Morgunblaðið - 13.03.1965, Page 12
12
MORCUNBLAÐIÐ
Laugaraagur 13. marz 1965
AF VATNA- og veðurfræði-
legum ástæðum er gangur ísa-
lagna breytilegur innan vissra
marka frá einu ári til annars,
en hvar ísinn stöðvast og
brannast upp, hvílir á land-
fræðilegum aðstæ’ðum, sem
eru óbreyttar ár eftir ár, og
þessvegna má, þrátt fyrir allt
hviklyndi vatna og vinda, fá
allglögga mynd af ísalögum
árinnar. Þetta segir Sigurjón
Rist, vatnamælingamaður, m.
a. í ritgerð um Þjórsárísa, þá
hina sömu ísa sem allir þykj-
ast nú geta talað um af speki.
En Sigurjón hefur hátt á ann-
an áratug farið rannsóknar-
ferðir um vatnasvæði Þjórs-
ár á vegum raforkumálaskrif-
stofunnar og hefur enn í vetur
verið stöðugt á ferðinni við
athuganir og eftirlit með mæl
um sínum á hálendinu.
ísarannsóknir hafa á síðustu
árum enn verið hertar vegna
hugsanlegrar virkjunar Þjórs-
ár við Búrfell, en í áætlunum
er ætlunin að ráða við ísinn,
þá daga sem hann yrði til
Halldór atliugar mælana neðan við Tröllkonuhlaup.
A frostdegi við Þjórsá
vera þarna í ró og næði, þá
fyrst hafi maður tíma til að
lesa og gera það sem mann
langar til. Og hvað gerir hann
þá, þegar hann er ekki að
atlhuga veðri’ð eða ána? Hann
stundar nám í íslenzku og
ensku í bréfaskóla SÍS, les
bækur, leikur á gítar, temur
hundinn — og horfir á spútn-
ikana fara um geiminn þegar
heiðskírt er. Þessu síðasta
skýtur Halldór að stríðnis-
lega. Halldór tekur undir að
hér sé gott að vera. Flestir
ferðamenn kannast við hann
undir nafninu Dóri á Rauða-
læk en hann er nú fluttur til
Reykjavíkur og orðinn fastur
starfsmaður við ísrannsóknir
hjá Raforkumálaskrifstofunni.
Úr því gangur ísalaga í ánni
er nokkuð reglubundinn og
við höfum hitt á einn af þess-
um vetrardögum þegar krap-
ið er mest, þykir okkur sjálf-
sagt að skoða þetta fyrir-
brigði eftir tilvísun þeirra fé-
laga. Á kaflanum frá Hófs-
vaði á Tungnaá og vestur fyrir
Búrfell, fáum við góða og
skýra mynd af því sem með
reglubundnum hætti gerist í
ánni. Við eltum því Tungnaá
þangáð sem hún kemur undan
ís, við Hófinn, svo hægt er að
gang'a yfir hana eða aka. ísinn
ver hana fyrir kælingunni, svo
hún kemur undan honum
tandurhrein og heldur áfram
ferð sinni, en þar fyrir neðan
Tungnaá við bílferjuna á Haldi á mesta ísadegi vetrarins.
Hólmar með hvolpinn Spina
doskí. Þeir hafa vetursetu
við Tungnaá.
truflunar vfð orkuverið, með
því að hleypa honum hjá. S.l.
sunnudag komu fréttamenn
Mbl. við hjá tveimur þeirra
manna, sem nú í vetur vinna
við þessar rannsóknir uppi á
hálendinu, þeim Halldóri Ey-
jólfssyni og Hólmari Magnús-
syni. Þeir hafa haft varðstöðu
við Þjórsá og Tungnaá síðan
um miðjan desember, gera
veðurathuganir nokkrum sinn
um á dag og fara með ánum
til eftirlits og skýrslugerðar
um ástand þeirra. Og stund-
um hefur Halldór brugðið sér
frá til að aka norskum íssér-
fræðingum frá Sameinuðu
þjóðunum til athugana á
vatnasvæðinu, en það starf
þeirra er liður í tæknihjálp
sem Sameinuðu þjóðirnar
veita okkur.
Við ókum á sunnudaginn
upp Landssveit, úr byggð hjá
Galtalæk og inn hálendið aust
an Þjórsár milli Heklu og
Búrfells. Veður var heið-
skírt og fagurt, 11 stiga frost
og harðfenni, svo auðvelt var
að komast leiðar sinnar á bíl
um hálendið. Slíkt veður,
kuldi og talsverður vindur,
hafði einmitt í för með sér
eitthvert mesta ísskrið, sem
þeir félagar hafa séð þarna
í ánni, 30—40 teningsmetra á
sek. að því er þeir töldu og
mun það vera með því mesta
sem þarna getur orðið. Fyrir
okkur ferðalangana jók það
á fegurð þessa kuldalega um-
hverfis að sjá hvítar krapa-
flyksur fljóta niður strauminn
og horfa í ísnálarnar niðri í
vatninu.
í slíku veðri berst mikið ís-
skrið niður Þjórsá og það er
Tungnaá, sem leggur til bróð-
urpartinn. Þessvegna er kofi
þeirra félaga staðsettur við
áamörkin, þar sem Tungnaá,
komin austan úr Vatnajökli,
dembir sér með fallegum fossi
í Þjórsá, sem komin er alla
leið norðan úr Hofsjökli en
mun oftast vera undir ís á
þeirri leið og því lítið krap
í henni.
Halldór er að líta eftir sí-
ritandi mæli við Tröllkonu-
hlaup, en kveðst um morgun-
inn hafa ekið Norðmönnun-
um til byggða, því þeir ætli
að taka sér „pásu“. Hann vis-
ar okkur á kofann og heldur
svo áfram eftirlitsferðinni.
Það fyrsta sem við rekum
augun í þegar að kofanum er
komið, er gaddfreðinn mink-
ur hangandi úti fyrir dyrum,
vel geymdur þangað til hægt
verður að koma honum til
yfirvalds og krefjast þóknun-
ar fyrir þennan gest, sem ekki
hefur varað sig á að ósekir
menn eru farnir áð setjast að
á fjöllum um hávetur. Hvolp-
urinn Spinadoskí kemur
gjammandi á móti okkur og
kann sitt fag, þó hann sé að-
eins þriggja mánaða gamall.
Hann er Hólmari góður fé-
lagi, þegar hann er einn í kof-
anum. Hólmar tekur okkur
þó með hlýlegri hætti, býður
inn í kofann og setur kaffi-
könnuna á olíuvél af þeirri
gerð sem skógarhöggsmenn í
Noregi nota og alltaf er heit.
í þessum litla kofa eru reynd-
ar tvö herbergi, svefnstofa
með fjórum kojum og eldhús
með borðkrók, enda hentugt
þar sem árrisulir og kövld-
svæfir Norðmenn búa stund-
um með íslendingum.
Vfð spyrjum Hólmar hvort
honum leiðist ekki einveran.
Nei, hann lætur lítið yfir því,
siegir það einmitt ágætt að
taka við fossar og flúðir.
Kalda loftið og vindurinn nær
því að leika um mikið og
stöðugt nýtt yfirborö vatns-
ins og kæla það. ísnálar mynd
ast, svo krapaför eða skrið.
Frá nýju bílferjunni við Hald
er áin að sjá sem freyðandi
krapgrautur og niður við áa-
mót Þjórsár, sullast hún
þennan dag gegnum gatið við
fossinn eins og hvít fróða. En
daginn eftir, þegar við kom-
um aftur á þessa sömu staði,
er lítið orðið eftir af öllum.
þessum hroða. Frostið hefar
lækkað, komið niður í 2 stig,
og hætt að myndast allt þetta
krap. Þó má enn greina ís-
nálar ni’ðri í vatninu.
En hvað hefur þá orðið um
allt krapið frá í gær? Það
finnum við neðar í ánni, aust-
an við Búrfellið og neðan við
Þjófafoss. Þar, á svoköllúðum
Kolviðarflötum, virðist áin
safna ísnum og krapinu, sía
það úr og mynda úr því víð-
áttumikla ísihrönn með bökk-
unum og næstum þvert yfir
ána. Og þarna geta ísathugun
armenn mælt íshrönnina, sem
ku geta náð allt að 15 m. hæð
og gert sér g-rein fyrir skrið-
inu í ánni. Reglulegt mæli-
tæki á skriðið er ekki enn
til, en ungur vísindamaður,
Björn Kristinsson er smíða
slikt mælitæki, sem mælir
Framh. á bls. 13
í baksýn.