Morgunblaðið - 13.03.1965, Qupperneq 3
Laugardagur 13. marz 1965
MORGUNBIAÐID
3
STAKSTEMIAR
FRÉTTAMÖNNrM var í gær
boðið að skoða nýjan barna-
skóla í Kópavogi, Digranes-
skóla. Skóli þessi á í framtíð-
inni að verfta hluti af eins
konar skólahverfi, sem rísa á
á sama stað, en í því hverfi,
sem allt verður sambyggt, er
áformað að rísi framihalds-
skólar svo sem iðnskóli og
gagnfræðaskóli. Alls eiga hús-
in að verða tólf en nú hafa
aðeins tvö þeirra verið byggð.
í þeim tveimur húsum, er
nú hafa verið byggð, eru 6
1 einum sjö ára bckknum í Digranesskóla. K ennslukonan,
lengst t. h.
Auður Brynja Sigurðardóttir,
IMýr skóli ð Kópavogi
Digranesskóli
kennslustofur og kennara-
stofa. Nú er kennt í 11 bekkj-
ardeildum börnum á aldrin-
um 7—11 ára. Nsesta haust
verður svo 12 ára bekkjum
bætt við.
Digranesskóli er Iþriðji
barnaskólinn í Kópavogi, en
'áður höfðu verið byggðir .
Kársnesskóli Og Kópavogs-
skóli. í þessum þremur skól-
um eru alls um 1500 nemend-
ur í vetur, en fjölgunin frá
fyrra ári var um 180 og mún
það ekki vera öllu minni
fjölgun en í sjálfri Reykjavík.
Digranesskólinn er staðsett-
ur efst á Kópavogshálsinum,
'milli Digranes- og Álfhóls-
vegs. 1 framtíðinni mun rísa
nýtt íbúðahverfi austur af
skólánum og mun hann þá
vera nokkuð miðsvæðis. Skól-
ann teiknaði Sigvaldi Thord-
arson arkitekt, en yfirsmiður
hefur verið Einar Óskarsson.
Skólastjóri Ðigranesskóla,
Jón H. Guðmundsson fylgdi
fréttamönnum í gær um skól-
ann, en kennsla stóð þá enn
yfir.
Kennslustofur skólans eru
allar mjög rúmgóðar. Mun
hver um sig taka með góðu
moti 30 nemendur. Auk þess
eru í nokkrum stofum fata-
hengi, en skápar eru í öllum
stofum bæði fyrir kennara og
nemendur.
Á gólfum er sérstök tegund
af dúk, sem gerir það að verk-
um, að hávaði verður mjög
lítill, þó borð og stólar séu
færð til. Kennslustofurnar eru
allar bjartar, en stórir gluggar
eru á hverri þeirra og snúa
þeir móti suðri.
Byggingarkostnaður þeirra
tveggja skólahúsa, sem nú eru
komin upp mun nema um 6,2
millj. króna, eða um 2530 kr.
á hvern rúmmetra og eru á-
höld þá talin með. 1 sumar
mun byggingaframkvæmdum
við skólann haldið áfram, en
þá verður byggður tengigang-
ur, sem fyrst um sinn verður
notaður fyrir kennarastofu og
skrifstofu skóiastjóra.
Auk skólabyggingar þessar-
ar er unnið að mörgum öðr-
um. Síðasti áfangi Kárs-
nesskóla er nú í smíðum,
en þar verður einnig hafin
bygging stórs íþróttahúss í
Við hittum hana í einum sjö ára bekknum. Hún var að klippa
út gleraugu og sagðist heita Þóra.
sumar. Við Kópavogsskóla er
nýlokið smíði handavinnu-
húss og við gagnfræðaskólann
verður byggð ný verknáms-
álma í sumar. í>á verður brátt
hafin bygging sundlaugar.
í fræðsluráði Kópavogs eiga
nú sæti Andrés Kristjánsson,
form., Axel Benediktsson,
Eyjólfur Kristjánsson, Helgi
Tryggvason og Ólafur Jens
Pétursson.
Digranesskólinn.
Gkki Trabant-bíll
TNGVAR Helgason, umboðsmað-
ur Trabant-bílanna hringdi til
okkar í gær í tilefni myndarinn-
«r af plastbílnum, sem lent hafði
1 árekstri. Hann sagði að þegar
talað væri um piastbiia væri að
áliti flestra átt við Trabant-bíla,
þar sem það væru einu plastbíl-
arnir, sem nú flyttust til landsins.
Þessi bíll hefði þó ekki verið af
þeirri gerð heldur 9 ára gamall
plastbíll P—70 með trégrind, sem
efaust væri mjög tekin að fúna,
en Trabant-bílarnir væru með
stálgrind og margfalt sterkari.
Allt önnur verksmiðja framleiddi
Trabant en P—70. Nokkrir Trab-
ant-bílar hefðu lent í árekstrum
hér oig staðið sig sízt ver en bílar
annarra tegunda.
Teikningin sem hér fylgir er af
Trabant-bíl.
Styrkur til
kvenstúdents
KVENSTÚDENTAFÉLAG fs-
lands hefur ákveðið að veita
styrk, að upphæð kr. 20.000.00.
Styrkurinn veitist kvenstúdent til
náms erlendis.
Umsóknareyðublöð fást í skrif
stofu Háskóla íslands.
Umsóknum skal skilað i póst-
hólf 326 fyrir 1. maí næstkom-
andi.
Loðdýrafélag
á Suðurnesjum
KEFLAVlK, 12. marz. — Stofnað
hefur verið félag á Suðurnesjum
í þeim tilgangi að stofnsetja og
reka loðdýrabú, fáist tilskilin
leyfi þar að lútandL Stofnendur
félagsins eru allmargir, eigendur
fiskverkunarstöðva á Suðurnesj-
um, í Keflavík, Grindavík, Njarð-
víkum, Sandgerði, Vogum, Höfn
um og Garði. — hsj.
Fullkomið áhyigð-
arleysi
Alþýðublaðið segir í forysta
grein s.l. fimm.tudag:
„Það vakti athygli í umræð-
unum um læknaskipunarlaga-
frumvarpið, er formaður BSRB,
sem á sæti á Alþingi um stundar
sakir, lýsti því yfir, að sjálf-
sagt væri, að allir aðrir starfs-
menn hins opinbera úti á landi
fengju staðarúppbætur og hlunn
indi á borð við héraðslækna. Tal
aði hann af fullkomnu ábyrgðar
leysi, eins og Framsóknarmenn
gera svo oft í sölum Alþingis.
Þingmanninum var fljótlega á
það bent, að ekki er hægt sarr.m
að jafna störfum héraðslækna
og störfum kennara, presta og
sýslumanna, svo mikill munur er
þar á. Orð hans um þetta efni
munu hafa haft þann tilgang
einn að magna óánægju, væri
þess nokkur kostur".
Ef þessi þingmaður ber nokk
urt skynbragð á stjórnmál al-
mennt fyrir utan þá pólitík, sem
þjónar metorðagimi hans, þá
hlaut hann að vita, að málflutn-
ingur hans mundi spilla fyrir
málinu.
Efnáhagslegur aftur-
kippur í kommún-
istalöndum
Afstaða ráðamanna í kommún
istaríkjunum til efnahagsmála
hefur hingað til einkennzt af tak
markalausri þröngsýni, kreddu-
festu og trygð við fomar kenn-
ingar í. hagfræði, sem samdar
vom um miðja síðustu öld og
eiga sér litla sem enga stoð í
raunveruleikanum leingur. Nú
virðist, sem aðeins -sé farið að
rofa til, a.m.k. eru þessi mál nú
rædd opinberlega þar eystra
af meiri hreinskilni og fyrr og
af örtitlu raunsæi.
Til marks um það má nefna,
að nýlega hefur verið viður-
kennt á opinbemm vettvangi i
Sovétríkjunum, að áætlanir í
ríkjum kommúnista um að ná
ríkjum kapítalista í efnahagsþró
uninni hafa bmgðizt rétt einu
sinni. Afturkippur hafi orðið í
hagvexti og margs konar erfið-
leika hafi gætt í áætlunum
Komekons (Efnahagsbandalags
kommúnistarikja) um samræm-
ingu efnahagsmála. Gamlar og
nýjar mótsagnir hafa skotið upp
kollinum. Kennt er um hráefna
skorti, lélegum sanvstarfsvilja
bandalagsþjóðanna, mistökum i
frumáætlun og misheppnaðri
stefnu í landbúnaðarmálum.
Sósíalisminn og
íslendingar
Hér úti á því kalda fslanðl
eru til menn, sem eru harðari
í kenningunni en sovézkir hag-
fræðingar. Þeir trúa þv íenn, að
leiðsögn sósíalismans sé reynsl-
unni og lífinu betri og sterkari.
Eöngu úreltar hagfræðikenning-
ar stjórna áróðri þeirra, og enn
reyna þeir að koma því inn hjá
almenningi, að kapítalisminn sé
einhver grýla, sem arðræni al-
þýðuna, þótt hvergi hafi orðið
jafn örar og miklar umbætur í
öllu lífi almennings en einmitt
í þeim löndum, þar sem kapítal
isminn hefur verið frjálsastur og
óhindraður af ríkisafskiptum.
Sósíalisminn hefur hreiðrað um
sig í hugum ólíklegustu manna
hér á landi. Þeir verða hissa og
moðgaðir, þegar þeim. er bent
á, að skoðanir þeirra hafi smit-
azt af áróðri sósíalista, sem rekið
hafa áróður sinn hér á landi um
áratugi bæði leynt og ljóst, —
lægvíslega eða af hörku. Kom-
inn er tími til, að þessir menn
venji sig af hálf-sósíalistískum
hugsunarhætti og taki upp þá
stefnu, sem hæfir nútimanum og
I bezt hefur reynzt þeim þjóðum,
' sem nú búa við mesta velm.egun.