Morgunblaðið - 16.12.1964, Blaðsíða 14
14
MQRGU NBLAÐID
Miðvikudagur 18. des. 1964
r
VMSUM
ÁTTUM
Þarna eru bandrískir lögrreglu
menn á bökkum Austurár að
skoða heimagerða sprengju-
vörpu, sem talið er að notuð hafi
verið til þess að sk'jóta sprengju
að stórhýsi Sameinuðu Þjóðanna
á föstudaginn var, er fulltrúi
Kúbu á Allsherjarþinginu,
Ernesto „Che“ Guevara, flutti
þingheimi ræðu sína. Sprenging-
in var það snörp, að rúður nötr-
uðu í byggingunni og flcstum
sem inni fyrir voru brá illilega
í brún. Lögreglumennirnir
fundu ofan á sprengjuvörpunni
snyrtilega samanbrotinn dúk,
sem reyndist vcra kúbanski þjóð
fáninn, en sjálf var sprengju-
varpan með tímastiliingu.
Þarna sjáum við tvo fulltrúa So-
vétríkjanna á þingi Sameinuðu
þjJðanna, hinn sögufræga Sem-
jon Tsarapkin, sem virðist ekki
hafa ýkja mikið álit á þeim sem
er að tala fyrir þingheimi —
en það var Tékkinn David, að
■Aý'AvS//
gagnrýna Bandaríkjamenn fyrir
atburðina á Tonkin-flóa — Aftur
á móti f.vlgist aðstoðarforsætis-
ráðherra sovézku Kirgisíu, kon-
an, sem situr Tsarapkin til
hægri handar, með umræðum af
stökustu eftirteklt og alvörugefni.
Stúdentar í Róm tóku því ekki
með þegjandi þolinmæði þegar
forsætisráðherra Kongó, Moise
Tshombe, kom þangað fyrir helg
ina. Þá kom til uppþota úti fyrir j
Palazzo Chigi, þar sem ítalski í
forsætisráðherrann hefur að-
setur. Óeinkennisklæddir lög-
regluþjónar skárust í leikinn og
sést hér er tveir þeirra hafa á
brott með sér einn óeirðarseggj-
anna.
Enn er verið að reyna tilrauna-
eldflaugina X-15 suður í Kali-
forníu. Myndin er tekin að lok-
inni einni tilraunaflugferðinni
Tæknifræðingar eru að athuga
eldflaugina en yfir geisist orustu
flugvélin B-52 og lækkar flugið
í kveðjuskyni.
Sovézki ðýratemjarinn Walter
Zapashny, sem heíma á í Le-
gadze í Tiflis, hefur miklar mæt-
ur á tigrisdýri einu, sem hann
hefur tamið og heitir „Hvirfil-
bylur“. Svo -stillt og prútt er ! isdýrinu bregða fyrir á steinlögð
dýrið, að Zapashny hefur það.j um strætum og bíða þolinmótt
með sér út um hvippinn og
hvappinn og í Legadze eru menn
farnir að venjast því að sjá tígr-
í kránni meðan húsbóndi
fær sér hressingu.
þess