Morgunblaðið - 13.03.1965, Page 21

Morgunblaðið - 13.03.1965, Page 21
Laugardagur 13. marz 1965 MORGUNBLADIÐ 21 Paul Lieven — Látinn FYRRA sunnudag, hinn 28. febrú ar, lézt af hjartabilun í París Paul Lieven, forstöðumaður skrif stofu þeirrar hjá Atlantshafs- bandalaginu, sem annast fyrir- lestrahald og kynningu í aðal- •töðvum bandalagsins. Lieven, sem orðið hefði sextugur síðar á þessu ári, var mörgum íslend- ingum vel kunnur og átti marga góða vini hér á landi. Hann var einstakt ljúfmenni, afburða fyr- irlesari, bæði sakir ótrúlegrar þekkingar sinnar og þess hug- sjónaelds, sem honum bjó í brjósti, tungumálaþekkingu hafði hann svo af bar — en var þó umfram allt svo mannlegur og hlýr í öllu viðmóti, að jafnvel þeim, sem á öndverðum meiði voru, gat ekki annað en þótt vænt um hann. Lieven kom til íslands árið 1960 og flutti þá m.a. fyrirlest- ur um Atlantshafsbandalagið á fjörugum fundi í Stúdentafélagi Reykjavíkur. Var honum ætíð mjög hlýtt til íslands, bæði vegna kynna af landi og þjóð frá þeirri heimsókn sinni — og vin- áttubanda sinna við marga ís- lendinga. —O— Paul Lieven var af göfugum settum við Eystrasalt, sjálfur bor inn til ríkiserfða í furstadæmi, sem eftir fyrri heimsstyrjöldina varð hluti af Lettlandi. Höfðu mörg ættmenni hans komizt til hárra metorða í Rússlandi, m.a lagt landinu til sendiherra í Lundúnum. En fljótlega eftir byltinguna sagði Lieven skilið við bernskustöðvar sínar, stijnd- aði nám í Sviss og Bandarikjun- um, og gerðist síðan árið 1929 kanadiskur ríkisborgari. Eftir að síðari heimsstyrjöldin brauzt út, gekk Lieven árið 1940 í kanadiska herinn, þar sem hann gat sér orð fyrir frábæra frammi stöðu. Hann barðist í Norður- Afríku árið 1942 og varð fyrsti Kanadamaðurinn, sem sæmdur var herkrossi (Military Cross) í styrjöldinni. Ári síðar hlaut hann enn mikla viðurkenningu fyrir hugdirfsku í sérstökum hernaðar aðgerðum við Eyjahaf, þar sem honum tókst á einstæðan hátt að komast undan af óvinasvæði, en særðist mikið. Að styrjöldinni lokinni varð reynsla hans á sviði blaða mennsku og tungumálaþekking til þess að hann var gerður að yfirmanni upplýsingamála í norð vestur Þýzkalandi og fengið það verkefni að koma aftur á legg og endurskipuleggja blaðaútgáfu og útvarpsstarfsemi á því svæði. Þegar herir Vesturveldanna voru leystir upp, hvarf hann aftur að fréttamennsku og upplýsinga- störfum. Það var svo árið 1951, að hann tók við starfi sem for- stöðumaður fyrirlestra- og kynn ingarskrifstofu upplýsingadeild- ar Atlantshafsbandalagsins í að- lalstöðvum þess í París — starfi, sem hann gegndi síðan í 14 ár eða allt fram til andláts síns. Er það samróma álit allra þeirra, sem kynntust Lieven í því starfi, að lífsreynsla hans, tungumálakunnátta, þekking hans á smæstu jafnt sem stærstu atriðum í samstarfi Atlantshafs- ríkjanna — og síðast en ekki sízt sú ríka tilfinning, sem hann hafði fyrir mannlegum samskipt- um, hafi tekið af öll tvímæli um að þar hafi verið réttur maður á réttum stað. —O— Útför Paul Lievens fór fram á fimmtudag í sl. viku frá dóm- kirkju Alexanders Nevsky, dýrðl ings rússneskra rétttrúarmanna. Var athöfnin mjög virðuleg og áhrifamikil, sálmasöngur mikill eins og tíðkast í rússneskum kirkjum, kröftugur en þó mildur og trega blandinn. Var kistan hjúpuð kanadiska fánanum og blómakransar margir allt í kring og hjá henni heiðursmerki hans öll úr styrjöldinni. Mikið fjöl- menni var við úíförina, fjöl- skylda og nánasta venzlafólk, samstarfsmenn úr skrifstofum Atlantshafsmandalagsins og frá sendinefndum hjá bandalaginu, undir forystu George Ignatieff, ambassadors Kanada og James A. Roberts, varaframkvæmda- stjóra NATO; af íslendinga hálfu var við athöfnina Tómas Á. Tómasson, sendiráðunautur, og kona hans, Heba Jónsdóttir. Þá voru viðstaddir útförina foringj- ar úr liði bandamanna í heims- styrjöldinnL —O— Með Paul Lieven á Atlants- hafsbandalagið á bak að sjá ein- um af allra hæfustu starfsmönn' um sínum og margir íslendingar einlægum vinL Hann var vaskur bardagamaður, glaður félagi, sannur vinur og dyggur starfs- maður Atlantshafsbandalagsrikj- anna, sem verða mun sárt sakn- að af öllum þeim, sem voru svo gæfusamir að kynnast honum. Sigurður Valdimarsson húsasmíðameist. - kveðja í DAG verður gerð frá Fríkirkj-| unni í Hafnarfirði útför Sigurðar Valdimarssonar húsasmíðameist- ara, Hellubraut 6, Hafnarfirði. Sigurður var einn af þeim mönnum, sem ég kynntist fyrst, þegar ég fluttist til Hafnarfjarð- ar fyrir nær aldarfjórðungi og héldust þau kynni síðan. Sig- urður barst ekki á, en hann var einn þeirra manna, sem gott var að eiga að vini, enda hvers manns hugljúfi. Hann var traust- ur, orðheldinn og reglusamur og lét sig ekki vanta á sinn stað. Skiprúm hans var því ávált vel setið. Þessir eiginleikar Sigurðar voru hinn trausti grunnur í lífs- baráttu hans, sem oft var hörð og reyndi á þor og þrautseigju því stór var fjölskyldan, sem þurfti að sjá farborða. En einmitt þessir eiginleikar, sem Sigurður átti í svo ríkum mæli voru þeir hornsteinar, sem líf, frelsisbarátta og framfarir ís- lenzku þjóðarinnar byggðust á. Þetta trausta fólk brast ekki hug eða dug til að takast á við vand- ann. Það kom óbugað úr hverj- um brotsjó, hverju áfallL hélt merkinu hátt á loft og sótti ör- uggt fram hverju góðu málefni til stuðnings. Skipti þá ekki máli, hvort það hafði haslað sér völl í ræðu eða riti, við uppeldis- og heimilisstörf eða útivinnuna til sjós og lands. allt þetta fólk treystL grunninn undir auknu frelsi, sjálfstæði og velmegun þjóðarinnar. í þeim grunni á Sig- urður Valdimarsson vel gerðan Jón H. Harðarson Minning Aldrei er svo svart yfir sorg- arranni, að ekki geti birt fyrir eilífa trú. DÁINN. Við slíka fregn, verður maður ætíð svo vanmegna, að engin orð fá greint. En þegar fregnin á við lítinn, yndislegan dreng, sem hefur verið yndi og augásteinn allra sem af honum hafa haft nokkur kynni, þá verð- ur slík fregn svo yfirþyrmandi, að manni finnst slíkt geti ekki verið satt, geti ekki átt sér stað. * Þegar fyrsta áfallið af slíkri fregn fer að réna, þannig að hugsanir manns fara að verða í samhengi, þá rís upp í hugan- um einhver óskiljanleg undrun. Hvers vegna? Hvers vegna hann? Hvers vegna yndislegur saklaus drengur? .... Hvers vegna?.... Manni verður undrunin of- raun, hún breytisL breytist í reiðiöldu, óréttlæti, grimmd. Hvers átti hann að gjalda? Til hvers er barn í heiminn bor- ið, ef það þarf svo ungt að falla í valinn? Við erum aftur farinn að spyrja. Þannig reikar hugurinn milli RonnveigGunnarsdóttir — Kveðja Fædd 30. maí 1889. Dáin 9. febrúar 1965. Þú varst ættar þinnar prýði. Þinna vina skjól og hlíf. Hefur lokið ströngu stríði. Sterk þú reyndist allt þitt líf. Eflaust margur þakka þarf þér nú, frænka, allt þitt starf. Hreina gekkstu braut svo bjarta. Bar þar hvergi skugga á. Þann þú áttir yl í hjarta, að ávallt streymdi hlýja frá. Öðrum gafstu aukinn þrótt. Oft um göfugt starf er hljótt. Þegar lífsins lindir þrjóta, legstað þínum fylgjum að. Beztrar hvíldar hér munt njóta. Þú helgan taldir þennan stað. Móðir og dóttir hlið við hlið, Hvað svo betra kjósum við? Og er sól frá hreinu heiði hlýja sendi geisla inn, þó hjá þessu litla leiði var löngum bundinn hugur þinn. Saman tvær þið sofið rótt. Svo skal bjóða góða nótt. Aðalsteinn Gíslason. undrunar, sorgar og jafnvel reiði. Þannig erum við í okkar mannlega breyzkleika. Svo um- komulaus í vanmætti okkar, og þó svo undarlega sjálfumglöð, að okkur finnst við þurfa að taka í taumana, taka fram fyrir hendur forsjónarinnar, leiðrétta slík mistök. En hvað getum við? Á slíkum stundum sjáum við svo greini- lega, hversu við erum smáir og vanmáttugir, hvað sjóndeildar- hringur okkar er stuttur og skiln ingurinn lítill. Hefur þá þessi litli drengur komið til einskis í þessa brog- uðu veröld sem við lifum í. Hef- ur þá ekkert áunnizt með hing- að komu hans? Vissulega. Loks þegar við getum farið að hugsa nokkurn veginn eðlilega, þá renna fyrir okkur myndir úr lífi hans, og það er eins og það sé hvíslað að okkup: Það fer að renna upp fyrir okkur ljós. Við förum að gera okkur grein fyrir, að hann hefur ekki komið til einskis eins og okkur fannst, fyrst þegar við heyrðum þessa ógnarfregn. Við förum að skilja að þessi litli drengur sem var hér svo stutt, hefur kennt okkur svo ótrúlega mikið. í þessum unga dreng fundum við svo mikinn kjark, svo mikið æðruleysi i mótlæti að eins dæmi mun vera þótt eldri ættu í hlut. I honum fundum við það sak- leysi og trúnaðartraust sem ger- ir okkur að betri mönnum. Ég sem þessar fátæklegu lín- ur rita, er þess ekki umkominn að skilja leyndardóma lífsins, en ég trúi því að algóður Guð, sem öllu stjórnar, hafi sin áform í þessu sem öðru. Það er erfitt að sætta sig við það en samt trúi ég því að hann hafi af vizku sinni valið þessa leið. Ég bið Guð að styrkja foreldra Jóns Hendriks í þeirra mikllu sorg, þau sem hafa barizt svo hetjulegri baráttu fyrir heilsu hans, og verða nú samt af hon- um að sjá. Megi fullvissan um það að allt hefur verið gert sem í mannlegum mætti stendur, verða þeim huggun í þeirra djúpa harmi. Systkinum hans, afa, ömmu og öðrum ástvinum bið ég bless- unar. Við fjölskyldu sem hlotið hef- ur slíkt sár, eru orð svo lítils megnug, en verið þess fullviss að minningin á eftir að birta líf ykkar um ókomin ár og vissan um endurfund verða ykkur styrk ur og leiðarljós. Blessuð sé minning hans. H. S. Iðnaðarhúsnæði oskast Ca. 200 —^250 ferm., frágengið nú þegar eða 1. maí. Tilboð merkt: „Iðnaður — 9947“ sendist afgreiðslu blaðsins fyrir n.k. miðvikudag. Husgagnasmiður eða maður vanur innréttingum óskast strax. Tilboð merkt: „Góð vinna — 7195“ sendist Mbl. stein, þótt ekki beri hann sér- staka áletrun. Sigurður var einn af okkur 12 félögum, sem stofnuðum Skipa- smiðastöðina Dröfn h.f. árið 1941 og Byggingafélagið Þór h.f. nokkrum árum síðar. Átti hann uppástunguna að Drafnarnafn- inu. Allir stofnendurnir lögðu jafna fjárhæð fram í upphafi og alla tíð síðan hafa eignahlutföll- in haldizt óbreytt. Á fyrstu ár- unum lögðu hluthafarnir á sig marga óskráða vinnustund til að byggja fyrirtækið upp og þar lá Sigurður ekki á liði sínu fremur en endranær. Sigurður vann alla tíð hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn h.f. eftir að hún tók til starfa, þótt ekki ynni hann fullan vinnu dag hin síðari ár. Og í Dröfn hitti ég hann síðast kátan og hressan örfáum dögum áður en hann lézt. Sigurður var fæddur 31. okt. árið 1880 að Fossi í Vestur-Húna- vatnssýslu. Þar ólst hann upp fyrstu árin, en fluttist síðan að Heimaskaga á Akranesi. Sigurð- ur lærði húsasmíði hjá Jóni Snorra Árnasyni á ísafirði og lauk því námi árið 1908. Vann hann síðan að húsasmíðum í Húnavatnssýslu, en fluttist til Hafnarfjarðar árið 1917 og átti þar heima síðan og vann alla tíð við smíðar. Sigurður var vel greindur og fróður um marga hluti, enda las hann mikið í tómstundum sínum. Hann hafði yndi af kveðskap, kunni mikið af vísum og brá fyr- ir sig að setja saman vísu þótt dult færi hann með slíkt. Sigurður var einn af stofnend- um Trésmiðafélags Hafnarfjarð- ar og átti sæti í fyrstu stjórn þess. Hann var heiðursfélagi í Iðnaðarmannafélagi Hafnarfjarð ar og um langt árabil sat hann í byggingarnefnd Hafnarfjarðar- kaupstaðar. Á afmælisdaginn sinn árið 1915 kvongaðist hann Sigriði Böðvars dóttur, Hafnarfirði og eignuðust þau 9 börn, 5 drengi og 4 stúlk- ur, sem öll eru á lífi. Voru þau hjón samhent um að treysta heimilið sem bezt og hafa í há- vegum góðar dyggðir. Konu sína missti Sigurður árið 1953. Á kveðjustund fyllist hugur- inn þakklæti fyrir samfylgdina á lífsleiðinni og tónarnir, sem hljóma frá strengjum minning- anna eru ljúfir og hreinir. Ég sendi aðstandendum öllum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Páll V. Daníelsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.