf að koma til betri samvinna blaðanna við lög- reglu og dómstóla. Rannsókn- arlögreglan og dómstólar þurfa að geta trúað blaða- mönnum fyrir upplýsingum, hvað birt sé að hvað ekki. Einnig að blöðin geri skýran greinarmun á upplýsingum valdsmanna og eigin hugleið- ingum og skoðunum. Blaðamenn þurfa að geta treyst því, að upplýsingum sé ekki leynt að ástæðulausu. Almenningur á kröfu á öllum gögnum mála, sem sanngjarnt og eðlilegt er, að skýrt sé frá. SAMTALIÐ VIÐ BRÖNDUM - NIELSEN fálaðið átti samtal í gær við prófessor Johannes Brönd- um-Nielsen, fyrrverandi for- mann stjórnar Árnasafns, en hann hefur verið framarlega í flokki andmælenda afhend- ingar handritanna. Sagði hann það vera skyldu stjórn- ar safnsins að vernda það með öllum tiltækum ráðum, jafn- vel málaferlum og áfrýjunum til hæsta dómstsóls. Taldi próf. Bröndum-Nielsen, að danska ríkisstjórnin yrði neydd til þess að bíða úrslita dómsmála, áður en afhending gæti farið fram. Helzta röksemd prófessors- ins gegn afhendingu handrit- anna er sú, að undirstaða vís- indalegra rannsókna hrynji við flutning þeirra til íslands. Handritin eiga heima í menn- ingarbæ — ekki í Reykjavík, sagði prófessorinn í samtal- inu. íslendingar vísa þessum fullyrðingum hins aldna danska fræðimanns á bug. Það eru íslenzkir vísinda- menn, sem mest og bezt hafa unnið að rannsóknum forn- bókmenntanna og handrit- anna og skyldum viðfangsefn um, þrátt fyrir það, að hand- ritin hafi verið í Kaupmanna- höfn. Það er síður en svo ástæða til þess að ætla, að rannsóknir innlendra og er- lendra manna dragist saman við flutning handritanna til Reykjavíkur eða verði óvand- aðri, en nú er, öðru nær. Hér á íslandi er tungutak handritanna enn lifandi á vörum fólksins. Þau eru skráð hérlendis, við íslenzka stað- hætti. Þótt andi þeirra og menning sé norræn, þá er hún fyrst og fremst íslenzk. Nauðsynleg forsenda hand- ritarannsóknanna er þekking á íslenzku máli og íslenzkum staðháttum. Hvar er þess fremur að leita en einmitt á íslandi? í orðum prófessorsins var hins vegar sannur broddur, þegar hann f jallar um aðstöð- una til vísindalegra iðkana í höfuðborg íslands. Þar er það fyrst og fremst fastheldni á fé, sem stendur fræðiiðkunum fyrir þrifum. Því er auðvelt að breyta og' verður að breyta þegar í stað. VITURLEG VARNAÐARORÐ lt/|bl. átti stutt samtal við Halvard Lange, utan- ríkisráðherra Noregs, um um- ræður norrænu flugmála- stjóranna á dögunum, þegar þeir fjölluðu um deilumál SAS á hendur Loftleiðum. Ráðherrann kvaðst beina þeim eindregnu tilmælum til blaðanna á íslandi og í Nor- egi að fara varlega í sakirnac í skrifum um málið, á með- an viðræðurnar standa yfir. Ef það væri ekki gert, þá gæti það spillt fyrir sam- komulagi. Þetta eru viturleg varnað- arorð, sem jafnframt gefa til kynna nokkurn ugg um, að þetta deilumál geti gruggað hina vinsamlegu, sjálfsögðu og nauðsynlegu norrænu samvinnu. Það er sjálfsögð skylda blaðanna að taka þessi varn- aðarorð ráðherrans til yfir- vegunar. Það er einnig var- hugavert, að blanda viðskipta málum um of inn í hina nor- rænu samvinnu, sem fyrst og fremst stendur á menn- ingarlegum grunni. Lange segir í samtalinu, að samkomulag hafi þegar tekizt um ýmis mikilvæg atriði og að hann voni, að málið verði til lykta leitt á þann hátt að öllum líki, sem hlut eiga að málú Vonandi rætast þær óskir ráðherrans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.