Morgunblaðið - 26.03.1965, Blaðsíða 2
f 2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 26 marz 1965
IPróf. Dungal hlýtur sér-
staka viðurkenningu
í SÍÐASTA hefti fréttabréfs um
laeiibrigðismál er frá því skýrt,
jað National Institute of Health
Ihafi í þriðja sinn veitt prófessor
lííelsi Dungal styrk til framhalds
xannsókna á krabbameini. Styrk-
mr þessi er veittur til tveggja ái#.,
eftir að nefnd amerískra vísinda-
Próf. Níels Dun<gal
Surtseyjar-
frímerki
i>E!SSI TILKYNNING barst Mbl.
í gær frá Póst og símamálastjórn
inni um frímerkjaútgáfur þær,
sem fyrirhugaðar eru á þessu ári:
„Fyrirhugað er að gefa út eft
irfarandi frímerki á þessu ári
auk þeirra, sem þegar hafa verið
gefin út.
1. Frímerki í tilefni af 100 ára af
mæli alþjóðafjarskiptasam-
bandsins 17. maí nk.
2. Frímerki með myndum af
Surtsey.
3. Evrópufrímerki eftir teikningu
Harðar Karlssonar.
4. Frímerki með mynd af Einari
Benediktssyni skáldi.
Nánar verður tilkynnt síðar
um útgáfudaga, verðgildi og ann
að í sambandi við frímerkja út-
gáfi'r þessar“.
(Frá Póst- og síma-
málast j órninni).
Davíðskvöld
á Akureyri
STÚDENTAFÉLAGIÐ á Akur
eyri efnir til Davíðskvölds í
Sjálfstæðishúsinu í kvöld, föstu-
dag kl. 21. og rennur allur ágóði
af skemmtuninni til kaupa á
húsi skáldsins.
Dagskráin verður bæði vönduð
og fjölbreytt. Brynjólfur Sveins
son yfirkennari flytur ávarp,
Steinunn Jöhannesdóttir og Gunn
ar Stefánsson nemendur í M. A.
Xesa upp úr verkurn Davíðs.
Jóhann Konráðsson syngur ein-
söng og þeir Jóhann Daníelsson
og Sigurður Svanbergsson syngja
tvísöng. Þá flytja nokkrir af
fremstu leikurum Leikfélags
Akureyrar og Leikfélags M. A.
þátt úr Gullna hliðinu. Að lokum
verður stiginn dans.
Athygli skal vakin á því að
kvöldvakan er ekki sérstaklega
fyrir stúdenta heldur almenn
skemmtun, sem Stúdentafélagið
gengst fyrir.
FELAGSHEIMILI
Lokað í kvöJd vegna fundarhalda
— ★ —
Síðdegiskaffi Sjálfstæðisfélag-
anna kl. 3—5 á morgun.
— ★ —
Skemmtikvöld á sunnudags-
kvöldið með skemmtiatriðum og
dansi.
— ★ —
Kynnið ykkur hin nýju og vist-
legu húsakynni Heimdallar
í Valhöll.
HEIMDALLAR
- ■ ■iw'-r
manna hafði komið hingað í sum
ar, til að kynna sér viðfangsefnin
og á hvaða stig rannsóknrnar hér
væru komnar og áætlanir um
framtíðarskipun þeirra.
Tveir amerískir vísindamenn
fengu styrki frá sömu stofnun
um leið og prófessor Dungal, til
að hafa samvinnu við hann og
vinna að rannsókn á fleiri svið-
um, er gætu þó stutt hver aðra.
Hvorugur þeirra fékk styrkinn
nema í eitt skipti. Hér er því um
að ræða alveg sérstaka. viður-
kenningu á vísindastarfsemi pró-
fessors Dungals.
Prófessorinn dvelur í”-' bessar
mundir erlendis.
Varðbergsfund-
ur á morgun
VARÐBERG, félag ungra áhuga
manna um vestræna samvinnu,
heldur hádegisfund í Þjóðleik-
húskjallaranum á morgun, laug
ardag, kl. 12:30.
Dr. Magnús Z. Sigurðsson, hag-
fræðingur, mun halda ræðu og
Dr. Magnús Z. Sigurðsson
m.a. segja frá persónulegum
kynnum sínum af stjórnarfari í
löndunum fyrir austan járntjald
ið, en hann var í mörg ár búsett
ur í Tékkóslóvakíu og ferðaðist
þá jafnframt mikið um hin járn-
tjaldslöndin. Dr. Magnús var
nýfluttur til Prag, þegar komm-
únistar hrifsuðu til sín völdin,
1948, hann var staddur i Buda-
pest, þegar Stalín dó og hann sá
byrjun uppreisnarinnar í Austur
Berlín 1953. Þá mun ræðumaður
gera að umtalsefni aðild íslands
að Atlantshafsbandalaginu og
fleiri skyld mál.
Sinfóníuhljómsveit fslands hélt í fyrrakvöld fyrstu tónleika sína fyrir Tónlistarfélagið í Garða-
hreppi i barnaskóla Garðahrepps. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir. Mun á 3. hundrað manns hafa
sótt þessa tónleika. í lokin voru hljómsveitarstjór inn, Páll Pampichler Pálsson, og Guðmundur jóns-
son óperusöngvari, sem söng með hljómsveitinni, ákaft hylltir. (Ljósm. Ól. K.M ).
Stjórnarkreppu afstýrt
Danmörku
i
Samkomu3ag miSli fjór-flokk*
amia á breiðum grundvelli
náðist þó ekki
Kaupmannahöfn 25. marz
— NTB
EKKX mun koma til myndunn-
ar nýrrar stjórnar í Danmörku.
Þeir tveir þingmenn Vinstri-
flokksins, sem tengdir eru við
svonefndan „liberal debat“ hóp
innan flokksins, verða ekki tekn
ir inn í stjórnina, en þeir munu
greiða atkvæði með henni er
frumvarpið um auknar skattaá-
lögur kemur fyrir þingið til ann
arar umræðu á föstudag.
Jens Otto Krag, forsætisráð-
herra sagði í dag að ríkisstjórnin
hefði talið það eðlilegt að þréifa
fyrir sér um lausn efnahagsmála
vandans. Vi'ðræður við hina tvo
þingmenn frá „liberal debat“
hefur leitt til samkomulags um
að þingmennirnir tveir m.yndu
greiða atkvæði með frumvarpi
stjórnarinnar. Hinsvegar væri
ekki um að ræða samvinnu á
breiðum grundvelli-
„Liberal debat“ er eins og
fyrr segir hópur manna innan
Vinstri flokksins og er talið að
hann standi nærri Thorkil
Kristensen, fyrrum fjármálaráð-
herra.
A fundi miðstjórnar sósíal-
demókrataflokksins í kvöld sagði
Krag forsætisráðherra að stjórn-
inni væri það leitt að þurfa að til
kynna að ekki hefði reynst unnt
að sem.ja um samvinnu og sam
Ekki hætt við aur-
hlífar ri bíla hér
AÐ UNDANFÖRNU hefur mik
fð verið rætt um þá ákvörðun
Dana að leggja niður notkun
aurhlífa á bifreiðum. Af þessu
tilefni sneri Mbl. sér til Gests
Ólafssonar forstöðumanns Bif-
reiðaeftirlibs ríkisins og spurði
hann, hvort Bifreiðaeftirlitið
mundi fylgja fordæmi Dana í
þessu máli.
Ekki kvað Gestur ætlunina
vera að leggja niður aurhlifa-
notkun á næstunni. Sag’ðist hann
vilja fylgjast með framvindu
þessara mála íNoregi og Svíþjóð,
en vegir væru þar miklu líkari
íslenzkum vegum en danskir
vegir.
Gestur sagðist ekki álíta að
aurhlífar ykju hættu á grjót-
kasti. Hinsvegax sagði hann, að
brögð væru að því að er bílar
mættust úti á vegum drægju
ökumenn ekki úr hraða og
skryppi þá grjót undan hjólum
bifreiðanna. Einnig væru mikil
brögð að því, að aurhlifar væru
ekki settar á réttan hátt undir
bíla, þrátt fyrir það að Bifreiða-
eftirlitið sendi öllum bifreiða-
verkstæðum upplýsingar um
hvernig það skyldi gert.
Ef Norðmenn og Svíar leg'ðu
niður skylduna um notkun aur-
hlífa, sagði Gestur að farið yrði
að hugsa til hins sama hér á
landi. Þó taldi hann vafálaust,
að bilum, sem eru mjög opnir að
aftan, svo sem vörubílum o.þ.h.
væru aurhlífár algjör nauðsyn,
þó deila mœtti um aurhlífanotk-
un annarra bifreiða.
Þjóðverj-
arnir koma
ekki
SAMKVÆMT upplýsingum,
sem Germanía fékk frá Loft-
leiðum í gær munu fulltrúar
Þýzk-íslenzka félagsins í
Köln, þar á meðal dr. Max
Adenauer, sem hingað voru
væntanlegir, ekki koma að
þessu sinni.
Upphaflega var áætlað að
þeir kæmu sl. miðvikudag
með Loftleiðavél frá Luxem-
bourg, en sú flugvél bilaði og
var fyrst væntanleg hingað
í nótt. Þessi töf mun hafa orð-
ið til þess að Þjóðverjarnir
urðu að hætta við ferðina.
komulag á breiðum grundvelIL
Hann sagði að það væri enn skoö
un stjórnarinnar að samvinna
fjögurra flokka, sósialdemókrata,
Vinstriflokksins, róttækra og í-
haldsmanna hefði verið æskileg-
ust til þess að leysa efnahags-
málavandann. Krag kvaðst ekkl
hafa orðið var við jafn mikinn
samningsvilja hjá stjórnarand-
stöðuflokkunum og verið hefði
fyrir hendi hjá stjórninni sjálfri.
Ekstrabladet segir í dag að
það hafi fyrst ög fremst verið
Per Hækkerup, utanríkisráð-
herra, að þakka, en ekki Krag,
forsætisráðherra, að hættan á
stjórnarkreppu í Danmörku er
nú liðin hjá, a.m.k. í bili. Hækk-
erup hafi ekki fyrr verið kominn
heim úr ferð sinni til Afríku, en
hann hafi i fyrrinótt setið á fundi
méð þingmönnunum tveimur úr
„liberal debat“, og á fundi þess-
um hafi umræddur árangur
náðst. Blaðið segir að Krag for-
sætisráðherra hafi fylgt stefnu,
sem ekki hafi náð fram að ganga,
en Hækkerup hafi leyst vand-
ann. Krag hafi hinsvegar fengið
óhæfnisvottorð í stjórnmólum.
segir blaðið.
Hálfnuð leið
til Marz
Washington, 25. marz - NTB;
GEIMFARIÐ Mariner IV hefur
nú farið liðlega hálfa leiðina til
Marz, en ferðin öll á að taka
288 daga. Var þetta tilkynnt af
bandarísku geimferðastofnuninni
N A S A í dag. — Mariner IV er
nú í ca. 64 millj. km. fjarlægð
frá jörðu.
Hæð er ennþá yfir Græn-
landi og á meðan svo er heldur
norðanáttin áfram. Hún er
köld þessa dagana, því að haf-
ísinn er skammt undan og
auður sjór aðeins á mjóu belti
til að verma heimsskautaloft
ið, Um nónbilið var frostið 8
til 16 stig fyrir norðan, en 2,
til 6 stig fyrir sunnan.