Morgunblaðið - 13.03.1965, Page 6

Morgunblaðið - 13.03.1965, Page 6
6 MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 13. marz 1965 ÚTVARP REYKJAVÍK SUNNUDAG, 28. febrúar, voru margir ágætir dagskrárliðir. — Hugljúfur var minningarþáttur um Laufeyju Valdimarsdóttur (1890—1945), sem þær fluttu Ólöf Nordal og Bríet Héðinsdótt- ir. Laufey Valdimarsdóttir varð fyrsti kvenstúdent íslenzkur. Tók stúdentspróf frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1910. Þekkt ust mun hún fyr ir kvenréttinda- baráttu sína og margskonar fé- lagsmála- og mannúðarstörf, en auk þess gaf hún sig við ljóða gerð og rit- störfum. Var lesið úr verkum hennar í þessum þætti, og auk þess dró Ölöf Nordal upp hug- þekka mynd af sérstæðri, stór- brotinni og tilfinninganæmri konu, sem hreifst jafnt af fögr- um hugsjónum sem fagurri nátt- úru og listsköpun. — Þetta var bezti þáttur, sem konur hafa annazt í útvarpinu um langa hríð. Jónas Jónsson, kennari frá Brekknakoti, talaði um daginn og veginn á mánudagskvöld, og væri synd að segja, að honum væri ekki talsvert niðri fyrir. Var þetta, að heita mátti, einn allsherjar „heimsósómi", en af því taginu, sem ekki er líklegur til að hafa erindi sem erfiði. Ekki af þeirri sök, að þar væri ekki ýmislegt rétt og satt fram borið, heldur vegna hins, að frekir heimsósómar bera gjarnan í sér sjálfseyðileggingarfrækorn. Þeg- ar heimurinn fær of stóran skammt af gangrýni í einu, hefur hann tilhneigingu til að mynda móteitur þvermóðsku og kæru- leysis, þar sem aftur á móti hóf- legri og hnitmiðaðri gagnrýni kynni að orka nokkru til betri vegar. Um tvö atriði sérstaklega vil ég lýsa mig sammála Jónasi. — í fyrsta lagi, að brennivín sé óhollara hjarta, lifur og heimil- ishamingju en kartöflur og aðrar íslenzkar landbúnaðarvörur, og í öðru lagi, að árásarmenn og aðr ir forhertir afbrotamenn eigi ekki að fá að njóta þeirrar nafn- leyndar, sem þeir hafa nú marg- ir að skálkaskjóli. Það er ófært, þegar fjöldi manns er lagður undir grun og fordóma almenn- ingsálitsins vegna slíkrar hlífðar við afbrotamann, sem er auk þess raunar of vafasamur vel- gjörningur við hinn brotlega mann, þegar öll kurl koma til grafar. í þættinum „Tveggja manna tal“ þetta sama kvöld ræddi Sig- urður Benediktsson við Svein Benediktsson, framkvæmda- stjóra. Stikla ég hér á stóru um efni þess þáttar, enda var það yfirgripsmikið. — Sveinn Bene- diktsson fæddist í Reykjavík 12. maí 1905, sonur Benedikts Sveins sonar, skjalavarðar og alþingis- manns, en hann var, sem kunn- ugt er, einn af forustumönnum í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á fyrstu tugum aldarinnar (d. 1954). Aðeins fjögurra ára að aldri var Sveinn sendur til sum- ardvalar hjá ömmubróður sínum, Ólafi Ólafssyni, hreppstjóra, í Lindarbæ í Holtum, og var hann þar síðan allmörg sumur og vandist þá ýmis konar landbún- aðarstörfum og kynntist hugsun- arhætti og lífsviðhorfum bænda og vinnufólks. Taldi hann sig hafa haft mjög gott af þeim störf um og kynnum bæði heilsufars- lega og ekki síður andlega. Á æskuheimili Sveins, að Skóla vörðustíg 11, voru stjórnmál mik ið rædd, enda báðir foreldrar hans áhugasamir um þau mál. Þangað komu menn eins og Ein- ar Beneditksson, Bjarni frá Vogi, Björn Kristjánsson, Sigurður Eggerz o. fl. framámenn í ís- lenzkum stjórnmálum þeirra tíma, og ræddu hugðarefni sín við föður hans. Sveinn rakti nokkuð, hvernig Reykjavík hefði þróazt úr 6000 manna bæ um aldamótin í 80— 85.000 nú. 1910 voru íbúarnir um 11.000, og taldi hann upp- haf togaraút- gerðar hérlend- is 1907 hafa átt drýgstan þátt í þeirri fjölgun. Fyrir 1914 var mikið af dönsk- um kaupmönn- um hér á landi, en í umróti og aðflutnings- kreppu heimsstyrjaldarinnar fyrri 1914—1918 varð þar gjör- breyting á. Þannig seldi t. d. Ditlev Thomsen, sem var vold- ugasti kaupsýslumaður hér upp úr aldamótum, allar eignir sínar í Reykjavík (þar á meðal 10—14 ^ Eftir hverju er beðið? Það er mikið líf í tuskun- um á íslandi. Eittt eða fleiri félög og félagasamtök eru stofn uð á hverjum degi og bendir það til þess, að áhugi manna sé sívakandi og baráttuvilji mikill á nær öllum sviðum. Eitt af þessum ágætu samtök um, „Félag sjónvarpsáhuga- manna“ hélt aðalfund í vikunni og vonandi tekst félaginu betur að ýta á eftir sjónvarpsmálinu en hið gagnstæða. Þótt margir hafi mikinn á- huga á sjónvarpi er ég viss um að enn fleiri hafi meiri áhuga á ýmsum öðrum málefnum og með tilliti til þess — og hlið- sjón af fordæmum í félagastofn unum — legg ég til, að næst verði stofnuð samtök „Áhuga- manna um varanlegt slitlag á þjóðvegum og breiðari brýr á ár og læki“. Kjörorð þess félags ætti að vera: „Burt með beygj- umar“ og á árlegum fjáröflun- ardegi (sem kalla mætti „Bremsuborðadaginn") mætti selja merki með mynd af brot- inni bílfjöður, en ágóðanum skyldi varið til að bjóða vega- málastjóra í bílferð út á land til þess að kanna ástand veg- hús i miðbænum) og flutti út ár- ið 1916. 1914 var byrjað á hafn- argerð í Reykjavík og fyrsta á- fanga lokið 1917. Þótti það glæfra fyrirtæki, kostnaðurinn varð um 2 milljónir króna, og óttuðust margir, þeirra á meðal ofannefnd ur stórkaupmaður, að með því færðust Reykvíkingar of mikið í fang. En þótt breytingar væru stór- stígar á þessum árum, taldi Sveinn, og bar emnig föður sinn fyrir því, að mestar breytingar hefðu orðið í íslenzku þjóðlífi eftir síðari heimsstyrjöldina. Þá fyrst hefðu íslendingar orðið raunverulegir þátttakendur í vélaöld umheimsins. Þótt Sveinn væri að sjálfsögðu ekki andvígur hinni auknu tækni og framför- um, sem vélamenningin hefur haft í för með sér, sagði hann, að ekki dygði að gera fólk að vél mennum. Sérstaklega væri slæmt ef tengsl fólks við átthagana slitnuðu og þyrfti þá eitthvað að koma í staðinn fyrir það. T. d. þyrfti að gera meira að því en nú er gert, að reykvísk æska fengi hollt sumstarf. Athyglisverð var sú uppá- stunga Sveins — þótt vafalaust séu ekki allir sammála henni — að gera sauðkindina útlæga úr öllu landnámi Ingólfs Arnarson- ar og fá æskunni landið í hend- ur til jarðræktar og skógræktar. Á þessu landssvæði kvað hann nú vera 25—30 þús. fjár (af 700 —750 þús. á öllu landinu) og ætti að vera kleift að bæta viðkom- andi bændum upp skaðann, með- al annars með þeim peningum, anna. — Eftir hverju er beð- ið? ★ Flugáhugi Þeir á Akranesi hafa stofn að nýtt flugfélag, en þar var ekkert flugfélag fyrir. Nefnist nýja félagið Akraflug og hef- ur það þegar farið vel af stað. Er ekki ólíklegt að í framtíð- inni verði flugleiðin mest not- aða farartækið á Akranesleið- inni. En flugáhuginn er smitandi. í gær frétti ég, að einhver hreyfing væri í Mosfellssveit í átt til stofnunar flugfélags. — Mun það eiga að heita „Mosa- flug“ (á ensku „MOSA Inter- national Airways“). Vantar verzlun Og hér kemur eitt bréf úr póstkassanum: „Háttvirti Velvakandi: Ég leyfi mér að skrifa fáein orð um málefni, sem hefur vald ið mér nokkurri furðu. Ég hef búið við Háaleitisbraut hátt á annað ár og er að mörgu leyti ánægð með það. Hér er komin hitaveita og helztu götu hverf- isins hafa verið malbikaðar og er ekkert nema gott um það sem spöruðust vegna minnkaðra útflutningsuppbóta á kindakjöt. — Sagðist hann ekkert vita holl- ara fyrir ungt fólk en vinna að j arðræktarstörf um. Að endingu minnti Sveinn á það, að í Ulfljótslögum hefði ver- ið bannað að sigla með gínandi trjónu að landi, til að styggja ekki landvætti. Á svipaðan hátt yrðum við nú að gæta þess að styggja ekki landvætti með því að slíta tengsl við fortíð og ís- lenzka gróðurmold. — Fróðlegt viðtal. Á þriðjudagskvöld flutti Sveinn Ásgeirsson, hagfræðing- ur, formaður Neytendasamtak- anna, erindi, sem hann nefndi „Þarft og óþarft". Hvatti hann fólk til að reyna að gera sér sem gleggsta grein fyrir því, hvað er þarft og hvað er óþarft af vöru þeirri, sem það kaupir í verzlun- um og kaupa síðan helzt ekki annað en það, sem það telur þarft. Þar fór Sveinn illa að ráði sínu gagnvart Sigurði, fulltrúa, Magnússyni, því að spurningin: „Hvað er þarft og hvað er ó- þarft?“ hefði verið upplagt efni í þáttinn „Spurt og spjallað“. Þá hefðu hlustendur a.m.k. varla þurft að barma sér yfir ágrein- ingsleysi meðal samspjallenda. Á miðvikudagskvöldvökunni flutti Baldur Pálmason tvö fjalla ævintýri frá frostavetrinum mikla 1918, eftir Þorbjörn Björns son á Geitaskarði í Húnaþingi. Voru það prýðilegir frásöguþætt ir. Gísli Kristjánsson, ritstjóri, hóf erindaflokk um heiðabænd- urna dönsku, og var fyrsti þátt- urinn bráðfróðlegur og vel flutt- ur, eins og Gísla er lagið. Vök- unni lauk með því, að Egill Jóns- son las ljóð og stökur eftir Eirík Einarsson frá Hæli. Þættina um daglegt mál ætti að lengja. Þeir er úthlutað 5 mín- útum í dagskránni. Vera má, að útvarpið hafi ekki efni á lengri að segja. En það er eitt sem vantar og það eru verzlanir. Að vísu er bráðabirgðaverzlun nokkuð fyrir vestan Miklubraut og er það drjúgur spölur eink- um fyrir fólk með smábörn, að ég tali nú ekki um í vondum veðrum. Einnig eru nokkrar smáverzlanir niður í Múlahverfi sem virðast einungis vera ætl- aðar fyrir það hverfi og er næstum frágangssök að fara þangað með barnavagn sökum forar og annarra torfærna. Nú kemur að kjarna málsins. Hér á horni Háaleitisbrautar og Safamrýar er í byggingu verzl- unarhús og hygg ég að byrjað hafi verið á því fyrir um það bil tveimur árum. Er það mjög stutt á veg komið. Ég sé ekki að annað sé búið en að steypa upp veggina. Ég hélt að þegar mönnum eða félögum væri veitt leyfi til slikra bygginga settu borgaryfirvöld einhver skilyrði um hve langan tima það skyldi taka að Ijúka fram- kvæmdum. Ég hef oft gengið framhjá þessu væntanlega verzlunarhúsi og oft ekki séð þar neina hreyfingu. Ég er satt að segja mjög undrandi á þess- um seinagangi, því að þetta er orðið mjög fjölmennt hverfi og tímgi í þann þátt. — Mér dettur í hug, hvort það mætti ekki fá laghentan mann, til að líta á senditæki útvarpsins og lappa eitthvað upp á þau og skera síð- an nokkurn tíma af þættinum: „Hlustendur eru beðnir afsök- unar.. . Er hvort tveggja, að sá þáttur hefur aldrei náð telj- andi vinsældum, og svo hitt, að með því sparaðist tími til ann- arra þátta, sem afskiptir verða í dagskránni, og nefni ég þar fyrst þáttinn um daglegt mál. Á föstudagskvöld talaði Ólafur Björnsson, læknir, um heilbrigð- isþjónustu í sveitum. Var það fróðlegt erindi, enda rakti Ólaf- ur nokkuð sögu læknavísinda og sjúkdóma hérlendis síðustu 200 árin. Fram að 1860 var hinn mesti ólestur á læknaþjónustu hér á landi, enda óðu þá uppi sjúkdómar eins og holdsveiki, sullaveiki og skyrbjúgur. Meðal- aldur karla var þá 32 ár, en kvenna 38 ár, og var þar að sjálf sögðu mest um að kenna hinum mikla barnadauða, en þá dóu, kornung, 240 af hverjum 1000 lifandi fæddum börnum. Nú er sambærileg tala 18 af hverjum 1000, og meðalaldur karla er kom inn upp í 69 ár, en kvenna 73. Má af þessu ljóst vera, hve stór stígum framförum heilbrigðis- þjónusta öll hefur tekið hér á landi, þótt í stað áminnstra sjúk- dóma, beri nú meir á öðrum og þeim sízt óskaðvænlegri sjúk- dómum. En þeir sjúkdómar hafi eflaust einnig verið athafnasam- ir þá, þó að bráðari sjúkdómar hafi sjálfsagt oft rekið smiðshögg ið á starfsemi þeirra vegna slæmr ar aðbúðar almennings. Ólafur Björnsson benti á, að margt stendur enn til bóta varð- „landsins forna fjanda“ farið ustu meðal vor. Einkum væri skortur héraðslækna út um land ið að verða alvarlegt vandamál, Framh. á bls. 27. ég er viss um að allir íbúar þess muni taka undir þá ósk mína að byggingu verzlunar- hússins yrði hraðað eins og mögulegt er. Svo er það annað sem mig langar til að minnast á. Hér í bæ eru margar verzl- anir sem senda heim vörur. —■ Vegna verzlanahallærisins hér skipti ég um tíma við eina slíka. Vörurnar áttu að vera komnar fyrir hádegi ef pantað var fyrir hálf ellefu, en yfir- leitt komu þær ekki fyrr en hálf eitt til eitt. Ég bar fram kvartanir út af þessu en enga úrlausn fékk ég, en mér skiid- ist að einungis væru farnar tvær ferðir á dag með vörurn- ar. Svo var það einn dag að ég pantaði vörur klukkan hálf tíu, en fékk þær ekki fyrr en klukkan átta um kvöldið. Þá var þolinmæði mín þrotin. Ég álít að verzlanir sem ekki hafa efni á að senda út vörur þær, sem pantaðar eru hjá þeim, á réttum tímum ættu ekki að bjóða upp á slíka þjónustu eða að minnsta kosti segja fólki eins og er, í byrjun. Ekki veit ég hvort þetta er algengt með slík ar verzlanir, en ég vona að svo sé ekki. Með þökk fyrir birtinguna. Húsmóðir við Háaleitisbraut." 6 v 12 v 24 v Bosch bakljós, ökuljós, stefnuljós og bremsuljós. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.