Morgunblaðið - 26.01.1965, Page 5

Morgunblaðið - 26.01.1965, Page 5
Þriðjudagur 26. janúar 1965 MORGUNBLADID 5 SVO herma fornar sögur, a'ð Ketilbjörn hinn gamli hafi komið skipi sínu í Elliðaárós. Skipið hét Elliði, og af því hafa árnar, vatnið og baerinn dregið nafn. Má vera að Ketil björn hafi haft þar landfest- ar, er enn heitir Gelgjutangi við Elliðaárvog. Hann var um veturinn hjá Þórði skeggja tengdaföður sínum á Skeggja stöðum í Mosfellssveit, en um vori'ð fór hann austur ýfir heiði að leita sér landa. Þeir höfðu náttstað hjá Þingvalla- vatni, þar sem þeir kölluðu Skálabrekku, og hejtir svo enn baer, er þar stendur. Þar rétt fyrir austan var á ísi lögð. Þeir hjugu vakir á ísinn og misstu þá öxi í ána, og af því kölluðu þeir hana Öxará. „Sú á var síðan veitt í Al- mannagjá og fellur nú eftir Þingvelli", segir í Haukdæla- þætti. Varla þartf að efa, að ánni hefir verið veitt niður í Almannagjá eftir áð þing var sett á Þingvöllum. Á hinu ieikur meiri vafi hvers vegna það hafi verið gert. Hyggja sumir, að það hafi verið gert vegna þess, að forfeður vorir hafi haft svo næma tilfinn- ingu fyrir náttúrufegurð, að þeir hafi séð að staðurinn varð miklu fegurri og tilkomu- meiri, ef þar var foss. Og víst er um það, að þrátt fyrir alla fegurð sína mundi þó stað- urinn verða eins og svipur hjá sjón, ef fossinn væri horf- inn. Öxarárfoss er einkar fríð- ur, þótt ekki sé hann vatns- mikill. Hann sómir sér vel í hinu tígurlega landslagi og setur á það glæsilegri svip en ella mundi vera. Enginn sem til Þingvalla kemur þykist hafa séð staðinn, nema hann hafi komi'ð að fossinum. Og hann kvað undir með þjóð- kórnum þegar guðsþjónustan var haldin þar á Alþingishá- tíðinni 1930. Þá sáu margir hann í fyrsta sinn og dáðust að honum. En öxarárfoss er ek'ki síður ógleymanlegur þegar veturinn hefir hneppt hann í klakadróma, eins og sjá má hér á myndinni. í slíkum töfrabúningi hafa þó fáir séð hann, því að fáförult er á þeim slóðum að vetrar- lagi. Er undarlegt að skíða- fólk skuli ekki hnappast þar saman, því að oft er þar meiri snjór en annars staðar og skíðabrekkur ágætar. Eins gæti sleðasiglingar á ísi lögðu Þingvallavatni, orðið mönn- um til hinnar mestu skemmt- unar. Þá gæti gistihúsið þar verið ppið allan ársins hring, í stað þess að vera í eyði mik- inn hluta ársins. ÞEKKIRÐU LANDID ÞITT? Hjónarúm Ný gerð af hjónarúmum. Nýja bólsturgerðin, Laugavegi 134. Sími 16541. „Fender" bassagítar til sölu. Selst ódýrt. Upplýs ingar í síma 20993. Dragta- og pilsefni er hægt að fá ofið eftir ósk um, næstu daga. V e f naðarstóf a Karólinu Guðmundsdóttur, Ásvallagötu 10 A. Keflavík — Nágrenni 4—5 herb. íbúð óskast i marz eða apríl. Upplýsing- ar í síma 4207, Keflavikur- flugvelli. Ódýrt Lakaléreft og sængurvera- efni. — Verzl. H O F, Laugaegi 4. Bátur óskast Óska að taka á leigu ltf— 12 tonna bát. Tilboð send- ist afgr. Mbl. í Keflavík, merkt: „818“. * Jörð til sölu Jörðin Klettstía í Norðurárdal í Mýrarsýslu er til sölu og laus til ábúðar í nk. fardögum. Áhöfn og vélar geta fylgt ef óskað er og um semst. Upplýsingar gefa Halldór E. Sigurðsson alþm. Porgarnesi og undirritaður eigandi jarðarinnar. JÓN JÓHANNESSON, Klettstíu, símstöð Dalsmynni. Árshátíð Leikfélags Kópavogs verður haldin í Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 30. jan. Félagsmenn og styrktarfélagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Nánari uppl. í síma 40506. Honiiavlnnnkennari óskast Akranesferðir með sérleyfisbílum Þ. 1» Þ. Afgreiðsla hjá B.S.R. Frá Reykja ■vik alla virka ðagt kl. 6. Frá Akra- nesi kl. 8, nema á L.augardögum ferðir frá Akranesi kl. 8 frá Reykjavík kl. 22. Á sunnudögum frá Akranesi kl. 3. Frá Reykjavík kl. 9. Akraborg: Þriðjudagur: Frá R. k)l. 8 og 18 Frá B. kl. 13 Frá A kl. 14:45 og 19:30 Mröviikudagur: Frá R. kl. 7:45, 11:45 og 18 Frá A. kl. 9. 1-3 og 19:30. Flugfélag íslands hf. Millilandaflug: 6ólfaxi kemur til Rvíkur frá Kaup- mannahöfn og GMa'Sgow kl. 16:05 1 dag Skýfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:00 í fyrramálið. Innanlandsiflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Ves»t- mannaeyja, Sauðárkróks, Húsavíkur, ísafjarðar og Egilsstaða. Á morgun er áætlað.að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Húsavíkur, ísafjarðar og Egilsstaða. Eimskipafélag Reykjavíkur H.f. — Katla lestar á Austf jarðarhöfnum. Askja fór frá Rví'k 22. 1. áleiðis tii Rvík. Eimskipafélag fslands h.f.: Bakka- foss fer frá Hvammstanga í kvöld 25. 3. til Húsavíkur. Brúarfoss fór frá Hull ®2. 1. væntanlegur til Rvíkur á ytri hófnina um kl. 20:30 í kvöld 25. 1. Ðettiföss fór frá Keflavík 23. 1. til Wilmington og NY. Fjallfoss kom til Avonmouth 25. 1. fer þaöan til Sharp- ness, Kaupmannahafnar og Lysekil. Ooðafoss fór frá V'estmannaeyjum 24. 1. til Hambopgar og HuU. Gullfoss fór írá R-vík 23. 1. til Gautaborgar, Kaup- mannahafnar og Leith. Lagarfoss fór írá Ventspiks 24. 1. til Kotka, Kristan- »and og Rvíkur. Mánafoss fór frá Eskifirði 22. 1. til Sharpnese, Manc- hester, Kristiansand, Kaupmannahafn ®r, og Gautaborgar. Reykjafoss er í Hamborg. Selfoss er í NY Tungufoss fer frá Antwerpen 27. 1. tfl Rotter- dam. Utan skrifstofutíma eru skipa- fréttir lestnar 1 sjálfvirkum símsvara 2-14-66. Skipaútgerð rikisins: Hekla fer fré Rvík á morgun austur um land í hringferð. Esja er á Austfjörðum á «uðurleið. Herjólfur fer frá Rvík kl. 21.00 í kvöld til Vestmannaeyja. Þyrill er á leið frá Akureyri til Rvíkur. Skjaldbreið fer frá Rvík 1 dag vestur vim land tfl Akureyrar. Herðubreið er é Austfjörftum á norðurleið. Guð- mundur Góði fer frá Rvík á morgun til Snasfelisneeáiafim. Skipadeild SÍS: Amarfell er væntan legt til Carteret 28. frá Antwerpen. Jökulfell er væntanlegt til Camden 28. frá Keflavík. Dísarfell fer í dag frá Vopnafirði til Bergen, Stavanger, Kristiansand, Osló og Kaupmanna- hafnar. Litlafell fer í dag frá Rvík til Austfjarða. Helgafell er á Akureyri. Hamrafell er í Avonmouth, fer þaðan væn-tan-lega á morgun tid Aruba og Rvíkur. Stapafell er í Rvík. Mælifell fer væntanlega í dag frá Liverpool til Avonmouth. H.f. Jöklar: Drangajöl^ull kom til Boulogne í gærkvöldi og fer þaðan til Grimsby, Halden, Norrköping og Finnlands. Hofsjókull kom til Rvíkur í fyrradag frá Hamborg. Langjökull er í Gloucester og fer þaðan til Le Havre og Rotterdam. Vatnajö-kull kom til London í gær og fer þaðan til Rotterdam og Rvíkur. Hafskip h.f.: Laxá er á leið til Hamborgar. Rangá kom til Gdynia 23. þm. Selá er í Antwerpen. Nancie S er á Akranesi. Smóvarningur VEGIR ÁSTARINNAR Seytján ára telpa, Jannu Hakman að nafni, sem vann á hænsnabúi einu í Vormshoop í Hoilandi, fann einu sinni upp á því af fáti að skrifa nafn sitt og heimilisfangr á eitt eggið. — Nokkru siðar fékk hún bónorðs- bréf frá herra Emile Manieri í Róm ásamt ljósmynd af honum Kvaðst hann hafa keypt eggið í torgsölu einni í Róm og hrifizt af nafni hennar. Þau eru nú gift. VÍSIJkORN Nýjasta uppgötvun. Vísindaafrek. Ekki þarf að gylla gull, er glöggt í nýjum fræðum, alltaf verði buliið bull, þó bundið sé í kvæðum. St. D. Hœgra hornið Ég vissi nú tæpast hvað synd var fyrr en ég hlustaði á prest- inn minn messa á sunnudaginn. Spakmœli dagsins Mikilleiki margra er algerlega staðbundinn. Þeir eru aðeins j miklir af því að þeir eru innan j um smáanenni. — Johnson. FRÉTTIR I Félagshcimiíinu fimmtudaginin 28. * janúar kl. 8.30 Kjartan J. Jóhannsson Jj héraðslæknir flytur erindi. Sýndar ■ kvikmyndir frá Krabbameinisfélaginu. ■ Utanfélagskonur vel'komnar meðan & húsrúm ’leyfir. Stjórnin. Kvenfélag Hallgrimskirk ju heldur spilafund í Iðnskólamim fimmtudag kl. 8:30. Félagskonur mega taka með sér gesti. § Frá Nátturulækningafélagi Reykja- vikur: Fundur verður fimmtudaginn 28. janúar kl. 8:30 í Ingólfsstræti 22. Sýndar skuggamyndir frá starfsemi félagsine á s.l. ári og frá heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði. Grétar Fel'ls flytur stutt erindi: Líka-mi og sál. Veitingar með -nýju sniði. Frá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar ÚthUitum fatnaði n.k. fimmtudag kl. 8 — 10 í Alþýðuhúsimi. Steindór Gunnlaugsson, Bugðulæk 4 biður þess getið," að nýtt símanúmer hans sé 30759. Óháði söfnuðurinn: I»orrafagnaður i Lindarbæ föstudaginn 29. janúar kl. 7 Góð skemm-tiatriði. Aðgöngumiðar í verzlun Andrésar Andréssonar. þriðju dag, miðvikudag og fimmtudag. Takið með ykkur gesti. Kvenfélag Óháða safnaðarins. SÖFNIN Ásgrimssafn verður lokað í mánaðar tíma vegna lagfæringar, en þá hefst í safninu skólasýning. Þjóðminjasafnið opið eftirtalda daga: Þriðjudaga — fimmtudag — laugardaga — sunnudaga frá kl. 1:30 til 4. Listasafn Ríkfsins opið á sama tima, og sömu dögum. Listasafn Islands er opið dagiega kl. 1.30 - 4. GAMAIT og oon AF SNÆFELLSNESI Þó langt sé fram á Lúðuklett- legið getur þar bátur, Bjarnarfoss undir Búðaklett, breiðan Gölt í Látur. Handavinnukennari óskast að Flókadeild Klepps- spítalans. Laun samkvæmt reglum um laun opin- berra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu rikisspítalanna, Klapparstíg 29 fyrir 6. febrúar 1965. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. Geymslu- e5a iðnaðarhúsnæði Við eina aðalumferðaræð borgarinnar er til leigu 2000 fermetra geymslu- eða iðnaðarhúsnæði. Leigist í einu lagi eða smærri einingum. Áhugahafendur leggi nöfn sín ásamt símanúmeri á afgr. MbL merkt: „Leiguhúsnæði — 6586“. TIL SÖLU Ný 3/o herb. íbúð um 90 ferm. á jarðhæð við Háaleitisbraut. — Búið er að mála íbúðina, lakka eldhús og bað óg leggja mosaik á bað. Sólbekkir eru komnir og stór inn- byggður skápur úr ljósri eik á forstofu. — Góð lán áhvílandi. FASTEIGNA- 0G LÖGFRÆÐISTOFAN I LAUGAVE'GI 28b,sími 19455 GÍSLI TIIEÓDÓRSSON fasteignaviðskipti Heimasími: 18832. Viljum ráða mann til afgreiðslustarfa í verzlun vora. Byggingavöruverzlun Kópavogs Kársnesbraut 2 — Sími 41010.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.