Morgunblaðið - 07.02.1965, Side 28
28
Victoria Holfc
Höfðingjasetrið
1 — !>að var engin furða. Þú
varst með sængurfötin upp yfir
höfuð, og svo allt þetta, sem þú
hefur etið og drukkið í kvöld.
Hún settist á rúmstokkinn hjá
mér, hlæjandi.
— Hvílíkt kvöld! sagði hún
og greip um hné sér og horfði út
í bláinn. Þegar ég hafði jafnað
mig af martröðinni, minntist ég
þess, sem ég hafði heyrt úr
klæðaskápnum.
Ég reis upp við dogg. — Þú
dansaðir við Justin, var það ekki
— Vitanlega.
— Konunni hans líkaði ekki,
að hann skyldi dansa við þig.
— Hvernig veiztu það?
Ég sagði henni allt, sem fyrir
mig hafði komið. Hún glennti
upp augun og stökk upp. — Ég
vissi alveg, að eitthvað myndi
koma fyrir þig, Kerensa. Segðu
mér allt sem þú heyrðir þarna úr
fataskápnum.
— Það hef ég gert, að svo
miklu leyti, sem ég get munað
það. Ég varð afskaplega hrædd.
— Það kæmi mér ekki á óvart.
En hvað í ósköpunum kom þér
til að fara þangað?
— Ég veit ekki. Mér fannst ég
ekki hafa 1 önnur hús að venda,
eins og á stóð. Var þetta rétt hjá
henni, Mellyora
— Rétt?
— Að vera afbrýðissöm?
Mellyora hló. — Hún er gift
honum, sagði hún, og ég vissi
ekki, hvort í röddinni var gaman
semi, eða ofurlítil beizkja.
— Vel á minnzt, sagði hún. —
Kim var að segja mér, að hann
væri á förum.
— Og hvert
— Til Ástralíu, held ég.
— Svo langt. Hvað verður
hann lengi í burtu? Röddin í mér
var eitthvað daufleg, enda þótt
ég gerði mitt bezta til að hafa
vald á henni.
— Til langdvalar. Hann ætlar
þangað með föður sínum, en
hann sagðist eiga frænda í Ástra
líu, sem hann ætlaði að verða
hjá.
Það var eins og allir töfrarnir
frá dansleiknum hyrfu snögglega
út í veður og vind.
— Það hlýtur að vera orðið
l /sna framorðið, sagði ég. — Við
ættum að fara að sofa.
Mellyora kinkaði kolli og gekk
til herbergis síns. Skrítið hvernig
öll kætin virtist allt í einu hafa
dáið út í okkur báðum. Var það
hjá henni af því að hún hugsaði
til Justins og þessarar konu hans
sem elskaði hann svona ofsalega?
Var það af því að Kim var að
fara án þess að segja mér frá
því?
3 KAFLI
Það var eitthvað viku eftir
dansleikinn, að Hilliard læknir
kom á prestsetrið. Faðir Melly-
oru hafði um nokkurt skeið litið
illa út og ég bjóst við, að lækn-
irinn hefði komið til að rannsaka
heilsufar hans.
— Hr. Martin er ekki heima,
sagði ég við hann.
— Gott. Það var líka ungfrú
Martin, sem ég ætlaði að hitta.
Vilduð þér gera svo vel og segja
henni, að ég sé hérna?
Ég vísaði honum inn í setu-
stofuna og fór að gá að Mellyoru.
Henni virtist bregða en flýtti sér
niður. Hálftíma seinna ók vagn-
inn burt og hurðinni hjá mér var
hrundið upp og Mellyora kom
inn. Hún var náföl af geðshrær-
ingu og ég hélt sem snöggvast,
að það ætlaði að líða yfir hana.
— Það er hann pabbi, Kerensa.
Læknirinn segir, að hann sé al
varlega veikur.
— Ó ... . Mellyora!
— Hann segir, að hann sé með
eitthvert æxli og hefði ráðið hon
um til að fá álit annars læknis.
Pabbi sagði mér ekkert frá þessu.
Ég vissi ekki, að hann hefði leit
að til sérfræðinga. Ég þoli þetta
ekki Kerensa. Þeir segja, að hann
sé að dauða kominn.
— Hvernig geta þeir vitað það?
— Þeir eru alveg vissir um
það. Hilliard læknir segir, að
hann eigi ekki nema þrjá mán-
uði ólifaða.
— Það er ómögulegt.
— Hann segir, að pabbi megi
ekki halda áfram að vinna, því
að þá falli hann alveg saman.
Hann vill láta hann fara í rúm-
ið og hvíla sig . . . Hún greip
höndum fyrir andlitið. Ég gekk
til hennar og vafði hana örmum.
— Þeir geta alls ekki verið
vissir um þetta, reyndi ég að
hugga hana. En ég trúði þessu
ekki sjálf. Ég vissi nú, að ég
hefði séð dauðamörkin á séra
VORGUNBLAÐID
Charles Martin, en engin lífs-
mörk.
Eftir þetta var allt orðið breytt.
Prestinum hrakaði með degi
hverjum. Við Mellyora hjúkruð
um honum. Hún vildi allt gera
fyrir hann, sem hún gat og ég
vildi hjálpa henni við það.
Davíð Killigrew kom á prest-
setrið. Hann var aðstoðarprestur
sem hafði tekið að sér störf prests
ins, þangað til önnur skipan yrði
gerð, eins og það var orðað. En
raunverulega þýddi það þangað
til séra Charles dæi.
Heimilið var orðið einkenni-
lega gjörbreytt og ég held, að all
ir hafi verið þakklátir fyrir séra
Davíð, sem var tæplega þrítug
ur og einhver viðkunnanlegasti
maður, sem ég hafði hitt. En
þótt hæggerður væri, gat hann
haldið góðar ræður og gegnt öðr
um preststörfum með dugnaði,
sem kom okkur á óvart.
Sunnudagur 7. februar 1965
10
Eftir skamman tíma höfðum
við alveg gleymt þýðingu veru
hans þarna, því að hann varð
fljótt eins og einn af fjölskyld-
unni. Hann létti að nokkru á-
reynslunni af Mellyoru, með því
að sitja langtímunum saman yfir
föður hennar. Og hann hug-
hreysti og huggaði okkur. Og
hvað vinnufólkið snerti þá varð
hann vinsæll hjá því, eins og
reyndar hjá öðrum í sókninni.
Jólin komu og það voru dauf
leg jól hjá okkur. Frú Yeo hafði
þó ýmislegan undirbúning í eld
húsinu, af því að hún sagði, að
fólkið ætlaðist til þess að hún
vissi einnig, að presturinn vildi
svo vera láta. Davíð var á sama
máli. Ég fór út með honum að
ná í jólagreinar. Þegar hann var
að skera þær til, gat ég ekki stillt
mig um að segja: — Til hvers er-
um við að þessu. Það er víst eng
inn í skapi til að skemmta sér.
— Það er betra að halda áfram
að vona, sagði hann hóglega.
— Er það? Þegar við vitum ó-
sköp vel, að þessu er bráðum lok
ið.
— Við lifum á voninni, sagði
hann.
Ég viðurkenndi, að þetta væri
satt og leit fast á hann. — Hvað
vonar þú? spurði ég.
Hann þagði um stund, en sagði
síðan: — Ég býst við, að ég voni
það sama sem allir aðrir . . . að
Blaðburðarfólk
öskast til blaðburðar í eítirtalin hverfi
wgpititMftMfr
Sími 22-4-80
Tjarnargata
Grettisgötu trá 1-35
Lambastaðahverfi
Lindargötu
— Skrifstofustjórinn heimsótti mig í dag.
eignast hús og heimili og eigin
fjölskyldu.
— Og þú veizt, að þær vonir
muni rætast?
Hann færði sig nær mér og
svaraði: — Já, ef ég gæti fengið
brauð.
— En ekki fyrr?
— Móðir min hefur verið far-
lama árum saman, sagði hann. —
Fyrst og frernst hef ég skyldur
við hana.
— Hvar er hún nú?
— Hún er hjá frænku sinni,
sem sér um hana þangað til ég
kem aftur.
Hann hafði roðnað ofurlítið og
ég sá, að hann var feiminn. Hann
var að hugsa um það, að ef séra
Charles dæi, hefði hann góða
möguleika á að fá brauðið.
Jólin komu og liðu. Við reynd
um að standa okkur eins og hetj
ur. Davíð gegndi embættinu þann
ig, að allir voru ánægðir með
hann og ég heyrði frú Yeo segja,
að ef þetta ætti að verða á ann-
að borð, væri það bezt þannig.
Það var á Þrettándakvöld, sem
Kim kom í heimsókn. Ég sá hann
koma ríðandi á jörpu hryssunni
sinni og mér datt í hug, hvað
hann væri fallegur og karlmann
legur — ekki vondur eins og
Johnny og heldur ekki neinn heil
lagur engill eins og Justin —
heldur nákvæmlega eins og karl-
maður ætti að vera.
Ég vissi hversvegna hann kom.
Hann var í þann veginn að leggja
upp í ferðina og var kominn að
kveðja. Ég fór út að taka á móti
honum, af því að ég þóttist vita,
að ég væri sú, sem honum þætti
fyrir að skilja við.
— Hvenær ferðu? spurði ég og
reyndi að dylja örvæntinguna í
röddinni.
— Á morgun.
— Ég trúi ekki, að þig langi
nokkurn skapaðan hlut til að
fara.
— Jú, ofurlítinn hluta af mér
langar að fara, en hitt allt vill
heldur vera kyrrt.
— Hversvegna þá að fara?
— Góða Kerensa, það er búið
að ganga endanlega frá þessu
öllu.
— Kim, sagði ég með ákafa, —
KALLI KUREKI
•*-
'Xr-'
Teiknari: J. MORA
„Hlus'taðu nú á. Þessi skrifstofa er
úti eftir viðskiptum og hún veit ná-
kvæmlega hvað er verðmætt þegar
hún sér það. Við skulum setja á stofn
ok'kar eigin námu.“ „Gull hefur venju
lega í för með sér vandræði og blóð-
bað. Ég er bóndi en ekki námugraf-
ari.“
„Ég æ’;la að taka þessum 5000 doll-
urum og ég ætla að kaupa heilmikið
af nautgripum og eitthvað af öðrum
munaði. Við skulum iáta skrifstofuna
um áhættuna af námuimi.**
„Ég vissi alltaf að þú hefðir enga
hæfileika, þegar það snertir gullleit.“
„Jæja, við skulum leggja þetta mál
undir frænku. Við skulum fara
heim.“
ef þú vilt ekki fara þá . . .
— Já, en ég vil fara til útlanda
og verða ríkur. Og svo þegar ég
er orðinn það, kem ég aftur og
gifti mig og eignast börn.
Þetta voru næstum sömu orð
in, sem Davíð Killigrew hafði
sagt við mig skömmu áður.
— Þú ÆTLAR þá að koma aft-
ur, Kim? sagði ég alvörugefin.
Hann hló og kyssti mig laust
á ennið. Ég varð ofsakát, en svo
varð ég strax dauf aftur.
— Þú ert svo lík spákonu,
sagði hann, eins og til að afsaka
kossinn. En svo bætti hann við,
léttari í bragði: — Ég held þú
sért einhverskonar galdranorn
. . . auðvitað af bezta tagi. Svo
stóðum við stundarkorn og brost
um hvort til annars, áður en hann
hélt áfram: — Þessi nepja hér
getur ekki verið holl . . . jafnvel
galdranornum. Komdu, við ætt-
um heldur að hafa okkur í húsa-
skjól.
Hann tók mig undir arminn og
við gengum saman inn í húsið.
f setustofunni biðu þær Mellyora
og ungfrú Kellow og undir enis
og við komum inn, hringdi ung-
frú Kellow á te.
Kim talaði aðallega um Ástra
líu. Hann var frá sér af hrifn-
ingu, þegar hann lýsti landslag-
inu, framandlegum fuglum og
rakahitanum. Nú væri þar sum-
ar, sagði hann okkur.
Hann sagði okkur frá stöðinni,
sem hann ætlaði til, hversu ó-
dýrt land væri þarna og eins
vinnukrafturinn. Ég hugsaði með
söknuði til kvöldsins þegar bróð
ir minn var fastur í dýrabogan-
um og þessi maður hafði losað
hann og bjargað honum. Ef ekki
Kim hefði verið, gæti Jón bróðir
minn nú verið „ódýr vinnukraft
ur“, einhversstaðar í heiminum.
Ó, Kim hugsaði ég. Bara ég
mætti fara með þér.
Garðahreppur
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Garðahrepp er að Hof-
túni við Vífilsstaðaveg, sími
51247.
AKUREYRI
Afgreiðsla Morgunblaðs-
ins er að Hafnarstræti 92,
sími 1905.
Auk þess að annast þjón-
ustu blaðsins við kaupend- -
ur þess í bænum, er Akur-
eyrar-afgreiðslan mikilvæg-
ur hlekkur í dreifingarkerfi
Morgunblaðsins fyrir Norð-
urland allt. Þaðan er blaðið
sent með fyrstu beinu ferð-
um til nokkurra helztu kaup
staða og kauptúna á Norður-
landi, svo og til fjölda ein-
staklinga um allan Eyjaf jörð
og víðar.