Morgunblaðið - 02.10.1964, Blaðsíða 23
Föstudagur 2. okt. 1964
MORCUNBLAÐIÐ
22
Sigríður á Flögu
hálf níræð í dag
í DAG verður hálfníræð hefðar-
konan Sigríður á Flögu — svo
að nefnd sé því nafni sínu, sem
heita má landfrægt — svo mikill
er sá dreifingur manna um land
allt, er sjálfir hafa notið góðs af
þessum einhverjum mesta og
bezta gestgjafa landsins í hús-
freyjustétt, — en um Suðurland
allt, austur í Lón, mun nafn þetta
kunnugt svo til öllu fullorðnu
fólki. f Reykjavík þekkir sægur
manna gestgjafa þenna af eigin
raun.
Einhverju sinni var það á rík-
isstjóra-árum Sveins Björnsson-
ar —- eða fyrstu forseta-árum —
að Norræna félagið gerði hann
að heiðursfélaga í glæsilegu hófi.
Er menn, eftir samsætið, dreifðu
sér við smærri borð, settist for-
setinn ekki — nema stundarkorn
hjá elztu dóttur Sigríðar og Vig-
fúsar á Flögu. Við hana talaði
hann um móður hennar, og ann-
að ekki. Er hann stóð upp frá
því borði, fór hann þegar úr hóf-
inu.
Sigríður á Flögu fæddist 2.
október 1879 að Sandfelli í Ör-
aefum. Foreldrar hennar voru
síra Sveinn Eiríksson og kona
hans, maddama Guðríður Páls-
dóttir, prófasts Pálssonar í Hörgs
dal á Síðu, — en af honum er
komin hin fjölmenna og hæfi-
leikaríka Hörgsdalsætt. Síra
Sveinn var hins vegar af Hlíðar-
sett, í Skaftártungu: sonur Eiríks
Jónssonar, bónda þar, og Sigríð-
ar Sveinsdóttur Pálssonar, lækn-
is og náttúrufræðings, ferða-
garps og mannvinar (annars
tveggja mikilmenna er Skaga-
fjörður sendi Skaftafellssýslu að
gjöf; hinn var síra Jón Stein-
grímsson). M.öo.: Bjarni Pálsson
landlæknir var afi Sigríðar í
Hlíð, en Skúli landfógeti lang-
afi. Þjóðskörungurinn Gísli
Sveinssonar var bróðir Sigríðar
á Flögu; hinir bræðurnir og
merkismenn, en systur hennar
tvær merkiskonur. Sjálf líktist
Sigríður einna mest Gísla —
heima í héraði, þar sem Gísli
var sýslumaður og alþingismað-
ur, að sínu leyti álíka mikill
skörungur og álíka mikils met-
in og hann.
Sigríður var með foreldrum
sínum — elskuðum og dáðum af
allri alþýðu — flutt að Ásum í
Skaftártungu innan fermingar-
aldurs, og varð, upp úr þvi, ein
glæsilegasta mær gervallrar
Skaftafellssýslu — með glóbjart,
þykkt og hrokkið hár niður að
hnjám. Það var að vonum, að
það yrði hún, sem húsfreyja
varð að Flögu í Skaftártungu,
kona þrekmennisins glæsilega,
persónuleikans sérstæða en yfir-
lætislausa, Vigfúsar Gunnars-
sonar á Flögu (árið 1900). Þeim
varð sjö barna auðið: briggja
eona og fjögurra dætra. Ólu auk
þess upp tvö systurbörn Sigríð-
ar .
þá varð hún að neyta allrar orku
við nýja uppbyggingu, rúmlega
fimmtug að aldri.
Flaga er þannig í hérað sett,
að á fyrri búskaparárum Sigrið-
ar gisti svo að segja öll sýslan,
austan og sunnan Eldhrauns, hjá
þeim Vigfúsi í vorlestaferðum og
sláturfjárrekstrum. Voru ósjald-
an tugir manna hjá þeim í gist-
ingu samtímis. Þetta breyttist, er
sláturhús var reist austan Hrauns
og er bílarnir komu til sögunn-
ar. Utanhéraðsfólk, er gisti í
Skaftártungu, kaus sér flest nátt-
stað að Flögu. Engin nótt var
þar til enda trygg áður en sím-
inn kom, 1927 eða svo. Mætti
vel segja mér, að til engrar konu
í öllu landinu hafi stafað meira
þakklæti úr öllum áttum, af öll-
um landhornum — að ekki sé til-
tekið innanhéraðs — fyrir hátt-
víslega og höfðinglega og hlýlega
gestrisni ,en til Sigríðar á Flögu.
Enn munu hlýjar hugsanir
streyma að henni hvaðanæva —
á 85 ára afmæli hennar, 2. októ-
ber n.k.
Egilsstaðakauptúni,
29. september 1964.
Björn O. Björnsson.
- UTVARPIÐ
Framhald af bls. 6
Constandúros, en_ það var flutt í
þremur köflum. Ég náði því ekki
öllu, en heyri því hrósað. Sama
kvöld var kynnt rússnesk ljóð-
list. Flutti Árni Bergmann for-
spjall. Hann sagði m. a., að á 19.
öld hefðu rússneskir andans
menn neyðzt til að gefa sig við
skáldskap, því áð keisarastjórn-
in hefði gert þeim torveld öll
afskipti af stjórnmálum. Ekki
talaði Árni gizka- vel um Stalín
sáluga og taldi hann hafa verið
lítinn velgerðarmann rússnesk-
um skáldum. Líklega stendur
þetta allt til bóta hjá Krúsjeff
keisara fyrsta. Bara að hann fari
þá ekki að ofhlaða skáldin stjórn
arstörfum, eins og Kínverjar
fóru með Mao. Það er skammt
öfgana á milli.
Sveinn Kristinsson.
Blfreiðaeigendur
Framkvæmum hjóla- og mótorstillingar á öllum
stærðum ug gerðum bifreiða.
Bílastillingín
Hafnarbraut 2, Kópavogi. — Sími 40-520..
Til sölu
glæsileg 6 herb. íbúð í sambýlishúsi í borginni.
Ólafur Þorgrímsson
hæstaréttarlögmaður.
Austurstræti 14. — Sími 21785.
Hæð »g ris til $é!u
Efri hæð og ris við Nýbýlaveg, Kópavogi er til sölu.
Á hæðinni eru 3 herb., eldhús, WC, skáli. í risinu
eru 3 herb. og bað. Stórar svalir. — í risinu er
lagt fyrir eldhúsi í 1 herb. Tilvalið fyrir fólk, sem
vantar 2 íbúðir í sama húsi. Teppi á gólfum fylgja.
Sér hiti.
Búskapur þeirra Vigfúsar
gtóð alla tíð með miklum blóma,
þá rúmlega hálfu öld, sem þau
sátu Flögu saman — enda þótt
Kötlu-gosið, 1918, rændi þau
mesta engi sveitarinnar, utan
ennarra búsifja og elding brenndi
upp bæ þeirra 1930, svo að mann-
björg varð með naumindum og
ells engu fémæti bjargað.
Börn þeirra hjóna hafa reynzt
beztu drengir og dugnaðarfólk
—- barnabörn mörg og mannvæn-
leg, öll elsk að ömmu og afa á
Flögu — hann lézt sl. vetur, á
tíræðisaldri; og barnabarnabörn
vita vel um langömmu á Flögu
— þeim þótti líka vænt um lang-
efa.
Sigríður á Flögu hefur farsæl
verið og er, fyrir Guðs náð, enn.
En harma hefur hún haft, að
sama skapi stóra, í mannslátum.
Þá huggaðist hún, af fráfalli son-
er og fóstursonar, er allt brann
á Flögu er brunnið gat, því að
Hæð og ris í Hlíðunum
Höfum til sölu efri hæð og ris við Mávahlíð. Á hæð-
inni, sem er 130 ferm. eru 4 herb. eldhús^ bað og
skáli. — í risinu 4 herb. WC og geymslur. — Sér
geymsla í kjallara auk sameignar í þvottahúsi. —
Bílskúrsréttindi.
2 herb. íbúð
Til sölu óvenju skemmtileg og rúmgóð 2ja herb.
íbúð við Kvisthaga. Góður stigauppgangur. Kvistir.
Teppi fylgja.
Skipa- og fasieignasálan
pmimiiiiimiiiHmiimtimittmiiiiiiiimimmmtiiimimtmmimiuinmimmiimtmmmimtmmitimmiimffl
Handsetjara
Okkur vantar röskan handsetjara j
| nú þegar. M
| Prentsmiðjan
niiiiiiiiiimimiiiimiiiiiiiiiiiiiimmimmimimiimimiiiiiimmmmmmiimiiiimmiiimmiiiimiiiiiimiiiiiimf
Laghentur
maður óskast til samsetninga og viðgerða á reið-
hjólum. — Gott kaup. Upplýsingar eftir kl. 19 í
síma 35512
Sveinaifélag
pípulagningamanna
Ákveðið hefur verið að hafa allsherjaratkvæða-
greiðslu við kosningu fulltrúa félagsins á þing Al-
þýðusambands íslands. Framboðslistum skal skilað
á skrifstofu sveinafélagsins fyrir kl. 20,00 5. þ.m.
STJÓRNIN.
S.G.T. Félagsvist
í GT-húsinu í kvöld kl. 9. — Góð spilaverðlaun.
Dansinn het'st um kl. 10,30.
Dansstjóri: Gunnlaugur Guðmundsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8,30. — Sími 13355.
NÝKOMNIR ÞÝZKIR
KVEN KULDASKÓR
SKÓSALAN
LAUGAVEGI 1