Morgunblaðið - 21.10.1964, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
' MiSviku'dagur 21. okt. 1964
Útgefandi:
Framkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Ú tbreiðslus t j ór i:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti ð.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eíntakið.
SÆTTAST PEKING
OG MOSKVA ?
eirri skoðun vex stöðugt
fylgi, að mjög ólíklegt sé
að sættir takist milli komm-
únistastjórnanna í Peking og
Moskvu, enda þótt Nikita
Krúsjeff hafi verið rutt úr
vegi. Ágreiningurinn milli
kommúiiistastjórna þessara
tveggja stórvelda er miklu
djúpstæðari en svo að hann
verði jafnaður með því að
fórna einstökum leiðtogum
þjóðanna.
Leiðtogar kínverskra komm
únista hafa flestir lagt meg-
ináherzlu á, að það sé mis-
munándi afstaða til kenninga
Marx og Lenins, sem valdið
hafi ágreiningnum við Sovét-
ríkin. Nikita Krúsjeff lýsti því
hins vegar hreinskilnings-
lega yfir, að það sem fyrir
Mao tse tung og félögum hans
vekti væri fyrst og fremst að
ásælast rússnesk lönd og yf-
irráðasvæði í Asíu.
Flest bendir tii þess, að
Krúsjeff hafi þarna hitt nagl-
ánn á höfuðið. Agi-einingur-
inn milli Rauða Kína og
Sovtéríkjanna er fyrst og
fremst hagsmunalega eðlis.
Hin gífurlega fólksfjölgun í
Kína krefst aukins landrým-
is og allur heimurinn veit, að
Kínverjar telja stór land-
svæði í Austur-Asíu, sem
Sovétríkin ráða yfir, vera
gamalt kínverskt land. Leið-
togar kínverskra kommún-
ista benda einnig á, að Sovét-
ríkin hafi gert Ytri-Mong-
ólíu, sem sé hluti af hinu
gamla Kínaveldi, að rúss-
nesku leppríki.
Það er ákaflega ólíklegt að
forystumenn Rauða-Kína
falli frá þessum kenningum
sínum, þótt leiðtogaskipti hafi
orðið í Moskvu. Jafn ólíklegt
er og hitt, að hinir nýju vald-
hafar í Sovétríkjunum muni
nú allt í einu taka kröfum
Kínverja um aukið landrými
á kostnað Sovétríkjanna í
Asíu með skilningi og vinar-
þeli. Margt bendir þvert á
móti til þess, að hagsmuna-
árekstrar Kínverja og Rússa
muni halda áfram að harðna
og að þungamiðja heimsátak-
anna muni á næstunni verða
í Asíu en ekki í Evrópu, þar
sem varnarsamtök lýðræðis-
þjóðanna hafa stöðvað fram-
sókn hins alþjóðlega komm-
únisma.
Kommúnistastjórnirnar í
Peking og Moskv.u kunna
fyrst í stað eftir leiðtoga-
skiptin í Sovétríkjunum að
mæla hlýlega í garð hver
annarrar. En ótrúlegt er að
þau blíðmæli verði langvar-
andi. Núverandi leiðtogar
Sovétríkjanna bera fulla á-
byrgð á stefnu Krúsjeffs
gagnvart Pekingstjórninni,
eins og raunar flestum öðr-
um stjórnarathöfnum hans.
Það er líka nokkurn veginn
fullvíst, að það er fyrst og
fremst óstjórnin og efnahags-
öngþveitið innan Sovétríkj-
anna sjálfra, sem kommúnist-
ar eru að breiða yfir með því
að fórna Krúsjeff ,en ekki
stefna hans í utanríkismál-
um. Það sést greinilegast af
því, að þeir Kosygin og
Brezhnev leggja nú mikla á-
herzlu á að þeir muni fylgja
sömu utanríkisstefnu og und-
anfarin ár.
FRJÁLSLYNDIR
RIÐU BAGGA-
MUNINN
A f úrslitatölum brezku kosn-
inganna verður það auð-
sætt, að það er fylgisaukning
Frjálslynda flokksins, sem
riðið hefur baggamuninn í
átökunum milli Yerkamanna
flokksins og íhaldsflokksins.
Verkamannaflokkurinn fær
nú óbreytt atkvæðahlutfall
miðað við kosningarnar 1959,
en Frjálslyndi flokkurinn
hækkar í hlutfallstölu svipað
og íhaldsflokkurinn lækkar.
Hann tvöfaldar atkvæðafylgi
sitt, fær rúmlega 3 millj. at-
kvæða í stað 1,5 millj. atkv.
1959.
Þetta eru hinar óvéfengjan-
legu staðreyndir brezku kosn-
inganna.
Það sýnir mikinn barna-
skap, þegar Tíminn og Al-
þýðublaðið halda því fram,
að Morgunblaðið hafi látið í
ljós óánægju með úrslit
brezku kosninganna. Hér í
blaðinu hefur fyrst og fremst
verið lögð áherzla á að gefa
lesendum þess tækifæri til
þess að fylgjast sem bezt'með,
og fá sem gleggsta mynd af
höfuðdráttum brezkra stjórn-
mála. Á það hefur jafnframt
verið bent, að til þess að
tveggja flokka kerfið njóti
sín, sé ekki óæskilegt að
skipt sé um ríkisstjórn öðru
hverju. Fyrrgreind blöð fara
því mjög villur vegar með
staðhæfingum sínum um
harm Morgunblaðsins vegna
úrslita brezku kosninganna.
LEIFUR
EIRÍKSSON
/^reinargerð sú, sem ís-
^ lenzka utanríkisráðuneyt-
☆
HINN vinsæli og víffkunni
söngleikahölundur, Cole Port-
er lézt sl. fimmtudagskvöld,
71 árs aff aldri. Hafffi hann ver-
iff iagður inn á sjúkrahús í
Santa Monica 22. september
til rannsóknar, en meðan
hann lá þar, veiktist hann
hastarlega í nýrum — hafffi
um nokkurt skeið verið meff
nýrnasteina —, var skorinn
upp í skyndi, en árangurs-
laust — hann lézt eftir þunga
legu.
Söngleikir Cole Porters eru
kunnir um allan beim. Lög
eins og „Night and day“, I
love Paris“, „Begin the
Beguine", „Wunderbar", „My
heart belongs to daddy“, C’est
magnifique“, „I get a kick pf
you“, „You’re the top“, „Just
one of those things“, „I’ve got
yoa undir my skin“, „In the
Cole Porter látinn
still of the night", „So in
love“, „True love“, „Gypsy
me“, „Miss Otis Regrets“.
„Always true to you in my
fashion" og „You ’d be so nice
to come home to“ hafa verið
sungin og leikin við sömu
vinsældir í áratugi um allan
heim. Margar óperettur hans
hafa verið kvikmyndaðar og
hann samdi lög og texta fyrir
margar kvikmyndir. I>á var
gerð kvikmynd um æfi hans
sjálfs, nefnd „Night and Day“,
eins og eitt vinsælasta lag
hans. Þeir, sem sömdu kvik-
myndahandritið áttu í nokkr-
um vanda, því að fram að því
hafði líf Porters verið nær
samfelldur dans á rósum — og
ómögulagt þótti að gera kvik-
mynd, án þess, að þar mættu
einhverjir erfiðleikar sögu-
hetjunni. Handritahöfundum
tókst þó að finna eitthvað
smávægilegt — en síðar kom á
daginn, að hefði verið beðið
nokkur ár með að gera kvik-
myndina, hefði ekki þurft að
leita erfiðleikanna. Síðustu
25 árin má segja að líf Cole
Porters hafi verið ein sam-
felld hörmungasaga.
Cole Porter fæddist í Peru
í Indiana og voru foreldrar
hans vellauðugir. Faðir hans
hafði auðgazt á kola- og
timburverzlun og lét syni
sínum eftir góð efni. Tón-
listarhæfileikar Porters komu
fljótt í ljós. Hann lærði
kornungur á fiðlu og píanó og
fékk fyrstu tónsmíð sína „The
Bobolink Walts“ gefna út,
þegar hann var aðeins 13 ára.
En fjöiskyldu hans leizt ekki
á, að hann gengi tónlistar-
brautina og hélt honum að
námi — hann stundaði um
hríð nám í Yale og síðan í
lagadeild Harward háskóla.
En Cole Porter varði mestum
tíma sínum til að skrifa
músik, samdi alls konar söng-
leiki til uppfærslu' í háskól-
unum og fjöldan allan af
löigum við ýmis tækifæri,
m.a. íþróttakappleiki. For-
stöðumaður lagadeildarinnar
hvatti hann til að skipta yfir
í tónlistardeild skólans — og
þar hlaut hann hina ágætustu
menntun á öllum sviðum
þeirrar listgreinar.
í heimstyrjöldinni fyrri
gekk Cole Porter í lið
með útlendingahersveitinni
frönsku og síðan í franska
herinn. Gat hann sér þar gött
orð. Að styrjöldinni lokinni
stundaði hann nám í Schola
Cantorum í París.
Fyrsti söngleikur Porters,
sem „sló í gegn“ á Broadway
var „Kitchy-Koo of 1919“ og
eftir það var gatan greið. —
Meðal söngleika hans má
nefna: Fifty million French-
men“, „Anything goes“, „Red
hot and blue“, „Rosalié"
„Dubarry was a lady“
„Broadway melody", „Pan-
ama Hattie“, „Something for
the boys“, „Mexican Hayride“,
„Kiss me Kate“, „Out of this
world“, „Can-can“ og „Silk
Stockings“.
Árið 1938 vildi það slys til,
að Porter féil af hestbaki ag
brotnaði á báðum fótum. Varð
hann aldrei heill þeirra meina
og leið miklar þjáningar,
þrátt fyrir margar skurðað-
gerðir (21 talsins á árunum
1938-58). Árið 1958 var tekinn
af honum annar fóturinn,
hann fékk gerfifót og gekk
eftir það við hækjur. Nokkr-
um árum áður hafði hann
misst konu sína Lindu Lee
Thomas, sem hann kvæntist
árið 1919. Varð honum það
mikið áfall og hefur hann síð-
an lifað einmanalagu lífi og
haldið mest kyrru fyrir á
heimili sínu, ýmist í húsi sínu
í Los Angeles eða íbúð sinni í
New York. En mörg vinsæl-
ustu lög sín samdi Porter þó
eftir að hann slasaðist og hélt
áfram tónsmíðum fram á það
síðasta.
ið hefur sent utanríkisráðu-
neytinu í Washington um
uppruna Leifs heppna, var
glögg og skilmerkileg, Það
verður hinsvegar að segjast
að hún hefði átt að sendast
miklu fyrr og víðar en til
ameríska utanríkisráðuneyt-
isins. Segja má að auðvelt sé
að vera vitur etfir á, en sein-
lætið í þessum efnum sannar
enn einu sinni, að við íslend-
ingar teljum fyrirfram sjálf-
sagt að helzt allur heimurinn
viti allt um okkur. Vitanlega
hefði utanríkisráðuneytið hér
átt að senda blöðum og frétta-
stofnunum víða um heim svip
aðar upplýsingar og nú hafa
verið sendar utanríkisráðu-
leikurinn er nefnilega sá, að
heimurinn er einu sinni
þannig að það hefur mikið á-
róðursgildi fyrir ísland og ís-
lenzku þjóðina, að einn sona
hennar skuli hafa orðið fyrst-
ur til þess að finna Ameríku.
íslendingar geta beinlínis haft
stórkostlegt gagn af því, að
heimurinn viti þetta og þá
ekki hvað sízt Bandaríkja-
menn, sem raunar hafa fyrir
löngu viðurkennt það opin-
berlega, að Leifur Eiríksson
hafi verið íslendingur.
Ánægjulegt er að banda-
rísk yfirvöld skuli nú hafa
leiðrétt þau mistök, sem
urðu nýlega, er Leifur heppni
Rörsteypao á
Akranesi fær ný
tæki
Á MIÐVTKUDAGSMORGUN
óku tveir háfermdir tíu hjóla
trukkar dýrmætum rörasteypu*
tækjum úr ms Akraborg að dyr-
um Rörasteypunnar. Þarna vom
þeir komnir með splunkuný
tæki og vélar í rörasteypu bæj-
arins við Þjóðveg 3. Forstjóri
Rörasteypunnar er Hannes Jón-
neytinu í Washington. Sann-
var talinn Norðmaður.
asson. — Oddur.