Morgunblaðið - 13.03.1965, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.03.1965, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 13. marz 1965 Útgefandi: Framkvæmdastj óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasöiu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 3. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ER HÆGT AÐ GERA ALLT í EINU? F’itt af því, sem mótar í rík- um mæli hið íslenzka þjóðfélag er óþreyja þjóðar- innar. Þessari litlu þjóð, sem lengstan hluta ævi hinnar hef ur búið við kyrrstöðu og ófrelsi, finnst sem hún hafi himin höndum tekið þegar frelsið er fengið. Þá liggur við borð, að hún haldi að allt sé hægt að gera í einu. En sannleikurinn er þó sá, að það er ekki hægt að gera allt í einu. Þessi þjóð verður eins og aðrar, að sníða sér stakk eftir vexti, miða fram- kvæmdir sínar og uppbygg- ingu við raunverulega getu sína. Ef þetta er ekki haft í huga og lagt til grundvallar á hverjum tíma, gæti svo far- ið, að óþreyjan og framfara- hugurinn hefði neikvæð á- hrif, að við reistum okkur þá hurðarás um öxl. Það er hlutverk stjórn- málamannanna, sem með for- ustuna fara, að segja þjóð- inni, hvað sé mögulegt að framkvæma og hvað ekki. Sá er, þegar allt kemur til alls, sannastur framfara- og um- bótamaður, sem metur rétt raunverulega getu þjóðar sinnar og hefur kjark og manndóm til þess að segja henni sannleikann um það. Því miður falla margir stjórnmálamenn oft fyrir þeirri freistingu, að lofa öll- um öllu og halda því fram að unnt sé að leysa öll verkefni og allan vanda í einu. Einkan lega er það stjórnarandstað- an á hverjum tíma, sem fell- ur fyrir þessum freistingum. Þetta verður einkar augljóst ef litazt er Um í hinu íslenzka þjóðfélagi í dag. í landinu sit- ur athafnasöm ríkisstjórn, sem haft hefur forgöngu um stórfelldari og fjölþættari framkvæmdir og uppbygg- ingu í landinu, en nokkur Önnur ríkisstjórn. Stjórnar- andstaðan heldur því hins- vegar fram, að þessi stjórn sé athafnalaus og hugsjóna- snauð. Hún berjist á móti flestu því, sem til heilla horf- ir og almenningi sé til hags- bóta. Stjórnmálamenn, sem fyrir örfáum árum voru sjálf- ir í ríkisstjórn, þykjast nú vera hinir einu sönnu fram- faramenn og baráttumenn fyrir þjóðnytjamálum, sem þeim kom ekki til hugar að hreyfa, hvað þá heldur að framkvæma þegar þeir sjálf- ir fóru með völdin. Það er hlutverk hins al- menna kjósanda að vega og meta rök stjórnar og stjórnar- andstöðu. Stjórnarfar þjóðar- innar veltur á því, hvernig honum tekst það. Lýðræðis- skipulagið byggist á þroska einstaklingsins til þess að kunna fótum sínum forráð, og skilja þarfir og hagsmuni þjóðfélagsins. Óþreyja íslendinga og ákafi eftir framförum og uppbygg- ingu er eðlilegur og skiljan- legur. Þjóð, sem um aldir hef ur búið við fátækt og kyrr- stöðu, vill framkvæma mikið á skömmum tíma þegar at- hafnafrelsið blasir við. En enn sem fyrr verður það að segjast að óþreyjan ein má ekki ráða ferðinni. Hyggindi og forsjálni verða að halda í hönd hennar. Það er hin raun hæfa leið til þess að tryggja stöðuga þróun, batnandi lífs- kjör, réttlátt og rúmgott þjóð félag á íslandi. ÍSLENZK LOFJBRÚ k fáum sviðum hafa jafn hraðar framfarir orðið hér á landi og í samgöngu- málunum. Svo að segja strax að lokinni síðari heimsstyrj- öldinni hófu tvö íslenzk flug- félög áætlunarflug milli ís- lands og útlanda. Loftleiðir hafa með ein- stæðum glæsibrag byggt sína loftbrú milli Norður-Amer- íku, um ísland til Norður- landa og meginlands Evrópu. A komandi sumri verða áætl- unarferðir þeirra fleiri en nokkru sinni fyrr á þessari flugleið. Flugfarþegum Loft- leiða fjölgar ört, og félagið færir út kvíarnar á marga lund. Flugfélag íslands heldur uppi greiðum og öruggum flugsamgöngum milli íslands, Bretlandseyja, Norðurlanda og Vestur-Þýzkalands. Það annast jafnframt meginhluta alls innanlandsflugs í land- inu og hefur um árabil unnið merkilegt brautryðjendastarf með því að halda uppi flug- samgöngum til og frá Græn- landi. Þessi loftbrú, sem hin ís- lenzku flugfélög hafa byggt yfir Norður-Atlantshaf er eitt af því merkilegasta, sem gerzt hefur á vegum íslenzks einkaframtaks á síðari ára- tugum. Flugsamgöngurnar hafa fært ísland í alfaraleið. Það er ekki lengur „yzt á Ránarslóðum“. Þetta hefur haft stórkostleg áhrií á allt athafna- og viðskiptalíf þjóð- MYNDIN er tekin af l»ví er veri® var að prófa í I vs Ang- eles í Kalifornía nýja gervi- hnött, sem annast á fjarskipta þjónustu yfir Atlantshafi. Hnötturinn, sem heitir „Early Bird“, vegur 80 pund og um hann eiga að geta farið 240 símtöl í senn yfir Atlantshaf- i« en hann getur einnig flutt sjónvarpssendingar milli Evrópu og Ameríku. „Early Bird“ er svipaðrar gerðar og Syncom-hnettirnir tveir, sem enn eru á ferli yfir Kyrrahafi og Indlandshafi og standa sig með prýði, en er sagður full- komnari. EINS og sagt hefur veriff frá í fréttum, skrifaði AUan Herne líus, ritstjóri Svenska Dag- bladet í Stokkhólmi, grein í blað sitt síðla í febrúar undir fyrirsögninni „Norræn greið- vikni getur gefið íslendingum sjónvarpið sitt fyrr“ og mælt- ist þar til þess að íslending- um yrði veitt aðstoð við að koma sér upp sjónvarpi. Grein þessi fer hér á eftir í lauslegri þýðingu: Það hefur marga og mikla erfiðleika í för með sér fyrir lítið land að koma sér upp eigin sjónvarpi. Stofnkostnað- ur er hár og í byrjun geta iðgjöld eða a'ðrar tekjur ekki staðið undir rekstrinum. Fjár ráð fyrirtækisins eru tak- mörkuð og öll reynsla af þess- um nýja fjölmiðli bæði á sviði tækni og dagskrármála er af skornum skammti. Þessir erfiðleikar hafa auð- vitað berlega komið í Ijós á íslandi, eynni m.eð íbúana 180.000. Þar hafa menn ekki enn getað komið sér upp sjón- varpi til viðbótar útvarpinu. Auk þeirra erfiðleika sem að ofan greinir, eru staðhættir þannig, að fjöll meina sjón- varpinu greiðan gang að lands mönnum öllum. Og það er skóðun margra í dreifbýlinu að ekkert vit eða réttlæti sé í því að þéttbýlli héruðin fái sjónvarpið á undan þeim. Þó gera menn sér vonir um að koma á laggirnar í lok næsta árs litlum sjónvarpssendi, er náð gæti til Reykjavíkur og hinna 80.000 íbúa hennar, en næstu sjö árin þar á eftir yrði svo skipt um smám saman, fenginn stór sendir og endur- arinnar. Það hefur skapað aukin lífsþægindi og aukna trú á íslenzkt framtak. Það hefur kynnt þjóðina og treyst sess hennar meðal dugmestu og framsæknustu menningar- þjóða heimsins. Þetta er hvorki skrum né skjall, aðeins viðurkenning á varpssendar út um landsbyggð ina. En þetta ástand mála þýðir þó engan veginn, að íslend- ingum gefist ekki kostur á að horfa á sjónvarp. Á banda- rísku herstöðinni á Keflavíkur flugvelli, skammt frá höfuð- borginni, er sjónvarpsstöð, sem Bandaríkjamönnum var heimilað að reka þar árið 1955. Sendir stöðvar þessarar var tiltölulega skammdrægur. En nokkrum árum síðar kom í hans stað stærri sendir og aflmeiri. Undir rekstur þess- arar sjónvarpsstöðvar var m.a.rennt þeim rökum að æski legt væri að hermennirnir hefðu eitbhvað sér til aflþrey- ingap þar ytra. Stöð þessi sendir nú 7—8 tíma dagskrá dag hvern og lengur þó laug- ardaga og sunnudaga. Að lang mestu leyti er hér um að ræða skemmtiefni fyrir hermenn- ina en fréttaflutningur er til- tölulega takmarkaður. Sjónvarpssendingar þegsar sjást vel utan herstöðvarinn- ar, og hafa orðið til þess að vekja töluvei'ðan og auðskil- inn áhuga á sjónvarpi með ís- lendingum, sem eins og allir aðrir eru forvitnir um þennan nýja fjölmiðil og það sem hann hefur að bjóða. Nú er talið að sjónvarpstæki á ís- landi séu a.m.k. 5.400 og það þýðir að töluver'ður hluti tbúa Reykjavíkur hefur tækifæri til þess að horfa á sjónvarps- dagskrárnar. Ekki hefur þó skort andstöðu gegn heimild- inni um sjónvarpsrekstur á herstöðinni. Við skulum leiða hjá okkur það sem i þessari andstöðu á rætur sínar að mikilsverðum staðreyndum. En þeir miklu sigrar, sem unnizt hafa á þessu sviði og mörgum öðrum, hljóta að minna íslendinga á skyldur þeirra við framtíðina. Það sem áunnizt hefur má ekki glatást. Grundvöllurinrt verð- ur alltaf að vera traustur. Þróunin á að geta haldið á- rekja trl stjórnmálaskoðana manna. En svo eru aðrir andstæð- ingar sjónvarpsins, sem ekki láta stjórnmál hafa áhrif á afstöðu sína og þeir segja að þetta sjónvarp Bandaríkja- manna hafi sefandi áhrif á áhorfendur, einkum þó börn og unglinga og telja að is- lenzkri og norrænni menningar arfleifð stafi hætta af. Meö þetta í huga segja þessir menn, ætti að koma á ís- lenzku sjónvarpi eins fljótt og kostur er, Þessi afstaða er auðskilrn Og það er ekki nema rétt og skylt, að fólk annars staðar á Noi'ðurlöndum iáti ekki sitja við samúðarorðin tóm heldur tjái hug sinn í verki. í Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð eiga menn nú að baki tiLtölulega margra ára reynsiu af sjónvarpinu, bæði tækni- legri hiið þéss og hinni er að dagskránni snýr. íslenzka út- varpið á þegar góða samvinnu við samibærilegar stofnanir annars staðar á Norðurlönd- um um útvarpsmál og sins hefur norska útvarpið miðlað fslendingum af reynslu sinni í sambandi við áform þau sem nú eru uppi. En það ætti að vera hægt að gera miklu meira tiL þess að stuðla að því að íslenzka sjónvarpi'ð verði, þegar það hefur út- sendingar sínar — sem við skulum vona að verði ekki of Langt að bíða — eins vel úr garði gert og kostur er. Þar er mörgu til að dreifa. Til að mynda mætti bjóða starfs- mönnum íslenzka útvarpsins Framh. á bls. 27. fram. Hin íslenzka loftbrú við umheiminn er tákn þróttar og framtaks lítillar þjóðar. En hún verður líka að vera fyrir- heit um nýja sókn, vakandi skilning á viðfangsefnum hvers tíma, og ábyrgðartil- finningu og manndóm þrosk- aðrar lýðræðisþjóðar,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.