Morgunblaðið - 07.02.1965, Síða 6

Morgunblaðið - 07.02.1965, Síða 6
6 MORCUNBLADIÐ Sunnudagur 7. febrúar 1965 Mandy Davis sú hin sama og bar vitni í réttarhöldunum gegn Stephen Ward í Profumo hneyksl inu mikla, lifir nú eins og blóm í eggi. Hún syngur á mjög fínum næturklúbb í London og er einn dýrasti skemmtikraftur þar. Sjálf segist hún eiga þennan frama sinn að þakka auglýsingúnni er hún fékk í fyrrgreindu málL Áður fyrr var hún aðeins venju- leg „fyrirsæta" á hóflegum laun- um og óþekkt með öllu, en nú er hún heimsfræg og karlmenn- irnir kappkosta að bera hana á örmum sér gegnum lífið, eftir því sem hún segir sjálf. Hún fær dýrar gjafir frá óþekktum aðdá- endum og svo er hún einnig fasta gestur við öll virðulegustu sam- kvæmi Lundúna. Myndin var tekin af henni, er hún var á refa- veiðum í Somerset, en það er mjög vinsæl íþrótt mðeal aðals- ins í Englandi, og auðvitað var Mandy þar í boði aðalsmanns. Alexandera kom foreldrum sínum heldur betur á óvárt, þegar hún sá fyrst dagsins ljós. Foreldrarnir höfðu nefnilega ekki hugmynd um að hún var á leiðinni. Þau sátu bæði- í makind um á heimili sínu í London og horfðu á sjónvarpið, þegar móð- urinni varð skyndilega illt og fór þess vegna inn og svefnherbergi og lagðist fyrir. Hún lét eigin- manninn ekki vita af þessu, því hún vildi ekki valda honum óþarfa áhyggjum. Tæpum tutt- ugu minútum seinna, kom hún aftur fram og sagð manni sin- um að hún hefði eignazt barn. Hann trúði henni mátulega í fyrstu og það var ekki fyrr en hún sýndi honum barnið að hann varð að viðurkenna að hann væri orðinn faðir. Móðir- in og barnið voru þá strax flutt á sjúkrahús og heilsast báðum vel. Þessi skyndilega koma Aley- öndru í heiminn hefur valdið læknum töluverðum heilabrotum því þeir eiga erfitt með að viður- kenna að kona geti verið með barni án þess að vita af því sjálf. Jón Lennon bítill reyndi fyrir skömmu í fyrsta sinn hæfni sína á skiðum. Hann tók sér smá hvíld frá störfum og fór með konu sína og son til Sviss. Er þangað kom var honum sagt að hann gæti ekki verið þekktur fyrir annað en fara á skíði, því það þykir eitthvað hið sjálfsagð- asta í Sviss. Hann var því hrein- lega tilneyddur að fara á skíði og hélt hann með fjölskylduna til skíðabæjarins Corviglia, er sendur hátt i svissnesku ölpun- um. Fregnir herma að Lennon hafi staðði sig sæmilega og sýnt byrjendagetu fyrir ofan meðal- lag. Lennon virðist annars vera ákaflega fjölhæfur ungur maður. Hann er lagasmiður, söngvari, hljóðfæraleikari, rithöfundur og nú að síðustu, tilvonandi skíða- hetja. Aftur á móti virðast hinir félagar Lennons ekki vera eins andríkir og viljugir, því þeir sátu allir heima meðan þessu fór fram. I Mól Önnu Hamborg, 5. febrúar (NTB) 0 ÞÝZKA konan, Anna And erson, sem staðliæfir að hún sé Anastasia, dóttir Nikulásar Rússlandskeisara II hefur nú enn fengið mál sitt tekið fyrir rétt í Hamborg. Anna Anderson er nú 65 ára að aldri og hefur árum saman barizt fyrir þvi að fá viðurkennt, að hún sé um- rædd keisaradóttir. Kveðst hún hafa séð föður sinn skot- inn af kommúnistum í bylt- ingunni, og staðhæfir að sjálf hafi hún einnig verið skotin þá skömmu á eftir, en lifað af og pólskur hermaður hafi bjargað henni undan til Rúmeníu. Anna Anderson hefur óskað aðstoðar dönsku konungsfjöl- skyldunnar í máli þessu, en í dag var lesið í réttinum bréf frá dönsku hirðinni, þar sem segir, að konurugsfjölskyldan muni ekki svara spurningum frá réttinum um mál Önnu Andersen. 1 James Patrick O’Connor er er maður nefndur. Hann hefur vakið mikla athygli á sér í Eng- landi fyrir tvo leikþætti er hann skrifaði fyrr enska sjónvarpið. Sá fyrri hét „Tap on „The Shoulder" en sá seinni „Three Clear Sundays“ og fjölluðu þeir báðir um undirheima lífið í Eng- landi og lífið í dauðadeildinni. En það vill svo til að O’Connor hefur heldur vafasama fortíð og hefur reynt þetta hvort- tveggja sjálfur og hann hefur meira að segja orðið svo frægur að sitja að skál með böðli sínum. Þess vegna er það varla nein furða, þótt menn segi að leik- þættir þessir séu skrifaðir af mikilli reynslu. Þegar O’Connor hafði verið sýknaður af afbroti eftir að hafa setið nokkur ár í dauðadeildinn, þá ákvað hann að byrja nýtt líf og gerast rithöf- undur. Har.n segir að leikþættir sínir séu fremur staðreyndir en skáldverk, því sögupersónur hans hafi allar verið til í raun- veruleikanum. Á myndinni er 0"Connor asamt Konu smni Nemone, en hún hefur stundum verið nefnd „fegursti lögfræð- ingur Englands", því hún er lög- fræðingur að menntun og hefur getiö ser gooan orostir sem verj- andi. Það er því hægt að segja að OConnor haf höndlað ham- ingjuna að lokum, þótt illa hefði tekizt til í fyrstu. í fréttunum A SJÁLFVIRKT TAL Sjálfvirka símasambandið milli Reykjavíkur og Akureyr- ar markar vissulega tímamót í símamálum okkar. Fólk verður fljótt að komast upp á lagið með að nota þessi nýju þægindi og ég er líka viss um að síma- reikningarnir hækka með jafn- miklum hraða. Nú eiga ættingjar og kunn- ingjar auðveldara með að rabba saman milli Reykja- víkur ag Akureyrar og ég er viss um að margir freistast til þess að rabba lengur en góðu hófi gegnir — eða gleyma sér blátt áfram — því nú er ek'ki lengur neitt, sem minnir á viðtalsbilin. En sjálf- sagt gleyma hinir sjálfvirku sekúnduteljarar Landsímans sér ekki svo glatt. Fyrir fyrirtæki og stofnanir hefur þetta vafalaust aukinn kostnað í för með sér að ýmsu leyti, því í stað þess að panta einhverja ákveðna persónu í öðru fyrirtæki eða stofnun á hinum staðnum og geta byrjað samtalið um leið og sambandið er gefið, má nú búast við því að dýrar mínútur fari til spillis á meðan verið er að ná í þann, sem tala á við — og e.t.v. að leita að honum. Þá er og erfið- ara að fylgjast með símtala- fjöldanum og í rauninni óger- legt þegar sjálfvirka sambandið er notað. Bókhaldslega gæti það komið ýmsum illa. Þrátt fyrir það faigna auð- vitað allir þessum stórstígu framförum og ekki líður á löngu þar til „allt landið" getur talað saman í sjálfvirkum síma. ★ ÓÞRIFNAÐUR Maður nokkur kom að máli við mig og sagðist vera með örlítið í pokahominu, sem ég mundi e.t.v. vilja minnast á hér í dálkunum. Sagði hann þó, að kannski væri þetta of lítilfjör- legt, en hélt áfram — og lýsti því fyrir mér hvernig fólksbif- reið ein hefði ekið fram hjá húsi hans í hjarta miðbæjar- ins i fyrradag — rúðan skrúfuð niður — bréfarusli hent út úr bílnum á götuna og gangstétt- ina — rúðan skrúfuð aftur upp og bíllinn síðan horfið fyrir næsta götuhorn. Þetta er óheyrilegur sóða- skaþur, en því miður ekki óal- gengur. Víða í útlöndum eru stórsektir við því að fleygja rusli út úr bílum — og í sumum fylkjum Bandaríkjanna varðar það jafnvel 50 dollara sekt. Meira að segja úti á þjóðveg- unum. Að vísu má segja það, að um- hverfið í sumum bæjarhlutum Reykjavíkur hvetji fólk ekki beinlínis til þrifnaðar. Sér í lagi í nýbyggðu hverfunum þar sem fólk verður að klofa yfir moldarhrúgur til þess að komast inn og út úr húsum sín- um. Greinilegt er, að mörgum finnst þeir hafi lokið húsbygg- ingu sinni um leið og þeir eru fluttir inn og búnir að koma sæmilegu lagi á allt innan- stokks. Það dregst sums staðar í mörg ár að lagfæra umhverfi húsa, hreinsa til og byrja ein- hverja ræktun. ★ HVERJIR BORGA? Borgaryfirvöldin gerðu I fyrra stórátak í þessum efnum í góðri samvinnu við borgar- búa, en betur má ef duga skaL Vonandi verða malbikunar- framkvæmdirnar í borginni til þess að ýta enn undir fólk i þessum efnum. Það er varla hægt að vaða aurinn heim að dyrum þegar búið er að mal- bika götuna framan við húsið. En það er kominn tími til að hvetja fólk eindregið til að ganga þrifalega um, því bréfa- rusl, sem gangandi fólk kastar á götuna (jafnt sem akandi) er ekki aðeins til óþrifa og spill- andi fyrir svip borgarinnar, því það kostar líka stórfé á hverju ári að 'hreinsa göturnar. Og hverjir borga allar þær hreins- anir aðrir en borgarbúar sjálfir? Einhverntíma sá ég í blaði, að það kostaði fleiri milljónir dollara á ári að hreinsa bréfa- ruslið af götum New York-borg- ar. Borgarstjórnin efnir öðru hverju til áróðursherferðar gegn þessum sóðaskap og húa er í því fólgin að birta í sjón- varpi, í blöðum myndir af ýms- um mannvirkjum, sem reisa mætti fyrir þær fjárfúlgur, sem árlega er varið til götu- þrifa. Otg þær myndir eru ekki af neinum smákofum. PIB 8119 Bosch I þokuluktir BOSCH sívalar eða kantaðar, einnig luktargler í ökuljós. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Sími 11467

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.