Morgunblaðið - 16.12.1964, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.12.1964, Blaðsíða 31
! Miðvikudagur 16. des. 1964 MORGU NBLADIÐ 31 Fer&ir „Faxanna" fyrír jólin í GÆR gengu ódýru jólafargjöld Flugfélags íslands fyrir skóla- fólk í gildi innan lands og á flug- leiðUm frá útlöndum gilda jóla- og fjölskyldufargjöld Flugfélags- ins. Siðustu ferðir milli landa fyrir jól Síðustu ferðir flugvéla Flugfé- lags íslands til og frá útlöndum fyrir jólahátíðina verða sem hér segir: Til London verður flogið föstu- daginn 18. desember og til Reykja víkur samdægurs. Til Bergen og Ósló verður einnig flogið 18. des- ember, en flugvélin kemur aftur til Reykjavíkur daginn eftir, laugardaginn 19. desember. Til Glasgow og Kaupmannahafnar verður flugferð 21. desember og heim daginn eftir. Síðasta ferð til þessara staða fyrir jólin verð- ur 23. desember (Þorláksmessa), en þann dag verður ferð fram og aftur. Áætlaður komutími til Reykjavíkur kl. 23:15. „Gullfaxi“ í innanlands- flugi fyrir jólin Að venju verður áætlun um flugferðir haldið fram á aðfanga- dag, en vegna fyrirsjáanlegra mikilla flutninga verður Vis- count-flugvélin „Gullfaxi" í inn- anlandsflugi frá og með 15. des- ember, ásamt fjórum DC-3 flug- vélum. Á aðfangadag verður flogið til eftirtalinna staða: Akureyrar, Vestmannaeyja, ísafjarðar, Egilsstaða og Húsavík ur. — Að öðru leyti verða síðustu — Sæmileg færð Framhald af bls. 32 stað, en þeim verið ýtt og færi nú gott. Skagastrandarvegur er snjólaus en lítilsháttar silar á Svínvetningabraut hjá Sauða- nesi. Svartá olli skemmdum — Seint á sunnudagskvöld, sím aði fréttaritarinn á Blönduósi ennfremur, — ruddi Svartá sig og fór upp á tún á Leifsstöðum og Eiríksstöðum. Vegurinn hjá Leifsstöðum og Barkastöðum lok- aðist af ísruðningi og göngubrú hjá Eiríksstöðum tók af. Einnig urðu talsverðar skemmdir á girð- ingum. í dag var vegurinn hreinsaður. í Skagafirði mun færð ágæt, a.m.k. á þjóðleiðinni til Akureyr- ar. Á Öxnadalsheiði var góð færð í gær, en nokkur þyngsli í ofan- verðum Öxnadal. LítiU snjór í Eyjafirði Fréttaritari blaðsins á Akur- eyri segir svo frá um færðina nyrðra: — Hér í grennd er fremur lít- Jll snjór, en ákaflega laus og færð yfirleitt góð í nágrenninu. Á Öxnadalsheiði var t.d. ágætt færi og gott veður í dag, en kóf og skafrenningur og þæfingsfærð ofarlega í Öxnadal. Nokkur snjór er austan til á Vaðlaheiði, en þó hefur hún verið farin á jeppum í dag og ennfremur kom áætlun- arbíllinn frá Húsavík þá leið í iag og gekk vel. Dalsmynmsveg- ur er fær stórum bílum, en Grenivíkurvegur lítt fær. Þó mun hann hafa verið hreinsaður að mestu í dag. Dalvíkurvegur er þungfær, nema fyrir stóra bíla, en sennilega mun verða athugað á morgun hvort unnt verður að hreinsa hann. Færð frammi í Eyjafirði er ágæt. Færð er orðin þung á Austur- landi, allir fjallvegir lokaðir, en fært um Fagradal á jeppum og stórum bílum. Sama gildir um Vestfirði. Þar er víðast þungfært eða ófært. fgrðir „Faxanna'* fyrir jólin, sem hér segir: Milli Reykjavíkur, Hornafjarðar og Fagurhólsmýrar 21. desember. Milli Reykjavíkur, Sauðárkróks og Húsavíkur 22. desember, og þann dag einnig milli Akureyrar og Egilsstaða. Á Þorláksmessu verður flogið til Kópaskers og Þórshafnar um Akureyri í báðum leiðum. Síðasta innanlandsflugferðin fyrir jólin frá Reykjavík að þessu sinni, verður kl. 12:30 á að- fangadag, en þá fer Gullfaxi til Egilsstaða. Ráðgert er að allar flugvélar í innanlandsflugi verði komnar aftur til Reykjavíkur kl. 16:00 á aðfangadag. (Úr fréttatilkynningu frá FÍ) Gromyko til London á næstunni New York, 15. desember, NTB UTANRÍKISRÁÐHERRA Sovét- ríkjanna, Andrei Gromyko, sem nú situr Allsherjarþing S.Þ. í New York, mun koma við í Lon- don á leið sinni heim til Moskvu og eiga viðræður við brezka stjórnmálamenn, að því er sagt var í New York í dag. Fyrsti gerfi- hnöttur Itala. Wallops Island, Virginia, 15. des. — (NTB): — í DAG var skotið á loft fyrsta gervihnetti ítala frá Wallops Is- land. Á hann að mæla þéttleika andrúmsloftsins og útvarpstrufl- anir á jónasviðinu. Tilraun þess- ari hefur verið frestað 4 sinn- um en í dag virðist allt hafa gengið að óskum og gervihnöttur inn kominn á rétta braut. — Nú hlýnar Framhald af bls. 32 kvöldinu. Sunnanátt og frost- leysa er á sunnanverðu Græn- landi, og breiðist austur af. Hins vegar þori ég ekki að lofa al- mennilegri hláku, þetta verður kannski ekki nema hlákubloti sunnanlands. Það hefur verið reynsla undanfarið að lægðir sem fara vestur fyrir Grænland, hafa smeygt sér austur með suð- urströndinni og valdið skamm- vinnum hlákublotum, en síðan færzt í norðan- og norðaustanátt aftur. Svo ekkert er því til fyrir- stöðu að við fáum hvít jól, þó nú hlýni um sinn. Annars var haustið milt og gott, að vísu dálítið umhleyp- ingasamt, en tiltölulega betra en sumarið, segir Jón ennfremur. Nóvember í fyrra var t. d. áber- andi miklu kaldari, meðalhitinn — 1 stig, sem er 3,6 stigum undir meðallagi. Mesta frost í Reykja- vík var þá 11,6 stig. Nú var meðalhitinn í nóvember 3,1 stig og mesta frost í ár 10,4 gráður í nóvember. Snjórinn, sem nú er á landinu, er ekki nema 10 daga gamall. Hér sunnanlands snjóaði alltaf annað slagið af ýmsum áttum sl. viku, aðallega á vestan, en fyrir norðan með norðanáttinni. —• En hvað er mesta frost, sem komið hefur hér í Reykja- vík? —• Síðan veðurstofan tók að mæla, við skulum segja siðan 1925, varð frost mest í janúar 1956, þá 17,1 stig. — Ég heyri að þér Norðlend- ingnum finnst Mtið til um þetta? Hugrún Stefánsdóttir — Skemm tilegast aö salta á sumrin. SÍLD AD AUSTAN Staldrað við í fiskverkunarstöð Bæjar- útgerðarinnar við Grandagarð ÞAÐ kom síld að austan á dögunum í fiskverkunar- stöð Bæjarútgerðarinnar v/ Grandaveg, 3.600 mál að því er Matthías Guðnvunds- son, verkstjóri, tjáði okkur. — Og nú er líf í tuskunum hjá ykkur, sögðum við. — Já, og þó of lítið, sagði Matthías verkstjóri. Þessari síld var skipt á milli fisk- iðjuvers Bæjarútgerðarinnar og okkar. Okkar hlutur var í afturlestinni. Þar var ísað og saltað saman til þess að geymsluiþolið yrði betra. í for- lest var eingöngu ísað. — Hvernig eru gæðin? — Þau eru ótrúlega góð, þegar þess er gætt, að síldin er sótt austur. Verst þykir okkur, hve mikið af síldinni fer til spillis, þegar henni er landað. Það eru ekki undir 12% af síldinni skemmt, 6% hér og 6% fyrir austan og undir þessu verðum við að standa. — Hvernig var þessi síld verkuð, Matthías? — Þessi síld var hausskorin og slódregin, lítilsháttar flak- að í baadervélunum og tals- vert heilsaltað. — Hvert fer svo síldin? — Sú heilsaltaða fer á Rúmeníumarkað. Við vonumst til að síldin, sem við söltum, 300—400 stykki í tunnu, kom- ist á Ameríkumarkað, en magnið 500—700 í tunnu, sem mest er af, fer til Svíþjóðar eða Rússlands. — Og svo þetta eilífa vandamál með veiðina fyrir sunnan. — Já, það er mikil sorgar- saga. Síldin virðist bókstaf- Með framhlaðning í 20 stiga frosti — Já, mér finnst ósköp lítið til þessa koma. Ég vandist á að vera á rjúpnaveiðum með fram- hlaðning í 20 stiga frosti og það er kuldaverk. Fyrst að fara í vas- ann og taka skammt af púðri og gæta þess að taka ekki á hlaup- lega hafa stungið af. Síldin, sem hefur gengið við Eldey eða á Skerjadýpi, eins og við köllum það, brást að mestu eða öllu leyti í fyrra. Hún hefur ekki gert vart við sig enruþá. Þá er ein von eftir: að síldin eigi eftir að ganga á miðunum suður af landinu. — Það hefur aldrei verið jafn 'dauft yfir atvinnulífinu hérna hjá Bæjarútgerðinni síðan ég þyrjaði fyrir um það bil 12 árum, sagði Matthías. — Hvað er áð segja um skreiðina? — Húsin okkar voru öll full af skreið í haust, en mest af henni er horfið núna, vegna þess hve afskipun gekk fljótt fyrir sig. Þar af leiðir: lítil vinna við skreiðina. — En saltfiskurinn? — Hann má heita allur far- inn og því engin vinna við hann. Svo mælti Matthías Guð- mundsson, verkstjóri — en hvað skyldu söltunarstúlkurn ar segja, hugsuðum við. Við gengum um salinn, og það bar ekki á öðru en að þær hefðu nóg að gera þessa stundina. Ef til vill aðeins þessa stundina. Þarna var Hugrún Stefáns- dóttir, sem okkur sýndist slá öll met við söltunina. Við eygðum vart hendurnar á henni, er hún raðaði síldinni í tunnuna. — Þú virðist hafa reynsl- una, Hugrún, sögðum við. — Já, ég hef verið við þetta í 5 ár, sagði hún. — Og víða verið? — Ég hef unnið við söltun á Vopnafirði, Raufarhöfn, Seyðisfirði, Norðfirði, Siglu- firði og í Reykjavík. — Hvar er skemmtilegast að vera? — Úti á landsbyggðinni, auðvitað. Þá er saltað úti á sumrin og síldin falleg og góð. — Og líf í tuskunum á plönunum? — Já, mikið líf. — Ert þú Reykvíkingur? — Nei, ég er fædd og upp- alin á Þórshöfn á Langanesi. — Er ekki síld þar líka? — Fremur lítið. Þar hafa verið tvö plön. — Starfar eitthvað af skóla fólki við síldarsöltun núna? —• Ekki á veturna. Það eru mest húsmæður. — Hvar varstu í sumar? — Á Raufarhöfn. A plani hjá Óðni hf. — Hvað saltaðirðu margar tunnur? — Svona 3—400. — Hvað salta stúlkurnar yfirleitt margar tunnur á dag? — Að meðaltali rúmar tvær tunnur á tímann á sumrin, held ég. — Hvað saltaðir þú margar á tímann, Hugrún? — Rúmar þrjár. — En hvað hefurðu saltað mikið í gær og í dag? — Eitthvað um 15 tunnur. — Og hvað færðu fyrir hverja tunnu? — 64 krónur og 72 krónur. Það eru tveir flokkar eftir stærð. — Þér þykir vænt um sild- ina? — Ógurlega, ef hún er góð. Það er skemmtilegt að salta á sumrin, en fremur leiðin- legt á veturna, finnst mér. — Mikið að gera þessa dag- ana? — Nei, siður en svo. Þetta kemur í smá skrykkjum. —• Og hvað gerirðu þá, þegar síldin er ekki viðstödd. — Ekkert. inu meðan það er sett í, því þá festist maður við það. Svo er tekinn hæfilegur skammtur af blaðapappír, hann vafinn saman í kúlu og troðið í með svoköll- uðum krassa eða hlaðstokk og þjappað vel niður. Þá er tekinn hæfilegur skammtur af höglum í lófann og sett í hlaupið og svo forhlað eða meiri pappír. Þess þarf að gæta að púðrið hafi náð fram á pinnann og stundum áð taka nokkur púðurkorn og bæ-ta á pinnann. Loks er tekin hvell- hetta og sett á pinnan. Þá er maður tilbúinn til að skjóta. — Og rjúpan bíður á meðan öllu þessu fer fram? — Það þótti nú vissara að ganga með hlaðna byssu, ef rjúpa skyldi sjást, segir Jón Eyþórsson kíminn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.