Morgunblaðið - 07.02.1965, Page 2

Morgunblaðið - 07.02.1965, Page 2
M0RGUNBLAÐ1Ð t 2 Surinuðagur 7. febrúar 1962 4 0 Unnið er nú af miklum krafti vii að skipta um jarðveg á þeim kafla Míklubrautar, sem enn hefur ekki verið malbikaður, þ. e. frá Grensásvegi og inn að Elliðaám. Myndin var tekin í jær inn eftir Miklubraut og sjást framkvæmdir við jarivejækiptinjniu á vinstri akrein. (Ljósm. Mbl.: Sv. >.) f landinu eru 1156 sjúkrarúm — 150 fyrir langlegusjúklinga Atkvæðagreiðslan á vegum B. SAMTALS eru 1156 sjúkrarúm 1 landinu, þar af eru 130 notuð fyrir gamalmenni og langlegu- sjúklinga, rúm á deildarskiptum sjúkrahúsum eru 348, og rúm á sjúkrahúsum eða sjúkraskýlum með faerri rúm ert 20 eru 120. Þessar tölur koma fram í skýrslu sjúkrahúsmálanefndar Læknafé- lags Reykjavíkur sem lög'ð var fram á aðalfundi félagsins, en nefndin hefur unnið að upplýs- ingasöfnun um sjúikralhús- og hjúkrunarmál i landinu og að því að bera þaer saman við sam- bærilegar tölur annarra landa. Gerður var samanburður á rúmafjölda á íslandi, Norðurlönd um, Englandi og Bandaríkjunum. Sýna tölur þessar, að geðveikra- rúm eru áberandi færri á íslandi en með öðrum þjóðum, enda hef ur skortur slíkra rúma um lang- an tíma valdið miklum óþægind Fyrrum forsætis- ráðherra myrtur Nýju Delhí, 6. febr. — NTB: PRATAP SINGH Kairon, fyrr- um forsætisráðherra í héraðinu Punjab í Indlandi, var skotinn til bana er hann ók til heima- þorps síns í morgun. Tveir menn, sem voru i bílnum, biðu og bana. Fjórir menn stöðvuðu bílinn, og hófu skothríð á hann. Þetta er annað pólitíska morðið, sem átt hefur sér stað í Indlandi. Hitt var morð Gandhis 1948. Kairon var 63 ára gamall. Hann varð forsætisráðherra í Punjab 1956 og gegndi þeirri stöðu þar til í júní í fyrra. Drottning heimsótti handritasýn- inguna Einkaskeyti til Mbl. Kaupmannahöfn, 6. febr. INGRID drottning og prins- jssurnar Margrét og Bene- dikte heimsóttu handritasýn- inguna í Listasafní ríkisins á föstudag, cng bar heimsókn þeirra óvænt að. í»eim var sýnd sýningin af Hans Bekker Nielsen, Háskólaadjunkt og Lars Rostrup Royesen, safn- stjóra. — Rytgaard. um hér. Einnig höfum við færri rúm fyrir fávita en gerist í sum- um öðrum löndum. Með nýju spítölunum vantar 150 hjúkrunarkonur. Nefndin leitaði upplýsinga hjá yfirlæknum sjúkrahúsa utan Reykjavíkur og forstöðukonurn sjúkrahúsa í Reykjavik um þörf fyrir aukið starfslið hjúkrunar- kvenna. í Ijós kom, að sjúkra- hús úti á landi vantar 38 hjúkr- unarkonur, og spítalana í Reykja vík vantar um 14 eða samtals 52 hjúkrunarkonur. Aætlúð aukn- íng vegna Borgarspítalans, Lands spítalans og viðbótar á Akranesi hækkar þessa tölu í 150. Hjúkr- unarskóli íslands brautskráir á ári tæplega 40 hjúkrunarkonur. Samkvæmt upplýsingum stjórnar Hjúkrunarskóla Isiands Eínkaskeyti til Mbl. Kaupmannahöfn, 6. febr. FORLAGIÐ Rosenkilde og Bagg- ers í Kaupmannahöfn hóf 1958 útgáfu á Ijósprentunum á íslenzk- um handritum á eigin reikning, án þess að til kæmi neinn stuðn- ingur af opinberri hálfu eða af hálfu einstaklinga. Ritstjóri bókaflokksins hefur verið Jón Helgason, prófessor. Frá stúdentum í ísl. fræðum STÚDENTAR í íslenzkum fræð- um vilja vekja athygli lands- manna á þeirri ákvörðun bisk- ups, herra Sigurbjarnar Einars- sonar, að gangast fyrir því, að þjóðkirkjunni verði gert kleift að eignast hið stórmerka og dýr- mæta bókasafn Kára Helgasonar. Teljum við það óbætanlegt tjón fyrir íslenzkar menntir, ef bæk- ur þessar hyrfu úr landi, ekki sízt meðan kollhríðin stendur um heimt annarra íslenzkra bóka til landsins. Jafnframt álítum við vel til fundið, að safninu verði valinn staður í Skálholti, hinu forna menntasetri. Til stuðimgs þessu málefni höfum við skotið saman í litla fjárupphæð, kr. 3.500,00, sem í dag hefur verið afhent biskupi. Væntum við þess, að aðrir Iands menn, sem flestir munu hafa úr meiru að spila, Ijái þessu máli lið hið skjótasta. eru á félagsskrá 700 hjúkrunar- konur og menn, en aðeins um þriðjungur þeirra vinnur hjúkr- unarstörf. Sjúkrahúsmálanefnd Læknafélagsins sendi að þessum upplýsingum fengnum 150 fyrir- spurnarbréf til hjúkrunarkvenna til athugunar á því hvort ekki mætti hagnýta þessa sérhæfðu starfskrafta og af 70 svörum mátti ráða að vinnukraftur hjúkr unarkvenna, sem samsvarar 24 hjúkrunarkonum með fullum vinnudegi, væri til reiðu, og 60% hjúkrunarkvennanna þurftu á barnagæzlu að halda, ef þær ættu að vinna. I sjúkrahúsamálanefnd Lækna- félagsins, sem vann skýrsluna er þessar glefsur eru teknar úr, eru Sigmundur Magnússon, for- maður, Tómas Á. Jónasson og Þórarinn Guðnason. Bókaforlaigið, sem gefið hefur út sex slík bindi, hefur nú ákveð- ið að gefa út 10 bindi í viðbót, þar sem bókaflokkurinn hefur unnið sér mikið álit i heimi alþjóðavísindanna. Bækurnar eru útgefnar í fólíó og hefst hvert bindi á ítarlegum inngangi eftir þann vísindamann, sem bezt er kunnugur viðkom- andi handriti. Því næst fylgir fullkomin ljósprentun af öllu handritinu í sömu stærð og það er sjálft, — Rytgaard. Unnin spjöll í Ey jum í FYRRINÓTT var brotizt inn á tveímur stöðum i Vestmannaeyj- um og unnin skemmdarverk. Var farið inn í Veiðarfæragerð Vest- mannaeyja og öllu snúið bar við og eyðilagðar rafmangs- leiðslur. Þá var brotizt inn í matsal Vinnslustöðvarinnar og unnin spjöll á matvælum og vélum. Var eggjakössum hent niður og tómat- sósu dreift um allt. Þá voru skornar sundur rafmagnsleiðslur frá heimilisvélunum, sem eru stórar og miklar þama, og straumi hleypt á eldavélina og i bakaraofninn. Var þetta orðið | glóandi um morguninn, þegar að | var komið og heppni að ekki hafi ' kviknað L • YFIRKJ ÖRSTJ ÓRN Bandalags starfsmanna ríkis og bæja fer þess á leit við dagblöðin, að þau birti eftirfarandi fréttatilkynn- ingu sunnudaginn 7. febrúar 1962. Á öðrum stað hér í blaðinu birtist auglýsing frá yfirkjör- stjórn B.S.R.B. um kjörskrár við allsherjaratkvæðagreiðslu ríkis- starfsmanna um uppsögn kjara- samnings, sem fram fer um næstu helgi. Vísast til auglýsing- ar um það, hvar kjörskrárnar liiggja frammi. Sérstakir kjör- staðir verða á þessum stöðum: Revkjavik, Akranesi, ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Vestmanna- eyjum, Selfossi, Keflavík og Hafnarfirði. Þar sem slík allsherjaratkvæða- greiðsla fer nú fram í fyrsta skipti, þykir ástæða til að gera nokkra grein fyrir þvi, hverjir eiga rétt á að taka þátt í hennL Þessir hafa atkvæðisrétt: a) Allir starfsmenn, sem skip- aðir eru, settir eða ráðnir í þjónustu ríkisins, ríkisstofn- ana eða atvinnufyrirtækja ríkisins méð föstum laun- um og minnst þriggja mán- aða uppsagnarfresti, enda verði starf þeirra talið aðal- starf. b) Þótt rikisstarfsmenn séu ekki félagsbundnir í aðild- arfélögum B.S.R.B., þá hafa þeir verið teknir á auka- kjörskrá og hafa fullan at- kvæðisrétt. Eftirtaldir meðlimir aðildar- félaga B.S.R.B. eru ekki á kjör- skrá við þessa atkvæðagreiðslu. a) Starfsmenn sveitarfélaga, sem munu greiða atkvæði sérstaklega um uppsögn gildandi samninga við við- komandi bæjarstjórn. Þess má geta, að t.d. munu hjúkrunarkonur á bæjar- sjúkrahúsum, greiða at- kvæði með öðrum starfs- mönnum sveitarfélagsins. b) Þeir sem fá greitt tímakaup, en ekki fast mánaðarkaup, t.d. stundakennarar í skól- Hagalín í Gagn- fræðaskóla Akraness AKRANESI, 4. febr. — Línu- bátamir sem á sjó voru héðan í gær, fiskuðu frá 3 ti! 6 tonn á bát. Guðmiundur Gíslason Hagailín rithöfundur var gestur Gagn- fræðaskólans hér í morgun. Ól- afur Haukur Árna »n, skólastjór. safnaði nemendum saman í sal skólans. Las Guðmundur síðan upp frumsamda sög'u „Konan að austan“. Það var ekki einungis að Guðmurvdur læsi söguna, held ur lék hann sögupersónurnar líka. Menn skemmtu sér afbragðs vel. Skó astj órinn mæl ti þakkar- orðum til Guðmundar fyrir kom una. — Oddur. New York, 5. febr. NTB. • Fulltrúar Asíu- og Afríku- ríkja hjá Sameinuðu þjóðun- um hafa lagt fram tillögu um, að allsherjarþingið geri hlé á störfum fram til 1. sept. n.k. vegna fjárhagsörðugleika sam takanna. S. R. B. um. c) Starfsmenn stofnaná, seria ekki teljast algjörar ríkis- stofnanir, þótt þeir fái greitt' skv. launasamningi ríkis- starfsmanna. Gildir þetta um ýmis fyrirtæki og stofn- anir,. sem ríkið er. aðili að eða styrkir. Þeir, sem eru hættir störfum 1 þjónustu ríkisins skulu téknir aí kjörskrá. Á sama hátt geta þeir, sem eru orðnir fastir st.arfsmenrv eftir að hafinn var undirbúning- ur kjörskrárinnar (í nóv. s.L), kært sig inn á kjörskrá, svo og þeir sem kunna að hafa fallið niður af kjörskránni. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla er heimil fyrir þá, sem dvelja fjarri vínnustað á kjördegi. Upp* *- lýsingar um þá atkvæðaigreiðsln gefur skrifstofa B.S.R.B., Bræðra- bofgarstig 9 og formenn undin- kjörstjórne á hverjum stað. Þar sem kjörskráin er miðuíj við vinnustað en ekki heimiliá- fang, þá verður mönnum heimrl- að að kjósa á kjördegi, þar serft. þeim hentar bezt, þótt þeir séu á kjörskrá annarsstaðar. Mun yfir- kjörstjórnin, sem annast talningu. atkvæða fyrir ailt landið, gangst úr skugga um, að ernginn neyti- atkvæðis oftar en einu sinni. (Frá B.S.R.B.) Sjóliðar bjarga manni úr höfninni AÐFARANÓTT laugardags kL 4.05 var tilkynnt til Reyk.jovikur- lögreglunnar, að maður hefði falllð í höfnina. Brezkir sjöliðjr urðu varir við þetta og tök.st þeim að bjarga manninum, sen» var fluttur á Slysavarðstofuna. Hann hafði hlotið stóran skurÁ á höfuúið, en læknar töldu ekki meiðsli hans hættulegs eðlis. Rannsókn vegna matareitru nar UNDANFARNA viku hefur far- ið fram rannsókn vegna matar- eitrunar, sem upp kom meðal gesta i veitingahúsinu Sigtúni uni síðustu helgi. Veiktust um 49 manns, sem þar höfðu verið á laugardagskvöldið, nóttina eftir. Lét borgarlæknir rannsaka all ar matarleifar, sem fáanlegar voru úr veitingahúsinu, og einu ig var rannsakað allt starfsfólie þar og í kjötverzlurv þeirri, sem nokkuð af matnum kom frá. í matarleifunum sem rannsakaðar voru, fannst ekkert sem hægt var að rekja þessa matareitrun tiL En hjá einu mstarfsmanni fund- ust sýklar í koki, sem e. t. v. má rekja matareitrunina til. Það voru samskonar sýklar og menn veiktust af, þó engan veginn sé hægt að fullyrða að þarna sé að finna orsökina. an land hafði myndazt smá- gærmorgun, lsegð sem hreyfðist norður. Ljósprenta 10 hand- rit til viðbótar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.