Morgunblaðið - 13.03.1965, Page 24
24
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 13. marz 1965
Victoria Holt
Höfiingjasetrið
sem Reuben hafði lokað mig inni
í. Ég var innmúruð í eigin eymd
mína.
Sex ár eru liðin síðan þessa
nótt, svartasta nóttin, sem ég
hafði lifað. Nú eru börii í Klaustr
inu — sem Mellyora og Kim eiga.
Það elzta heitir Dick í höfuðið
á föður sínum, er svo líkur hon-
um, að hvenær sem ég sé þá sam
an, verður gremja mín næstum
óþolandi.
Ég á heima í Ekkjuhúsinu og
næstum daglega geng ég yfir
engið, fram hjá steinunum sex,
til hússins. . Öll merki um nám-
una hafa verið þurrkuð út. Kim
segir, að Larnstonarnir hefðu
þurft að vita af henni þarna,
en Kimberarnir þurfi þess ekki,
vegna þess, að þeim þyki vænt
um eignína og ætli að reka hana
þannig að hún standi undir sér.
Carlyon er að vaxa upp. Hann
verður stór maður síðar meir, en
líkist næstum alls ekkert Johnny.
Hann er meira hjá Jóa bróður
mínum en mér. Hann er mjög
líkur Jóa, sama góðmennskan og
sama dýravináttan. Stundum
finnst mér eins og hann vildi
heldur láta Jóa eiga sig en mig,
og af því að Jói á engan son,
er hann ekki nema feginn því,
hve hændur drengurinn er að
honum.
Um daginn var ég að tala við
Carlyon um framtíð hans, og
augun í honum ljómuðu af hrifn-
ingu, er hann sagði: — Ég vil
vinna með Jóa írænda, þegar ég
verð stór.
Ég var móðguð. Ég minnti
hann á, að einhverntíma yrði
hann Sir Carlyon og reyndi' að
lýsa fyrir. honum framtíðinni,
sem hans biði. Auðvitað gat hann
ekki eignazt Klaústrið, en ég
vildi, að hann yrði herramaður
á stórri eign, eins og forfeður
hans hefðu áður verið.
Hann varð niðurdreginn, af
því að hann vildi ekki særa mig,
og hann hélt, að hann væri að
verða mér að vonbrigðum, því að
enda þótt hann sé blíður í sér og
viðkvæmur, hefur hann samt
sjálfstæðan vilja. Og hvernig
ætti sonur minn að vera öðru
vísi
Þetta hefur gert djúp milli
okkar, sem breikkar með degi
hverjum. Ég tek eftir því, að
hann forðast að vera einn með
mér. Að vita þetta og jafnframt
neyðast til að horfa á fjölskyld-
una í Klaustrinu, kemur mér til
að spyrja sjálfa mig: Hvaða ham-
ingju hafa öll þessi vélabrögð
fært mér?
39
Davíð Killigrew skrifar mér
oft og kemur stöku sinnum að
heimsækja mig. Síðast þegar
hann kom, bað ha*n mín einu
'sinni enn, en það hefur hann gert
á hverju ári síðan Johnny dó.
— Hversvegna ertu alltaf að
þessu? spurði ég hann. — Þú
veizt, að ég hef sagt þér, að ég
ætla aldrei að gfitast aftur.
— Ég trúi því bara ekki, svar-
aði hann, blátt áfram. — Þú gift-
ist aftur einn góðan veðurdag
og þá mér!
Ég brosti. — Talarðu við sókn-
arbörn þín í svona skipunartón,
og segir þeim fyrir um, hvernig
þau eigi að lifa lífi sínu?
— Já, það geri ég við þau, sem
ég þekki eihs vel og ég þekki
þig, svaraði hann.
Ég leit undan. — Ó, Davíð, ég
efast ekki um, að þú skiljir mig,
en þú þekkir mig bara ekki nógu
vel.
— Ég þekki þig betur en þér
dettur í hug.
Afgreíðslumaður óskast
Viljum ráða röskan mann á vörulager vorn
nú þegar. — Bílpróf æskiegt.
Bræðurnir Ormsson hf.
Vesturgötu 3 — Sími 11467.
Tilboð óskast
í nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grens-
ásvegi 9 mánudaginn 15. marz kl. 1—3. Tilboðin
verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag.
Sölunefnd varnarliðseigna.
— Ég vil ekki, að þú eyðir lífi
þínu í að bíða eftir mér, sagði
ég, — því að ég elska þig ekki
og mun aldrei gera.
Hann svaraði þessu aðeins: —
Ég er reiðubúin að bíða. Og svo
kem ég og bið þín aftur.
— Ég fyrtist dálítið við þetta.
Mér fannst þessí þverhöfðaskap-
ur bera vott um veikleika hjá
honum, að vera að fórna sér fyrir
svona vonlausa þrá. . En þó skil
ég þetta að nokkru leyti, því að
sjálf get ég ekki gert út af við
ást mína til Kims. Ég verð að
horfa á hann og Mellyoru og láta
sem ég sé hamingjusöm þeirra
vegna; ég verða að horfa á son
þeirra og minnast þess, að hann
á að erfa Klaustrið og taka frá
mér allt, sem ég hef stritað og
beitt brögðum til að ná í.
Stur.dum stend ég innan í
steinahringnum, og mér finnst
mín örlög vera miklu aumari en
Meyjana Sex. Þær urðu að steini
meðan þær voru að dansa í ögr-
unar skyni. Ég hefði betur hlotið
sömu örlög.
Mellyora og Kim komu til mín
úr Klaustrinu í kvöld. Þau voru
hrædd um mig. — Við viljum,
að þú komir heim með okkur,
Kerensa, rétt þangað til þeir
finna hann.
— Finna hvern?
— Reuben Pengaste1-. Hann er
sloppinn út úr Bodmin.
Reuben Pengaster- Stundum
hafði ég næstum óskað, að hann
hefði gengið af mér dauðri nótt-
ina forðum. Hefði svo orðið,
hefði ég farið í gröfina í þeirri
sælu trú, að Kim elskaði mig
enn, eins og ég hann.
Ég hló. — Ég er hvergi hrædd.
— Hlustaðu nú á, Kerensa.
Augun í Kim voru full áhyggju
um mig. — Ég var að frétta frá
Bodmin. Þar hafa menn alveg
sérstakar áhyggjur. Síðustu dag-
ana hefur hann hagað sér ein-
kennilega. Sagðist alltaf hafa
nokkuð, sem hann þyrfti að
ganga frá. Þeir eru alveg vissir
um, að hann komi hingað aftur.
— Þá hafa þeir einhverja verði
hér, sem hafa auga með honum.
— Svona fólk getur verið
klókt. Mundu, hvernig hann var
næstum búinn að fara með þig.
Vertu í Klaustrinu í nótt, þá þurf
um við ekki að hafa áhyggjur af
þér.
Ég hugsaði með mér: Hvaða
ástæða er til þess, að þið eigið
að vera áhyggjulaus? Það hef
ég ekki verið árum saman, og
allt ykkar vegna. En upphátt
sagði ég: — Þið gerið ofmikið
úr þessu. Mér er alveg óhætt hér.
— Þetta er brjálæði, sagði
Kim og Mellyora var næstum
farin að gráta.
— Jæja, þá komum við bara
hingað, sagði Kim. Mér þótti
vænt um að hann skyldi vera
svona áhyggjufullur. En ég vildi
láta hann vera það alla nóttina.
— Nei, þið verðið ekki hérna,
en það verð ég sjálf, sagði ég
loksins. — Þið gerið ofmikið úr
þessu. Reuben Pengaster er bú-
inn að gleyma, að ég sé til.
Ég lét þau fara og beið svo,
sitjandi við gluggann minn. Það
var ekkert tunglsljós, en hins
vegar var frost og stjörnubjart.
Það var rétt, að ég gat greint
steinahringinn. Var þetta skuggi,
sem ég sá þar? Var þetta hljóð,
sem ég heyrði? Var verið að
skjóta niður glugga? Var verið
að fást við hurðarlás
Hversvegna fann ég til þessar-
ar upplyftingar? Auk þess að
læsa öllu eins og venjulega, hafði
ég gert sérstakar varúðarráðstaf
anir. En mundi Reuben takast að
brjótast einhvernveginn inn í
húsið? Mundi ég heyra laumu-
legt fótatak við dyrnar hjá mér
og þennan snögga hlátur? Ég
heyrði hann í draumum mínum.
Stundum sá ég þessar stóru,
sterku hendur reiðubúnar að
grípa fyrir kverkar mér.
Stundum kallaði ég upp úr
svefninum: — Hversvegna kom
hann Kim að bjarga mér? Ég
vildi, að hann hefði lofað mér
að deyja.
Og þessvegna var það, að ég
sat þarna núna, hrædd og von-
góð í senn. Ég vildi sanna sjálfri
mér, hvort ég vildi heldur lffa
eða deyja.
Ég vissi vel, að Reuben hafði
brotizt út til þess að ná í mig
— til þess að ljúka verkinú, sem
hann hafði hafið þarna um nótt-
ina. Ég þurfti ekki annað en bíða
eftir, að hann fyndi mig og þá
yrði þessu gagnslausa, tóma lífi
mínu lokið.
Var þetta fótatak niðri? Ég leit
út og sá dökka mannveru í skugg
anum við girðinguna. Stundin
var komin. Reuben var þarna úti.
Ég þornaði í kverkunum af
hræðslu. Þegar ég stóð þarna við
gluggann, án þess að geta hreyft
mig, eða ráðið það við mig, hvað
gera skyldi, kom þetta aftur til
mín, svo að ég lifði það allt upp
aftur — hryllinginn að vera ein
með Reuben í kofanum, og svo
að rakna við í köldu næturloft-
inu, svo var ég lokuð inni í múrn
um til að bíða dauða míns.
Ég vissi vel, að mig langaði
ekki til að deyja. Að umfram
allt langaði mig til að lifa.
Og þarna beið Reuben eftir að
drepa mig. Skugginn hafði nú
horfið bak við girðinguna og ég
vissi alveg, að hann hafði fært
sig nær húsinu.
Ég sveipaði sloppnum um mig.
Ég vissi ekkert, hvað ég ætlaði
að gera. Ég skalf af kulda. Hvers
vegna hafði ég ekki farið og gist
í Klaustrinu? Þau höfðu viljað
hýsa mig, Kim og Mellyora. Þeim
þótti vænt um mig . . ! á sinn
hátt. Hversvegna vildi ég alltaf
vera ofar öðrum. Hversvegna
ekki þiggja það sem mér var boð-
ið — og þakka fyrir?
KALLI KUREKI
Teiknari: J. MORA
VlCTlMOFA PUT-UPJOÞ, ONC-SHOT BEUCJCS H£
ÍAS SEM THEOC-TIHER MAHE AM IMPOSSIBLE SHOT-
Þessi sjónleikur, sem þeir kumpán- ómögulega, þ.e.a.s. að hitta flöskuna.
mn hafa sett á svið, fæir Skotspar til „Hver skollinn.“ „Ég hef aldrei séð
•ð trúa því að Skröggur hafi gert það nokkum eins fljótan að draga upp
byssuna.“ „Þetta hefði enginn hinna
frægu kúitKa getað leikiö eftir.“
Ég fór út úr svefnherberginu
og gekk gegn um húsið, niður
stigann að bakdyrunum. Það var
glerrúða í hurðinni þar og gegn-
um hana þóttist ég geta greint
mannsmynd. En á næsta andar-
taki færði hún sig frá.
En ég vissi alveg, að ef um
annað þryti, mundi Reuben
brjóta rúðuna. Ég hugsaði mér
höndina á honum koma gegn um
gatið og draga slagbrandinn frá.
Og þá væri ég á valdi hans.
Ég varð að komast út úr hús-
inu. Ofsahræðsla útilokaði allar
aðrar hugsanir. Ég hljóp gegn
um ganginn og að framdyrunum.
Með skjálfandi höndum snri ég
þunga_ lyklinum og dró hurðina
upp. Ég gekk út fyrir en í sama
vetfangi var handleggurinn á
mér gripinn sterku taki.
Ég öskraði upp. Á þessari hálfu
sekúndu skelfingarinnar, vissi ég
að ég ætlaði að berjast fyrir lífi
mínu af öllum mættL
— Kerensa!
Þetta var ekki Reuben heldur
Kim! Andlitið var hörkulegt en
áhyggjufullt.
— Það ert þá þú . . . !
— Guð minn góður; sagði
hann næstum hörkulega, — þú
hélzt þó ekki, að við ætluðum að
láta þig afskiptalausa?
Við? Jú, alltaf skyldi það þurfa
að vera Mellyora og Kim.
— Svo að það varst þú, sem
varst að læ.ðast þarna í kring
um húsið? sagði ég. — Þú gerðir
mig hrædda. Ég hélt, að þetta
væri Reuben og ætlaði að brjót-
ast inn.
— Það var bara betra, sagði
hann. — Kannski fengistu núna
til að koma til okkar í Klaustrið?
Við fórum þangað. Ég svaf ekk
ert alla nóttina. Því að nokkuð
hafði gerzt þá nótt. Ég sat við
gluggann í húsinu, sem hafði átt
svo miklu hlutverki að gegna í
lífi mínu, og horfði á sólina koma
upp.
Um morguninn fréttum við, að
náðzt hefði í Reuben.
Carðahreppur
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Garðahrepp er að Hof-
túni við Vífilsstaðaveg, simi
51247.
AKUREYRI
Afgreiðsla Morgunblaðs-
ins er að Hafnarstræti 92,
sími 1905.
Auk þess að annast þjón-
ustu blaðsins við kaupend-
ur þess í bænum, er Akur-
eyrar-afgreiðslan mikilvæg-
ur hlekkur í dreifingarkerfi
Morgunblaðsins fyrir Norð-
urland allt. Þaðan er blaðið
sent með fyrstu beinu ferð-
um til nokkurra helztu kaup
staða og kauptúna á Norður-
landi, svo og til fjölda ein-
staklinga um allan Eyjafjörð
og víðar.