Morgunblaðið - 26.01.1965, Side 8

Morgunblaðið - 26.01.1965, Side 8
8 MORGU N BLAD10 Þriðjudagur 26. janúar 1965 UNGUR Húsvíkinisur, Hauk- ur Kristinsson að nafni, hefur nýlega lokið doktorsprófi í eðlisfræði eftir 8 ára nám við Tækniháskólann í Karlsruhe í Þýzkalandi. Haukur kom hing að til lands í byrjun desem- ber en er nú nýfarinn til Bandarik janna til starfa. Fréttamaður Mbl. hitti Hauk að máli skömmu áður en hann fór héðan og ræddi við hann stundarkorn. • DOKTORSVÖRN EKKI TIL Ég — Hvað heitir sú grein, sem þú hefur numið í Þýzka- landi? JHaukur Kristinsson ásamt konu sinni, Wassiliki og syni sínum, Kristni. íslenzkur vísindamaður fær stöðu erlendis Rætt vib Hauk Kristinsson, sem er nýkomin heim frá námi — Ég var við nám í efna- fræði, þó að ég tæki doktors- próf í eðlisefnafræði eða physical chemistry. Efnafræði námið tók fimm ár en síðan eyddi ég þremur árum í að skrifa doktorsritgerðina. — Hvenær fór svo vörnin fram? — Doktorsvörn er ekki til í Þýzkalandi. Maður skrifar doktorsritgerð, sem er síðan lesin af tveimur prófessorum. Ef samþykki þeirra fæst, geng ur maður síðan undir doktors- próf. — Er ekki erfitt fjárhags- lega að stunda svo lanigt nám? — Víst er það. En Þjóðverj ar hafa tekið ákaflega vel á móti erlendu námsfóLki og má í því sambandi nefna DAAD- stofunina, sem veitir náms- fólki mjþg góða styrki. Að vísu er fremur erfitt að fá þesa styrki, en einhleypingur getur næstum því lifað af þeim eingöngu. Einnig hefur Visindasjóður þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Fjögur síð ustu árin, sem ég stundaði þetta nám, . fékk ég styrk DAAD-stofnunarinnar, auk framlags úr Visindasjóði. Það má segja, að það hafi ráðið úrslitum að ég hélt áfram og lauk doktorsprófi. Eftir að Vísindasjóður var stöfnaður var stofnaður hafa íslenzkir námsmenn miklu betri að- stöðu en áður til þess að leggja út í langt nám. • GOTT AÐ VERA í ÞÝZKALANDI — Hvernig kunnirðu svo við þig í Þýzkalandi? — Ég kunni ágætlega við það. Það er ekki dýrtíð þar, en húsnæði er mjög dýrt. Auk þess er erfitt að fá inni. Mat- væli eru ódýr og þó einkenni- lagt megi virðast eru mjólkur afurðir ekki dýrari en hér. Skattar eru þar mj'ög háir og ekki síður á námsmönnum, ef þeir hafa einhverjar tekjur. Ég kann ágætlega við Þjóð- verja. Það er að vísu dálítið erfitt að kynnast þeim, en þetta ágætis fólk og margt svipað með þeim og íslend- .ingurn. Þeir koma mjög vel fram við úlendinga. — Hvernig eru atvinnu- möguleikar fyrir mann með þína menntun í Þýzkalandi? — Þýzkaland er mjög freist and_i hvað það snertir. Að- staða er hvarvetna mjög góð, en Þjóðverjar halda uppi geysi miklum rannsóknum t.d. í sambandi við iðnað. • STARF í BANDARÍKJUNUM — En nú ert þú á leið til Bandaríkjanna. Hvernig stend ur á því? — Ég fæ þar starf, sem ég get unnið að, algjörlega sjálf- stætt. Að loknu námi hafði ég samband við prófessor við Toulane University í New Orleans, en hann starfar á svipuðu ^sviði og ég. Hann kannaðist við mig vegna dokt- orsritgerðar minnar og réði mig til starfa. Ég fæ þar verk- efni við grundvallarrannsókn- ir á vissum flokki lífrænna efna, sem tilheyra lífrænni efnafræði. Á ég að rannsaka framleiðslu og uppbyggingu á litlum kolefnishringum, en ég get ekki farið nánar út í þá hluti, vegna þess að það yrði of flókið. Hannsóknir þessar eru á vegum Petroleum Research Fund. — Hefur þú hug á að setj- ast að þarna fyrir vestan? — Nei, ég hef enigan áhuga á því. Ég ætla að vera þarna í tvö ár, en ég veit ekki hvað tekur þá við. — Hvernig litist þér á að vera hér á íslandi? — Ég vil auðvitað hvergi fremur vera en hér. En það er erfitt vegna aðstæðna. Þó virðist vera kominn talsverð- ur skriður á þessi mál hér. T.d. eru horfur fyrir islenzk raunvísindi miklu betri en þegar ég hóf nám og má þakka það vaxandi skiiningi ráða- manna á nauðsyn þess að njóta hæfileika og menntunar þeirra manna, sem hafa eytt löngum tíma í nám erlendis. Ef þessum málum verður fylgt vel eftir á næstu árum, er ég bjartsýnn um að lenda að lokum á íslandi. — Þú ert kvæntur, Hauk- ur? — Já, ég hitti konu mína fyrst í Karlsruhe en þar stundaði hún nám við Lista- háskólann. Við eigum einn son, sem heitir Kristinn. Hon- um líkar afskaplega vel að vera hér á íslandi og er alveg himinlifandi yfir öllum þess- um snjó. Verkstæðispláss oskast Óskum eftir að taka á leigu ca. 150 — 200 ferm. verkstæðispláss í Reykjavíkurlandi. Upplýsingar í síma 20940. Sölumaður óskast Heildsölufyrirtæki óskar eftir að komast í samband við duglegan sölumann. Sendið nafn og heimilisfang til afgr. Mbl. merkt: „Prósentur — 9628“ fyrir 30. jan. /.... ..............■ 1 ■ - - .. T I L S Ö LU Verzlunar- og íbúSarhús á einum bezta stað í Austurborginni, húsið er kjallari og 2 hæðir, á efri hæð er stór og vönduð íbúð, á götuhæð kjöt og matvörubúðir ásamt stórri vefnaðarvöruverzlun, kjallari er undir húsinu öllu og er þar gott pláss fyrir vörugeymslu. Teikningar eru til sýnis á skrifstofunni. Upplýsingar ekki veittar í síma. Ólafur Þorgrímsson hæstaréttarlögmaður Austurstræti 14. Dr. Subandrio í Kína Ræðir við Kínastjórn um aðstoð við Indónesíu Peking, 23. jan. (AP-NTB) DR. SUBANDRIO, utanríkis- ráðherra Indónesíu, kom í dag í opinbera heimsókn t»l Pek- ing. í fylgd með honum er fjölmennasta sendinefnd, sem send hefur verið frá Indó- nesíu, og er Subandrio formað ur nefndarinnar. Sendinefndin kom flugleiðis frá Indónesíu, og fjölmenntu kínverskir leiðtogar á flugvöll- inn til að taka á móti gestunum. Meðal fyrirmanna í móttöku- Ásbrú — Banunagerð er flutt að Njálsgötu 62. — Hef ávallt fyrirliggjandi: Málverk Ljósmyndir, (togara, kauptún). Eftirprentanir. Biblíumyndir. nefndinni voru Chou En-lai, for- sætisráðherra, utanríklsráðherr- ann Chen Yi marskálkur og Lo Jui-cheng, hershöfðingi, yfirmað- ur kínverska hersins. Þykir þetta FYRIR nokkrum dögum lágu hér tvö skip, Dísarfell og Rangá. Lágu þau úti á firðinum, vegna þess að von var á strandferða- skipinu Heklu. Þegar Hekla S'vo kom sneri hún við hér rétt utan við höfnina og taldi ófært að bryggju. En strax og hún var farin kom Rangá upp að og lestaði hér síldarmjöl í þrjár klukkustundir. Snjóalög hér á Vopnafirði eru ekki mjög mikil og grei'ðfært um kauptúnið og nágrenni án þess mikið þurfi að moka, en tals- vert þarf hinsvegar að moka á vegum í héraðinu vegna mjólk- urflutninga. ''Veður hefir yfirleitt verið sæmilegt, þó nokkur þræsingur. benda til þess að Kínverjar Ieggi mikla áherzlu á að heimsókn Subandrios takist sem bezt. Fyrir brottförina frá Jakarta sagði dr. Subandrio að tilgangur fararinnar væri að semja um að- stoð Kínverja við Indónesíu, en ekki væri ætlunin að Indónesía gengi í hernaðarbandalag við Kína. Indónesía óskaði eftir þvl að halda sjálfstæði sínu og hlut- lausri utanríkisstefnu. Hinsvegar er bent á að Kínverjum hafi lík- að vel úrsögn Indónesíu úr sam- tökum Sameinuðu þjóðanna, og að úrsögnin hafi aukið vináttu þjóðanna. Norræna skíðagangan fór hér fram hjá skólum staðarins í daig. — Ragnar. Snmkomni K.F.U.K. Aðaldeildarfundur í kvöld kl. 20,30. Sr. Arngrímur Jóns- son talar um efnið: Kirkjulíf í Englandi. Allar konur vel- komnar. — Stjórnin. Samkomuhúsið ZION, Óðinsgötu 6 A Biblíulestur í kvöld kl. 20,30. Efni: Afturhvarfið. Heimatrúboðið. Hekla snéri frá en Rangá lagðist að bryggju

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.