Morgunblaðið - 19.12.1964, Síða 9

Morgunblaðið - 19.12.1964, Síða 9
Laugardagur 19. des. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 9 — Hvenær komst staðurinn í sæmileigt vegasamband? — í>að var árið 1933, að veg- ur var lagður upp að Minni- Borig, en hann teppist fljótot á vetrum. Símia fengum við tveim árum síðar, 1935, og átti Bjarni skólastjóri á Laugarvatni hvað mestan þátt í því. Rafmagn fenguim við hinsvegar ekki fyrr en 1954. — Er jörðin Sólheimar í eigu heimilisins? — Já, upphaflega fékk ég jörðina leigða, en árið 1933, þeg ar beimilið var gert að sjálfs- eignarstofnun fékk það jörðina til eignar og afnota, m.a. fyrir forgöngu séra Guðmundar Ein- arssonar á Mbsfefili og konu hans. □ ★ □ Áður en lengra er haldið sam talinu bregðum við okkur út til að lita betur á staðinn og starf- semina. Út úr eimu húsanna berst hinn líflegasti söngur og hljóðifæraleikur og rennúim við óðar á hljóðið. í ljós kemur, að stór hópur vistmanna er saman kominn í samkomiustofu heim- ilisins, sem er ail rúmgóð og með dáiiitlu leiksviði. Er verið að æfa dálitla tónsmíð fyrir kór og hljómsveit, eftir brezkan mann, Alan Stenning, sem er einn aif kennurum heimilisins. Hann stjórnar sjálfur flutningn ium og á píanóið leikur kona hans Ingibjörig Blöndal Stenn- ing, sem einnig er meðal kenn- ©ranná. Þau hjónin hafa dvailizt og starfað á Sóliheimum hátt á þriðja ár. Við tómsmíðina eru rptuð ým- is hijóðfæri, flautur, klukku- spil, strengjahljóðfæri og ýmiss konar slagverk úr tré og málmi og segir Sesselja okkur, að Stenning hafi sjálfur smíðað mörg hljóðfæranna. Næst lítum við inn í smíða- stofu drengjanna, þar sem þeir búa til alls kyns muni, Nokkrir Sesselja með fyrsta barnahópinn. eru að leggja síðustu hönd á leik fangalcerrur fyrir þá yngstu — og aðrir sýna okkur lampafæt- ur, sem þeir hafa skorið út eink ar laglega. í vefstofunni á ann- arri hæð hittum við fyrir þrjár stúlkur, s.em þar sitja við hann yrðir. Þar eru þrír vefstólar og vefa þær mislita dúka og renn- inga sýnilega með óblandinni á- nægju. Þær geta unnið þetta að miklu leyti sjálfstætt — imeð dá lítilli aðstoð — en sérmenntaðir kennarar hafa kennt vefnað í skólanum annað veifið, að því er Sesselja segir okkur. í skáp um og á vegigjuim handavinnu- cig föndurstofannia getur að líta marga fallega muni, sem nem- endur hafa gert. Loks komuim við í sérstaika stofu, þar sem kenndur er lest- ur, reikningur, skrift, islenzka o. s. frv., og fáum við að sjá hvaða aðferðum er beitt við kennsluna. Áfast við skólahúsið er þrigigja hæða hús, þar sem er heimavist stúlkna. í kvosinni fyrir neðan er nýreist heima- vist drengja. Heimavistin, sem gengur venjulega undir nafninu ,,Sveinalundur“, er afar skemmti lega innréttuð og búnaður allur hinn ágætasti. Segir Sesselja okkur, að >|mur úr Styrktarfé- laigi Vangefinna 'hafi gefið heima vistinni ölil rúm og rúmfatnað og hafi þær aflað til þess fjár með sinni eigin vinnu. Skammt frá heimavist drengj- anna er tveggja hæða starfs- mannahús, sem reist var fyrir rúmu ári. Við spyrjuim Sessielju hvernig hafi gengið að fá starfs fólk að Sólheimum, svo af- skekktum stað — og hún svarar: — Á veturna höfum við tæp ast haft nægilegt starfslið — en á surnrin hefur jafnan dvalizt hér fjöldinn allur af góðu fólki, starfslipru og vel menntuðu. Reyndar hef ég verið svo lán- söm, að mér hetfur alJtaf laigzt til goitt fólik og ósérhlífið og það hefur lagt geysilega mikið að sér í starfi, ‘því otft hefur verið ærnu að sinna. Hér eru m.a. búsett fimm hjón, er starfa við fóstur og kennslu, — sem er mikilsvert, því að hér þarf að vera fulllorðið og þrosikað fólk. Við leggjum mikla áherzlu á að reyna að haifa þetta sem líkast stóru heimili. — Á hvaða aí’dri koma viist- menn hingað að Sólheimum og hvað dveljast þeir að jafriaði lengi? — Flestir hafa komið á skóla- aldri og yfirleitt dvalizt áfram. Þeir læra þá oftast eitthvað hag nýtt og geta margir gert ýmis- legt til gagns með nokkru eftir- liti og aðstoð. — Og hvað eru vistmenn margir nú? — Þeir eru nú fjörutíu og fimm. □ ’ ★ □ Við höldum áfram að ganga um staðinn, skoðum gróðurhús in, garðinn og sundlaugina. „Hún var byggð þegar árið 1943, — segir S-esselja — gefin af byg-gingar'féfaginu Goð-a 0g va-r Oddur í Glæsi stærsti g-efand- inn. Hún hefur komið sér ákaf- 1-ega vel við starfið hér í Sól- heimum. Loks snúurn við aftur hei-m að íbúðarhúsinu og skoðum nýja mötuneytið, sem þar er í byggingu og kemur til með að auðveld-a á allan hátt rekstur heimilisin-s. Nú er einnig verið að koma upp 30 metra löngum skála, þar sem m.a. verða vistar- verur starfsfólks. — Það er svo oft, segir Sess- elja, að einstæðingsmæður koma til starfa að Sólh-eimum og hafa þá með sér börn sín. Er því fyrirhugað að reyna að kþmia upp einskonar dagiheimiu fyrir þessi börn. Sem fyrr segir hafa margir lagt starfseminni að Sólheimum lið, bæði einstaklingar og féla.gs samtöik. Að því er Sesselja seg ir, var það þó einkum eftir stofnun Styrktarfélags Vangeif- inna og tilkomu hins svonefnda tappagjalds, sem unnt var að ráðast í meiri faáttar by-gginga.r. — Meðfram rekstrinum megn aði heimilið ekki að standa und- ir slíkum kostnaði, sem bygig- ingarframkvæmdir krefjast nú orðiö En það heifur jafnfraimt verið framkvæmduim þeiss-um mikiU styrkur; að Skarphéðinn Jófaannsson, arkitekt, heflur teiknað flest húsin endurgjai ds- laust. Og þá ekki síður að síðustu sumur hafa komið til starfa á Sól heimum flokkar erlendra ung- menna, er starfað hafa að bygg- ingarframkvæmdum í sjálfboða vinnu. Komu þau á vegum sam- taka, sem nefnast Civil Service International. Á fjórum árum hafa komið hingað á að gizka fjörutíu rnanns, frá ýmsum þjóð um, meðal annars Bretlandi, Þýzka-landi, hilorðurlöndunum, Frakklandi og Sviss. Þau hafa dval izt á Sólfaeimum nokkum tíma, unnið þar kauplaust, en fengið tjö-ld til að búa í og fæði. Síðan hefur þeim gefizt kostur á að ferðast nokkuð um landið og hafa jafnframt getað haft samastað á Sólifaeim- um, eins lengi og þau hafa ósk- að. Langmestur hluti þessaira ungmenna hafa verið háskóla- stúdentar. (Sjá írásögn Björns L. Jónssonar af stoarfi C. S. I.). — Loks vildi ég — sa-gði Sesselj-a að lokum — mega geta þeirra, sem árum saman haifia veitt starfseminni á Sólheknium ómetanliega aðstoð, með gjöfum og vinn-u í sambaindi við byglg- ingarfra-mikvæmdir o.fl. en það er Lionsklúbburinn Ægir. Félag ar hans hafa í állan máta stutt mig I starfi þessi ár — og gefið vistmönnum margs- kon-ar gjatf- ir, m.a. jól-agjafir ár hvert. Hef- ur það verið mér mikil-1 styrk- ur, ek'ki sízt, þegar erfiðleik- arnir virtust óyfirstiganlegir, að finn-a trú og skilning vina og vel unnara á starfi fólksins hér á Sólheimum“. — mbj. Um sjálfboðastarf SCI — Service Civil Inte rnational Sjálfboðavinna að Sólheimum. NOKKUR undanfarin sumur hafa starfað að byggingaframkvæmd- um á Sólheimum í Grímsnesi flokkar sjálfboðaliða frá alþjóða gamtökunum Service Civil Inter- national. Samtök þessi hófu starf- semi sína eftir heimsstyrjöldina íyrri og var forvígismaður þeirra Svisslendingurinn Pierre Ceresole. Þau starfa hvorki á Irúarlegum né stjórnmálalegum grundvelli — en meigintilgangur þeirra er að vinna að einingu og friði og veita aðstoð þar sem hennar er þörf, t.d. þar sem orðið hafa miklar náttúruhamfarir, eldgos, jarðskjálftar, skriðuföll og flóð o.s.frv. — Jafnframt hafa samtökin látið félagsmál æ meira til sín taka á síðustu árum og leitast við að efla kynni og sam- starf fólks af ólíkum þjóðernum, — ekki sízt þeirra, sem eiga í innbyrðis deilum, t.d. Araba og Evrópumanna í Alsír, blakkra manna og hvíta í ýmsum Afríku- ríkjum og Araba og ísraels- manna, svo að i'áein dæmi séu nefnd. Þeir, sem á vegum samtakanna starfa, eru algerir sjálfboðaliðar, þeir greiða ferðakostnað sinn tjálfir, fá en,gin laun en víðast er þeim séð fyrir húsnæði og mat. Er algengt, að gist sé í tjald- búðum og skálum. Vinnubúðir eru á vegum SCI í öllum álfum heims og mun fjöldi etarfsmanna að jafnaði nokkuð yfir tíu þúsundir. Tvær aðal- stöðvar samtakanna eru í Zúrich í Sviss otg París en samtökin ekiptast í þjóðardeildir, sem hver ekipuleggur sína starfskrafta. Vinnuflokkarnir, sem á Sólheim- win hafa starfað, hafa komið frá Ntoregi og London, en þátttakend ur þó verið af ýmsum þjóðernum. Ekki vitum við til þess, að ís- lendingar hafi verið tíðir gestir i vinnubúðum SCI, en einhverjir hafa þó starfað þar. Til dæmis tók íslendingur þátt í starfi sam- takanna sumarið 192-8 — í smá- líkinu Lichtenstein. Þar höfðu árið áður orðið óskapleg flóð, er ollu feikimi-klum spjöllum. Hið velheppnaða starf sjálíboðalið- anna þá markaði þáttaskil í starf semi SCI. íslendin-gurinn var Björn L. Jónsson, læknir og hefur hann I orðið við þeirri taeiðni okkar að segja lítillega frá upphafi starf- seminnar, frumkvöðli hennar og kynnum sínum af henni. „Pierre Ceresole“, hóf Björn frásögnina, „var svissneskur verkfræðingur, sonur eins af for- setum Sviss. Að loknu námi var hann fimm ár erlendis — og fór þá umhverfis jörðina, dvaldist síðast í Japan í tvö ár og vann fyrir sér ýmist sem óbreyttur verkamaður, kennari eða verk- fræðingur. Þó var hann vel efn- um búinn, hafði hlotið arf eftir föður sinn, sem var vellauðugur maður. Ceresole fór snemma að hugsa um þjóðfélagsmál og komst meðal annars að þeirri niðurstöðu, að hann hefði engan rétt til síns erfðahluta — og af- salaði sér honu-m með öllu. Hann kom aftur heim til Sviss í byrjun heimstyrjaldarinnar fyrri, 1914 og vann upp frá því fyrir sér með kennslu. Þar fyrir utan helgaði hann allan tíma sinn og starfs- krafta friðarhugsjón sinni og íriðarstarfsemi. Hann hafði fljót- lega eftir heimkomuna orðið fyrir miklum áhrifum af svissn- eskum friðarvini, er ritað hafði bækling um að neita að gegna berþjónustu. Einnig varð hann fyrir áhrifum af afstöðu kvek- ara til herþjónustu svo og ann- I arra friðarvina — hinna svo- nefndu ,,pacifista“, og sætti sjálfur fangelsisvist fyrir að neita að gegna herþjónustu. Fyrstu tilraun sína með sjálf- boðaliðsstarfsemi í þessum anda gerði Ceresole í Verdun haustið 1920. Bróðir hans ErnesC Cere- sole, ofursti í svissneská hernum, íerðaðist um vígvellina þar í grennd þá nokkru áður og falöskr- aði Pierre lýsingar hans á ástandi ibúanna og landsvæðisins, sem \ar eins og flakandi sár. Fór hann ásamt bróður sínum með 15 mgnna flokk til Verdun í því skyni að endurreisa hús og vegi í þorpi einu þar rétt hjá. Unnu þeir þar í fimm mánuði kaup- laust og urðu sjálfir að sjá sér fyrir fæði og húsnæði. Hollenzk prestsdóttir annaðist húsverk öll fyrir þá, þrátt fyrir vanheilsu — en hún lézt úr krabbameini nokkru síðar. En sjálfboðaliðarnir voru ekki alltaf velkomnir. íbúarnir tor- tryggðu þá frá byrjun og komust loks að þeirri niðurstöðu, að með- al þeirra væru njósnarar fyrir tjóðverja — og urðu þeir þá að hverfa á brott. Öllu meiri þa-kkir hlutu þeir sumarið 1924, er þeir gerðu við skemmdir, er orðið höfðu af skriðuhlaupi í Sviss. Unnu þar 30 sjálfboðaliðar í 3 vikur og voru kvaddir með veglegu sam- sæti. Síðar sama ár störfuðu 310 sjálfiboðaliðar í tvo mánuði í Suður-Sviss, — sunnan Alpa- fjalla, með mjög góðum árangri. Var því þá til leiðar komið, að svissneski herinn lánaði föt, ábreiður og alls konar áhöld til vinnunnar. Árin 1926—27 var starfinu haldið áfram í Sviss en i smáum stíl — og næsta meiri- háttar verkefnið var í Lichten- stein, þar sem hin gífurlegu flóð urðu haustið 1927. Eyddu þau bókstaflega þriðjungi alls rækt- aðs \lands. Skurðir og vegir liurfu og landið var víða ein cslitin auðn, sumsstaðar marga metra þykkt leir- og stórgrýtis- lag. Var þá ekki annað sýnna en fjöldi fólks yrði að flytja burt úr ríkinu“. „Um þessar mundir var ég við nám í París“, hélt Björn áfram, „oig hafði í huga að komast til Englands eða Þýzkalands í sum- arleyfi. En þá heyrði ég sagt frá fyrirhuguðu starfi í Lichten- stein. Sérhver sjálfboðaliði varð að ráða sig í minnst hálfan mán- uð og læknisumsókn varð að íylgja umsókninni — því að vinn- an var erfið. Fæði var ókeypis og nokkur hluti ferðakostnaðar — svissn-esku járnbrautarfélögin gáfu 75% afslátt af fargjöldum — en kgup ekkert. Starf samtakanna stóð yfir í sex mánuði, hófst í byrjun apríl — en ég hóf ek-ki starf fyrr en um miðjan júlí; réði mig fyrst í l'.-rjár vikur en framlen-gdi dvöl- inni til loka. Á þessum sex mán- uðum störfuðu alls 710 sjálf- boðaliðar frá 20 þjóðum, þar af 78 stúlkur — eða systur eins og stúlkurnar etou jafnan nefndar, sem vinna fyrir SCI. Var talið, að sjálfboðaliðarnir sem flestir voru ungir og óvanir erfiðis- vinnu, hefðu unnið rúmlega til helmings við vana verkamenn. Ibúarnir þurftu litlu til að kosta — þeir sáu fyrir fæði að mestu, en það var ódýrt og við höfðum ágætan garðyrkjumann, sem ræktaði í a-l-ls kyns ma-tjurtir. Ennfremur bárust matargjafir frá vinum og velunnurum sjálf- boðavinnunnar, svo að kostnaður iandsmanna varð u.þ.b. 36% af sannvirði vinnunnar. Ekki var lokið að fullu við allt, sem gera þurfti, en landsmenn tóku við, þar sem við hurfum frá. Sumarið eftir vildi syo til, að ég gat brugðið mér þangað aftur — og voru þá nær engin vegsummerki eftir þetta ægilega flóð. Flóð- garðurinn var rammbyggilegri en áður og landið -grösugra og feg- urra en nokkru sinni fyrr“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.