Morgunblaðið - 13.03.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.1965, Blaðsíða 1
28 síður fZ. árgangur. 61. tbl. — Laugardagur 13. marz 1965 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Gunnar Thoroddsen verður sendiherra í Kaupmannahöfn Stefán Jóhann lætur af starfi í maí ÁKVEÐIÐ hefur verið að Gunnar Thoroddsen, fjármálaráð- berra, verði sendiherra íslands í Kaupmannahöfn. — Barst Waðinu um þetta í gær svohljóðandi tilkynning frá utan- ríkisráðuneytinu: „Stefán Jóhann Stefánsson, ambassador íslands í Kaup- mannahöfn, hefur náð aldurshámarki embættismanna og lætur því af störfum í maí-mánuði nk. Ákveðið hefur verið, að við ambassadorsstarfinu í Kaup- mannahöfn taki Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra“. Gunnar Thoroddsen er löngu Jjjóðkunnur maður. Hann hefur tekið þátt í stjórnmálum allt frá seskuárum. Hann er fæddur í Reykjavík 29. des. 1910 og er því 54 ára gamall. Hann lauk stúd- entsprófi árið 1929 og lögfræði- prófi frá Háskóla íslands 1934 með einni hæstu einkunn, sem nokkur lögfræðingur hafði þá hlotið. Gunnar Thoroddsen var prófessor við lagadeild Háskól- ans frá 1. marz 1942 til 10. febrú- ar 1947. Árið 1947 var hann kjörinn borgarstjóri í Reykjavík og gegndi því embætti til haustsins 1959. Hann var fyrst kosinn á þing árið 1934 og sat þá á þingi til ársins 1937 sem landskjörinn þingmaður. Árin 1942 til 1949 var hann þingmaður Snæfellinga, en haustið 1949 var hann kosinn á þing í Reykjavík og hefur ver- ið þingmaður Reykvíkinga síðan. Gunnar Thoroddsen varð fjár- málaráðherra í 5. ráðuneyti Ol- afs Thors haustið 1959 og hefur gegnt því embætti síðan. Honum hafa verið falin fjölmörg önnur trúnaðarstörf, bæði í þágu Reykjavíkurborgar og þjóðar- innar í heild. Hann hefur ritað íjölda ritgerða um lögfræðileg efni, auk mikils fjölda stjórn- málagreina í blöð og tímarit. Varaformaður Sjálfstæðis- flokksins var Gunnar Thorodd- sen kjörinn á Landsfundi flokks- ins haustið 1961, þegar Bjarni Gunnar Thoroddsen. Gunnar Thoroddsen er kvænt- ur Völu Ásgeirsdóttur, forseta Ásgeirssonar og frú Dóru Þór- hallsdóttur, hinni glæsilegustu konu, og eiga þau hjón fjögur börn. A að nota eiturgas til að klekkja á Kúrdum? London, 12. marz AP. Af fréttum austan úr írak þyk- ir sýnt a® íraksstjórn hyggi nú á mikla herferð gegn Kúrdum og vilji einskis láta ófreistað til þess að ná á sitt vald Mustafa Barzani, leiðtoga þeirra. Er jafn vel talið að stjórnin muni ekki skirrast við að beita eiturgasi í berferð þessari. Segja heimildarmenn AP í Bagdad, að til landsins séu nú ikomnar um 70.000 gasgrimur, að eendar um Egyptaland og hafi Ihermönnum verið kennd með- tferð þeirra. Þá er sagt að fimm herdeildir séu nú staðsettar á tmörkum fjalllendis þess er Kúrdar eigna sér og kalla Kúrd- jstan, en Kúrdistan á land a'ð oJíus-væðinu mtkla við Kurkuk, eem íra-kstjóinÐ heíur ai 90% allra gjaldeyristekna sinna. Kúrdar hafa oft áðu.r átt í ihöggi við landsstjórnina í írak og siðast staðið af sér herferðir 'þi'iggja stjórna á árunum 1961 til 1964. Krefjast Kúrdar sjálf- stæðis í sínum landshluta, og vilja fá sinn skerf af tekjum ríkisins af oliuframlei'ðslu og öðru og vilja að S.Þ. eða alþjóð- legir samnin.gar séu settir til tryggingar sjálfstjórn þeirra. í febrúar í fyrra var samið um vopnahlé milli Barzanis og stjórn ar Abdel Salam Arefs, en ekki hefur verið samið um neitt ann- að síðan og stjórn Arefs vísa’ð á bug kröifum Kúrda. Ókyrrð hef- ur verið í héruðum Kúrda og oít komið til átaka en landstjórn in jaínan kennt um stigamönn- iuu. , »9 Systur dauð- 44 sýknaðar Benediktsson tók við formennsku flokksins af Ólafi Thors. Óhætt er að fullyrða, að Gunn- ar Thoroddsen sé í dag meðal vinsælustu og mest metnu stjórn málamanna þjóðarinnar. Stjórn- málabárátta hans hefur jafnan mótazt af prúðmennsku og glæsi leik. Mun íslendinga ekki greina á um það, að skipan hans í sendi herraembættið í Kaupmanna- höfn muni verða landi hans og þjóð til gagns og sóma. ans Munchen, 12. marz. — AP, NTB — i DÓMSTÓLL í Miinchen sýkn- aði í dag 14 þýzkar hjúkrun- 1 arkonur, sem ákærðar voru I fyrir aðstoð við „líknarmorð" r á vegum nazista á árunum y .1942—1945. Hjúkrunarkonurn i ar, sem eru á aldrinum 47 til / 1 68 ára, unnu allar við geð-1 I veikrahæii í Obrawalde- Me-1 I sereitz, sem nú er í Austur- ( Þýzkalandi. Talið er að þar hafi 8 til 10 þúsund sjúkling- I ar verið teknir af lífi þessi ár. Ákæruvaidið hafði krafizt . eins til f jögurra ára fangelsis fyrir átta hjúkrunarkvenn- I anna en niælt með sýknun | hinna sökum ónógra sannana. i Albert Thomas, dómari, studdi úrskurð sinn þeim rökum, að hjúkrunarkonurnar hefðu 1 ekki gert sér grein fyrir því | að athæfi þeirra væri glæp- i samlegt, þær liefðu einungis unnið eftir skipunum lækn- anna og verið háðar ströng- um aga. Þannig birtust þau löndum sínum í sjónvarpi á miðvikudagimi, Margriet Holiandsprinsessa og unnusti hennar, Pieter van Vollen- hoven, sem þá opinberuðu trúlofun sína. Margriet er þriðja elzta dóttir Júliönu drottningar en önnur í röð ríkisarfa, því næst elzta systirin Irenc afsalaði sér öllu tilkalli til krúnunnar er hún tók kaþólska trú og kaþóiskan prins sunnan af Spáni, Don Carlos af Bourbon-Parma, sér fyrir eiginmann í fyrravor. Margrét prinsessa er 22 ára, mannsefnið 25 ára. Þau eru bæði að lesa lögfræði og Pieter hefur nýlokið fyrrihluta námsins. Mikil ólga í Alabama vegna láts séra Reebs Fjórir menn handteknir, sakaðir um morð — Hópfundir og mótmælasamkomur víða um Bandaríkin — Johnson forseti ræðir við ýmsa aðila Selma, Alabama, 12. marz. NTB—AP. I DAG var stöðvuð hópganga sem fara átti fram í Selir.a í Alabama, til minningar um hvíta prestinn, séra James Reeb, er lézt á sjúkrahúsi í gærkvölili af völdum árásarinnar er hann varð fyrir í Selma á þriðjudag. Fjórir menn hafa verið hand- teknir vegna atburðar þessa og verða ákærðir fyrir morð. — Mótmælasamkomur og hópgöng ur hafa verið haldnar víða í Bandarikjunum í dag og 16 prest ar gengu á fund Johnsons for- seta i morgun. Katzenbach dónus málaráðherra segir ríkislögregl- una í Alabama hafa brotið alríkis lög er hún réðst gegn göngu- mönnum í Selma á sunnudag. Johnson forseti átti í dag fjögurra stunda viðræður við ýmsa aðila u.m réttindabaráttu blökkumanna í Alabama. Von er á yfirlýsingu forsetans um mál- ið í næstu viku og síðan ráðlgert að lagt verði fyrir þingið frum- varp sem tryggja á jafnan kosn- ingarétt allra Bandaríikjajmamna én tillits til kynþátta. íbúar Selma syrgja James Reeb. James Reeb, 38 ára gamall hvítur prestur í Boston, lézt í dag á sjúkrahúsi í Birmingham í Alaþama. Séra Reeb var kvænt ur maður og átti fjögur börn. Hann kom til Selma á þriðjudag að tilmælum Dr. Martins Luther King, eins og svo margir aðrir klerikar, til að styðja blökku- menn í Alabama í réttindabar- áttu þeirra. Hópur hvítra ofstækisimanna réðist þar á Reeb er hann kom út úr veitingahúsi blökkumanna ása.mt tveimur prestum öðrum. Hann var fiuttur í sjúkrahús í snatri með brotna hötfuðkúpu og heilablæðingu og þar var gerður á honum uppskurður, en Reeb var alltaf þungt ha’dinn og lítil von um að hann héldi JifL Þrír hvitir menn voru hand- teknir í Selma á miðvikudag, vegna árásarinnar á hvítu prest ana og fjórði maðurinn tekinn höndum þar í dag. Verða þeir nú sóttir til saka fyrir morð. Mikill mannfjöldi hafði safn- azt saman í og við kirkju eina Framhald á bls. 27 ,Sleppum þeim ekki#, segir Nanda Nýju Dehli, 12. marz, AP. Indverska stjórnin sagði í dag að hún myndi ekki sleppa úr haldi kommúnistum þeim hlynnt um Peking-stjórninni, sem nú sitja í fangelsi, nem.a þeir hyrfu frá þeim fyrirætlunum sínum að ná undir sig völdum méð að- stoð kínverskra kommúnista. G. L. Nanda, innanríkisráð- herra, gaf þessa yfirlýsingu í indverska þinginu í dag, er hann vísaði á bug kröfum kommún- ista og vinstriflokkanna um að láta mennina lausa. „Við lifum nú á erfiðum tímum,“ sagði Nanda, tilveru okkar sem sjálí- stæðrar þjó'ðar er ógnað af Kín- verjum handan Himalaya-fjalla og Pekingsinna kommunistum innanlands. Við getum ekki evtt billjónum rúpía í landvarnir og látið óátalið að þessar sömu varn ir séu ónýttar innanfrá". Kvað Nanda það engu skipta þó einhverjir hinna fangelsuðu, sem eru um 900 talsins, hefðu veríð kjörnir á þing, eins og kommúnistarnir 29 í Keraia nú fyrir nokkru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.