Morgunblaðið - 19.12.1964, Side 11
Laugardagur 19. des. 1964
MORGU N BLAÐIÐ
11
Svalbar ðsstra n dar bók
SVALBARÐSSTRANDARBÓK,
skráð af Júlíusi Jóhannessyni
hefur borizt mér í hendur. Er það
mikið rit og allvandað að frá-
gangi, skreytt góðum myndum af
bæjum og fólki. Skiptist það í tvo
hluta. I fyrri hlutanum er fyrst
sagt frá landnámi Svalbarðs-
strandar og síðan gerð grein fyr-
ir veðráttu, gróðurfari og lands-
lagi þar. Þá kemur lýsing á
byggðarlaginu, hverri jörð lýst
út af fyrir sig og nákvæmlega
rakin öll örnefni. Einnig getið
eigenda. Mun þetta e.t.v. bezti
hluti ritsins, einkum örnefna og
jarðalýsingarnar. Næst koma
stuttir kaflar um búnaðarhætti
Og félagsmál Svalbarðsstrend-
inga fram til þessa dags, en þeir
hafa reynzt miklir búmenn og á
sumum sviðum brautryðjendur.
Þar næst kemur kafli um slys-
farir meðal Svalbarðsstrendinga
og þær raktar allýtarlega frá um
1735 til síðustu ára. Þar er m.a.
getið um Straumandarslysið 1817,
en þá drukknuðu 12 manns, þar
af 3 af Svalbarðsströnd. Flestir
hinna voru úr Kræklingahlíð.
Gerir Júlíus stutta grein fyrir
öllum þeim sem fórust og ætt-
færir þá. Er þar væntanlega rétt
frá skýrt í flestum tilfellum, en
þó hafa slæðzt þar inn ættfræði-
legar skekkjur á tveim stöðum.
Upptalningin hefst á formannin-
um, Jóni Björnssyni á Pétursborg
og mun allt rétt sem frá honum
er sagt, nema það sem segir síð-
ast um Grím son hans, að hann
hafi átt Þorgerði Gunnarsdóttur
á Gæsum. Grímur bóndi hennar
var sonur Jóns Jónssonar b. í
Arnarnesi og k. h. Guðrúnar
Árnadóttur. í samræmi við þetta
leiðréttist svo færslan á Gunnari
Grímssyni b. á Breiðabóli (gr.
121), sem var sonur Gríms og
Þorgerðar. Áttundi í röðinni er
talinn Jóhannes Þorsteinsson.
Hann bjó á Ásláksstöðum, en
var frá S.-Krossanesi og er Sig-
urlaug móðir hans skakkt ætt-
færð. Hún var dóttir Jóns Gam-
alielssonar b. i S.-Krossanesi og
konu hans Herdísar Ásmunds-
dóttur.
Tíundi í röðinni er Jón smali
Jónsson, sem var ókvæntur vinnu
maður í Lögmannshlíð, 23ja ára.
Hann var ranglega sagður son-
ur Jóns Jónssonar b. á Sílastöð-
um (réttara Sílastaðakoti) og k.
hans Guðfinnu Þorsteinsdóttur.
Jón smali mun vera sá sami, sem
er vinnumaður í Lögmannshlíð
1816, 22ja ára og tjáir sig þá
fæddan í Dunhagakoti. Finnst
hann í fæðingarregistri Möðru-
vallaklausturs fæddur 1794,
frilluborinn sonur Jóns Bjarna-
sonar og Svanhildar Markúsdótt-
ur í Dunhaga. Þetta er slæm
villa, því Jón Jónsson frá Síla-
staðakoti, sem var að vísu nær
jafnaldra Jóni smala, komst upp.
Hann var á Björgum 1816, en
flutti þaðan fram í Eyjafjörð
og bjó lengi á Syðra-Gili í Hrafna
gilshrepp, frá 1824 til æviloka
28. júlí 1855. Átti hann margt
barna og eru niðjar hans nú um
allt land. Einn sonur hans var
Guðjón á Draflastöðum, faðir
Stefáns b. i Gröf í Kaupangs-
sveit, og Jóhanns, sem drukknaði
við Svalbarðseyri 1881 (bls. 139).
Annar sonur hans var Jónas,
lengst af hús- eða vinnumaður,
um tíma í Tungu á Svalbarðs-
strönd, faðir Stefáns, sem þar
fæddist, verkamanns á Akureyri,
föður Aðalsteins verkstj. sama
stað, föður míns. Hefi ég rann-
sakað allnákvæmlega ætt Jóns
Jónssonar á Syðra-Gili og gert
ágrip að niðjatali hans. Ellefti
maðurinn var Magnús Magnús-
son, vinnum. á Ásláksstöðum,
hjá Jóhannesi nr. 8. Hann var þá
28 ára gamall, f. 29. júní 1789
á Stórhamri, og albróðir Sigurð-
ar í Básum (fyrr b. í Kaupángs-
sveit). Foreldrar þeirra voru
Magnús b. á Stórhamri, og um
skeið í Hrísey, Magnússon
(hreppstj. á Stórhamri, Jónsson-
ar) — og k. hans Kristín Þor-
valdsdóttir b. á Varðgjá, Odds-
sonar. Kristín átti síðar Ólaf
Rögnvaldsson b. á Veigastöðum
(9. grein).
Á bls. 135 er sagt að Gottskálk
Jónssonar formaður á Sval, sem
hlaut bana 27. júlí 1857, hafi
verið fæddur á Grjótnesi. Það
er rangt. Gottskálk var fæddur
á Litla-Eyrarlandi 28. nóv. 1830,
sonur Jóns Gottskálkssonar, sem
lengi bjó í Helgárseli og seinna
á Hallanda (sjá gr. 38), og fyrri
k. hans Guðrúnar Hallgríms-
dóttur.
Á bls. 135—136 segir frá af-
drifum Halldórs Þorlákssonar á
Björk 15. maí 1858. Síðast er sagt
frá því er Halldór og Guðrún
Rósa, kona hans muni hafa átt 6
börn, en hið rétta er að þau áttu
alls 13 börn og komust þau öll
upp, sem var nær einsdæmi í þá
daga. Guðrún Rósa gekk með tví-
bura þegar maður hennar féll
frá. Þeir fæddust 2. okt. 1858
og var annar Benonía Kristjana,
móðir Halldórs Ásegirssonar á
Akureyri og systkina hans.
Síðari hluti bókarinnar er ábú-
endatal Svalbarðsstrandarhrepps,
sem er allyfirgripsmikið verk og
mjög fróðlegt. Eru þar nafn-
greindir og ættfærðir bændur á
Svalþgrðsströndinni frá því um
1703 og allt til síðustu ára. Á
sumum stærstu jörðunum nær
bændatalið lengra fram, t.d. á
höfuðbólinu Svalbarði, sem á
nær óslitna ábúðarsöu frá því um
miðja 14. öld. Það er vandasamt
verk að semja gallalausa ábúð-
arsögu, þar sem ábúendurnir eru
ættfærðir, getið um niðja þeirra
og rakin ábúðarférill þeirra. Til
þess að slíkt verk verði fullkom-
ið þarf að þaulkanna margar
heimildir vandlega og alltaf get-
ur eitthvað nýtt komið í leitirn-
ar. Heimildir þessar eru fæstar
á prenti heldur liggja á söfnum
í Rvík. Ekki er að búast við því
að Júlíus hafi haft aðstöðu til að
kanna öll skjöl og handrit varð-
andi Svalbarðsstrendinga, en
mörgum góðum fróðleik hefur
hann bjargað undan sjó og á
hann heiður skilið fyrir það.
Mest sakna ég þess að hann skuli j
ekki hafa vitað um Bænda- og
jarðatal Skúla Magnússonar frá
1753—1754, en það hefði fyllt upp
margt skarð í ábúendatali hans.
Einnig virðist hann ekki hafa
notað Skuldaskil Húsavíkurkaup-
manns J. Keyson frá 1731, en þar
eru margir þingeyskir bændur
nefndir fullum nöfnum og þar á
meðal nokkrir Svalbarðsstrandar
bændur..Miklar upplýsingar hefði
hann og fengið úr ættbókum
Espólíns og Guðmundar Gísla-
sonar frá Melgerði, sem geta um
nokkra ábúendur á Svalbarðs-
strönd, sem höfundi bændatals-
ins er eigi kunnugt um, auk þess
sem þar fást góðar upplýsingar
um ættir þeirra og niðja. Upp-
lýsingar þessara heimilda, sem
ég hefi nú nefnt, eiga aðallega
við 18. öldina og þar sem ég hefi
dálítið kannað þær í sambandi
við það tómstundagaman mitt,
að gera ábúendatöl úr innhrepp-
um Eyjafjarðar, langar mig að
bæta inn í Svalbarðsstrendinga-
talið ýmsu sem mér finnst helzt
vanta, og leiðrétta annað.
Ábúendatalinu er skipt niður í
greinar og fjallar hver grein um
einn ábúanda. Vísa athugasemd-
ir mínar til þessara greina, en
ábúendatalið hefst á Veigastöð-
um.
1. grein getur um Guðmund
nokkurn sem þar hafi búið á síð-
ari hluta 17. aldar og kann það
að vera rétt. Hins vegar nefnir
Guðmundur í Melgerði Hálfdán
nokkurn á Veigastöðum, hálf-
bróður Jóns Grímssonar b. á
Öngulstöðum, föður Þorláks b.
s. st., föður Sigurðar b. á Veiga-
stöðum (5. grein). Dóttir Hálf-
dáns var Guðrún kona Guðmund-
ar Jónssonar b. á Þórustöðum í
Kaupangssevit Guðrún er fædd
um 1665 og mun Hálfdán faðir
hennar e.t.v. hafa búið á Veiga-
stöðum á eftir Guðmundi (1. gr.)
Sonur Guðrúnar Hálfdánardótt-
ur og Guðmundar á Þórustöðum
var Hálfdán b. á Þverá í Svapf-
aðaldal, faðir Jóns hreppstj. á
Urðum, föður Þorgerðar fyrri
konu Þorláks Hallgrímssonar
dannebr.m. á Skriðu. Hefur Þor-
gerður þessi oft verið ranglega
ættfærð í prentuðum ritum, síð-
ast í bókinni um Þorstein á
Skipalóni (bls. 100).
5. grein. Sigurður Þorláksson
bjó á Veigastöðum til 1736, en
flutti þá að Þórustöðum í Kaup-
angssveit og var einn af hreppstj.
í Öngulstaðahr. eitt ár. Þaðan
fór hann í Yztuvík. Föður-föður
Sigurðar telur Espólín (p. 4555)
Jón b. á Öngulsstöðum Gríms-
son b. í Veisu Jónssonar lrm. á
Draflastöðum, Jónssonar.
Á eftir 5. grein ættu að koma
bændurnir tveir sem búa á Veiga
stöðum 1754, en þeir hétu Jón
Jónsson, tíund 3 hundr., og Jón
Magnússon, sem nær ei skipti-
tíund. Ekki kann ég að skilgreina
þessa menn, en líkur benda til
þess að hér sé um sömu menn
að ræða og búa í Sigluvík 1734
(sjá gr. 91 og 92).
29. gr. Örnólfur Ólafsson bjó á
Hallandi 1754, og tíundar 4
hundr., sonur Ó. Örnólfssonar,
sem hér bjó 1734. Kona hans var
Arnbjörg Jónsdóttir, b. Litlhóli
Grímssonar og k. hans Ásgerðar
Sveinsdóttur. Örnólfur mun dá-
inn fyrir 1762, því Arnbjörg
ekkja hans andaðist 1763, og er
jarðsett frá Kaupangi. Sonur
þeirra var Hermann, síðast b. í
Hraukbæ, faðir Jóns í Efstalands-
koti, föður Jóns á Brautarhóli í
Svarfaðardal, föður Tryggva
blikksmiðs á Akureyri og syst-
kina hans.
30. gr. Þórarinn Loftsson (b. í
Teigi Hallssonar) bjó í Litladal
1747—1752, á Kambi 1752—1758,
Rifkelsstöðum 1758—1759, en
mun þá hafa flutt í Halland.
Hann var þríkvæntur og var síð-
asta kona hans (móðir Jóns og
Guðna), Guðrún Jónsdóttir, b.
á Rifkelsstöðum, Sigurðssonar.
34. gr. Þar hefur misskrifazt
smávegis í sambandi við Þuríði
Sigurðardóttur konu Jóns Jóns-
sonar b. á Hallandi. Hún var dótt-
ir Sigurðar á Þormóðsstöðum
(ekki Björk) og Guðrúnar Gunn-
lausgdóttur, b. á Þormóðsstöðum,
Halldórssonar (ekki Gunnlaugs-
sonar).
36. gr. Ingibjörg Þorláksdóttir
kona Elíasar dó á Öngulsstöðum
6. ág. 1855, en ekki á Kristnesi.
38. gr. Eitt af börnum Jóns
Gottskálkssonar og fyrri konu
hans var Gottskálk formaður sem
hlaut bana af slysinu sem getið
er um í kaflanum Slysfarir bls.
135. Hann var á unglingsárum
sínum vinnumaður í Fnjóskárdal,
en fór að Grjótnesi 1854 og var
þar eitt ár, en sigldi þaðan til út-
landa 1855 og nam sjómanna-
fræði. Var nýlega kominn úr
þeim skóla þegar slysið varð
honum að bana 1857.
Nýbjörg, kona Þorláks Stefáns-
sonar var hórgetin. Jón Gott-
skálksson átti hana með vinnu-
konu sinni Halldóru Randvers-
dóttur (en ekki með Nýbjörgu
seinni konu sinni).
55. gr. Jón Sveinsson bjó á
1754, tíund 2 hundr. Sigríður
Örnólfsdóttir, sem býr hér 1762,
gæti verið ekkja hans, en þó er
sennilegra að þetta sé Jón Sveins
son sem bjó í Sveinbjarnargerði
1762 (sjá gr. 292). Hér er sagt,
að ekki sé vitað hvar Gestur
Jónsson, sem féll í Móðunni 1784
hafi búið. Espólín (p. 6107) full-
yrðir að Gestur hafi búið á
Breiðabóli og ætti því að geta
hans þar.
68. gr. Sveinn Þorgeirsson f.
um 1712, bjó á Geldingsá 1754,
og tíundar 10 hundr., sem er
næsthæsta tíund í hreppnum það
ár. Sveinn bjó í Lögmannshlið
1762.
87. gr. Þorsteinn Eiríksson b.
í Sigluvík, var sonur E. Þor-
steinssonar, sem býr á Skugga-
björgum 1703. Fyrri kona hans
var Þuríður Sölvadóttir, systir
Guðmundar Sölvasonar b. á
Mýralóni 1703, föður Herdísar
konu Gísla Sigurðssonar b. á
Gautsstöðum (249. gr.) Einn son-
ur þeirra var Þorsteinn, faðir
Vigdísar, móður Þorsteins b. Jóns
sonar í Hvammi, Höfðahverfi. —
Með seinni konu sinni, Þor-
björgu Benediktsdóttur, átti Þor-
steinn 6 börn sem upp komust
og áttu flest þeirra börn (sbr.
skiptabók Eyjafj.sýslu 1784). —
Kunnastur þeirra var Jón Þor-
steinsson hreppstj á Bakka í
Svarfaðardal, f. um 1713, faðir
Guðmundar hreppstj. í Ytra-
Hvarfi, föður Einars dannebr.m.
á Hraunum í Fljótum, föður Bald-
vins lögfræðings.
93. grein. Þórarinn Bjarnason
mun líklegast hafa búið á
Draflastoðum í Fniósikadal áður
en hann kom í Sigluvík, þvi
þar er Ás-tþrúður dóttir hans
tfædd 1739 eða 1740, þar áður í
Svalbarði en e.t.v. fyrst í
Hvammi í Hrafnagilshreppi, en
einlhver Þórarinn er þar 1724—
1726. Ásmundur sonur hans bjó
á Hrafnsstöðum í Svanfa'ðardal
og Árni bjó í Garði Fnjóskárdal
og í Héraðsdal, Skagafirði. Eftir
Þórarin bjó í Sigluvík Pétur
Indriðason og í ábúendatalinu er
honum markaður bás 1750—1752.
Seinna ártalið er skakkt, því Pét
ur bjó enn í Sigluvík 1754 og
tíundar 6 hundr. Árni lögréttum.
Hallgrímur bjó þá enn í Yztu-
vík og tíundar þá 8 hundruð.
112. grein. Guðmunidur Gísla-
son b. á Breiðaibóli 1762, bjó
fyrr í Fjósatungu og Skógum,
bar 1754 og táundar 4 hundr.
Raikel dóttir hanis átti Gest Jóns-
son, sem að sögn Espólíns bjó
á Brei’ðabóli. Hafa þau hjón ef-
laust teikið við ábúð hér eftir
Ásmund. Gestur fæddist á Kotó
1748 og mun senniiega vera
sonur Jóns Þorsteinssonar b. þar,
en fyrr á Syðri-Tjörnum.
Höfundur telur að Halldór
Jónsson, síðar b. á Veigastöðum
hafi búið á Mógili um 1760 og
ihefst ábúendatalið þar á honum.
Árið 1754 bjó þar Þorsteinn
Helgason, sem tíundar 2 hundr.
129. grein. Jón Jónsison b. á
Mógili 179i2—1807 er ættfærður
þannig (Ihjá G.G. bls. 124). Fbr-
eldrar hans voru Jón b. á Dag-
verðareyri, f. 1706, Jónsson (hins
gamla í Sigluvík) og k. hans
Sestselja Halldórsdóttir, b. sfðast
á Snæbjarnarstöðum, Þongeirs-
þetta kynduga nafn væri til
komið, sagði Dali það samsett
úr ,,Pop art“ (List fyrir fjöld-
ann) og „Optical Illusion art“
(Sjónvillulist). Sagði hann að
árangur þessa væri fullkom-
lega sjónvillandi þrívíddarlist.
Dali var að koma frá Evr-
ópu og fréttamenn gripu tæki-
færið til þess að spyrja hann,
hvort hann teldi sjálfan sig
enn mesta málara heims. Játti
Dali því, en sagði: „Ég kemst
ekki í hálfkvisti við igömlu
meistarana, en ég tek langt
fram öllum þeim sem nú eru
sonar. Móðir Jóns gamla í Siglu-
vík er talin Guðný Einarsdóttir,
systir Margrétar konu Árna
Björnssonar b. á Y-Hóli í Kaup-
angssveit 1703. Mar.grét var þá
60 ára og hefur Guðný eflaust
verið á líku reki. Tel ég senni-
legt að það sé hún sem er hús-
freyja á Hallandi 1703, 64 ára.
Er hún þá gift Magnúsi Ásmunds
syni smið, fertngum manni, eða
23 árum yngri en hún. Er hann
augsýnilega seinni maður henn-
ar. Tvö Jónsbörn, Ólafur og
Björg, 33ia og 37 ára eru þarna
þjónandi á heimilinu og auk
þess Guðný Jónsdóttir 10 ára.
Finnst mér líklegt að þau Ólaf-
ur og Björg séu börn Gu’ðnýjar
húsfreyj u af fyrra hjónabandi.
Er þá hægt að hugsa sér að Jón
Jónsson, sem býr á næsta bæ,
Veigastöðum, 35 ára, sé 3ja barn
Guðnýjar og þar muni fundinn
Jón gamli í Sigluvík, sem ættar-
tölurnar nefna og er sjálfsagt
annar þeirra Jóna Jónssona, sem
býr í Sigluvík 1734. Væri hann
þá orðinn 66 ára gamall. Gæti
hann hafa átt Þuríði, sem er
bústýra hans 1703. Guðný litla,
sem er hjá ömmu sinni á Hal-
landi 1703, kynni að vera dótt-
ir Jóns gamla aí fyrra hjóna-
bandi eða laungetin.
154. grein. Álfdís Hallgrímsdótt
ir, b. og lrm., Sigurðssonar átti
Þorlátk Björnsson b. í Holti í Eyja
firði (en ekki undir Eyjafjöll-
um).
156. grein. Sigurður Gu’ðmunds
son b. á Svalfoarði, var sonur G.
b. á Leifsstöðum, Þórðarsonar b.
í Yztafelli, Magnúesonar. Hann
bjó á Garðsá 1750—1765 —, en
er fluttur þaðan og úr Kaupangs
sveit fyrir 1768 og eflaust að
Svalbarði aftur. Hefur hann bú-
ið þar frá um 1768—1779. Hann
keypti þá Svertingsstaði og fór
þangað vorið ’79 og dó sama
ár, en Ingunn bjó þar áfram.
156. grein. Jón Árnason hefur
sennilega ekki veri'ð af Garðs-
úrætt, heldur miklu fremur af
Hróastaðaættinni , e.t.v. sonur
Árna Halldórssonar, bróður Þór-
is í Tungu (sjá gr. 191). Jón
foló á Garðsá 1733—1750, en hetf-
ur þá ábúðarskipti við Sigurð
Guðmundsson fyrrnefndan og
flytur í Svalbarð. Þar býr Jón
enn 1754 og tíundar 11 bundr.,
sem er hæsta tíund í hreppnum
það ár. Jón bjó, eða var utan
Kaupangssóknar þegar Halldór
sonur hans fæddist um 1730, o>g
ekki er Guðbjörg dóttir hans
fœdd á Garðsá eða getið um
hana á fermingasikrám. Hið eina
barn Jóns er fæðist meðan hann
Framh. á bis. 15
uppi. Næstur mér er Picasso”.
Salvador Dali
og „Pompie"
New York, 15. des. — AP Þá vildu fréttamenn forvitnast
SPÆNSKI málarinn heims- um það, hverju sætti þessi
frægi, Salvador Dali, lýsti fram'úrskarandi snilli, en lista-
því yfir í dag, að hann hefði maðurinn svaraði stutt og lag-
nú tilbúin til sýningar tvö ný gott: „Dali er ekki / :r búinn
málverk í algerlega nýjum með morgunverðinn sinn en
stíl, sem málarinn kallaði hann er tekinn til við að
„Pompie". Aðspurður hvernig mála.“