Morgunblaðið - 21.10.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.10.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ r Miðvikudagur 21. okt. 1964 yatnadrekinn á Skeiöarársandi í reynzluferöinni s.1. sumar Veröur kominn hringvegur um landið árið 1970? Viðtal við Jónas Pétursson alþm. um samgöngumál Hvert er stærsta og brýnasta verkefni í satngöngumáluir. okk ar í dag? Á því leikur enginn vafi. >aff er að koma á hring- vegi um landiff, þannig aff þeg- ar maffur ekur á bíi sinum upp fyrir EUiffaár og ætlar norffur, þá geti maffur spurt sjálfan sig: Hvort á nú heldur aff halda aust ur um effa vestur um. Spurning- in er ekki um þaff hvort þessi vegur kemur, heldur hitt hve- nær hann kemur? Þaff er þetta sem kemur fyrst í hugann þegar undirritaður hitti Jónas a,'þing- ismann Pétursson nýkominn tii þings nú fyrir nokkrum dögum.. Og Jónas segir: Já, samgöngur á landi yfir Skeiðarársand og vötnin þar er orðið brennandi áhugamál, sean þarf að hrinda í fram- kvæmd. Fyrst og fremst eru það Skaftfellingar beggja vegna vatn anna sem binda miklar vonir við málið, en auk þess er þetta eitt hið mesta framfaramál byggðanna um sunnanvert Aust- urland, þar sem það opnaði nokk uð öruggar landsamgöngur við höfuðborgina allan veturinn og stytti þá ökuleið um mörg hundr uð kílómetra, móts við vega- lengdina um Norðurland. En hvaff hefur verið gert I þeissu máli hingað til? Væri ekki rétt að fá sögu málsins í hnotskum. Þú ert þessu máli svo vel kunnugur. Rétt er að rifja upp nokkur atriði, sem varpa ljósi á það, sem gerst hefir í málinu. Við af- greiðslu fjárlaga í des. 1962 fluttum við Sigurður Óli Ólafs- son og Eggert G. Þorsteinsson tillögu um, að ríkisstjórninni væri heimilað að festa kaup á skriðbíl og reyna han.n á sönd- unum yfir skaftfeilsku vötnin. En þá lá fyrir tilboð frá Bergi Lárussyni frá Kirkjubæjar- klaustri um útvegun slíks dreka frá Ameríku. Heimild þessi um kaup á drekanum var samþykkt I á Alþingi og útvegaði samgöngu , málaráðuneytið hann. Drekinn var reyndur sumarið 1963 og ösl aði auðveldlega bæði vötn og sanctbleytur Hinsvegar er hann bákn mikið og dýr í rekstri, þótt enn hafi það ekki verið kannað til neinnar hlýtar, hvað raun- verulega mundi kosta að reka hann og láta hann halda uppi samgöngum yfir sandinn. Á síðasta Alþingi flutti ég, á- samt Ragnari Jónssyni, Páli Þor- steinssyui og Sverri Júlíussyni þingsályktunartillögu um að rík isstjómin léti fram fara nokkr- ar skipulagðar tilraunaferðir með drekann milli Lómagnúps og Öræfa. Var ætlunin, að reyna að fá skorið úr um kostn- aðarhlið málsins. Tillögunni var vísað til ríkisstjórnarinnar. í sumar var svo farin ein ferð á drekanum, þar sem 2 verkfræð- ingar vegagerðarinnar voru með þeir Heigi Hallgrímsson og Bjöm Ólafsson. Hinsvegar var ekki framikvæmd sú hugmynd okk- ar að fara nokkrar tilraunaferð- ir. Hvaða álit hefur þú á þessu samgöngutæki? Vegamálastjóri hefur ekki farið dult með, að hann hefði ekki trú á þessum dreka, ekki einu sinni til bráðEibirgðalausn- ar á samgönguvaadanum. Það er fjarri mér að fullyrða nokk- uð í því efni. En hér er svo stórt mál á ferðinni, að sjálfsagt er að reyna allar hugsanlegar leið- ir til úriausnar. Og eitt er víst. Þetta drekamál og umræður í sambandi við það, hefir fyrst og fremst vakið þá áhugaöldu, sem nú er risins fyrir því, að með oddi og egg verði unnið að því að opna hringveginn um landið, með því að sigra þenn- an þröskuld í Skaftafellssýslu. Eru ekki margar ár óbrúað- ar ennþá? Jú það eru nokkrar ár óbrú- aðar enn auk Skeiðarár og þá fyrst og fremst Jökulsá á Breiða merkursandi. En „enginn stöðvar tímans þunga nið.“ Þær verða brúaðar ein aí annari nú alveg á næstu árum. Verkfræðingamir em varkárir og vilja lítið láta hafa eftir sér. Ég held þó að þeim vaxi ekki í augum að brúa vestari vötnin á Skeiðar- ársandi. Sjálf Skeiðará er höf- uðtorfæran. Víst er þó, að þeg- ar bílfært verður að henni bæði austan fró og vestan verður hún sigruð. Og við eigum að setja okkur það mark að hringvegur verði kominn 1970. En það er náttúríega undir ýmsu komið hvort þaff takmark næst? Já vitanlega er það. En bif- reiðaeign landsmanna er geysi- mikil. Sumarferðalög fólks fara stöðugt vaxandi og sífellt fjöig- ar þeim, sem ferðast á eigin bílum. Ég held að bílaeigendum ir og ferðafólkið hafi enn of lítinn skilning á mikilvægi þessa máls, vegna sumarferðanna, já og raunar ferða a!lt árið. Félag islenzkra bifreiðaeigenda ætti að leggja þessu máli meira lið, en það hefir gert hingað til. Þungi almenningsálits er drjúgur til framgangs hverju máli. Já hringvegur 1970. Hvi tekki að stefna að því, segir Jónas Pét ursson að síðustu. G. Br. Enn reynt að tryggja öruggari meðferð tékka f VIÐLEITNI sinni til að tryggja öruggari meðferð tékka, munu bankarnir innan skamms taka upp þá reglu að innleysa ekki tékka, sem ekki er örugglega hægt að sýna til greiðslu í greiðslubanka, viðkomandi tékka reiknings innan ákveðins frests en skv. tékkalögum ber að sýna tékka til greiðslu innanlands inn an 30 daga frá útgáfudegi þeirra að telja. Þannig munu bankarnir ekki kaupa tékka eldri en 20 daga á aðrar innlánsstofnanir ef greiðslubanki er utan Reykjavík- ur, og ekki eldri en 26 daga á innlánsstofnanir í Reykjavík. Tékka til greiðslu hjá þeim sjálf- um munu þeir þó innleysa, ef innstæða er fyrir hendi. Af ofangreindum ástæðum er því þeim, sem viðskipti eiga með tékka, rétt að framvísa þeim við fyrsta tækifæri og við móttöku tékka að fullvissa sig um að nægilega langur tími sé fyrir hendi til framvísunar í viðskipta banka eða greiðslubanka við- komandi tékka. Ástæða er til að geta þess að lokum, að með umræddum ráð- stöfunum er enn stefnt að því að styrkja stöðu tékka, sem nauð- synlegs greiðslutækis í viðskipt- um almennings. (Frá Seðlabanka íslands) . Hví ekki „vöruskipti“? Menn henda óspart gaman að þrasinu austur á Seyðis- firði, enda eiga menn ekki öðru að venjast en að land- helgisbrjótar gefi upp alla vörn, þegar landhelgisgæzlan er á annað borð búin að hafa hendur í hári þeirra. En Rússarnir eru öðru vísi en annað fólk, eins og oft hef- ur sýnt sig, og þeir hafa neit- að að mæta fyrir rétti á þeim forsendum, að ríki þeirra eigi skipin og ekkert ríki geti dæmt annað. Rússarnir hafa hins vegar lýst því yfir, að hugsan- lega sekt mætti innheimta sem hafnargjald — og skilst okkur, að þá mundu þeir e.t.v. borga eitthvað. Eða mundu þeir kannski biðja um „vöru- skipti“ og krefjast þess, að okkar skip tækju þetta út í rússneskri höfn? Hvað geta þeir gert að því? Kenningin um friðhelgi eigna rússneska ríkisins skýrir hins vegar vel framkomu rúss- neska síldveiðiflotans á miðun- um fyrir austan. íslenzku sjó- mennirnir kvarta sáran yfir því að Rússarnir sigli yfir veið- arfæri íslendinga og taki ekkert tillit til aðvarana eða óska um að slíkum sjóræn- ingjaaðferðum verði ekki beitt. — Ástæðan til þessa er greinilega sú, að veslings rúss- nesku skipstjórarnir ráða engu og bera ekki ábyrgð á neinu af því að þeir eru á skipum rúss- neska ríkisins. Það er ekki hægt að kenna þessum manna- greyjum um skaðann, þótt þeir eyðileggi milljónaverðmæti fyr ir íslenzku sjómönnunum. Það þýðir lítið fyrir íslenzku skip- stjórana að þeyta horn sín og lýsa upp sjóinn umhverfis næt- umar eftir að dimmt er orðið. Ef þetta ætti einhvern ár- angur að bera yrðu þeir að þeyta hornin það hátt, að for- ráðamenn rússnesku skipanna, mennirnir austur í Kreml, heyrðu. Rússnesku sjómennirn ir eru af skiljanlegum ástæðum ekki til viðtals um þetta mál. En hver er þá sá hái herra austur í Kreml sem stendur fyrir þessum ósóma. Það skyldi þó aldrei hafa verið hann Krú- sjeff, sem gaf þessa línu? ís- lenzku kommarnir gerðu þess vegna rétt í því að fordæma athæfi Rússanna, því nú er það kunnara en frá þurfi að segja, að Krúsjeff var skýjaglópur og hið versta fúlmenni. En fjandi er nýja línan lengi á leiðinni að austan. Sjónvarpsstjörnur Og hér kemur eitt bréf — að gefnu tilefni: í Morgunblaðinu 7. október skrifar J. S. yður, að íslending- ar hafi eignast sína fyrstu sjón- varpsstjörnu. Þetta langar mig til að leið- rétta hér með. íslendingurinn, Halla Guðmundsdóttir Linker, hefur komið fram í'vikulegum sjónvarpsþáttum í hartnær 10 ár. Þessir þættir hafa verið sýndir víðsvegar um Bandarík- in, svo og í öðrum löndum, þar á meðal hér á íslandi. Hafa þeir hvarvetna verið mjög vin sælir. Þau hjónin, Hal og Halla Linker, hafa haft allan veg og vanda af þáttum þessum, og megum við samlandar Höllu vera þakklátir fyrir það, sem hún — og þau hjónin — hafa gert til kynningar á ísJandi og íslenzku þjóðinni. Með einlægum óskum um, að Jón Helgason megi njóta sömu vinsælda í sínum sjónvarps- þáttum og Halla hefur notið i Wonders of the World* í næst- um áratug. S. M. Þetta var góð ábending hjá S.M. Engum dettur í hug að vanmeta Höllu Linker og draga úr frægð hennar, þótt ný sjónvarpsstjarna hafi fæðzt. Bréfritari okkar S.J. hefur grenilega fengið ofbirtu í aug- un af nýju stjörnunni — og ekki séð þá, sem fyrir var. Ef til vill eigum við enn stærri hlutdeild í stjörnuhimninum, þegar öll kurl koma til grafar. ©PIB Kaupið það bezta RAFHLÖflUR Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.