Morgunblaðið - 02.10.1964, Page 18
18
MORCU N BLABIÐ
Föstudagur 2. okt. 1964
Bílst^óri óskast
Viljum ráða röskan mann til útkeyrslu.
Nauðsynlegt er vegna vinnutilhögunar,
að umsækjendur búi í vesturbænum. —
Nánari upplýsingar gefur Starfsmanna-
hald SÍS, Sambandshúsinu.
Starfsmannahald S I S
BoUetskóIi
Eddu Scheving
Kennsla hefst mánu-
daginn 5. október.
Innritun í síma:
23-500 daglega frá
kL 1—5 e.h.
Skírteini afhent í KR-
húsinu við Kaplaskjólsveg
laugardaginn 3. okt. frá
kl. 1—4 e.h.
AUSTURBÆINGAR ATHUGIÐ að hraðferð
Austurhœr/Vesturbær stoppar við KR-húsið.
HEFUR ALUA KOSTINA:
HÁRÞURRKAN
★ stærsta hitaelementið, 700
W ★ stiglaus hitastilling,
0-80°C ★ hljóður gangur
★ truflar hvorki útvarp né
sjónvarp ★ hjálminn má
leggja saman til þess að spara
gcymslupláss ★ auðveld upp-
setning: á herbergishurð, skáp
hurð, hillu o. fl. ★ aukalega
fást borðstativ eða gólfstativ,
sem einnig má leggja saman
★ formfógur og falleg á litinn
★ sterkbyggð og hefur að baki
ábyrgð og Fönix varahlut"- og
viðgerðaþjónustu.
Ótrúlega hagstætt verð:
Hárþurrkan ......... kr. 1095,-
Borðstativ ......... kr. 110,-
| Gólfslativ ........ kr. 388,-
Sendum ura
allt land.
OKORME
K U
P HAIM* E TMl
Simí 12606 - Suðurgötu 10 - Reykjavík
Framhald á bls. 17.
fyrir spillingu og lausung og
hindra ósækileg erlend áhrif.
Uetta hefur tekizt, en um leið
hefur tekizt að fela ísland fyrir
varnarliðsmönnum og þeir flest
ir látnir snúa heim með þá for-
dóma, að heiðin, hraunið og
girðingin sé það fagra land, sem
af er státað í bókum. Að hinn
strangi og ósveigjanlegi vörður
í hliðinu sé samnefnari fyrir ís-
lenzka gestrisni. Að nokkub
rispumenni og lausar konur,
eem kássast upp á þá í einver-
unni séu samnefnari fyrir ís-
lenzká menningu og sýnishorn
niðja frægra miðaldarmanna.
Frá því að varnarsamningur-
inn var gerður árið 1951 hafa
dvalið hér árlega u.þ.b. 4000 her
menn. Á þessum tíma má reikna
með, að héðan hafi snúið allt að
50 þúsund Bandaríkjamenn,
sem hafi óbeit á flestu því, sem
íslenzkt er. Á sama tima er eytt
stórfé og fyrirhöfn til landkynn
ingarstarfsemi! Ég hef rekið
mig illilega á þessa staðreynd,
bæði í viðtölum við varnarliðs-
menn hérlendis og eins hjá
mönnum vestan hafs, sem hér
hafa dvalið eða ættingjum
þeirra, sem heyrt hafa um fín-
heitin í bréfum eða samtölum.
V
Sumir segja, að sambúðin sé
betri við bándaríska flotann,
sem nú stjórnar varnarstöðinni.
bað sé vegna þess, að flotinn
kunni betur að umgangast er-
lendar þjóðir. En kunnum við
að umgangast erlendar þjóðir,
en þar í flokki ber tvímælalaust
að flokka varnarliðsmenn? Nið-
urstaðan verður sennilega sú, að
þeirri spurningu verði að svara
neitandi. Það er mikill löstur í
íari islenzkrar þjóðar, sem
væntanlega stendur til bóta, þeg
ar fram líða stundir. Svo
skammt er síðan einangrun Is-
lands var rofin.
Við verðum að kunna að sýna
erlendum mönnum, ferðamönn-
um og varnarliðsmönnum, sjálf-
sagða kurteisi og umburðar-
lyndi. Ef okkur finnst við fínni,
en slíkt fólk, þá verður að dylja
það vandlega. Við krefjumst
kurteisi og umburðarlyndi í um
gengni meðal okkar sjálfra. Við
krefjumst þess sama af erlend-
um mönnum. Það er ekki nóg
að kæfa einstaka ferðamenn og
sérstaka gesti í yfirborðsmikilli
gestrisni, jafnvel þótt þeir rómi
viðtökur í viðtölum við dag-
blöðín í staðinn. Slíkt hól getur
ef til vill dillað okkur sjálfum,
en það er þó fjöldinn, sem ræð-
ur því orði og áliti, sem af okk-
ur mun fara meðal annarra
þjóða. Með þetta í huga, eru
hinar ströngu reglur um ferðir
varnarliðsmanna og framkoma
gagnvart þeim almennt svartur
blettur á þjóðinni, ef ekkert
kemur á móti.
V
Þá er það sjónarmið, hvort
hið sérstaka verkefni varnar-
liðsins hér á landi leggi okkur
auknar skyldur á herðar. Skal
ekki tekin afstaða til þess hér,
en nefna má, að varnarliðsmönn
um gæti fundist þeir vera hér
jafnt okkar vegna og vegna
hagsmuna þjóðar sinnar. Gætu
þeir því spurt, hvers þeir eigi
að gjalda og þótt þeir uppskera
nokkurt vanþakklæti fyrir.
Þetta er þó ekkert aðalatriði,
heldur er það sjálfsvirðing okk-
ar og orðstír, sem kallar á menn
ingarlegri sambúð við yarnar-
liðið, eins og aðra útlendinga,
bæði vinveitta og óvinveitta.
V
Nú má því spyrja: Hvað er
þá til ráða? Hinar ströngu regl-
ur eru nauðsynlegar og ná til-
gangi sínum til varnar lausung
og eftirlitslausum erlendum á-
hrifum. En einmitt vegna þess-
ara reglna, verðum við sjálfir
að hafa atbeina að menningar-
legum samskiptum við varnar-
liðið. Gefa liðsmönnum kost á
því að kynnast íslandi, íslend-
ingum, íslenzkum lifnaðarhátt-
um og menningu.
Sumir segja, að varnarliðs-
menn séu upp til hópa slíkur
dæmalaus og afmenntaður
skríll, að ekki sé unnt að vera
neitt við þá riðnir. Slíkar full-
yrðingar eru vitaskuld fráleitar
og ekki til annars, en lýsa hug-
arfari, þótta og vanþekkingu
þeirra, sem þeim beita. Og setj-
um svo, að þeir séu svo menn-
ingar og fræðilega minnimáttar
og ýmsir hatursfullir hernáms-
andstæðingar gefa í skyn, hver
er þá hættan fyrir okkur, þessi
andlegu ofurmenni! Væri ekki
nær að reyna að varpa Ijósi
menningar inn í sálarskugga
þessara manna? ~
V
Ríkisvaldið og önnur stjórnar
völd hafa sinnt skyldu sinni
með framkvæmd varnarsamn-
ingsins og setningu öruggra
reglna. Þetta málefni, sem hér
hefur verið reifað, er því í hönd
um borgaranna. Það er ekki
hægt að ætla stjórnarskrifstofu
að sýha hópi erlendra manna
kurteisi og umburðarlyndi fyrir
hönd borgaranna. Það verða
þeir að gera sjálfir og nokkuð
almennt.
Hér er því verðugt verkefni
fyrir frjáls samtök borgaranna.
Að skipuleggja kynnisferðir og
móttöku fyrir þá varnarliðs-
menn, sem óska þess að kynnast
því íslandi, sem við þekkjum
og erum stolt af. Að gangast
fyrir fræðslu og fyrirlestrum
fyrír varnarliðsmenn um ís-
lenzk málefni. Á þennan hátt
gegnum við vanræktum skyld-
um húsráðanda og veitum varn-
arliðsmönnum um leið tækifæri
til þess að verja tómstundum
sinum á meira uppbyggjandi
hátt, en ráfa um götur Reykja-
víkur. Það er það eina, sem við
höfum haft upp á að bjóða til
þessa.
Járnsmiðir
Fyrirtæki vill ráða til sín járnsmið eða mann vanan
járnsmiðavinnu um óákveðinn tíma. Tilboðum, sem
veita upplýsingar um fyrri störf ásamt kaupkröfu
sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld, 5. okt.,
merkt: „Góð vinnuskilyrði — 4479“.
Kópavogur
Afgreiðslustúlku vantar nú þegar.
Verzlunin Vo§ur
Víghólastíg 15.
Nýjasta tízka
Fæst hjá:
Merradeiicl P & 6
Austurstræti 14. — Sími 12345.
F 4 C O
Laugavegi 37. — Sími 18777.
Herratízkam
Laugavegi 27. — Sími 12303.
Fást ennfremur víða út á landi.
Söluumboð: S O L I D O
Umboðs- og heildverzlun.
BoJholti 4. — Sími 18950.
BEATLES jakkar