Morgunblaðið - 21.10.1964, Page 8

Morgunblaðið - 21.10.1964, Page 8
8 MORGU N BLAÐID Miðvikudagur 21. okt. 1964 — Samkomulag Framh. af bls. 1 in til Noregs breytast lítilsháttar til samræmingar. Hin svonefndu hópfargjöld (Exeursion Fares) verða eins og hingað til í mesta lagi 10 Banda- rikjadollurum lægri en fargjöld LA.TA. Verðtrygging launa FUNDIR voru í báðum deild- um Alþingis í gær. Á dagskrá í efri deild var frumvarp um breytingu á lögium um verka- mannabústaði. í neðri deild voru eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Verðtrygging launa, 2. Þingsköp Alþingis, 3. Vaxtalækkun o.fl. Efri deild. Félagsmálaráðiherra, Emil Jónsson mælti með frumvarpi um breytingu á lögum um verka mannabústaði, en frumvarpi þessu var útbýtt fyrr í þessum mánuði. Skýrði ráðherrannn frá aðalinntaki frumvarpsins, sem er að veita þeim þjóðfélagsþegn- um, sem erfiðasta afkomu hafa, aðstoð við að koma sér upp hentugum íbúðum, með því fyrst og fremst að hámark lána til íbúða í verkamannabústöðum verði hækkað um 150.000 kr., sem er allt að 50% hækkun. Var síðan samiþykkt samhljóða að vísa frumvarpinu til 2. um- ræðu og heiibrigðis- og félags málanefndar. Neðri deild. Þar var fyrst til umræðu frum varp um verðtryggingu launa. Forsætisráðherra, Bjarni Bene- diktsson (S) talaði fyrstur og mælti með frum varpinu. Rakti hann efni frum- varpsins, sem út býtt var í þing- byrjun, en efni þess er í aðal- atriðum á þann veg að greiða skuli verðlags uppbót á laun _og aðrar greiðslur fyrir unnin störf samkv. nánari fyrirmælum sem í frumvarpinu felast. Sagði forsætisráðherra m.a., að fmm- varpið væri byg-gt á samkorou- laginu, sem gert var í júní s.l. milli ríkisstjórnarinnar, vinnu- veitenda og launjþega. Minntist hann einnig nokkuð á sam-komu lagið sjálft og sa-gði í því sam- bandi, að mikið hefði á-unnizt með þeim vinnufriði, sem feng- izt hefði roeð samkomulaginu. Þórarinn Þórarinsson tók næst ur til máls. Sa-gði hann, að með þessu frumrvarpi væri rí-kisstjóm in horfin frá einu meginatr- iði viðreisnar- stefnunnar. Einn ig ræddi hann um kaupmátt launa og kvað hann hafa minnkað í tíð viðreisnar- stjómarinnar. Skýringuna á því væri að finna i rangri stjórnarstefnu, sem mið ar að því að skipta ranglega þjóðarauðnum og þjóðartekjun- um og að þvi að skerða stoðugt kaupmátt launa. Eðvarð Sigurðsson (Aþbl.) íagði höfuðefnið í kröfum verka lýðshreyfingarinnar frá því í sumar koma fram í þessu frum- varpi, og að verkalýðshreyfing- in mæti hvert það atriði, sem gert væri tii að koma til móts við hana. Efnahagsmál- unum hefði á- reiðanlega ver- ið betur farið, er veðtrygg- ; ing launa hefði verið til staðar undanfarin ár. Mælti hann síðan með því, að frumvarpið yrði samþykkt. Forsætisráðherra, Bjarni Bene diktsson tók þá aftur til máls og svaraði ýmsu, sem Þórarinn Þórarinsson hafði sagt. Kvað hann nú allan almenning finna þann mun, sem orðið hefði í landinu á undanförnum árum, þar sem menn eru nú frjálsir athafna sinna, að nú er til úr- val vara ga-gnstætt því, sem áð- ur var, nægir gjaldeyrisvara- sjóðir og íslenzka krónan gjald- geng erlendis. Hitt væri annað mál, að rík- isstjómin hefði ekki ráðið við allan vanda þ.á.m. verðbólguna. Samkomulagið í vor væri hins vegar gagngerðasta tilrau-nin, sem gerð hefði verið á undan- förnum árum í því skyni að vinna bug á verðbólgunni. Samt væri það svo, að íslendingar hyggju nú við betri kjör en nokkru sinni áður í sögu þjóð- arinnar. Forsætisráðherra sagðist vera glaður yfir því, að Þórarinn Þór arinsson hefði áhuga á að stytta vinnutímann og kvaðst honum fullkomlega sammála um, að það væri eitt höfuðverkefnið, sem framundan væri, enda hlyti þetta að vera eitt helzta áhuga- mál verkamanna að koma þessu máli í höfn. Bæði Hannibal og Eðvarð, tveir helztu foringjar verkalýðshreyfingarinnar hefðu hins veg-ar verið honum algjör- lega sammála um, að þetta mál yrði að leysa í áföngutn, Það sem máli skipti, væri að ná samkomiul-agi allra aðila um að leggjast á eitt um að ha-lda verðbólgunni í skefjum. Hún er sá eyðandi eldur, sem hefði spillt fyrir eðlilegri þróun í kjaramálum hér á landi Þórarinn Þórarinsson talaði næstur og endurtók margt af því, sem hann hafði áður sagt, einkum það að það væri mark- mið stjómarinnar að stefna að óréttiátri skiptingu þjóðartekn- anna. Bjami Benediktsson sa.gði, að Þórarinn Þórarinsson notaði hvert tækifæri til að láta í Ijós óánægju sína um samkom-ulagið frá því í sumar enda þótt mik- ill meirí hluti þjóðarinnar fagn- aði því. Svo virtist sem Þórar- inn lifði í einhverjum drauma- heimi, þvi að það væri ekki bara nú, sem verðbólgan væri til staðar, heldur hefði hún ver- ið til áður, ekki hvað sízt í tíð vinstri stjórnari-nn-ar og hefði hún orðið að fara frá ai þeim völdum. Um ummæli Þórarins um of langan vinnutíma hér á landi sagði forsætisráðlherrann m.a., að þar skyti skökku við það, sem Si-gurvin Einarsson þingmað ur Framsókna-rflokksins- hefði á sinni tíð sagt, að hann teldi það einhverja helztu ógæ-funa, sem af viðreisninni myndi leiða, að eftirvinna myndi falla niður. Eftir að Þórarinn Þórarinsson hafði gert athugasemd við um- mæli forsætisráðherra talaði Hannibal Valdimarsson (Alþbl.) Hann sagði að vísitölubinding á laun, myndi skapa ríkisstjóm- inni aðhald hverju sinni í dýrtíðar og verð lagsmólum. Að alávinningur samkomulags- ins í sumar væri sá, að verðtrygging launa' hefði komizt á. Mælti hann eindregið með því, að frumvarpið yrði samþykkt. Sigurvin Einarsson talaði að lokum og gerði athugasemdir við það sem forsæ-tisráð'herra hafði sagt en síðan var sam- þykkt samhljóða að vísa frum- varpinu til 2. umr. og fjárhags- nefndar. Fjölgun í Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson hafði framsögu með frumvarpi um að fjölga í nefndum neðri deildar úr 5 í 7. Sagði hann, að það hefði fyrst verið ákveðið með þingsköpum 1915, að hámarkstala í nefndum skyldi vera 5 menn. Á s.l. þingi hetfði einn flokkurinn á þingi ekki getað komið að manni í nefndir. Þetta hefði reynzt baga legt, en úr þess-u hetfði verið bætt, með því að manni frá þess um flokki hetfði verið veitt tæ-ki- færi til að hafa samráð við nefndir. Þetta hefði þó ekki reynzt heppilegt og þetta frum- varp væri flutt til þess að bæta úr því. Skúli Guðmundsson (F) saigði að tilgangur þessa frumvarps væri sá einn að skapa Al-þýðu- bandalaginu möguleika á því að koma manni í nefndir. Kvað hann það harla kynlegt að Gylfi Þ. Gíslason sem viðíhaft hefði stór orð um það í grein, sem hann skrifaði í Alþýðublað- inu 29. júni 1963, að það væru einhverjar hinar mikilvægustu afleiðingar þingkosninganna, að kommúnistar væru nú sviptir á'.lri aðstöðu til að hatfa áhrif á g-ang þjóðmála, með því að þeir kæmu nú engum manni að í nefndir á Alþingi, þegar hann sem menntamálaráðherra ætti nú einmitt þátt í því að þetta stjórnarfrumvarp væri lagt fram. Las hann síðan upp helztu atriðin úr grein Gylfa. Hann ræddi einnig um þing- setu þingmanna og sagði, að í þin-gsköpum væri ákvæði, sem segði, að þingmönn-um væri skylt að sækja þingfundi. Á þessu væri hins vegar mikill brestur og væri þar um mjög ámælisvert athæfi að ræða. Frum-varpinu var síðan vísað nefndum samhljóða til 2. umr. og alls- herjarnefndar. Þriðja málið, sem var á dag- skrá „Vaxtalækkun o.fi.“ var síð an tekið út a-f dagskrá og fundi slitið. tJTBÝTT var í gær frumvarpi til laga um áætlunarráð ríkisins. Flutningsmaður er Einar Ol-geirs son. Þá var útbýtt tillögu til þingsályktunar um akvegasam- band um Suðurland milli Aust- fjarða og Reykjavíkur. Er hún fl-utt af 5 þingmönnum Fram- sóknarflokksins. Einnig kom fram fyrirspurn fyrir Sameinað þing frá Gils Guðmundssyni til lEmdbúnaðarráðherra um Áburð arverksmiðjuna h.f. - íþróiiir Framhald af bls. 26. Brumel, sem á heimsmetið 2,28. Hann felldi tvívegis 2,03 m — en hafði þá hæð í síð- ustu tilraun. Síðan fór hann 2,06 í fyrstu tilraun. Þeir sem fóru 2,06 voru: Caruthers USA, Sneazwell Ástralíu, Thomas USA, Miller Bertland, Idriss, Frakkland, Bogliatto Ítalíu, Rambo USA, Igun Nngeriu, Jordanov Búlg aríu, Peckham Ástralíu, El- ende Kongó, Shavlakadse Sov étr., Koppen Þýzkalandi, Pett erson Svíþjóð, Skotsov Sovét, Csernik Pólland, Nilsson Sví þjóð, Schillkowski Þýzkal. Brummel Sovét og Drecoll Þýzkalandi. Ríkisstjórn íslands hefur lýst því yfir að flugvélagerðin CL-44 muni ekki verða notuð milli ís- lands og Skandinavíu án þess að áður hafi verið gert sa-mkomu- lag um verðmismun og sætafram boð, enda munu Loftleiðir ekki hafa í hyggju að nota þessa flug- vélategund á ofangreindri leið um fyrirsjáanlegan tíma. Algjör eining var um að nánari samvinna milli Loftleiða og SAS væri æskileg, eins og fram kem- ur í áðurnefndri bókun, þar sem allar ríkisstjórnirnar fjórar beina eindregnum tilmælum til beggja flugfélaganna um að láta einskis ófreistað til að efna til samvinnu sín á milli. í viðræðum þessum hafa aðilar leitast við að leysa málin til langs tí-ma, svo að komizt verði hjá nýjúm, flóknum og tíðum samningaviðræðum. Ennfremur -hefur verið tekið tillit til nor- ræns hags af vinsamlegri þróun flugmála milli íslands og Skand- inavíu. Nektarmyndir eiga að hjálpa Goldwatei Washington 20. okt. HÓPUR stuðningsmanna Gold waters, forsetaetfni repúblíkana, hefur keypt hálfa klukkustund hjá sjónvarpsfyrirtækinu NBG tii þess að sýna þar kvikmynd, sem í sjást nektardansmeyjar, stúlkur í „topplausum“ bikini- baðfötum, götuóeirðir o.fl. Á að sjónvarpa mynd þessari um gjör völl Bandaríkin á fimmtuda-gs- kvöld, — en sjónvarpsfyrirtækið mun hafa gert kröfu til þess, að ein-hverju atf nektinni verði skýlt! „Tilgangurinn með þessu“ segir Russel Walton, blaðafull, trúi hópsins „Citizens for Gold- water-Miller", „er að sýna fram á hvílík rotnun rí-kir í siðferð- in-u í þessu landi.“ Ungur piltur frá Grindavík i sjávarháska I Féll fyrir borð og fótbrotnaði = ÞRIÐJUDAGINN 13. þessa 1 mánaðar, þegar vöruflutninga = skipið Jarlinn var statt í nám 1 unda við Færeyjar, vildi það = óhapp til, að 19 ára gamall 1 háseti, Bjarni Ingvason, féll 1 fyrir borð. Skipsfélögum S Bjarna tókst fljótlega að ná 2 honum aftur, en það kom í 2 Ijós, að Bjarni hafði fótbrotn | að í fallinu. Skipið sigldi þeg M ar í stað til Færeyja, þar sem S Bjarni var færður á sjúkra- H hús. Þar dvaldi hann í þrjá = daga, en kom heim með j| Drottningunni í fyrradag. — = Blaðamaður Morgunblaðsins M ræddi við Bjarna í gær, og fer H hér á eftir frásögn hans af = slysinu. S — Þegar þetta gerðist, hafði M ég verið á vakt í brúnni í Ej klukkutíma. Þá tók annar við 2 af mér, og ég fór að laga til 2 í stýrishúsínu og sópa gólfið. = Ég tók dregilinn af gólfinu S og ætlaði að dusta hann yfir S borðstokkinn. Þegar ég kom S út, studdi ég mig við hliðið, = þar sem landgangurinn er S settur, en þá skipti engum = togum, að hliðið opnast — og [| ég dett útbyrðis. í fallinu rak = ég mig einhvers staðar í, enda 1 verkjaði mig í fótinn, þegar M ég var allt í einu kominn í sjó inn. Mér brá auðvitað mikið, þegar þetta gerðist og rak upp óp. Hafsteinn kokkur heyrði það, hann kom hlaupandi út og sá, hvernig komið var. Hann veifaði til mín, en hljóp siðan upp í stýrishús og lét strákana vita. Skipinu var þegar snúið við og strákarnir hentu til mín björgunarhring. Það kom samt að litlu haldi, því að ég náði ekki til hans, gat eiginlega ekkert hreyft mig venga dofa í fætinum. Skipstjórinn þorði ekki að keyra nálægt mér, hann var hræddur um, að ég mundi slást utan í borðstokkinn. Nú sá ég, að þeir voru farnir að eiga við björgunarbátana, en það virtist ekki ganga vel, enda var mikið handapatið, 'sem kannski er skiljanlegt, en í þeim svifum mjakaðist skip ið aðeins nær mér og þá var kastað til mín björgunarhring án kaðals. Ég náði í hringinn til allrar hamingju og gat hald ið mér á floti á honum, þar til íg náði í línu, sem þeir köst- uðu til mín skömmu síðar. Þeir hjálpuðu mér nú að komast um borð og það gekk ágætlega, en þegar ég ætlaði að fara að ganga, komst ég að raun um, að ég gat ekki stig- ið í annan fótinn. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá, að hann var brotinn. Þeir báru mig afturí, strákarnir, en nú, þegar ég var kominn á þurrt, fór mér fyrst að verða kalt. Það var hlynnt að mér eins vel og hugsast gat um borð, ég var dúðaður i mörg teppi og hitaflöskur settar innan á mig. Nú var haldið rakleiðist til Þórshafnar í Færeyjum og ég lagður þar inn á sjúkrahús. Skipið hélt síðan áfram til Kaupmannahafnar, en ég varð eftir á sjúkrahúsinu og lá þar í þrjá daga. Þá fékk ég skips ferð með Drottningunni heim og hér er ég nú, rétt farinn að geta staulast um íbúðina. Læknarnir segja, að ég verði fimm til sex vikur að nábnér, en ég bíð bara eftir því að geta farið á sjóinn aftur! Ég hef verið á sjónum síðan ég var sextán ára, sagði Bjarni að lokum, ég hef verið að róa þetta á smábátum úr pláss- inu, en á flutningaskipum hef ég aldrei verið áður. Þess vegna þótti mér það nú eig- inlega verst, að svona illa skyldi takast til um fyrstu ut anlandsreisuna mína- SlHIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIHIllllllllllIllllllllllllllllllllllllllllllIlllllIllllIIIIHIllSÍllHllllllllllll IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimHIHHIIIIllHIIIHWIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIilllllllllllllllllllIIIK llllllllllllllllllllillllillllilUlllilllilllliilllllllllllllllllllllllllllllillU lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllililUIIIIIIIIUIUillillllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.