Morgunblaðið - 13.03.1965, Page 15
Laugardagur 13. marz 1965
MORGUNBLAÐIB
15
!
í
í
Sólarlöndin freista flestra
en samt vinnum
! félagsins I Kaupmannahöfn
mundsson, fnlltriii Flug-
— segir ¥i9lhjátniiuir
— ÚTLIT er fyrir aJ5 melra
aanriki verði h,já Flugfélagi
íslands á flugleiðum til og
frá Danmörku í sumar an
nokkru sinni áður, sagði Vil-
hjáimur Guðmundsson, um-
boðsmaður Flugfélagsins í
Kaupmannahöfn, er frétta-
maður Mbl. átti tal við hann
fyrir skörmmu.
— Við verðum með 11 ferð
ir í viku, þegar ferðir verða
flestar í sumar o,g pantanir
eru nú fleiri en nokkru sinni
fyrr. Daglegar ferðir verða
um Glasgow til Hafnar, um
helgar verður ein bein ferð
hingað, farið síðdegis á laug-
ardegi frá Keykjavík og á
Hann er miklu meiri þegar
kemur suður í Bvrópu, sagði
Vilhjálmur.
— f»etta er e.t.v. ekkert
undarlegt, því Danir bregðast
yfirleitt víð á sama 'hátt og
íslendingar, þegar talað er
um sumarferðalög. í»á vilja
menn sólskin, vilja halda suð
ur á bóginn og verða sólbrún
ir — og héðan er geysilegur
straumur suður á bóginn.
Yfirleitt er hægt að sjá það
nokkurn veginn fyrir hvort
vel roun ganga að afla far-
þega til Islandsferðar hér í
Skandinavíu. Ef veturinn er
harður í Danmörku hugsa
menn fyrst og fremst um að
fengið vikuferð til Islands,
hótel, morgunverð og ferða-
lög innanlands fyrir þrettán
hundruð krónur danskar eða
um það bil. Suður að Miðjarð
arhafi, til Spánar t.d., er hægt
að komast fyrir helmingi
lægra verð — flugleiðis. Ferð
in er jafnlöng og allt er inni
falið. Við kærum okkur auð-
vitað ekki um að yfirfylla allt
af ferðamönmum heima. Við
höfum ekki að gera með
meiri ferðamannastraum en
við ráðum með góðu móti
við. Hins vegar hefur hækk-
andi verðlag heima á íslandi
orðið okkur mikill fjötur um
fót í sölustarfinu — og ég
held satt að segja, að okkur
gengi ilia að kingja einni
hækkuninni í viðbót.
— Færeyjaflug Flugfélags-
ins hefur fært okkur heim
sanninn um að enginn vandi
væri að fylia stærri flugvél-
««B»r F LLIC M AL— FE !RÐ/ Ál
a
sunnudegi heim, og um Noreg
tii Hafnar verða þrjár viku-
legar ferðir.
— Við seljum alltaf þó
nokkuð í Grænlandsferðirnar,
en þótt undarlegt megi virð-
ast er Grænlandsáhuginn
ekki geysimikill hér í landi.
komast í sólina. Ef hann er
hins vegar mildur er áhuginn
á norðurslóðum roun meiri,
þegar sumarfríið nálgast.
— En það atriði, sem í flest
um tilfellum hefur þó e.t.v.
úrslitaáhrif í þessu tilliti, er
verðmunurinn. Dani getur
mikið fyrir okkur að legigja
aiukna áherzlu á fLugið þang
að fyrr en hægt verður að
treysta á að áætlun standisf
— og hægt verður að fljúga
þangað á stærri flugvél en
Douglas DC-3.
— í áróðri okkar hér eig-
um við í höggi við ótalmarga
risa og við erurn fremur lág-
vaxnir, þegar við förum að
bera okkur saroan við keppi-
nautana, sem margir hafa úr
miklu að spila. Keppinautarn
ir eru líka studdir dyggilega
ar en Douglas DC-3 á þessari
leið, en við höfum farið var-
lega í saikirnar vegna þess að
Færeying'ar eru ekki meira
en svo viðbúnir að veita okk-
ur viðtöku. Á ég þar einkum
við flugvöllinn þar, því fliUg-
ið þangað er mjög háð veðri
Vilhjálmur Guðmundsson í skriístofu sinni.
og getur orðið stopult, þegar
illa viðrar. Þess vegna væri
óvarlegt fyrir okkur að skuld
binda okkur við of marga far
þega. Ég ég ekki að það þýði
af opinberum aðilum. Danir
verja t.d. óhemju fé í alls
kyns áróður, halda uppi ferða
skriistofum erlendis og
Framh. á bls. 27.
TIL réttlætingar stækkun sjón-
varpsstöðvarinnar í Keflavík á
sínum tíma hefur Morgunblaðið
undanfarið haldið því fram, að
íslenzk menning sé svo traust,
að ekki sé ástæða til að óttast
óheppilega menningarstrauma
frá sjónvarpsstöð þessari. Þetta
hefur að vísu aldrei verið rök-
stutt fyrr en sunnudag einn nú
fyrir skömmu, að Matthías Jo-
hannessen, ritstjóri, tók sig til
að gefnu tilefni. Afstöðu blaðs-
ins útlistaði hann með þessum
orðum: „Morgunblaðið hefur tek
ið afstöðu í málinu, (þ.e. sjón-
varpsmálinu), þá að það hafi
ekki trú, á að Keflavíkursjón-
varpið eigi eftir að <granda svo
vindbörðu og sterku meligresi,
sem íslenzk tunga er eða vinna
umtalsverð spellvirki á margsjó-
aðri menningu okkar." Þessa
skoðun telur ritstjórinn „á nægj-
anlegum rökum reista.“
Áður en nánar verður vikið að
þessum nægjanlegu rökum, skal
bent á eftirtaldar fimm stað-
reyndir, sem nauðsynlegt er að
hafa í huga:
1. íslenzk tunga og önnur þjóð-
leg menninigarverðmæti eru ein-
angrunarfyrirbæri. Þau væru
ekki til, ef þjóðin hefði ekki lif-
að lífi sínu án þess að verða fyrir
of stríðum áhrifum frá erlendum
þjóðum.
2. Söguleg staðreynd er, að
menningu smáþjóða, sem lenda í
nábýli við stórþjóðir, er hætta
búin. Nærtækast er dæmi Orkn-
eyja og Hjaltlands, þar sem nor-
ræn tunga og menning hefur lið-
ið undir Iok fyrir enskri tungu
og menningu. Hér má einnig
minna á það, að Norðmenn glöt-
uðu hinni fornu tungu sinni á
rúmri öldL
3. íslenzkri tungu og menn-
ingu hefur aldrei verið búin sú
aðstaða, að erlend þjóð ætti þess
kost að ná inn á heimili meiri
hluta þjóðarinnar með einu skæð
asta áróðurstæki nútímans í 7%-
14 klst. á dag — allar tómstund-
ir fólks. Slíka aðstöðu höfðu
Danir aldrei á íslandi.
4. í Vesturheimi er fjöldi
manna af íslenzkum ættum. Allir
eru sammála um, að þar sé ís-
lenzk tunga dauðadæmd.
5. Sá hópur, sem heldur uppi
íslenzkri menningu, er fámenn-
ur og hefur lítinn efnalegan bak
hjarl. Hvorki er fyrir hendi mann
afli né fjármagn á íslandi til að
rækja nándar nærri alla þætti
nútíma menningar. Þetta veldur
m.a. einhæfni í íslenzkum bók-
menntum (í víðtækustu merk-
ingu) og um leið, að mörig svið
nútíma menningar verða utan
vettvangs íslenzkrar . tungu, sem
aftur leiðir til margskonar fá-
tæktar hennar.
í ljósi þessara staðreynda verð-
ur að skoða allar fullyrðingar um
takmarkalítinn traustleika is-
lenzkrar menningar. —
Matthías Johannessen segir ís-
lenzka menningu margsjóaða og
vindbarða hann heldur síðan á-
fram: „Söguþjóðin er nefnilaga
ekki sú mæðiveikirolla, sem
sumir virðast halda. En kjarninn
er þó heill, ef glöggt er greint,
segir Einar Benediktsson. Þessi
kjarni lifir með þjóðinni og hann
deyr ekki. íslendingar eru of
þjóðernislega vaxnir frá fornu
fari......til að láta ginnast inn
í heimskvikuna, eins og ekkert
væri......Við lifum nú íslenzk-
an renesans, og erum bærilaga
bólusettir við ýmsum erlendum
meanirigarkvUlum. Tungau er
sterk og ég fæ ekki séð, að hún
láti á sér bilbug finna.“
Vel klingja slíkar fullyrðingar
í eyrum manna á íslandi, enda
oft viðhafðar einkum við hátíðleg
tækifæri. — Augljóst er þó af því,
sem rakið var að framan, að þær
hljóta að vekja ákveðnar spurn-
ingar. Ef nefndar fullyrðingar
eru réttar, hvers vegna hefur þá
norræn tunga og menning liðið
undir lok, og það með þjóðum,
sem nánastar eru íslendingum að
frændsemi? Hvers vegna er ís-
lenzk tunga að líða undir lok
í Vesturheimi? Eru þessar full-
yrðingar sennilegar, þegar haft
er í huga fámenni íslendinga og
um leið fábreytni bókmennta
þeirra? Missa ekki fullyrðingar
ritstjórans um margsjóun og
vindbarning íslenzkrar menning-
ar marks, þegar haft er í huga,
að engin erlend þjóð hefur fyrr
haft afstöðu til að ná eins al-
mennt til alþýðu manna á íslandi
og Bandaríkjamenn hafa með
þessu sjónvarpi? Vindbarningur-
inn og sjóunin hefur verið með
allt öðrum hætti, og þannig, að
engan veginn er sambærilegt við
það, sem nú er.
Dæmið um það, að Israelsmenn
horfi gjarnan á sjónvarp erki-
óvinarins Araba, sem ritstjór-
inn tekur, þegar fullyrðinga-
hryðju hans slotar, er ekki
heppilegt og liggur til þess sú
einfalda ástæða, að gyðingleg
menning hefur um aldaraðir þró
azt við allt aðrar aðstæður en
íslenzk menning. Hún hefur þró
azt meðal annarra þjóða, og er
því alls ekki einangrunarfyrir-
bæri á sama hátt og íslenzk menn
ing. Hér er rétt að taka það fram
til að forðast allan hugsanlegan
misskilning, að einungis er verið
að lýsa staðreynd, þagar sagt er
að íslenzk menning sé einangrun-
arfyrirbæri, en ekki verið að
hvetja til einangrunar. Þessi stað
reynd á þó að vera þjóðinni leið-
arljós í samskiptum við aðrar
þjóðir og hvatning til aðgæzlu,
þannig að tími vinnist til nauð-
synlegrar aðlögunar.
íslendingar hafa lengi haft
býsna háar hugmyndir um eigið
áigæti, einkum gáfur sinar, mennt
un og þroska. Er því ekki að
furða ,þótt þeim þyki gott að
hlýða á fullyrðingar um það,
hversu traustum fótum menning
þeirra standi og hversu lítil hætta
henni sé búin í sviptivindum nú-
tímans.
Sjálfstraust og bjartsýni eru
góðir eiginleikar og nauðsynlegir,
enda hafa formælendur þessa út-
lenda sjónvarps óspart skírskotað
til þeirra um leið og harðlega
hefur verið veitzt að nöldurskjóð
um þeim, lýðskrumurum, jörm-
urum og einangrunarsinnum, sem
dregið hafa í efa takmarkalítið
„lífsmagn íslenzkrar menningar“,
svo að notuð séu eigin orð for-
mælendanna.
Þetta væri allt saman gott og
blessað, ef ekki væri til að dreifa
þeirri hvimleiðu sálfræðilegu
staðreynd, sem heitir minnimátt-
ar- eða vanmetakennd, en hún
lýsir sér, eins og kunnugt er,
gjarnan í óhóflegu yfirlæti og
sjálfhóli, sem enga stoð á í veru-
leikanum. Þetta er Matthíasi rit-
stjóra vel Ijóst, því sl. sunnudag
ritar hann af gefnu tilefni: „Af
augljósri ástæðu, þeirri að minni
máttarkenndin hafði gert sér
bæU í þjóðarhjartanu, var yfir-
drepsskapnum ag hrokanum
greið leið að þessu sama hjarta.
Við fórum að telja okkur trú um,
að við værum öðrum þjóðum
æðri á margan hátt.“
Vanmetakennd er algeng með-
al smáþjóða og hún getur brjátað
hugsun þeirra á margvíslagan
hátt — jafnvel virðist hún geta
leitt til þess, sem Arthur Koestl-
er kallar pólitiska sálsýki (sbr.
nýtt Helgafeli I. árg. bls. 76).
Koestler segir:
„Telja má mann sálsjúkan, e£
hann er svo utangátta við veru-
leikann, að hann reisir dóma
sína og skoðanir á óskum sín-
um og ótta, en ekki á reynslu
sinni. Sjúklingurinn vísar brott
úr vitund sinni hverri staðreynd,
sem líkleg er til að brjóta í bág
við óska- og óttaheim hans, svo
að úr þeim verði duldar geð-
flækjur ........ í afskræmdan
hugarheim sinn hleypir sálsjúkur
maður engri þeirri hugsun, sem
raskað gæti innra jafnvægí hans.
Engin rök geta sigrazt á orðheng-
ilshætti hans og hártogunarlist
né unnið bug á tilfinningavörn-
um hans.......Óþægilegar stað-
reyndir, sem vísað hefur verið
á bug, bælast síðan og vefjast
í duldar geðflækjur. Pólitísk dul-
vitund hefur sín eigin rök, sjúk-
dómseinkenni og tákn. Ef „bönn-
uðum“ hugsunum er hreyft við
mann, sem þjáist af pólitískri
sálsýki, verður hann annaðhvort
æfur við eða brosir eins og sá,
sem er viss í sinni sök. Annað-
hvort svarar hann til hreinum
skömmum, eða grípur til Iævís-
legra útúrsnúninga. Ella myndi
sýndarjafnvægi draumaheims
hans raskast og skilja hann eftir
varnarlausan gegn nöktum heimi
veruleikans, sem er svo ógnþrung
inn, að hrollur fer jafnvel um
heilbrigða, þegar hann horfisí
Framhald á bls. 17