Morgunblaðið - 21.10.1964, Side 3

Morgunblaðið - 21.10.1964, Side 3
Miðvikudagur 21. okt. 1964 MORCU NBLAÐIÐ 3 r+s Stultugangur í Garöastræti Kristján gnæfir jíir félaga sina á löngu stultunum. „ÞAÐ þarf heilmikla tækni til að vera fær á stultum", sagði Kristján Elíasson, Grjótagötu 9, við blaðamann Mbl., sem hitti hann á förnum vegi fyrir helgina. Kristján hefur æft sig mikið og er sí- fellt að skipta um stultur. Hann smíðar þær stærri og stærri, er leikni hans eykst. Þessar, sem hann á núna, eru þriggja vikna gamlar, og seg- ist hann hafa fullt vald á þeim. Með honum voru tveir lærisveinar hans í stultugangi, Björn og Gvendur. Stultur þeirra eru mun minni en Kristjáns, enda kvaðst hann alls ekki útskrifa þá strax. Sagði hann, að þeir ættu langt í land til að eignast eins stórar stultur og hann sjálfur. „Heldurðu að þetta sé ekki bara mikilmennskubrjálæði 1 þér, að ganga alltaf um á stultum og hreykja þér yfir félaga þína?“ spurði blaða- maður. „Nei“, svaraði Kristján eftir nokkra umhugsun, „þetta er bara íþrótt og óskaplegur vandi að vera flinkur á stult- um. Til dæmis geta stelpur aldrei orðið færar á stultum. Ég hef séð nokkrar reyna og þær geta ekkert í þessu“. Piltarnir snúa sér við í lotn- ingu og horfa á þennan und- arlega vegfaranda. 10 ára hagræðingar- starfsemi á islandi TYRIRTÆKIÐ Indrustrikonsul- ent hefur starfað hér á íslandi í 10 ár, og unnið að hagræðingar starfsemi hjá ýmsum fyrirtækj- um, er t.d. nú að vinna fyrir ríki, Reykjávíkurborg, Póst og eíma o. fl. Á íslandi starfa 5 ráðgjafar, en alls eru hjá fyrir tækinu 81 ráðgjafi. Aðalskrifstof urnar eru í Osló, en auk þess hefur fyrirtækið skrifstofur í Bergen, Stavanger, Kaupmanna höfn og Stokkhólmi og ráðgjaf ar frá því starfa í Júgóslavíu og í Alsír. Lars Mjös, framkvæmdastjóri, bauð í gær sendiherra Noregs, blaðamönnum og fleiri gestum til hádegisverðar í tilefni 10 ára afmælisins. Þar var skýrt frá leiðbeiningarstarfsemi fyrirtæk- jsins Industrikosulent. Mjös for etjóri skýrði sjálfur frá því er 4 Norðmenn „með nokkra reynslu, en enga peninga“ stofn uðu fyrirtækið í Osló árið 1945. Þeir urðu brátt 10 talsins og árið 1947 stofnuðu þeir skrif- stofu í Bergen. Árið 1954 voru 35 ráðgjafar starfandi hjá fyrir tækinu og þá voru opnaðar tvær nýjar skrifstofur, í Stavanger og í Reykjavík. Upphafið að því að þeir ráðgjafarnir um vinnu hagræðingu kpmu fyrst til ís- lands var að Eiríkur Briem, raf magnsveitustjóri fékk Mjös til að koma í 2—4 vikur og færði Mjös honum blóm í þakklætis- ekyni í gær. Árið 1860 voru 6tarfandi ráðgjafar hjá Industri- konsulent orðnir 47 og þá bættist við skrifstofa -í Kaupmannahöfn og nú þegar starfsmenn eru 81 talsins, hefur verið komið upp skrifstofu í Stokkhólmi. Meðal starfsfólks eru Danir, íslending ar og Norðmenn, en ráðgjafarmr hafa flestir verkfræði-, eða hag- fræðimenntun eða eru iðnfræð- ingar. Reynt er svo að láta starfs- mennina hafa sem sérgrein það sem hæst ber á hverjum stað, svo sém störf skipaflotans í Norégi, fiskiðnaðinn á fslandi o. s. frv. Og með því að flytjast á milli fá ráðgjafarnir góða reynslu við mismunandi aðstæður. Benedikt Gunnarsson, deildar- ráðunautur, gaf upplýsingar um hagræðingarstarfsemi almennt. Hann talaði um hina 3 þætti, sem stuðla mest að þjóðarfram leiðslunni: 1) Fjölgun þátttakenda í at- vinnulífinu. 2) Fjárfestingu og 3) verktækniframfarir. í Noregi á verktækni mestan þátt í framförunum eða 2,3%, starfsmannafjölgun gerir 0,1% og fjárfesting 1,3%. Að því stuðl ar ýmislegt, m.a. að hagræðing- arstörfin gera litlar kröfur til fjárfestingar. Ekki eru til sambærilegar töl- ur á fslandi, en Benedikt taldi að þær væru hliðstæðar. Á ís- landi sagði hann að um 75 þús. einstaklingar tækju þátt í at- vinnulífinu. Aukin vinnuafköst þyrfti því að s.kapa af því vinnu afli sem fyrir hendi er. Og því væru hagræðingaraðgerðir svo nauðsynlegar. Við yrðum að snúa okkur að framförum á verktækni sviðinu. Eling Kjellevold, forstöðumað ur skrifstofunnar hér, skýrði hagræðingarstarfsemina og að hverju hún beindist, talaði um ýmsar hliðar fjárhags- og skipu lagningar fyrirtækja, um að- stoð Industrikonsulent við starfs mannaráðningar, skipulagningu á skrifstofuhaldi, framleiðslu tækni, innkaup og flutninga, vöru lagera, viðhald, söluaðferðir, starfsemi með elektroniskum reiknivélum, þjálfun starfsfólks o. fl. Tilgangurinn með hagræð- ingarstarfseinni væri að hækka lífsskilyrðin og fá meiri og betri framleiðslu, sagði hann. Að lokum má geta þess að Larz Mjös kvaðst mjög ánægður með samvinnuna við íslenzkar stofn- anir og fyrirtæki. Hann kvaðst hafa gert sér óskalista varðandi hagræðingarstarfsemi, þegar hann kom hér fyrst 1954, þar sem hann taldi nauðsynlegt að fá hér þjálfaða starfskrafta, íslenzka ráðgjafa, félag áhugasamra Stafangri, 20. okt. — NTB: VERZLUNARRÁÐ Stafangurs hefur sent utanríkisráðuneyti Noregs orðsendingu vegna við- ræðnanna í Reykjavík um Loft- leiðamálið, og sagði í orðsend- ingunni að séð frá sjónarhóli Norðmanna hlyti það að teljast mjög bagalegt, yrðu Loftleiðir að leggja niður flug til Skandinavíu. Orðsending þessi mun hafa ver- ið samin og send, áður en til- kynnt var um samkomulag i Reykjavík. í orðsendingu verzlunarráðs- ins sagði m.a.: „Úr því að frjáls samkeppni hefur verið knésett í landi voru, verður ekki hjá því komizt að verða furðu lostinn, þegar það spyrzt að menn hafi í hyggju að haga málum svo að fyrirtæki verði þvingað til að hækka verð sitt“. í orðsending- unni segir einnig: „Oss finnst það hróplega farið, að þrjú Norð urlandanna hyggist notfæra sér manna á þessu sviði, ráðstefnu fyrir stjórnendur stofnana og fyr irtækja og loks vantaði tilfinn anlega tæknimenntaða menn og skóla fyrir þá, þó mikið væri af góðum verkfræðingum. Nú hefði mestu af þessu verið náð. 1961 kom Iðnaðarmálastofn- unin upp þjálfunarnámskeiðum, 1963 voru ráðnir ísl. ráðgjafar, Stjórnunarfélag íslands var stofn að 1961 og sama ár var haldin í Bifröst ráðstefna stjórnenda, og 1964 hóf tækniskólinn starfsemi og jafnframt er að hefjast nám- skeið fyrir ráðgjafa í hagræð- ingu. Þessvegna kvaðst Mjös telja ástæðu vera til bjartsýni á þessu sviði. mátt sinn til þess að þvinga fram vilja sinn við hina smæstu Norðurlandaþjóðanna“. í orðsendingunni var einnig bent á þá þýðingu, sem Loftleið ir hafa fyrir Rogalands-hérað, en Loftleiðir hafa sem kunnugt er lent á Solaflugvelli við Staf- angur. Segir verzlunarráðið að það hafi um margra ára skeið reynt að fá SAS til að lenda á Solaflugvelli í Ameríkuflugi fé- lagsins, en án árangurs. B.F.Ö. í Hafnar- firði AÐALFUNDUR Hafnarfjarðar- deildar Bindindisfélags öku- manna verður haldinn í Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði föstudaginn 23. október nk. kl. 8:30 e.h. Tóku upp hanzkann fyrir Loftleiðir Verzlunarráð Stafangurs sendi norska utanríkisráðuneytinu orðsendingu S T \ K S TII \ \ fi Kommúnisminn er mesti ómexkingnr sögunnar sú var tíðin, að kommúnlstar hér á landi og málgagn þeirra áttu varla nægjanlega hástemmd lofsyrði um andlegan og efna- legan leiðtoga sinn, félaga Stalín. Hvert hnjóðsyrði, sem féll í hans garð, sögðu þeir vera „Morgunblaðslygi" o. fl. Svo var það, að sjálfur Krúsjeff, upp- alningur og samstarfsmaður Stalíns afhjúpaði „mannvininn“ og reyndist hann hafa verið geð- veikur fjöldamorðingi. Kommúnistar hérlendis voru lengi að átta sig á því, hvernig gripa ætti á máli þessu. Það fór þó svo að lokum, að þeir áttuðu sig á málinu og neiddust til þess að stíga Moskvulínuna, sem var svona: Skelfileg mistök þetta með Stalín og glæpi hans, nú hefur hann verið afhjúpaður og þetta gerist ekki aftur, enda mannvinurinn félagi Krúsjeff við völd. Þetta voru aðeins bernskubrek kommúnismans, sem nú er vaxinn úr grasi. Hver er nú afstaða kommún- ista hérlendis og „Þjóðviljans" til þess arna? Hver er afstaða þeirra til þessara mistaka, sem þeir hafa til þessa nefnt „Morg- unblaðslygi“? Hver er afstaða þeirra til afhjúpunar á félaga Krúsjeff, sem þeir hafa lofsungið í áratug? Konimúnistaréttarfar Menn undrast mótbárur Rússa við réttarhöldin austur á Seyðis- firði. Þeir segja sem svo, að þar eð skipin séu ríkiseign, þá njóti þau sama úrlendisréttar og bif- reiðir sendiráðs Sovétríkjanna í Reykjavík! Þetta gefur góða inn- sýn í afstöðu kommúnismans til laga og réttar. í kommúnistaríki eru öll atvinnutæki ríkiseign. Ef einhver verður fyrir barðinu á slíku fyrirtæki eða telur sig eiga bótakröfu eða refsikröfu á hend- ur kommúnísku ríkisfyrirtæki, þá hefur hann engin tök á því að sækja rétt sinn. Ríkið er eigandi fyrirtækisins, sem olli þér tjóni, þú ert hluti ríkisins, þú getur ekki farið í mál við sjálfan þig, ef þú hefur þig ekki hægan, þá fer ríkið í mál við þig fyrir land- ráð og þannig geturðu sjálfur setið af þér sektina eða skaða- bæturnar, sem þú ert að krefjast af ríkisfyrirtæki. Hvað segja hérlendir komm- únistar t.d. um skaðabótakröfu starfsmanns ríkisfyrirtækis hér- lendis á hendur fyrirtækinu? Hvað segja kommúnistar t.d. um bótakröfur fiskimanna fyrir Austurlandi á hendur hinum þjóðnýttu rússnesku skipum? Vilja þjóðnýta íbúðir Kommúnistamálgagnið heldur enn áfram að halda sósíalisma og kommúnisma að íslendingum. I forustugrein í gær segir: „ . . . grundvöllur eignarréttarins (á íbúðum verður þá) félagslegur og leiguíbúðir verður hið opin- bera að sjá um.“ Hér skýtur enn npp hugmynd- um úr „gulu bókinni“ alræmdu um þjóðnýtingu íbúðahúsnæðis. Hér örlar enn á hatri kommún- ista á því, að einstaklingarnir eigi nokkrar eignir og séu sjálfir sér nógir. Einstaklingar komm- únismans eiga að vera ósjálf- stæðir þrælar ríkisvaldsins og taka við réttvísi úr þess hönd- um, höndum einræðisherra á borð við Stalín og Krúsieff

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.