Morgunblaðið - 02.10.1964, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.10.1964, Blaðsíða 31
Föstudagur 2. okt. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 31 Nauðgunogbar- smíðar kœrðar SÍDDEGIS á þriðjudag- kom maður einn á lögreglustöðina og kærði þar innbrot, barsmíðar og loks nauðgun á sambýliskonu sinni aðfaranótt þriðjudags. Komu þá inn til þeirra tveir ungir sjómenn, óboðnir að því er húsráðandi segir, og settust að drykkju. Undir morgun segir hús ráðandi að annar sjómaðurinn hafi barið sig. því neitar sjó- maðurinn harðlega, og engin merki munu sjást þess á hús- ráðanda, að hann hafi verið bar- inn. Hinsvegar viðurkenndi sjó- maðurinn að hafa farið með hús freyju ásamt hálfum kassa af bjór í leigubíl niður að höfn, þar sem þau stigu um borð í skip það, sem sjómaðurinn er á. Er konan kom aftur heim skýrði hún fjarveru sina með því að henni hefði verið nauðg- að. Við yfirheyrslur segir hún að sjómaðurinn hafi hótað sér, og þess vegna hafi hún ekki þorað annað en fara með hon- um og láta að vilja hans. Hinsvegar ber leigubilstjórinn, sem ók þeim til skips, að vel hafi farið á með þeim, og vitni sem einnig statt var í lúkar um- rædds skips, ber hið sama. Engir áverkar voru sjáanlegir á kon- unni, fremur en á sambýlismanni hennar. Mál þetta mun ganga til dóm- stóla, svo fremi að kæran verði ekki dregin til baka, en það hafði ekki verið gert í gær. Varðbergsfnndor ó laugardag Jóhann Hafstein talar um þing- mannasamtök NATO VARDBERG, félag ungra áhuga- mann um vcstræna samvinnu, heldur fyrsta hádegisverðafund sinn á þessu hausti á morgun, laugardaginn 3. október, í Þjóð- leikhúskjaliaranum. Fundurinn hefst kl. 12.15. Þar mun Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, r - -——-—'■**..... P flytja erindi um Þingmannasam- tök Atlantshafsbandalagsins. Auk félagsmanna í Varðbergi og gesta þeirra, er féiögum í Samtökum um vestræna samvinnu gefinn kostur á að taka þátt í hádegis- verðarfundinum. Þingmannasamtök NATO eru tíu ára um þessar mundir. Þau voru sett á fót til þess að treysta samband þjóðþinganna og Atlantshafsbandalagsins, en eru þó ekki í skipulagslegum tengsl- um við bandalagið, heldur fjalla þau algerlega sjálfstætt um þau málefni, sem bandalagið og aðild- arríki þess varða. Mun land'helgis deilan t.d. hafa verið töluvert — Sv/jb/óð Framh. af bls. 1. ur í útvarpsviðtali hvort tap sósíaldemókrata og ávinningur kommúnista myndi leiða til þess »ð stjórnarflokkurinn tæki upp róttaðkari stefnu. Erlander sagði, að sósíaldemó- þrötum finndist stefna flokksins alveg frá styrjaldarlokum hafa ihaft öll einkenni róttækrar só- 6Íaliskrar stefnu og þeirri stefnu yrði haldið áfram að fyigja. Hann kvað kosningarnar sýna eð borgaraflokkarnir ættu minni ítök í kjósendum en áður. í efri deild (första kamma- ren) sænska þingsins kjósa full trúar bæja- og sveitastjórna. Þingmenn þeirrar deildar eru lcjörnir til átta ára í senn, einn éttundi á hverju ári. Þingsætin í „första kamma- ien“ skiptast nú sem hér segir: Sósíaldemókratar ...77 þingm. Þjðarflokkurinn ..27 Miðlfiokkurinn ...19 Hægriflokkurinn 26 Kommúnistar ......2 ,. rædd á fundum samtakanna á sínum tíma. A gl. sumri hélt fastanefnd þingmannasamtak- anna fund í Reykjavík, og sóttu hann fulltrúar nær allra 15 aðild- arrikja NATOs. Jóhann Hafstein hefur um ára- bil tekið þátt í starfsemi þing- mannasamtakanna af íslands hálfu. — Laxness Framh. af bls. 1. Sere dæmi má nefna, að það var í Noregi, en ekki Kaup- mannahöfn, sem Flateyjar- bók og Helgramannasögur voru gefnar út.“ Laxness heldur áfram: „Ég get annars ekki skilið hvers vegna menn vilja beita mér fyrir vagn danskrar bardaga nefndar. Ég þekki ekki nefnd ina og ég þekki heldur ekki mikið til nefndarinnar heima á íslandi. Ég er ekki í tengsl- um við háskólann og ég hef engin afskipti af handrita- málinu. Ég hef í mesta lagi skrifað einu sinni um hand- ritin í Politiken. Af hverju spyrja menn ekki sérfræðing- ana?“ Rytgaard. — 1000 manns Framh. af bls. 1. indverska hernum að því að bjarga fólki af húsþökum og úr trjám, þar sem það hefur leitað hælis. Einnig hefur verið komið upp bráða- birgðaskýlum fyrir þá, sem misst hafa heimili sín, og þar fá þeir mat og hjúkrun. Laþ Bhadur Shastri, for- sætisráðherra, fól upplýsinga- málaráðherra stjórnar sinnar, K. L. Rao, að hafa umsjón með björgunarstarfinu og í dag hélt matvælaráðherra Ind lands,' Chidamibaram Subra- maniam til flóðasvæðisins. Leitað hefur verið úr lofti í Dvo daga að fiskibátunum, sem lentu í ofviðri undan Andhra strönd á miðvikudags morguninn. 87 bátar voru á sjó, þegar ofviðrið skall á og aðeins tveir þeirra hafa fundizt. -_______________ ( Tvær togarasolur í gær seldi Þorsteinn Ingólfs- son í Bremerhafen, 8ö tonn fyrir 60.500 mörk. Hafliði seldi í Grims 'by í gær, 102 tonn fyrir 7,717 sterlmgspuncL Úr vinnusal í Múlalundi. Berklavarnadagur- inn er á sunnudag Blað og merki SIBS selt á götunum BERKLAVARNARDAGURINN er á sunnudaginn, sá 27. í röð- inni, en SÍBS var stofnað fyrir 26 árum. í þessi ár hefur fé- iagsskapurinn aflað tekna til að byggja upp starfsemi sína á Reykjalundi og Múlalundi, en fé sem safnast hefur aldrei verið iáta ganga í reksturinn sjálfan. Fjáröflunarleiðir félagsins á berklavarnardaginn eru sala á blaðinu Reykjalundur og á merkjum, sem hvort um sig kost ar 25 kr. Auk þess sem menn styrkja gott málefni með þvi að kaupa SÍBS-merki fá þeir happ- dræltismiða, því aftan á hverju merki er númer, sem dregið verður úr og er vinningurinn bifreið eftir eigin vali, 130 þús. kr. virði. Þá hefur SÍBS útvarps dagskrá á föstudagskvöld og á sunnudag kl. 3 selur kvenna- deild samtakanna kaffi í Breið- firðingabúð til ágóða fyrir Hlíf- arsjóð, sem stofnaður var til minningar um unga stúlku sem varð berklunum að bráð, og er sjóðurinn notaður til skyndi- hjáipar. Blaðið Reykjalundur er að — Hyggst veita Framhald af bls 32 að því að lagfæra húsið í frí- stundum mínum, því ég hefi enga fjármuni í þetta nema lán og styrki frá nokkrum einstak- iingum. Maður, sem enga pen- inga á, getur ekki annað en reynt þetta.“ Kristján kvaðst ekki vita hvað hann mundi taka mörg börn, er þar að kæmi, en hann hefði í hyggju að miða við börn á skóla- skyldualdri, nema þá ef um syst kini væri að ræða. Börnin mættu síðan vera á heimilinu svo lengi sem þau vildu. „Þau þurfa að iiafa eitthvað sem þau geta reitt sig á, og ég vil hafa þetta sem líkast venjulegu, stóru heimili“. sagði hann. Aðspurður sagðist Kristján hafa verið að hugsa um þessi mál í mörg ár, þó ekki hefði orðið af fyrr en nú. í sambandi við þetta kvaðst hann m.a. hafa kynnt sér æskulýðsmál í Dan- mörku. Að undanförnu hefur Kristján unið hjá samtökunum Vernd. þessu sinni að verulegu leyti helgað endurhæfingarstöðinni á Múlalundi, en í fyrra ba_r Reykjalund hæst í blaðinu. Á Reykjalundi eru nú um 100 vist- menn, um þriðjungur berkla- sjúklingar, hitt öryrkjar. En í Múlalundi í Reykjavík starfa 50—70 öryrkjar. Síðan fór að draga úr berklaveikinni hefur SÍBS sem kunnugt er fært úr kvíarnar og tekið í vinnu hvers konar öryrkja. Og nú þegar allt vinnuafl í landinu er nýtt, kemst að Múlalundi í vinnu fólk, sem annars mundi þurfa vist á ör- yrkjahælum. Við það verður af- koman að sjálfsögðu erfiðari. En hagnýting á skertu vinnu- þoli er þjóðarhagur, öryrkjum styrkur til sjálfsbjargar, eins og segir í blaði SÍBS. Samtökin hafa tekið að sé hlutverk, sem ríkisstofnanir hafa víðast annars staðar. Á Norðui’löndum eru að vísu til samsvarandi félög, en þar er reksturinn mikið ríkis- styrktur og hefur sá styrkur einkum veið aukinn í Dan- mörku. Hér er aðeins veittur styrkur fyrir dvöl sjúklinganna, en hvorki til rekstursins á Reykjalundi eða Múlalundi. Fjár til að afla tækja og til reksturs starfseminnar er aflað með því að leita til almennings og með SÍBS happdrættinu. Fólk má ekki misvirða okkur þó við förum fram á aukna að- stoð við þetta, því ekki er hægt án þess að vera, sagði Þórð ur Benediktsson, forseti SÍBS, er hann skýrði blaðamönnum frá merkjasölunni og blaðsöl- unni á sunnudag, ásamt fram- kvæmdasjtórunum á Reykja- lundi og Múlalundi, Árna Ein- arssyni og Sigurði Hannessyni, og nefnd Berklavarnardagsins, sem í eru Ólafur Jóhannesson, Ása Thorfadóttir og Júlíus Bald vinsson. Reykjalundur 1964 Blaðið Reykjalundur, 18. ár- gangur er 62 síður að stærð. Ritstjóri er Guðm. M. Þorláks- son. í því er ávarp Gunnars Thoroddsen, fjármálaráðherra, frásögn af Rómarferð eftir Odd Ólafsson, nokkur Ijóð eftir Val- borgu Bentsdóttur, viðtal við Eirík Smith, listmálara, sagan Snúið við úr róðri eftir Friðjón Stefánsson og fleiri smásögur, gamanljóð og margt fleira Margar myndir eru í blaðinu frá Múlalundi og bæði teiknimyndir og mannamyndir. — Samkomulag Framhald af bls 32 Síld isvarin til útflutnings í skip ag síld í niðursuðuverk- smiðjur kr. 1,55 kílógrammið. Verð þetta miðast við innvegið magn, þ.e. síldina upp til hópa Síld til vinnslu í verksmiðju kr. 1,02 kg. Síld til skepnufóðurs kr. 1,26 kg. Verðin eru öll miðuð við að seljendur skili síldinni á flutn- mgstæki við hlið veiðskps. Sélj- and skal skila síld til bræðslu í verksmiðjuþró og greiði kaup- andi 3 aura fyrir hvert kg. í flutningsgjald frá skipshlið. Auk framangreindra lágmarks verða hefur ráðið ákveðið verð á smásíld, 5-10 stk. í kg. veiddri á tímabilinu 1. marz til 30. sept. 1964, til heilfrystingar kr. 1,27 hvert kg. (Frá Verðlagsráði sjávarútvegsins).“ Til viðbótar framangreindri frétt má geta þess að allveru- legar breytingar hafa orðið á síldarverðinu frá í fyrra. Ber þar mest á að síld til söltunar hef ur hækkað um 20% frá í fyrra, en þá var verðið kr. 1,42 hvert kg. Þá hækkar síld til flökunar úr kr. 1,12 í kr. 1,70, en hinsvegar lækkar verð á síld til frystingar úr kr. 1,84 í kr. 1,70. t Hjartkæri eiginmaðurinn minn og faðir okkar STEFÁN PÁLSSON lézt í Landsspítalanum 1. október. — Jarðarförin aug- lýst síðar. Sigurborg Valdimarsdóttir og börn hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.