Morgunblaðið - 21.10.1964, Qupperneq 15
Miðvikudagur 21. okt. 1964
MORGUNBLAOI&
15
Leikfálag Reykjavlkur: -
„Vanja frændi,,
eftir /Vnton Tsjekhov
Leikstjóri: Gísli llaltdórsson
' L.EIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
frumsýndi s.l. sunnudagskvöld
leikritið „Vanja í'rændi“, eftir
rússneska rithöfundinn Anton
Tsjekhov. Er þetta þriðja leik-
ritið eftir þennan frábæra rit-
höfund, sem sýnt hefur verið hér
á landi. Hin eru: ,,í>rjár systur“,
sem L.R. sýndi á öndverðu ári
1957 og „Kirsuberjagarðurinn"
ei Þjóðleikhúsið hóf sýningar á
í októbermánuði sama ár. Leik-
stjóri hins fyrra var Gunnar R.
Hansen, en hins síðara Walter
Hudd, báðir mikilhæfir og mennt
aðir leikhúsmenn, enda tókust
sýningar þessar allvel eftir atvik
um.
Leikurinn gerist í Rússlandi á
óðalssetri Sérébrjakovs uppgjafa
prófessors, (Gestur Pálsson),
skömmu fyrir síðustu aldamót
(saminn 1897), en prófessorinn
hefur fengið óðalssetrið í heima
mund með fyrri konu sinni.
Vanja, (Gísli Halldórsson), hef-
m árum saman haft í hendi
stjórn búgarðsins fyrir prófessor
inn, mág sinn, í fjarveru hans,
og lagt svo hart að sér að hann
het'ur ekki gefið sér tíma til að
sinna sínu eigin lífi, enda ann
faann heitt þessu ættaróðali sínu.
Sonja, (Briet Héðinsdóttir), dótt-
ii prófessorsins af fyrra hjóna-
bandi oig systurdóttir Vanja, sér
um heimilið, ung og draumlynd
stúlka. Aðrir á heimilinu eru:
Maria Vasilév^ (Hildur Kal-
man), ekkja og móðir Vanja og
fyrri konu prófessorsins, harð-
lynd kona, er dáir mjög tengda-
son sinn, en því minna son sinn,
Ilja Télégin, (Karl Sigurðsson),
fyrrverandi óðalsbóndi, nú kom-
inn á vonarvöl o,g hefur þótt og
þykir enn sopinn góður, Marina,
(Guðrún Stephensen), elskuleg
gömul barnfóstra á heimilinu;
Verkamaður (Pétur Einarsson)
og svo þau hjónin, prófessorinn
gamli og seinni kona hans, Elena
(Helga Bachmann), ung kona og
glæsileg, aðeins 27 ára, ríkmann-
lega búin, fyrirmannleg í fasi og
heillandi, en framtakslítil. —
Þá er þarna tíður gestur Astrov
læknir, miðaldra, draumóra- og
faugsjónamaður.
Lifið hefur gengið sinn vana
gang á þessu heimili, hvers-
daglegt Og tilbreytingasnautt,
þar til prófessorinn og hin unga
kona hans settust þar að.
Þá er friðnum slitið. Allir eru
í uppnámi undir niðri. Það er
Elena, sem með návist sinni hef-
ur ósjálfrátt rofið friðinn. Vanja
verður svo heltekinn af ást til
hennar að hann missir alla stjórn
á sér og hættir að sinna störfum
sínum. Og nú verður honum það
skyndilega ljóst að hann hefur
fórnað lífi sínu til einskis fyrir
þennan mág sinn, sem er ekki
annað en sjálfselskur og auðvirði
legur skriffinnur. Astrov læknir
verður líka ástfanginn af Elenu
og einnig hann missir áhuga á
hugðarefnum sínum. Jafnvel
Sonja kemst úr öllu jafnvægi og
játar nú að hún elski Astrov
lækni. Þannig er andrúmsloftið,
þrungið ástríðum og spennu, sem
ekki slaknar á fyrr en skotin úr
byssu Vanja, sem ætluð eru próf-
•sssornum, kveða við, og prófess-
orinn og kona hans hverfa aftur
í skyndi til Pétursborgar.
í leikdómi minum um „Kirsu-
berjagarðinn,“ þagar hann var
sýndur haustið 1957, fór ég nokkr
um orðum um höfundinn. Eg
benti á, að Tsjekhov leitaðist
ekki við að skapa stórbrotnar
persónur eða sterk dramatísk
átök hið ytra, en legði því meiri
áherzld á hina innri spennu leiks-
ins, sálarlíf persónanna, viðbrögð
þeirra og innri baráttu, sem háð
er í kyrrþey bak við gráan veru
leik hversdagsins, og ég sagði:
„Þessi hljóðlátu vinnubrögð
skáldsins valda því, að leikrit
hans gera hinar ýtrustu kröfur
til samstarfs allra, sem virkan
þátt eiga að því, að gæða þau
lífi á leiksviðinu, jafnt til leik-
sviðsmannanna að tjaldabaki,
leiktjaldamálarans, leikstjórans
og leikenda. — Allt þarf hér að
vera í fullkomnu samræmi, —
hinn ytri búnaður, réttur skiln-
ingur og örugg og lifandi túlkun
— eins og þegar leikinn er fín-
gerður strokkvartett, þar sem
engu má muna, svo að ekki fari
forgörðum, að meira eða minna
leyti, andi listaverksins og hin
hárfínu blæbrigði þess.-------En
leikrit Tsjekhovs gera einnig
Hclga Bachmaim og Gisli Halldórsson í hlutverkum.
Helgi Skúlason og Bríet Héðinsdóttir í hlutverkum sinum.
miklar kröfur til áhorfendanna,
því að þeirra verður ekki notið
með því að einblína eingöngu á
ytra borð þeirra, sem oftast virð-
ist ærið hversdagslegt og við-
burðasnautt. — Áhorfandinn verð
ur að geta skyggnst dý^jra, skynj
að hið ósagða, sem liggur á bak
við hið talaða orð, geta fundið
andrúmsloftið, orðið var við hin-
ai margvíslegu sveiflur í sálarlífi
persónanna — og komið auga á
og skilið- symbólska kjarna verks
inSi.....“ Og ég vil í viðbót til-
færa hér þessi snjöllu orð leikhús
stjórans, Sveins Einarssonar, í
grein hans um Tsjekhov í leik-
skránni: „Hinar hversdagslegu
orðræður verða að rísa upp til
algildis og þó annað fremur og
meira: Það sem undir kvikar,
þeir hljóðlátu og sáru tónar, sem
á bak við búa og í þögninni. Þar
er galdur skáldsins. Þetta kenndi
Tsjekhov heiminum.“
Ég vil ekki draga það í efa, að
leikstjórinn, Gísli Halldórsson,
skilji verk Tsjekhovs, stíl hans
og vinnubrögð, sem hafa skap-
að honum sérstöðu meðal leik-
ritahöfunda. En leikstjórinn hef-
ur vissulega vanmetið þann
vanda, sem það er að setja leik-
rit þessa ágæta höfundar á svið
svo að vel fari. Annars hefði
hann ekki, jafnhliða leikstjórn-
irrni, tekið að sér veigamesta hlut
verk leiksins. Árangurinn varð
líka eftir því. Honum mistókst
hvorttveggja. Honum tókst ekki
að gefa leiknum þann undirtón og
þá innri spennu, sem er líf leiks-
ins, — það Sem hann stendur eða
fellur með. Það sem „undir kvik-
ar“, kom aldrei fram. og því náði
leikurinn ekki til áhorfendanna.
Vitanlega er þetta ekki allt sök
leikstjórans, — hann hafði ekki
þeim leikurum á að skipa, sem
geta ráðið við jafn erfið og vanda
söm hlutverk og hér er um að
ræða. Því fór sem fór. Sýningin
var öll slök og vakti ekki áhuga
áhorfenda. Sjálfur réði Gísli ekki
heldur við Vanja. Stundum brá
þó fyrir hjá honum dágóðum
leik en oftast var meira um leik
en innlifun að ræða. Sama er
um aðra leikendur að segja. Leik
ur þeirra var sviplaus og lítt
sannfærandi, nema helzt leikur
Helga Skúlasonar á köflum. Þeg-
ar honum tókst bezt upp, kann-
aðist maður við Astrov lækni,
þennan lífsleiða og vohsvikna
mann. Einstaka sinnum brá fyr-
ir sæmilegum leik hjá Bríetu
Héðinsdóttur, en það verður því
miður ekki sagt um Helgu Bach-
mann. Hún er glæsileg ásýndum
í hlutverki Elenu og ber sig vel,
en leikur hennar var blæbrigða-
lítill, svipbrigði svo að segja eng-
in og þannig augljós skortur leik
konunnar á innlifun. Var þetta
ekki hvað sízt áberandi er hún
varpaði sér í fang Astrovs lækn-
is undir leikslok. — Gestur Páls-
son náði ekki heldur tökum á
hlutverki sínu. Hann sýndi sæmi
legan rútínuleik, en ekkert fram
yfir það. — Einna sannastur
þótti mér leikur Guðrúnar Stepfa
ensen í hlutverki Marinu gömlu.
Um önnur hlutverk er ekki á-
stæða til að ræða.
Leiktjöld Steinþórs Sigurðsson
ar eru með ágætum og hið sama
er að segja um sviðsbúnað all-'
an.
Getr Kristjánsson hefur þýtt
leikritið af frummálinu á vand-
að og lipurt mál.
Sigurður Grímsson.
Benl A. Koch:
Hvaí líður handritunum?
ÞAÐ er næsta eðlilegt, að á fs-
landi séu menn farnir að spyrja
hverjir aðra, hvað handritunum
líði. Blöðin birta nær daglega
frásagnir og athugasemdir af
hálfu Danmerkur — en hvað
skiptir máli af því sem þar kem-
ur fram ©g hvað ekki? Hvern
enda fær þetta óskemmtilega
deilumál?
Danska kímniskáldið Storm
Petersen sagði einhverju sinni,
að erfitt væri að spá, einkum þó
um framtíðina. Þó ætla ég að
hætta á það: Handritin eru á
heimleið. Að minnsta kosti hefur
ailt varðándi málið gengið eins
og við var búizt til þessa.
Þegar þingmennirnir 61 beittu
fyrir sig réttindum þeim, sem
rtjórnarskráin heimilar, til þess
að fresta staðfestingu lagafrum-
varpsins, sem gerir ráð fyrir því
að flest íslenzku handritin sem í
Danmörku eru, verði afhent ís-
Jendingum að gjöf, lýstu stjórn-
arflokkarnir tveir, sem þá voru,
jafnaðarmenn og róttæki vinstri-
flokkurinn, yfir því að þeir
.nyndu leggja frumvarpið aftur j
fvrir nýkjörið þing í óbreyttri j
.nynd.
I hásætisræðu sinni í þing-
byrjun lýsti forsætisráðherra,
Jens Otto Krag, yfir því að
stjórn hans hyggðis.t standa við j
loforðið frá 1961 og sagði að
jrumvarpið, yrði nú aftur lagt
fyrir þingið. Degi síðar var þáð
svo lagt fram og var það hinn
nýi kennslumálaráðherra Dana,
K. B. Andersen, sem það gerði.
Var frumvarpið lagt fram skrif-
lega, en það er ekki óvenjulegt í
Danmörku.
Bent A. Koch.
f mánaðarlok verður málið
fyrst tekið til umræðu í þinginu
og síðan fjallað um það af sér-
stakri þingnefnd. Búast má við
að það nái fram að ganga síðar
með fulltingi jafnaðarmanna,
róttækra, þjóðlegra sósíalista
og h.u.b. helmingi atkvæða
vinstri flokksins og nokkrum at-
kvæðum íhaldsmanna. Við síð-
ustu atkvæðagreiðslu voru 110
þingmenn með frumvarpinu um
afhendingu handritanna en 39 á
rróti. Er búizt við að atkvæði
falli svipað nú.
Það kann að vekja furða, að
þjóðþingið fjalli nú um hand-
ritamálið mánuðum saman, þegar
i’m er að ræða sama frumvarpið
og áður var lagt fram, en skýr-
ingin er einfaldlega sú, að Stjórn-
in viil ekki gefa andstæðingum
sínum tækifæri til þess að
segja að reynt sé að hespa málið
af í hvelli, eins og Jörgen Jörg-
ensen þáverandi kennslumála-
ráðherra var ásakður fyrir 1961,
er hann lét leggja frumvarpið
fyrir þingið skömmu áður en því
átti að ljúka.
Það er því ekki við neinu
óvæntu að búast úr herbúðum
iljórnmálamanna. Andstæðingar
írumvarpsins hafa að sjálfsögðu
rtynt að fá þingmenn stjórnar-
fíokkánna í lið með sér. Einkum
er þeim það mikill þyrnir í auga,
að leiðtogi stjórnarandstöðunnar,
Erik Eriksen, fyrrum forsætis-
ráðherra, kveðst munu greiða
frumvarpinu atkvæði nú sem
áður og eins hitt, að sumir
íhaldsmenn munu einnig Ijá
málinu lið. Gefið hefur verið í
skyn innan stjórnarandstöðunn-
ar, að ef til vill myndi takast að
safna þingheimi öllum um
afhendingu handritanna, ef ein-
nverjar breytingar yrðu gerðar
á frumvarpinu. Einkum verður
niönnum í þessu sambandi hugs-
að til Flateyjarbókar og Codex
Kegius Eddukvæðanna, sem eins
og kunnugt er, heyra ekki undir
skilmála, sem farið er eftir um
niðurjöfnun handritanna. Þá
hefur einnig borið á góma sú
tillaga að handritin verði gerð
að samnorrænni eign en staðsett
í Reykjavík og sömuleiðis hafa
verið uppi raddir um að leita á
náðir Haag-dómstólsins varðandi
eignarrétt á handritunum.
Ábyrgir menn bæði innan
stjórnar og stjórnarandstöðu
Framhald á bls. 19