Morgunblaðið - 26.01.1965, Side 12

Morgunblaðið - 26.01.1965, Side 12
rz MORGUNBLAÐW Þriðjudagur 26. janúar 1965 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavik. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 5. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innaniands. 5.00 eintakið. 3 MENN AF HVERJUM 4 í EIGIN HÚSNÆÐI C*íðastliðinn áratug hefur í ^ Reykjavík verið byggt íbúðarhúsnæði fyrir 27 þús und manns, og er þá miðað við að fjölskyldustærð sé að meðaltali fjórir menn. Þótt mikið hafi fjölgað í höfuð- borginni er fólksfjölgunin þó ekki nema 16 þúsund, þannig að byggt hefur verið fyrir 11 þúsund manns fleira en fólks- fjölgun nemur. Samt er það svo að nokkur húsnæðisskort- ur er í Reykjavík. Með batnandi efnahag síð- ustu ára hafa menn aukið við sig húsrými. Víða hagar þann- ig til, að eigendur íbúðar- hæða eiga jafnframt kjallara eða ris í húsinu. Þar hafa ver- iö litlar íbúðir, sem menn hafa leigt út, en margir tekið til eigin nota eftir því sem fjárhagurinn batnaði, og er það ein skýringin á því að ekki hefur tekizt að koma í veg fyrir húsnæðisvandræði þrátt fyrir þessar geysimiklu byggingaframkvæmdir. Þess er einnig að gæta að mikið hefur verið rifið af braggaíbúðum og aðrar óhæf- ar íbúðir lagðar niður, en auk þess búa margir utan Reykja- víkur, sem heldur vildu búa inni í borginni, og er því stöð- ug eftirspurn eftir íbúðum í Reykjavík frá hendi fólks, sem býr iTtan borgarinnar- En það er auðvitað ekkert sérstætt fyrir Reykjavík að þar sé mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. í flestum borgum í hinum frjálsa heimi eru meiri og minni húsnæðis- vandræði, þrátt fyrir miklar byggingaframkvæmdir, og eru ástæðurnar þar svipaðar og hér, þótt raunar sé fólks- fjölgun í Reykjavík meiri en títt er um borgir í nágranna- löndunum. Sjálfsagt verður það seint svo að allir þeir, sem vilja búa í Reykjavík, geti fengið þar viðunandi húsnæði. Að því ber þó að keppa, og þess vegna þarf enn sem fyrr að byggja heilu íbúðarhverfin á hverju ári, og að því vinna borgaryfirvöld. Hið nýja heildarskipulag Reykjavíkur, sem nú er á næsta leiti, auð- veldar líka framkvæmdir í þessu efni. Hér á landi búa nú rúm- lega þrír af hverjum fjórum heimilisfeðrum í eigirí hús- næði með fjölskyldur sínar. Þar að auki eru svo auðvitað margir, sem búa í húsnæði ættingja eða vina, sem þeir hafa meira og minna frjáls og örugg yfirráð yfir. Má því segja að það sé meginein- kenni íslenzkra húsnæðismála að þar búi menn I eigin íbúð- um. Eigin íbúðareign er einn traustasti hornsteinn fjárhags legs sjálfstæðis borgaranna. Þess vegna ber að keppa að því að enn fLeiri geti eignast sitt húsnæði en þeir, sem nú eru íbúðareigendur. Sumum hentar auðvitað betur að búa í leiguibúðum á einhverju skeiði, en meginstefnan á að vera sú að sem allra flestir búi í sínu húsnæði, og að því hefur einmitt verið unnið og við það miðað, ekki sízt af hálfu borgaryfirvalda Reykja víkur, ÁHRIFAMIKIL STJÓRN Qtjórnarandstæðingar urðu ^ ókvæða við, þegar birt var skýrsla Efnahags- og fram farastofnunarinnar, sem lýsti hinum mikla árangri, sem náðst hefur hér á landi með viðreisnarráðstöfununum. — Het'ur Tíminn síðan verið að reyna að telja lesendum sín- um trú um að íslenzka ríkis- stjórnin ráði því, hvað standi í slíkri skýrslu. Sannleikurinn er samt sá, sem Tímamenn fullvel vita, að í því efni fá viðkomandi ríkisstjórnir engu ráðið. Þann ig má t.d. á það benda, að í þessum ársskýrslum hafa ríki eins og Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía og Dan- mörk orðið fyrir þungri gagn- rýni, þegar efnahagsstefna þeirra hefur verið röng að áliti Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, og skyldu menn þó ætla að ríkisstjórnir þessara landa hefðu ekki síð- ur aðstöðu til að koma sjón- armiðum sinum á framfæri en stjórn íslands, nema Tím- inn haldi því nú fram, að ís- lenzka rikisstjórnin sé hin áhrifamesta allra. Það er einnig rétt að vekja á því athygli, að í skýrslu Efnahags- og framfarastofn- unarinnar er fólgin töluverð gagnrýni á okkur íslendinga, en þar er talið að ríkisút- gjöld séu of mikil og nauð- syn beri til að stemma stigu við útþenslu fjármálakerfis ríkisins. En einmitt þetta atriði telja stjórnarandstæð- ingar fráleitt, og eru sífellt að klifa á því að auka þurfi peningaveltu og hraða fram- kvæmdum umfram það, sem ríkisstjómin hefur ákvaðið. A Listaverk hins 13 ára >amU Hans Georgi. Frelsið endar við miírinn Ungur námsmaður frá Vest ur-Berlín komst að því fyrir skömmu, að skoðanafrelsið nær ekki lengra en að múrn- um, sem skilur að austur og vesturhluta Berlínar. Þann 14. nóvember — tveimur ár- um eftir handtöku Harry Seidel — reyndi þessi ungi maður, Wolfgang Holzapfel að bera heimatilbúið spjald, sem á stóð að hann krefðist þess að Harry Seidel yrði lát- inn laus, inn i Austur-Berlín. Yfirmaður úsr flokki landa- maeralögreglu kommúnista hrinti honum á undan sér yfir mörkin, sem skilja að borg- arhlutana. Harry Seidel var dæmdur í iífstíðarþrælkun fyrir að reyna að koma móður sinni til Vestur-Berlínar gegnum jarðgöng. Álit harna. Börn í skólum í úthverfum Bonn voru látin koma skoð- unum sínum um klofningu Þýzkalands á framfæri með listaverkum. Beztu listáverk- in voru síðan sýnd á þýzkri viku, sem haldin var í Bad Godesberg, í nágrenni við að- setursstað stjórnar þýzka lýð- veldisins. Eitt áhrifaríkasta verkið á þessari sýningu var höggmynd, gerð af hinum 13 UTFLUTNINGUR GRASMJÖLS npilraunir eru nú gerðar til að vinna markaði fyrir grasmjöl, sem hér er fram- leitt, á erlendum mörkuðum. Er það grasmjölsverksmiðjan í Brautarholti, sem þessa til- raun gerir, Verksmiðja þessi hefur ver- ið reist af mikLum dugnaði og bjartsýni. Þar hefur einka- framtakið verið að verki eins og víðast annars staðar, þar sem vel tekst til. Nú er reynt að færa út kví- ára gamla Hans Georgi, nem- anda við Der evangelische Karlsschiile 1 Bonn. (Intar Nationes), ■'i .....- Landamæravörð'ur stöðvar Wolfgang Holzapfel. Júpskvi ræðir hér viðskipti austurs og vesturs YLADIMIR Velebit, fram- kvæmdastjóri Efnahagsnefndar Evrópu í Genf, (Economic Commtssion for Europe) er arnar og selja þessa vöru á erlendum markaði. Ef það tekst er hér um merkiiegt framfaraspor að ræða, sem gæti haft verulega þýðingu, enda er það margra manna mál að íslenzka grasið sé hið næringarríkasta og bezta. vætanlegur hingað til lands mánudaginn 25. janúar 19H5 á leið sinni frá New York til Gen far. VLadiimir Velebit ar Júgóstavi og var áður sendiherra Júgo- slaviu, m.a. í London. Meðan framkvæmdastjórinn dvelur hér nvun hann i-æða við íslenzk stjórnarvöld um störf Bfnahags niefndar Evrópu. Auk þess rrvun hann halda fyrirLestur uim við- skipti rniUi ausbuns og vesturs í hádegisverði Verzlunar ráðs- ins þriðjiuctagiim 26. þ.riu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.